Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 15 Sjálfsof- næmis- sjúkdfimur Sjúkdómur sá sem Sig- ríður Gunnarsdóttir stríðir við er samkvæmt upplýs- ingum Boris Lunderquist læknis tiltöluléga algengur sjúkdómur. í Svíþjóð eru um 80 þúsund manns haldnir honum. Sjúkdóm- urinn fyrirfinnst í öllum aldurshópum en er algeng- astur hjá fólki á aldrinum 15 til 40 ára. Þetta er svo- kaliaður sjálfsofnæmis- sjúkdómur, Alopecia Are- ata eða Alopecia universal- is, en í síðarnefnda tilvik- inu fer hárið algerlega af öllum líkamanum. Þá myndast mótefni í lík- amanum sem ráðast gegn frumunum sem stjórna liárvextinum. Þessi mót- efni koma frá hvítu blóð- kornunum og heita Lymfocyter. Til þess að vinna gegn þessum mót- efnum sem líkaminn fram- leiðir notar Lunderquist Methylprednisolen (Met- rol), Benadon, Atarax, Becozyna, Behepan og Folacin. Skammtarnir ákvarðast m.a. af magni mótefna í blóðinu og þyngd viðkomandi sjúklings. í samtali blaðamanns við Bertu Björnsdóttur í Hels- ingborg í Sviþjóð kom fram að í undantekningart- ilvikum vissi hún til að Lunderquist hafi gefið sjúklingum Ciclosporin í nyög stuttan tíma. „En slíkt eru algerar undan- tekningar. Sjálf fékk ég ekki það lyf fyrr en fyrir skömmu, þegar ég varð fyrir andlegu áfaUi sem leiddi af sér hárleysi á ný á tveimur blettum á höfð- inu,“ sagði Berta. „Ég er nú hætt að taka það lyf og hárið er farið að spretta á ný. Hins vegar tek ég að staðaldri ofnæmistöflur og stóra skammta af B-vít- amínum og steinefnum. Ég hika ekki við að segja að þeir sem ég hef haft kynni af í sambandi við þetta mál og hafa notið meðhöndlun- ar Lunderquist hafa hrein- lega yngst í útliti við með- ferðina. Ég held að þar komi saman hið nýja hár, ánægjan yfir því að fá lækningu og svo hitt að vítamínin og steinefnin virðast ekki bara hafa áhrif á hárið heldur allan líkamann," sagði Berta. er svolítið mislitt. Ég er líka kom- in með önnur líkmashár. Ég veit um sex manns í Kefla- vík sem eru hárlausir. Þetta fólk er ekki skylt innbyrðis, það veit ég. Tvenn hárlaus mæðgin í Reykjavík hafa sett sig í samband við mig. Ein hárlaus stúlka frá Akureyri hefur haft samband við mig og hárlaus maður frá Fá- skrúðsfirði. Einnig hef ég frétt af tveimur hárlausum Ameríkönum á Keflavíkurflugvelli. Allt þetta fólk hefur reynt allt mögulegt gegn hárleysinu og vill komast í þessa meðferð hjá Boris Lunderquist. Þessi aðferð sem hann beitir er ekki uppfinning hans. Hann sýndi mér ameríska bók frá 1952, þar er þessum sjúkdómi rækilega lýst og sagt frá þessari meðferð sem ég hef verið í. Ég hef sannfrétt að í fylki einu í Bandaríkjunum sé til félag fólks sem er hárlaust um allan líkamann. í því eru 4000 manns, þeir ættu að frétta af þess- ari meðferð. Við, þessi hárlausu á íslandi, höfum raunar talað um að koma á föstum fundum þeirra sem þjást af þessum sjúkdómi. Líður nú mjög vel Umrædd meðferð sem Lunder- quist beitir hefur haft góð áhrif á mig, fyrir utan það að gefa mér hárið á ný. Ég er ekki síður hraust en áður en exem sem ég var með á fótunum er horfíð og neglurnar vaxa miklu meira en áður. Húðin er öll mýkri og öll óhreinindi virð- ast beinlínis þrýstast út úr húð- inni. Ég var hand- og fótköld en er orðin miklu heitfengari. Eina sem hefur breyst er að núna er ég miklu hræddari en ég var þegar ég missti hárið. Ég er hrædd um að missa hárið á ný. