Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samstarf við Evrópuríki um tíðnisvið fyrir þráðlausa síma Enginn þrýst á um að leyfa síma af öðru tíðnisviði ÞRÁÐLAUSIR símar hérlendis verða að vera gerðir fyrir 900 MHz (megariða) tíðnisvið til þess að hljóta samþykki Fjarskiptaeftirlitsins, að sögn Guðmundar Ólafssonar for- stöðumanns. Segir Guðmundur að ólöglegu símamir séu notaðir á 3 MHz tíðnisviði upp í 50 Mhz og ástæðan fyrir því að þeir séu ekki leyfðir sé Evrópusamstarf íslend- inga. Hægt væri að leyfa sumar gerðir en ekki hafi verið þrýst á um það hingað til. „Við leyfum ekki þessa síma vegna þess að við erum í evrópskri samvinnu og menn hafa kosið að fylgja því sem samþykkt er á Evr- ópuráðstefnum," segir hann. Að- spurður hvort til greina kæmi að leyfa þá segir hann það hafa verið sitt mat að sjálfsagt væri það hægt með einhveijum hætti. Hins vegar hafí hann ekki orðið var við nokkum þrýsting í þá vem og auk þess geti sumar gerðir eldri síma verið vara- samar. „Það em til eldri gerðir sem vinna á útvarpstíðni og nálægt tíðni fyrir flugvélar," segir Guðmundur og bætir við að ástæðan fyrir því að Fjarskiptaeftirlitið kæri ekki notkun ólöglegra síma sé sú að notk- un þeirra á fyrrgreindu tíðnisviði hafí ekki tmflandi áhrif að ráði. Verður skoðað Ragnhildur Hjaltadóttir lögfræð- ingur í samgönguráðuneytinu segir aðspurð hvað hægt sé að gera vegna meints fjölda ólöglegra síma í notkun hérlendis: „Þetta er spuming sem við höfum velt fyrir okkur, en þetta er ekkert smámál, 15.000 símar.“ Einn- ig segir Ragnhildur að heimild sé fyrir því í fjarskiptalögum að gera tækin upptæk en hins vegar geti það reynst erfítt í framkvæmd. Aðspurð hvort hægt sé að banna Fríhöfninni að selja ólöglegan tækjabúnað segir hún að það sé ekki hægt því íjar- skiptalögin banni eingöngu innflutn- ing tækja sem ekki hafí samþykki og sala í Fríhöfninni falli ekki undir innflutning fyrr en fólk reyni að koma með vaming þaðan til landsins með formlegum hætti. Hins vegar bætir hún við að margir kaupi símana í grandaleysi og fyrst svo sé verði þetta skoðað. „Við reynum að sjá hvort ekki er hægt að komast að einhvers konar samkomulagi en ég get ekki sagt nákvæmlega hvemig að svo stöddu," segir hún loks. Starfshópur Neytendasamtakanna Duldar auglýs- ingar í blóra við lög og reglur STARFSHÓPUR Neytendasamtakanna um íjölmiðla og auglýsing- ar telur alltof algengt að auglýsingar skarist við annað efni fjöl- miðla, bæði löglega og í blóra við lög og reglur. Bent er á að algengt sé að útsending sé rofín vegna auglýsinga án þess að heimild sé til þess í útvarpslögum. Ákvæði útvarpslaga um bann við duldum auglýsingum er einnig brotið með ýmsum hætti að mati hópsins og algengt að auglýsendur öðlist aðgang að notend- um íjölmiðla í miðjum dagskrárliðum með gjöfum og verðlaunum. Bein þátttaka utanaðkomandi aðila í kostnaði vegna dagskrár- gerðar er afar vandmeðfarin að mati hópsins. Hún sé heimil sam- kvæmt útvarpslögum en hafí ítrek- að birst í myndum sem hvorki sam- rýmist útvarpslögum né hugsuninni að baki gildandi reglna innan EES. Sömuleiðis stangist ýmislegt í frarn- kvæmd kostunar á við reglur RÚV um kostun