Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 6
6' SUNNUDÁGGJR 1-7/íJÚlá 1994 MORGUNBLAÐIÐ ff ERLENT Blóðgjafir í Bandaríkjunum ekki eins öruggar og sjúklingum er talin trú um Of lítið gert úr áhættu blóðþega? BAKSVIÐ Sérfræðingar og heilbrigðisyfirvöld í Banda- ríkjunum segja blóðgjafir nú öruggari en nokkru sinni fyrr. Það er að vísu rétt en rannsókn banda- ríska fréttatímaritsins US News & World Rep- ort bendir til þess að þrátt fyrir skimun fylgi meiri hætta blóðgjöfum en bandarískum sjúk- lingum sé talin trú um. BANDARÍSK kona gefur blóð. Hættan sem fylgir blóðgjöfum í Bandaríkjunum gæti verið vanmetin og sjúklingar eru yfír- leitt ekki varaðir við henni. Tímaritið segir að 4.200 einingar af blóði smituðu af veirum sem valda lifrarsjúkdómum sleppi í gegnum öryggisnet blóðbanka á ári hveiju. Ennfremur hefur David Kessler, yfírmaður Matvæla- og lyfjaeftirlits Banda- ríkjanna (FDA), skýrt Bandaríkja- þingi frá því að árlega sleppi einn- ig 90 til 460 einingar með HIV- veiruna, sem veldur alnæmi, til sjúklinga. Þá eru líkurnar á of- næmisviðbrögðum við blóðgjöfum einn á móti 25. Mörgum þeirra sem fá smitað blóð er ekki greint frá því og svo- kallaðar „afturkallanir" á hættu- legu blóði, oft mánuðum og jafn- vel árum eftir að blóðbankarnir fengu það, skila ekki tilætluðum árangri. Líkurnar á smiti minnka Rannsókn US News & World Report leiddi meðal annars í ljós að bandarískir blóðbankar vita af því að rúmlega 100.000 einstakl- ingar kunni að hafa fengið blóð með veiruna sem veldur hepatitis C - sem getur leitt til ólæknandi lifrarsjúkdóms - en hafa ekki varað þá við því. Bandaríkjamenn hafa lengi álit- ið blóðgjafír öruggari en þær eru í raun. Bandaríski Rauði krossinn og tvenn samtök blóðbanka gáfu til að mynda út sameiginlega yfír- lýsingu árið 1983 þar sem því var haldið fram að líkurnar á því að smitast af HlV-veirunni, sem veld- ur alnæmi, vegna blóðgjafa væru einn á móti milljón. í reynd voru líkurnar á þessu einn á móti 660 og allt að einn á móti 25 í borgum eins og San Franeisco, þar sem alnæmi er algengt. Líkurnar á smiti af veirunni sem veldur hepat- itis C voru allt að einn á móti sex, samkvæmt skýrslu frá árinu 1985. Áratug síðar hafa bættar prófanir minnkað líkumar á HIV- smiti vegna fjögurra eininga blóð- gjafa, sem eru algengastar, í einn á móti 11.000-59.000. Líkurnar á hepatitis C-smiti eru nú um einn á móti 900. Bandarískir blóðbankar fá því sem næst allt sitt blóð frá sjálf- boðaliðum þótt plasmastöðvar, sem safna aðeins blóðvökva, greiði blóðgjöfum enn 10-15 dali. Blóð- vökvinn er yfirleitt notaður til að framleiða Iyf eins og ónæmis- glóbúlín sem drepa veirur. Skráðum mistökum fjölgar Þrátt fyrir framfarir í öryggis- málum eiga mistök sér enn stað. Sökudólgarnir eru læknar, hjúkrunarfræðingar, starfsmenn blóðbanka sem fást við æ háþró- aðri prófanir og sjálfboðaliðar sem skima blóðið. Ein slæm eining getur smitað marga þar sem blóð- inu er yfírleitt skipt í rauðkom, blóðvökva og blóðflögur. Frá árinu 1989 hefur skráðum