Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 24
. 24 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HVERS VEGNA ER AT VINNULE Y SIÐ OG HVAÐ ER TIL RÁÐA? Inngangur Þegar litið er í sjónhendingu yfir samfélagið um þessar mundir, þyk- ir okkur flestum æði margt að. Sjálfsagt er heilmikiil skoðana- ágreiningur milli manna um hvað það er og í hvaða röð það skiptir máli. Flestir eru þó þeirrar skoðun- ar að atvinnuleysisstigið sem hér hefur verið að þróast sé óásættan- legt. Skuldasöfnun ríkisins og ein- _ staklinga og raunar þjóðarbúsins í -^ieild við útlönd er mörgum áhyggjuefni, a.m.k. í orði kveðnu. Kaupgjald ýmissa starfshópa er lágt og verðlag ýmissa nauðsynja er hátt. Uppdráttarsýki og gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja í ýmsum greinum atvinnulífsins og jafnvel heilla atvinnugreina hafa valdið ein- staklingum, ýmsum fyrirtækjum og lánastofnunum miklum hremming- um. Þróunin hefur þvælt mörgum sveitarfélögum nauðugum út í vafa- sama þátttöku í atvinnurekstri í til- ^aunum til að bjarga atvinnu manna og þannig mætti lengi telja. Menn hafa skýrt þessa þróun með efnahagssamdrætti og þá ekki síst bent á þorskinn, lélega nýliðun hans um árabil og stórfelldan niður- skurð þorskveiðikvóta. Víst er hlut- ur þorsksins stór í þessu sambandi og enginn íslendingur vanmetur hann. Hins vegar er fráleitt að láta erfiðleikana til sjávarins skyggja á þá staðreynd að uppdráttarsýkin í flestum öðrum greinum atvinnu- rekstrar á sér miklu lengri sögu og dýpri rætur en svo að aflasamdrátt- ur dugi henni til skýringar. Hver oippsveifla í sjávarútvegi síðustu *0-30 árin hefur verið ný martröð fyrir aðrar atvinnugreinar í landinu. Bati í afia og verðlagi til sjávarins hefur að mestu komið til hluta- skipta og þannig bætt kjör fiski- manna. Utgerðin hefur þá stundina getað borið þessi auknu útgjöld án breytinga á gengi. Til landsins hafa kaupkröfur og kjarasamningar tek- ið mið af þessu, þótt aðstæður at- vinnurekstrar þar hafi í raun alls ekki verið til að taka við kauphækk- unum. Allt var þetta ávísun á verð- bólgu og gengisfellingar, sem und- antekningarlítið var frestað þar til aftur hallaði undan fæti fyrir útveg- inum og hann kominn í taprekstur. sveiflum af þessu tagi sveiflaðist innlendur launakostnaður, mældur í erlendum myntum. Hann hækkaði um tugi prósenta og í einu tilfelli um 100% á einu ári, milli gengisfell- inga. Framleiðsla iðnaðarvara með háu hlutfalli launa í framleiðslu- kostnaði innanlands til útflutnings eða í samkeppni við erlendar iðnað- arvörur á innlendum markaði, leið stórlega fyrir þessar sveiflukenndu aðstæður. Því voru æðimargar greinar hins eiginlega útflutnings- og samkeppnisiðnaðar sjálfdauðar. Nefna má sem dæmi lungann úr ðílar- og fataiðnaði, húsgagna- og innréttingaiðnað. Þær greinar og einstök fyrirtæki sem eftir lifðu skorti lífskraft og nýr útflutnings- iðnaður gat ekki þröast. Sóknarfær- in sem menn töldu sig sjá til upp- byggingar útflutningsiðnaði um 1970 nýttust ekki af þessum ástæð- um og því hefur lítið verið á loft haldið að svonefnd fullnýting sjávaraflans, sem mörg- um er tamt að tala um í ræðum, býr að þessu leytinu við sömu kjör og útflutningsiðnaður, þótt þar hafi viss tollavand- kvæði komið til viðbótar fram að þessu. Þessi tegund af vinnuaflsfrek- um útflutningsiðnaði þolir ekki sveiflur í launakostnaði í erlend- um myntum reiknað. Menn hafa ekki gætt að því að miðað við reynslu úr öðrum greinum und- anfarna áratugi mundi sá merki vaxtarbroddur, sem nú má fínna í mörgum fískvinnslufyrirtækjum sem fullvinna vöru í neytendaum- búðir, umsvifalaust lognast út af, ef góðæri af gömlu tegundinni kæmi í sjávarútvegi. Þá yrði hráefn- isframleiðslan, sem minnst notar af vinnuafli, arðvænleg, en full- vinnslan ekki. En hvað þarf þá til að allar aðr- ar greinar atvinnulífsins geti sam- hliða útveginum vaxið til að taka við því fólki, sem nú leitar án árang- urs að störfum og þá ekki síður þeim þúsundum sem innlendir og erlendir skólar munu skila í vax- andi mæli inn á vinnumarkaðinn á komandi árum? Hér er átt