dagskrárefnis. KSÍ og fyrirtæki Sem dæmi um kostunarsamning er bent á samning KSÍ við fyrir- tæki um fjárstuðning gegn því að keppni í 1. deild karla á íslands- móti í knattspymu verði kennd við afurð fyrirtækisins. Samningurinn sé gerður án aðildar fjölmiðla en að þeir sjái þó ástæðu til að minna notendur sína sífellt á heiti deildar- innar. Þá segir: „Svo virðist sem aðeins einn fjölmiðill víki frá þess- ari reglu; Morgunblaðið. í umfjöllun blaðsins um 1. deildina er hún að- eins nefnd sínu rétta nafni.“ Það sé í samræmi við orð ritsjóra blaðsins á þingi Starfsmannasamtaka RÚV, en þar sagði hann meðal annars að hinn sterki aðskilnaður ritstjóm- ar og auglýsinga, sem hafi jafnan einkennt rekstur Morgunblaðsins og raunar fjölmargra blaða á Vest- urlöndum sé ekki jafn áberandi í rekstri Ijósvakamiðla. ' Morgunblaðið/Kristinn Dorgað í rigningunni ÞESSI maður lét ekki regnið aftra sér frá að dorga í Reykjavík. Forseti ASÍ um greiðslur til félagsmanna úr sjúkrasjóði Deila má um umfram- rétt fullgildra félaga Davíð hitt- ir Delors DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hittir Jacques Delors framkvæmda- stjóra Evrópusambandsins í Brussel þriðjudaginn 26. júlí. Einnig hittir hann að máli fleiri áhrifamenn í ESB. Viðræður Davíðs og Delors verða einkum um tvíhliða samskipti ís- lands og ESB í framtíðinni í kjölfar aðildar hinna EFTA-ríkjanna að sambandinu. -----» ♦ ♦ Báturinn fannst BÁTURINN, sem stolið var frá Reynisvatni aðfaranótt föstudags er fundinn. Lesandi Morgunblaðsins benti á hvar hann væri að fínna á milli Reynisvatns og Langavatns þar sem hann var birgður með gróðri. Þeir, sem valdir voru að hvarfi báts- ins munu hafa verið á kendiríi. MMðg LESBÓK Morgunblaðsins fylgir ekki Morgunblaðinu um þessa helgi vegna sumarleyfa. Hún kemur næst út laugar- daginn 13. ágúst BENEDIKT Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir að ekki eigi að hvika frá því skilyrði að menn þurfí að skrifa undir inn- tökubeiðni til þess að gerast full- gildir meðlimir í verkalýðsfélagi. Evrópudómstóllinn hafi úrskurðað að enginn eigi að vera tekinn inn í félag, nema því aðeins að hann samþykki það sjálfur. Þessu skilyrði megi ekki rugla saman við réttindi til greiðslna úr sjúkrasjóði. Þar sé almenna reglan sú að hver sá sem greitt sé iðgjald af njóti réttar í sjúkrasjóði. Hann segir að hins veg- ar geti verið umdeilanlegt hvort sjúkrasjóður eigi að gera eitthvað aukalega fyrir fullgilda félagsmenn umfram aðra félagsmenn. Benedikt segir að sér fínnist ekki að greiðsla til verkalýðsfélags eigi að jafngilda aðild og hún geti það raunar ekki samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins. Honum fínnst félagaskráning hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur ekki vera í samræmi við dóminn en Magnús L. Sveinsson, formaður VR, greindi nýlega frá því í Morgunblaðinu að VR hefði aflagt skilyrði um form- lega aðildarumsókn í félagið fyrir 30 árum. Kostur að samræma reglur Um sjúkrasjóði segir Benedikt að almenna reglan sé sú að hver sá sem greiðir iðgjald af njóti réttar í sjúkrasjóði, jafnvel úr sjóðum sem hafa það ákvæði í reglugerðum sín- um að fullgild