Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN frumsýna á föstudag kvikmyndina The Flintstones, Steinaldarmennina. Steven Spielberg og félagar framleiða þessa mynd um góð- kunningja sjónvarpsáhorfenda um allan heim, Fred, Vilmu, Barney, Betty, Fido, Pebbles og Bamm-Bamm sem í þokkabót er íslenskur. Bamm-Bamm og Vala HLYNUR og Marínó Signrðssynir skiptast á um að leika Bamm-Bamm, kjörson Barneys og Bettýar, sem hér er ásamt Völu litlu Flintstone. um 200 eineggja tvíbura til að skiptast á um að leika kjörson Rubble-hjónanna. En það voru fleiri ljón í veginum því það er meira en að segja það að breyta teikni- mynd sem á að gerast í ímynduðum heimi 2 milljón- um ára fyrir Krist í trúverð- uga bíómynd sem fólk vill sjá. Hanna og Barbera höfðu búið til heim Freds og Bar- neys þar sem fótknúnir bílar og nýmóðins heimilistæki knúin af útdauðum dýrateg- undum voru hluti af daglegu lífi, að ógleymdum heimilis- hundinum Dino og öllum hin- um risaeðlunum. Þetta var einfalt í teiknimyndunum, þar sem ekki þurfti annað en að fá góða hugmynd og koma henni frá sér á blað en fyrir kvikmyndagerðar- menn kallaði það á margra missera pælingar og tilraunir að breyta þessu í raunveru- leika sem kröfuharðir aðdá- endur Freds og félaga tækju trúanlegan. Til verksins voru fengnir snillingamir úr fyrirtæki George Lueas, ILM, en þeir hafa áður sannað sig í Júra- garðinum, E.T., Indiana Jo- nes myndunum og fjölmörg- um öðrum. í stuttu máli hafa þeir átt hlut að máli þar sem allar helstu nýjungar á tæknibrellusviðinu í kvik- myndaiðnaðinum hafa verið annars vegar, allt frá árinu 1975. „Þegar fólk fer að sjá mynd um Flintstone og fé- laga þá má ekkert vanta af þeim hlutum sem fólk tengir helst við teiknimyndirnar. Fólk ætlast til að Fred öskri Jabba-dabba dú og að Dino gelti, velti Fred um koll og sleiki hann síðan á honum andlitið. Við pössuðum upp á að hafa allt á sínum stað,“ segir leikstjórinn Brian Le- vant, sem áður hefur m.a. gert myndina um hundinn Beethoven. Fred orðinn forsljóri Söguþráðurinn í myndinni um Steinaldarmennina er á þá leið að draumur Freds um að verða ríkur og valdamikill virðist vera að rætast. Hann fær stöðuhækkun hjá fyrir- tækinu sem þeir Bamey vinna hjá og er tekinn í hóp forstjóranna. Fred og Vilma eru orðin rík og hafa það gott en Bamey og Betty, sem em nýbúin að ættleiða drenginn Bamm-Bamm eru ekki jafn heppin. í kjölfarið kemur ýmislegt upp í sam- skiptum þessara gömlu vina. En auðvitað er ekki allt sem sýnist með glæstan frama Freds. Fred þarf að beijast við útsmoginn braskara, sem hefur ekkert gott í hyggju. Sá leikur Kyle MacLachlan (sem lék Cooper í Twin Pe- aks) og sér til aðstoðar hefur hann hina fögm ungfrú Sharon Stone (sem Hale Berry úr Jungle Fever og Last Boyscout leikur) en hún er einmitt einkaritari Freds. Áður en Fred uppgötvar að þessir nýju vinir eru í raun óvinir nýtur hann ríkidæmis- ins og rifst við Vilmu og Bamey eins og venjulega en gefur sér þó auðvitað tíma til að gera ýmislegt af því sem hann var vanur að gera í teiknimyndunum, svo sem eins og að fara í keilu. Steinaldardraumar um auð og völd STEVEN Spielberg og félag- ar hans