Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Spennubreytar í ferðalagið og bústaðinn Ódýrir - vandaðir Aðeins kr. 8.746 stgr. Eigum fyrirliggjandi spennubreyta í bíla, báta og sumarbústaði frá bæði 12 voltum og 24 voltum í 220 volt 50 rið. 140 wött stöðugt álag, 300 wött skammtíma álag. Hentugir fyrir sjónvörp, myndbandstæki, rakvélar, tölvur og hleðslutækin fyrir rafhlöðu, handverkfæri, myndbandavélarnar ásamt ýmsu fleiru. Rafeindatæki, Suðurveri, Stigahlíð 45-47, sími 91-31315. Radíóþjónusta Sigga Harðar, Smiðjuvegi 38, Kóp., sími 91-75570. Fótstiginn tannbor. Úr eiguHögna Bjömssonar Þá var tann- borinn stiginn! NESSTOFUSAFN . |3 ^LÆKNINGAMINJASAFN^- lstand SELTJARNARNESI S: 611016 ÞStftCl OPIÐ SUNNUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA OG LAUGARDAGA KL 13-17 UTSALAN hefst á morgun. Opnum kl. 10. BORGARKRINGLAN 103 Reykjavík. Sími 68 95 25. I DAG SKAK llmsjón Margeir Pétursson Á WORLD open skákmótinu I Philadelphia um mánaða- mótin kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Arshak Minasjan (2.545) og Naum Rashkosky (2.535), Rússlandi, sem hafði svart og átti leik. Sjá stöðumynd Svartur er skiptamun yfir, en staðan er stórhættuleg og hann var í miklu tíma- hraki. Engu að síður fann Rússinn vinningsleikinn: 38. — Hxe5! (En alls ekki 38. — Kxg7?? 39. Df6+ - Kg8 40. Dg5n— Kh8 41. h6 og vinn- ur)39. Hxe5 (Ekki 39. Bxe5? — Dh4+! og þrír menn svarts falla) 39. - Bxe5 40. Rf5- (Ekki 40. Bxe5? - Dh4+ 41. Kgl — Ðel+ og næst 42. — Dxe5 og vinnur). Rashkov- sky uppskar ekki laun erfið- isins því eftir 40. Rf5 féll hann á tíma. Svartur á unn- ið tafl eftir 40. — Dcl+ 42. Kh2 - Dc3! HÖGNIHREKKVÍSI Si'M ? Pennavinir FRÁ Ghana skrifar 23 ára karlmaður með áhuga á danski, körfubolta, fótbolta og tónlist: Raphael Romeo Lewis, P.O. Box 835, Cape Coast, Ghana. NORSKUR maður á sex- tugsaldri vill skrifast á við 46-52 ára konur. Fráskilinn fyrir 15 árum. Kjell G. Nordvik, Gamelgrensa lOb, 3723 Skien, Norge. RÚSSNESKUR 24 ára karlmaður með áhuga á myntsöfnun, knattspyrnu og ljósmyndun: Vladislav Balitsky, Flat 73, 36 Krygina St., Vladivostok, Primorsky kray, 690065 Russia. LEIÐRÉTT Rangt starfsheiti Ranglega var farið með starfsheiti Hauks Brynj- ólfssonar í frétt á blaðsíðu 7 í Morgunblaðinu í gær. Þar er Haukur sagður dýralæknir og nefndar- maður í ráðgjafanefnd um villt dýr. Hið rétta er að Haukur Brynjólfsson er rafvirki og tæknimaður við Raunvísindastofnun Háskóla íslands og er til- nefndur í nefndina af Skotveiðifélagi íslands VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Bakpoka skilað MÓÐIR í vesturbænum hringdi til að koma eftir- farandi á framfæri: „Sonur minn, sem er sjö ára gamall og var á sumarnámskeiði, var svo óheppinn að tapa bak- pokanum sínum fyrir tveimur vikum í Öskju- hlíðinni en hann var merktur með símanúm- eri og heimilisfangi. Við bjuggumst ekki við að sjá hann meir, þegar unglingsstúlka gerði sér ferð til heimilis okkar á Sólvallagötuna til að skila pokanum sem hún hafði fundið. Þannig stóð á að við höfðum ekki tækifæri til að þakka henni til fulls, og þökk- um henni hér með kær- lega fyrir.“ Fyrirspurn til RUV FJÓLA, sem er 13 ára, hringdi með þá fyrir- spurn til Sjónvarpsins hvort ekki væri mögu- legt að endursýna gam- alt efni með Björk Guð- mundsdóttir, s.s. tón- BRIDS U m s j ó n G u ð m . P á 11 Arnarson FÁÐU þér sæti í austur í vörn gegn þremur grönd- um. Makker spilar út tígul- gosa, sem neitar hærra spili (þið spilið „þriðja frá brot- inni“). Vestur gefur, enginn á hættu. Norður ♦ D7 V ÁIO ♦ Á76 ♦ DG9643 Austur ♦ G9642 V D872 ♦ D8 ♦ Á7 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Sagnhafi lætur lítið úr borði og þú yfírdrepur með drottningu, sem fær að eiga slaginn. Hvert verður fram- haldið? leika frá því hún var í Sykurmolunum eða Kuklinu, viðtöl, sjón- varpsleikrit sem hún lék í og var sýnt í sjónvarp- inu fyrir 5-7 árum, göm- ul viðtöl við hana o.fl. fyrir aðdáendur hennar hér á landi. Tapað/fundið Garðskálaplöntu saknað FAGURSÍPRUS u.