félagsaðild sé skil- yrði fyrir rétti í sjóðnum. Aðspurður um það hvort ástæða væri til að samræma reglur um sjúkrasjóði hjá aðildarfélögum ASI sagði hann að það væri vissulega kostur en á valdi hvers félags innan ramma Iaganna. Dagsbrún greiðir úr sjúkrasjóði iðgjöld af viðbótartryggingu sem keypt er fyrir fullgilda félagsmenn. í sjúkrasjóðinn greiða hins vegar allir, fullgildir félagsmenn sem og þeir sem hafa svokallaða greiðslu- aðild að félaginu. Benedikt segir að sér finnist mjög koma til greina að skilja þama á milli en vill þó ekki kveða upp úr um það með hvaða hætti það ætti að vera. Orð Þórarins rangtúlkuð í tilvísunarfrétt á baksíðu Morg- unblaðsins í fyrradag er Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins sagður álykta að taki stéttarfélag á móti iðgjaldi sé því skylt að veita fulla aðild á móti. Þórarinn vill taka fram að þetta var ekki eftir honum haft. „Það er af og frá að ég sé að kalla eftir því að fyrir greiðslu eigi skil- yrðislaust að koma aðild. Mér fínnst einmitt að það snúi að félagafrelsi fólks, að það sé ekki neytt til aðild- ar í stéttarfélagi þó það sé neytt til að borga þangað. A því er tölu- verður munur,“ segir Þórarinn. Akkilesarhæll lýðræðisins ►Dr. Daniel Tosteson, forseti læknadeildar Harvard háskóla, ræðir um siðferðileg vandamál læknisfræðinnar í framtíðinni./lO Maðurinn á bak við tjöldin ►Benedikt Stefánsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins í Tókýó skrifar um Ichiroo Ozawa sem að mati flestra sem fylgjast með japönsk- um stjómmálum hefur verið mað- urinn á bak við forsætisráðherra umbótaflokkanna og margir sækja mjögísmiðjutil./12 Hárlausirfá hár ►Sigríður Gunnarsdóttir segir frá baráttu sinni við algjört hárleysi og meðferð sænsks læknis sem hjálpaði henni./14 Umsvif utan kvóta ►Jón Sigurðarson í Fiskafurðum hefur verið brautryðjandi í verslun með sjófrystan rússafísk og fáir hafa viðlíka reynslu í viðskiptum viðRússa./18 B ► l-24 Úr bæ í borg ►ingvar Þórðarson og Reykjavík- urborg uxu upp saman./l Blómstrandi blómasalur ►í þættinum Matur og vín segir frá því hvemig Blómasalurinn á Loftleiðum hefur breyst ur því að vera ekki á kortinu yfír í einhvem mest spennandi veitingastaðinn í Reykjavík þessa stundina./ 4 Látum hendur standa fram úr ermum ►Kjamakonan Sigríður Dóra Sverrisdóttir hefur hrint af stað allskonar menningastarfsemi á Vopnafírði./ 10 Petrus Christus ►Á þessari öld hafa myndlistar- menn jafnvel týnst en verið endur- uppgötvaðir./22 BÍLAR_______________ ► 1-4 Nýr Ford 1996 ►Bandarísku bílaverksmiðjurnar boða nýjan smábíl innan tveggja ára./l Danir nota aðeins blý- laust bensín ►Aðeins brot af heildarbensínsöl- unni hjá frændþjóð okkar er gam- aldags blýbensín./2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/2/4/6/bak Veður 43 Leiðari 22 Gárur 6b Reykjavíkurbréf 22 Mannlífsstr. 6b Helgispjall Dægurtónlist 8b Skoðun 24 Kvikmyndir 9b Minningar 26 Myndasögur 32 Bréf til blaðsins 32 Brids 32 Velvakandi 32 Stjömuspá 32 Fólk i fróttum 36 Skák 32 íþróttir 40 Bíó/dans - 32 Útvarp/sjónvarp 41 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDÁR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.