við gaml- ar og nýjar útflutningsgreinar í iðn- aði, samkeppnisgreinar iðnaðar, fullvinnslu sjávarvara, vannýttar auðlindir sjávar, fiskeldi, loðdýra- rækt, alla ferðaþjónustu og þjón- ustugreinarnar, sem henni tengjast, lífrænt ræktaðar landbúnaðarvörur, jarðvarmatengdan búskap með græðlinga, blóm, sveppi o.s.frv., þjónustu verkfræðinga, hugbúnað- arfólks í tölvuiðnaðinum og vísinda- manna, listiðnir til útflutnings, kvikmynda- og hljómdiskagerð, auglýsinga- og myndbandafram- leiðslu fyrir erlenda aðila, rekstur heilsulinda, læknis- og hjúkrunar- þjónustu fyrir útlendinga hérlendis og þannig mætti áfram telja eftir því sem hugmyndaflugið endist. Hvað þarf til að jarðvegur atvinnu- lífsins sé þannig að gamlar og nýj- ar liljur vallarins í atvinnulífínu geti sprottið og dafnað og dregið okkur út úr þeirri vesöld sem at- vinnulífið hefur ratað í? I þeim hugleiðingum, sem hér fara á eftir er reynt að greina þessa stöðu mála og orsakirnar að baki henni. Sömuleiðis er reynt að móta markmið og leiðir sem kynnu að geta snúið þessari þróun við. Þarna er fengist við mikilvægasta stjórn- málalegt verkefni okkar tíma, því að það snýst um sjálfan grundvöll- inn að framhaldandi lífí í þessu landi við lífskjör sem fólk getur til fram- búðar sætt sig við. Viðfangsefni af þessu tagi verður heldur ekki leyst nema allur þorri fólks sættist á Iausnina og þá er ekki um lítið beð- ið. Það er gömul saga og ný að all- ir hlutir eru einhverju verði keyptir. Það fæst ekkert fyrir ekkert. Þess vegna verður bata í þessum efnum ekki náð, nema ýmsir aðilar í samfélaginu sætti sig um sinn við að minni hagsmunum sé fórnað fyrir aðra meiri. Þegar til lengri tíma er litið þarf sam- félagið sem heild og sem flestir þegnar þess að verða betur settir en þeir ella yrðu. Áhrifavaldarnir í þjóðfélaginu Hin stjórnmálalegu áhrifaöfl í þjóðfélag- inu ráða mestu um hvernig málefni þess þróast. Með stjórnmálalegum áhrifaöflum er þá ekki eingöngu átt við flokkspólitíska stjórnmála- menn, heldur einnig forystumenn hvers konar í hagsmunasamtökum, fjölmiðlafólk, frammámenn stórra fyrirtækja, áhrifamikla embættis- menn, forystumenn lánasjóða og hin síðari ár lífeyrissjóða og jafnvel stjórnendur líknarfélaga og sam- taka af ýmsu tagi. Allt eru þetta stjórnmálalegir áhrifavaldar, sem hver um sig eða e.t.v. öllu heldur allir saman, veita straumum þjóðfé- lagsins - bæði skoðunum og fjár- munum - í farvegi sem leiða af sér þjóðfélagsþróun í tímans rás og móta stöðu samfélagsins á hveijum tíma. Undanfarna áratugi hefur ýmis- legt markvert áunnist hérlendis undir leiðsögn þessara stjórnmála- legu áhrifavalda, en það hafa einn- ig gríðarleg tækifæri glatast. Með það í höndum sem þjóðin hefur haft úr að spila þessa áratugi, hefðu lífkjör almennings um þessar mund- ir getað verið miklu betri en nú er nokkur kostur. Miklum fjármunum hefur verið sóað með ýmsum hætti, mikil verðmæti hafa verið fest í óarðbærum eignum og ýmis þróun í samfélaginu hefur verið beinlínis neikvæð fyrir framtíðarlíf og -af- komu fólks í landinu. Það þjónar engum tilgangi að horfa um öxl eftir sökudólgum í þessu sambandi. Greining á liðnum Hvað þarf til að jarðveg- ur atvinnulífsins sé þannig að gamlar og nýjar liljur vallarins í atvinnulífinu geti dafn- að og dregið okkur út úr þeirri vesöld sem at- vinnulífið hefur ratað í? spyr Jón Signrðsson, og leggur fram drög að stjórnmálastefnu í nokkrum mikilsverðum málum þjóðfélagsins. tíma að þessu leyti getur einungis þjónað tilgangi að hún kenni eitt- hvað um mistök og orsakir þeirra, sem kemur í veg fyrir að þau verði endurtekin. Fyrir þjóðfélagið, hagsmuni þess sem heildar og borgaranna hvers um sig er það hins vegar raunsæ greining á stöðu mála um þessar mundir og marksetning og sýn til framtíðar sem höfuðmáli skiptir. Það sem hér fer á eftir eru drög að slíkri greiningu að brýnum mark- miðum á mikilvægum sviðum þjóð- lífsins og leiðum til að ná þeim markmiðum. Þess er freistað að gera skrifin þannig úr garði að hver sem er geti tileinkað sér þau og mótað sér skoðanir á þeim, en ekki einungis