í Amblin fyrirtækinu hafa í mörg ár unnið að und- irbúningi kvikmyndar um Steinaldarmennina í sam- vinnu við Universa! kvik- myndaverið og höfunda teiknimyndaseríunnar, Bill Hanna og Joseph Barbera. Frá upphafi setti Spielberg aðeins eitt skilyrði; John Goodman átti að leika Fred. Vegna þess að Goodman var upptekinn maður, bæði við að leika í sjónvarpsþáttunum um Roseann og hinum og þessum kvikmyndum, var það ekki fyrr en í fyrrasumar sem kvikmyndatökur gátu hafist. Skemmtilegast við undir- búninginn var að velja réttu leikarana í hlutverkin. Það er ekki nóg að segja jabba-dabba dú til þess að fólk trúi því að þú sért Fred Flintstone. John Goodman er Fred Flintstone holdi klædd- ur, maður trúir honum, þykir vænt um hann og fyrirgefur honum allt, alveg eins og í teiknimyndinni," segir fram- leiðandi myndarinnar Bruce Cohen. Ekki skipti minna máli að fá rétta manninn til að leika Bamey, vinnufélaga og nágranna Freds og besta vin hans síðan þeir voru 10 ára. Framleiðendurnir komu einnig snemma auga á Rick Moranis, sem var meira en reiðubúinn til að leika Barn- ey, svo lengi sem John Good- man yrði Fred. Saman gætu þeir orðið klassískt par, alveg eins og Litli og stóri, Gög og Gokke, Abbott og Co- stello. Vilma! FRED Flintstone er sjaldnast í góðu skapi þegar hann kemur heim eftir keiluæfingu. Vilma ogBetty VILMA og Betty eru eiginkonur Freds og Bameys. í önnur helstu hlutverk völdust Elisabeth Perkins úr Big, sem leikur Vilmu; Rosie O’Donnel úr A League of Their Own sem leikur Betty Rubble og íslensku tvíbur- arnir Hlynur og Marínó Sig- urðssynir voru valdir úr hópi Hefði Fred átt að segja Jahú en ekki Jabba-dabba dú? Fred ogBamey FRED og Barney hafa verið vinir síðan þeir voru 10 ára, Þeir eru líka nágrannar og vinnufélagar. A ÞEIM þijátíu og fjórum árum sem liðin eru síðan Flintstone fjölskyldan birtist fyrst á bandarískum sjón- varpsskjám eru Fred og Vilma, Barney og Betty kom- in í hóp þekktustu teikni- myndapersóna allra tíma og að margra mati er sagan um Steinaldarmennina ekki ein- asta merkur kafli í sögu bandarísks afþreyingariðn- aðar heldur jafnvel sterkur þráður f vef bandarískrar alþýðumenningar í samtím- anum. Steinaldarmennirnir mörkuðu þau tímamót í sögu sjónvarps í Bandaríkjunum að sagan um þá var fyrsta teiknimyndin í fulllri lengd sem gerð var og sýnd á besta sjónvarþstíma. Flintstone-fjölskyldan var fastagestur á skjánum í sex ár og á þeim tíma og voru gerðir um hana 166 teiknimyndir sem milljarðar manna um allan heim sáu og skipa stóran sess í hugum margra sem minnast fyrstu ára sjónvarps á íslandi. Enn í dag er talið að vikulega horfi um 300 milljónir manna í 80 löndum á þættina og að hvenær sólarhringsins sem er megi ávallt einhvers stað- ar í heiminum finna sjón- varpsstöð sem er að sýna ævintýri Fred Flintstones, vina hans og vandamanna. í Steinaldarmönnunum var blandað saman ærsla- fengnu gríni blandað saman við létta ádeilu sem beint var að hinni dæmugerðu Qöl- skyldu í bandarísku úthverfi í upphafi sjöunda áratugar- ins og virtist eiga svo ótal • margt sameiginlegt rneð launþegafjölskyldunum I steinaldarbænum Bedrock. Þótt tvær