mistökum fjölgað mikið. Matvæla- og lyfjaeftirlitið skráði um 1.000 mistök eða slys hjá blóðbönkum á viðmiðunarárinu sem lauk 30. september 1989. Þremur árum síðar voru þessi tilvik komin upp í 10.456 og árið eftir tæp 9.000. Ástandið hefur ekki batnað eft- ir það. í mars á þessu ári, þegar viðmiðunarárið var hálfnað, voru mistakatilvikin orðin 4.615. Frá árinu 1990 hafa alls 29.568 mi- stök verið skráð. Ein af hugsanlegum ástæðum þessarar fjölgunar gæti verið sú að blóðbankamir hafí tekið sig á við að skýra stofnuninni frá mis- tökum sínum. Á hinn bóginn gætu vandamálin við blóðgjafír einnig verið stórlega vanmetin í opinber- um skýrslum. í Bandaríkjunum eru um 2.400 blóðbankar og margir þeirra flytja ekki blóð milli ríkja þannig að þeir þurfa ekki að vera skráðir hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitinu eða skýra því frá mistökum eða vandamálum sem upp kunna að koma. Þessir blóð- bankar safna aðeins um 10% þess blóðs sem notað er við blóðgjafír í Bandaríkjunum en talið er þeir séu sekir um stóran hluta alvar- legu mistakanna. Philip Lee, yfirmaður Opinberu heilbrigðisþjónustunnar, segir fjölgun skráðra mistaka vísbend- ingu um að öryggi sé ábótavant hjá blóðbönkunum. Að minnsta kosti fjórðungur allra blóðbanka Bandaríkjanna og þriðjungur blóð- banka Rauða krossins hafi brotið öryggisreglur Matvælá- og lyfja- eftirlitsins. Blóðbankar Rauða krossins eru taldir helsta áhyggjuefnið. Á árun- um 1988-93 skráði Matvæla- og lyijaeftirlitið rúmlega 2.500 brot á öryggisreglunum hjá blóðbönk- um hjálparstofnunarinnar. Matvæla- og lyfjaeftirlitið náði dómsátt við Rauða krossinn í maí í fyrra um að blóðbankarnir gerðu ráðstafanir til að bæta öryggið en þeir hafa verið sakaðir um að hafa ekki staðið við sáttina. Blóð afturkallað of seint Margir mánuðir geta liðið þar til mistökin uppgötvast. Gögn FDA frá árinu 1989 benda til þess að rúmlega 300 dagar líði að meðaltali frá því mistök eiga sér stað í blóðbönkunum og þar til stofnuninni er greint frá þeim. Stundum líða jafnvel mörg ár. Eftirlitsmenn sem könnuðu gögn Rauða krossins í fyrra uppgötvuðu til að mynda fjórar einingar af blóðvökva, sem var með HlV-smit og notað á árunum 1985-87. Rauði krossinn segir að tvær þeirra hafí verið notaðar til að búa til blóðprufuefni sem ekki eru notuð við blóðgjafír. Hinar tvær eining- arnar voru notaðar í lyf. Þegar blóð er afturkallað er það yfirleitt of seint; í um 90% tilvika hefur blóðið þegar verið notað. Ekki varað við hættunni í Bandaríkjunum fá fjórar millj- ónir manna blóðgjafír á ári hverju og miðað við þann mikla fjölda eru líkurnar á smiti ekki miklar. Heilbrigðisyfirvöld segja að aðeins sé vitað um 29 manns sem hafí fengið alnæmi í Bandaríkjunum frá því blóðskimun hófst árið 1985 og blóðbankarnir vísa oft til þeirr- ar tölu. Hún nær þó ekki yfir‘þá sem hafa smitast af HlV-veirunni en hafa ekki enn fengið alnæmi. Smitist 90-460 manns af veirunni á ári hverju, eins og yfirmaður FDA áætlar, hafa 810-4.140 feng- ið HlV-smitað blóð frá 1985. Sérfræðingar