þeir áhrifavaldar sem skilgreindir voru hér að framan. Það eru oftast, þegar upp er staðið, ríkjandi viðhorf meðal almennings, sem úrslitum ráða um hvernig mál- efnum samfélagsins er ráðið, a.m.k. ef almenningur lætur málefni sig einhveiju varða. Skrifin eru jafnframt tilraun til að móta lausnir á aðsteðjandi vandamálum, sem nú eru brýnni en nokkru sinni og við höfum leyft „Hver uppsveifla í sjávarútvegi síðustu 20-30 árin hefur verið ný martröð fyrir aðrar atvinnugreinár í landinu." Jón Sigurðsson. okkur að flýja undan. Skrifarinn er öldungis sannfærður um að þessi vandamál verða ekki leyst nema allir þeir áhrifavaldar, sem nefndir voru hér að framan, sameinist til átaka til að ná þeim markmiðum sem þjóðin getur sætt sig við til lausnar. Einkenni stöðunnar hér og nú Fyrir röskum þijátíu árum voru nokkrir erlendir sérfræðingar fengnir til þess á vegum OECD í París, sem þá mun raunar hafa verið skammstafað OEEC, að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Þess- ir sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu, ef rétt er munað, að í landinu þyrftu að verða til á næstu 20-30 árum frá þeim tíma, nálægt 20.000 ný störf, ekki hvað síst í iðnaði. Við vitum, að þetta gerðist ekki og ef við íhugum hvað varð um allt þetta fólk er nærri sanni að mjög stóran hluta þess höfum við sent í skóla með misjöfnum árangri, en mikinn íjölda í þjónustugreinar, ekki hvað síst hjá hinu opinbera. Hlutfall fólks í þjónustugreinum hérlendis er þó enn allmiklu lægra en í löndum sem við almennt berum okkur saman við. Að því er varðar fjölgun skóla- fólks sem lausn á þörfínni fyrir at- vinnutækifæri var hún ekki aðeins dýr. Hún getur verið verðmæt í betri þekkingu fólks, en umfram allt er hún þó tímabundin. Það sem nú er að gerast er að hluta að skól- arnir eru farnir að skila álíka mörg- um og þeir taka við og enn er uppi sama spáin og fyrir 30 árum, að á næsta áratug eða svo þurfi að búa til atvinnutækifæri fyrir tugi þús- unda manna. Þetta er að nokkru það verkefni sem hér er reynt að greina. Byijum á að greina nokkur ein- kenni þeirra vandamála, sem þjóðin sem heild, hópar innan þeirrar heildar og fjölmargir einstaklingar eiga við að fást um þessar mundir. * Mikill ljöldi fólks er atvinnu- laus og engin raunveruleg teikn eru í augsýn, sem gefa til kynna nýjan lífskraft í atvinnulífi, sem kallar eftir starfskröftum þessa fólks. * Mikill fjöldi fólks - ekki aðeins hinir atvinnulausu og láglaunafólk, heldur líka fólk með allgóðar tekjur - er í fjárhagskreppu, of oft vegna óaðgæslu í fjármálum og þar með mikilla skulda sem fólk hefur tekið á sig, en jafnframt vegna hárrar vaxtabyrði af þeim skuldum. Sama máli gegnir um fjölda fyrirtækja, smárra og stórra, sem borið hafa þunga, innlenda vaxtabyrði. * Mikilvægar greinar í iðnaði hafa stórlega dregist saman á und- anförnum árum og áratugum. Sum- ar þeirra hafa þegar nánast lagst af. Aðrar hafa verið þessi misserin á mörkum lífs og dauða, svo sem skipasmíði og skipaviðgerðir og skinnaiðnaður svo einungis tvö dæmi séu nefnd af mörgum. * Með sárafáum undantekning- um, sem einungis sanna regluna, hefur nýr útflutningsiðnaður ekki þróast í landinu undanfarna áratugi og vissar greinar hans beinlínis dregist saman. * Ferðaþjónustahefurveriðmik- ilvægur vaxtarbroddur í hagþróun síðustu ára, enda mikill árlegur vöxtur í aðstreymi erlendra ferða- manna til landsins. Þetta hefur þó ekki gerst án vaxtarverkja því að þar örlar á offjárfestingu í óraun- særri bjartsýni og stór hótel hafa Ient í eigu banka sem lánuðu til þeirra fé og töpuðu því að hluta. Og víst er að hátt verðlag hefur haldið aftur af vexti þessarar grein- ar. * Landbúnaður er á hægri ferð inn í einhveija gerð markaðs- tengsla, þótt enn sé langt í land, að tímabært þyki að fara með mál- efni hans eins og um hvern annan atvinnurekstur sé að ræða. * Útgerð og fiskvinnsla, eins og raunar fleiri atvinnugreinar í land- inu, bera með sér einkenni vernd- aðrar atvinnugreinar með stórkost- lega offjárfestingu í tækjum, bún-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.