þ.b. metri á hæð í stóru bláu leirkeri hvarf frá Boða- granda 3 aðfaranótt 13. júlí sl. Ef einhver tekur eftir þéssari fallegu jurt (sem lítur út sem lítið jólatré) þar sem hún á ekki að vera, þá hafi hann vinsamlega sam- band í síma 11013. Fjallahjól fannst CHAMPION-100 fjalla- hjól hefur iegið í u.þ.b. tvær vikur í óskilum í Fellsmúlanum. Eigand- inn getur vitjað þess hjá Erni í síma 30965. Úr því sagnhafi á tígul- kónginn, getur áframhald- andi tígulsókn ekki skilað árangri nema makker komist tvisvar inn. Sem nánast er útilokað. Og ekki þýðir að spila rólega vöm með þennan lauflit í blindum. Þú verður því að skipta yfir í hjarta. Kannski á makker laufkóng og hjartagosa. Norður ♦ D7 V ÁIO ♦ Á76 + DG9643 Vestur Austur ♦ 105 ♦ G9642 T G643 V D872 ♦ G10954 llllll ♦ D8 ♦ K5 Suður ♦ Á7 ♦ AK83 V K95 ♦ K32 ♦ 1082 Ef þú spilar hjartadrottn- ingu þarf makker ekki að eiga níuna líka. Hún er því rétta spilið. Þegar sagnhafi spilar svo laufi úr blindum, stingur þú strax upp ásnum til að spila enn hjarta. Víkveiji skrifar... Víkveija hnykkti við, þegar hann las hér í blaðinu frásögn Her- dísar Brynjarsdóttur, ekkju Dags- brúnarmanns, um það, hvernig hún missti rétt sinn til dánarbóta. Ástæðan var sú, að eiginmaður hennar, sem lézt eftir vinnuslys, reyndist ekki fullgildur félagi í verkalýðsfélagi sínu, þótt hann hafi greitt þangað félagsgjöld um ára- bil. Það er satt bezt að segja með ólíkindum, að annað eins geti gerzt nú á tímum og hversu iítið þarf í raun til þess að grandalaust fólk missi sjálfsögð réttindi. XXX Yerkalýðsfélögin hafa haslað sér umráðasvæði óg á þeim hafa félagsmenn forgang til vinnu á sviði viðkomandi félags. Allir verða að greiða félagsgjöld til launþegafé- lagsins, meira að segja námsmenn eru hýrudregnir þegar þeir afla tekna með vinnu sinni á sumrin. Allt þetta fé rennur til stéttarfélags- ins. Þeir, sem eru í fastri vinnu, greiða að sjálfsögðu alltaf til félags- ins, kannski alla ævina. Hvernig í ósköpunum má það vera, að launþegi, eða flöl- skylda hans, standi uppi réttlaus, þegar hann hefur verið skyldaður til þess að greiða sín félagsgjöld og þau hafa verið innheimt og þeim skilað til stéttarfélagsins af vinnu- veitenda? í huga hvers manns hlýt- ur að vera samasemmerki á milli greiðsluskyldu og réttinda. Með engum hætti getur það farið saman í siðuðu þjóðfélagi, að félagsgjöld séu greidd án þess að því fylgi full félagsaðild. Hugsanlega er slíkt lög- legt, þótt Víkveiji efist um það, en allavega er það í andstöðu við al- menna siðferðisvitund og slík lög eru þá röng og ber að afnema. xxx Eiginmaður Herdísar Brynjars- dóttur var ekki aðalfélagi í Dagsbrún, eins og það heitir, vegna þess, að hann hafði ekki undirritað formlega inntökubeiðni í félagið. Þess vegna naut hann ekki fullra réttinda, þótt gjaidskyldur væri, og greiddi jafnt og hver annar Dags- brúnarmaður til félagsins. Þessi „tæknilegu" mistök kostuðu ekkju hans bæturnar. (Gaman væri að vita, hvort Dagsbrún hefur undirrit- aða formlega heimild verkamanns- ins til að draga af honum gjöldin.) Það segir sig sjálft, að stéttarfélag, sem virðist hafa, eða hefur tekið sér, rétt til að innheimta félags- gjöld á sínu svæði hlýtur að hafa skyidur á móti. Sérhver launþegi, sem greiðir félagsgjöld og skuldlaus er, hlýtur að hafa full réttindi í fé- laginu - þar á meðal atkvæðisrétt. Annað er fullkomlega óeðlilegt að mati Víkveija. xxx * Iframhaldi af þessu máli er eðii- legt, að Alþingi og stjórnvöld láti það til sín taka og skoði það út frá réttindum borgaranna, m.a. þeim, hvort einstökum félögum sé heimilt að „skattleggja“ fólk al- mennt séð, hvað þá án þess að full réttindi komi á móti. Hugsanlega eru það fleiri aðilar en stéttarfélög, sem geta ákveðið gjaldskyldu á „sínu“ umráðasvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.