telja ennfrémur að rúmlega 100.000 blóðþegar kunni að hafa fengið veiruna sem veldur hepatitis C - og fæstir þeirra vita af því. Þetta mál snýst þó ekki aðeins um tölfræði heldur einnig um hreinskilni við sjúklinga. Margir sjúklingar á bandarískum sjúkra- húsum eru ekki varaðir við hætt- unni sem fylgir blóðgjöfum. Og aðeins eitt af hverjum átta sjúkra- húsum óskar eftir sérstöku sam- þykki sjúklinganna fyrir blóðgjöf- unum. Elsta myndin af Abra- ham Lincoln fundin? New York. Reuter. FUNDIST hefur ljósmynd, sem sumir telja vera elstu myndina, sem vitað er um, af Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna. Er því um mjög merkilegan fund að ræða en myndin var tekin með Daguerreað- ferð í árdaga ljósmyndunarinnar, snemma á fímmta áratug síðustu aldar. Myndin var í eigu Alberts Kapl- ans, verðbréfasala í New York, en hann keypti hana af safni í borg- inni 1977. Var franskur skurðlækn- ir og sérfræðingur í að endurgera útlit manna eftir höfuðbeinunum einum saman fenginn til að dæma um myndina og eftir rannsóknir á 15 þekktum myndum af Lincoln sagði hann engan vafa leika á, að um væri að ræða þennan fræga forseta Bandaríkjanna. Frá þessu var skýrt í tímariti, sem fjallar um réttarlæknisfræði, en þar segir einnig Grant Romer, sérfræðingur í elstu ljósmyndunum, að um sé að ræða ameríska Dagu- erremynd frá því skömmu eftir 1840 en telur samt útilokað að sanna, að myndin sé af Lincoln. Til er önnur mynd, sem sögð er vera af Lincoln, hugsanlega tekin 1843 og gæti því verið eldri en Kaplan-myndin. Þeir, sem eiga hana, halda þvi Iíka fram, að hún sé elst og segja þörf á miklu meiri rannsóknum á Kaplan-myndinni. Elsta Lincoln-myndin, sem enginn vafí leikur á um, er hins vegar frá 1848 þegar hann var 39 ára gamall. Kaplan vill ekki setja myndina sína á safn og segir, að á Daguerre- mynd verði helst að halda í höndun- um, þannig megi næstum fínna fyrir návist fyrirmyndarinnar. Telur hann myndina best komna hjá for- seta Bandaríkjanna hveiju sinni. Kcutcr ER þetta mynd af Abraham Lincoln rúmlega þrítugum? Nýtt um fjár- mál Clintons Washington. Daily Telegrraph. NÝTT mál er komið upp varðandi fjármál Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, er hann var ríkis- stjóri í Arkansas. Sagt er, að hann hafí fengið 14,8 milljónir kr. að láni hjá banka, sem vinur hans átti, til að kynna áætlanir sínar og síðan stofnað nokkra reikninga, sem stuðningsmenn hans gátu lagt inn á og endurgreitt þannig lánið. Átti þetta sér stað um miðjan síðasta áratug og er gagnrýnt fyr- ir að bera keim af pukri og hugsan- lega .fyrir að vera tilraun til að sneiða hjá lögum, sem eiga að draga úr áhrifum einstakra gef- enda eða þrýstihópa á stjórnar- stefnuna. Talið er raunar, að al- gengt sé að bandarískir stjórn- málamenn hafi þennan hátt á en það er lítil huggun fyrir Clinton eins og ástatt er. Kom þetta fram við Whitewater-rannsóknina á fjármálum forsetahjónanna. m S L m m i i c € € i I I 1 I I t I f t c . I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.