milljónir nítján hundruð og sextíu ár væru frá því að Fred Flintstone var upp á sitt besta var hann allt annað en gamaldags. Sagan um Steinaldar- mennina er afkvæmi þeirra Bills Hanna og Josephs Bar- bara. Fyrirtæki þeirra hafði átt velgengni að fagna og teiknimyndir þeirra um Huckleberry Hound, Jóga bjöm og fleiri urðu sífeilt vinsælli. Árið 1960 ákváðu þeir að færa út kvíarnar og búa til teiknimyndasögu í sjónvarpsþáttalengd sem sýna mætti á besta sjón- varpstíma. Þeir ákváðu að fella hugmyndina að því munstri sem þá og löngum síðar var vinsælasta sjón- varpsefnið og gera teikni- myndaþátt um fjölskyldulíf. Þeir byijuðu á sígaunum, Rómveijum, amerískum sveitamönnum og landnem- um en voru ekki ánægðir fyrr en einn samstarfsmaður þeirra teiknaði mynd af manni í steinaldardressi og langnefja fugli sem notaði gogginn á sér til að spila grammófónplötu. „Um leið og við sáum fuglinn var eins og flóðgátt opnaðist og það ultu fram alls kyns brandar- ar. Það var hægt að fara í sturtu undir bunu frá fílsrana eða þá láta fíl þvo bíl eða vökva blettinn. Hins vegar var allt fótknúið þannig að það þurfti fjörutíu fætur til að knýja strætisvagninn áfram og svo framvegis," segir Bill Hanna. „Það voru þessar skrýtlur sem ég held að hafi átt stóran þátt í því að hugmyndin gat höfðað til svo margra." En þrátt fyrir það mátti minnstu muna að Fred Flintstone kæmist aldr- ei í sjónvarpið því að þeir sem þar réðu húsum reyndust ekki ginnkeyptir fyrir hug- myndinni. Viku eftir viku gekk Joseph Barbera á milli sjónvarpsframleiðenda og reyndi að selja þeim hug- myndina og það var ekki fyrr en eftir langa mæðu að ABC-sjónvarpsstöðin lét til leiðast með eftirgangsmun- um. Fyrsti þátturinn var sýndur 30. september 1960. En Flintstone og frú stukku ekki fullsköpuð af teikniborði Hanna og Bar- bera. Leikararnir sem lögðu persónum til raddirnar áttu þar stóran hlut að máli. Sé einhver spurður hvað honum detti fyrst í hug þegar minnst er á Fred Flintstone eru yfr- gnæfandi líkur á að svarið sé Jabba-dabba dú, upphróp- uninin sem Fred beitti í tíma og ótíma og er hans helsta persónueinkenni ásamt sí- felldum ráðagerðumum hvemig hann geti orðið ríkur í hvelli. En Fred átti aldrei að segja Jabba-dabba dú heldur Jahú. Leikaranum Alan Reed fannst sú upp- hrópun hins vegar hálf-hjá- rænuleg og bað um leyfi til að breyta út af handritinu og öskra jabba-dabba dú í staðinn. Það fékkst sam- þykkt og eftir á að hyggja eru menn ekki frá því að sú breyting hafi skipt sköpum um það að Fred Flintstone varð frægasti steinaldarmað- ur gjörvallrar teiknimynda- sögunnar. Hanna og Berbera fylgd- ust grannt með kvikmyndun íjölskyldusögu Freds Flints- tones og segjast himinlifandi með afraksturinn. „Okkur hefði aldrei dottið í hug að við ættum eftir að sjá Fred í kvikmynd sem Steven Spiel- berg og félagar framleiddu. Og ekki nóg með að Brian Levant sé frábær leikstjóri heldur er hann mikill aðdá- andi Freds og þekkir sögu hans út og inn,“ segir Bar- bera. „Útkoman er nánast fullkomin, leikaramir stór- kostlegir, sérstaklega John Goodman. Hann er Fred Flintstone."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.