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Ég hafði ljósskolleitt, mikið og þykkt hár og sýnist nýja hárið ætla að verað svipað. Ottinn við að missa það býr í mér þótt ég viti vel að ég held hárinu meðan ég tek meðulin. Þannig hefur það verið með aðra með sama sjúkdóm sem Boris Lunderquist hefur með- höndlað. Tryggingarnar hafa ekki borgað neitt vegna þessara veikinda minna. Ég tók ekki hárkollu sem ég átti rétt á, eigi að síður fékk ég neitun þegar ég fór fram á að fá góð sólgleraugu í staðinn, þegar ég fór að missa augnhárin, og voru gleraugun þó miklu ódýrari en kollan. Kostnaðurinn af þessari læknismeðferð finnst mér ekki umtalsverður miðað við árangur. Auk ferðakostnaðar þurfti ég bara að mæta einu sinni hjá Lunderqu- ist, sú heimsókn kostaði mig 4000 krónur íslenskar. Ég fékk heim með mér ársskammt af meðulum, svipað og tvo fulla kaupfélags- poka, þau kostuðu 6800 íslenskar krónur. Ein tegund þessara lyfja fæst ekki hér í apótekum, ég þarf að biðja íslenskan lækni ásjár með það. Sænski læknirinn nefndi ekki neinar hliðarverkanir af þessum lyfjum fyrir utan bjúgsöfnun í upp- hafi meðferðarinnar og aukna matarlyst. Berta, íslenska konan sem fékk hárið fýrir fjórum árum hefur verið á þessum meðulum síð- an og hefur ekki fengið neinar aðrar hliðarverkanir af þeim. Sjálf finn ég ekki fyrir neinu, nema hvað ég fékk bjúg fyrst en hann er að fara og mun hverfa alveg þegar meðalaskammturinn minnk- ar. Ég hef þyngst en ekki mjög mikið. Ég þarf að passa mig á að borða ekki of mikið af kolvetnum. Ég veit að ég grennist á ný og bíð róleg með að endurnýja birgðirnar í fataskápnum. Mér fínnst að þessi lyf hafi ekki breytt mér nema þá til bóta. Ég á tvo kosti, annar er sá að taka ekki þessi meðul og hafa ekkert hár hinn er að taka þennan litla skammt af sterum og hafa hár. Ég vel hiklaust síðari kostinn. „Framlei5endur til framtí5aru Við óskum eftir að komast í samband við garðyrkjubændur með framtíðarviðskipti í huga. Um er að ræða grænmeti svo sem, tómata, agúrkur, blómkál, hvítkál, gulrætur, spergil- kál og kínakál. Við leitum að framleiðendum sem leggja mikla áherslu á að framleiða aðeins gæðavörur. Vinsamlega sendið nafn, heimilisfang og síma ásamt upplýs- ingum um tegundir og framleiðslugetu merkt: Hagkaup, Skeifunni 15, 108 Reykjavík, B.t. Lárus Óskarssonar Athugið, fullum trúnaði er heitið. HAGKAUP 3ja dyra 882.000 kr. 5 dyra 932.000 kr. 4 dyra 985.000 kr. Innifalið í verði: 6 ára ryðvarnarábyrgð og 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Auk þess frír ís í Perlunni fyrir alla farþega bflsins í átta sunnudaga. í tilefni 40 ára afmælis B&L höfum við fengið sendingu af Hyundai Pony með ríkulegum aukabúnaði. Því er óhætt að fullyrða að sambærilegur bíll er vandfundinn á þessu verði. Afmælisútgáfan af Pony er með: • 1,3 lítra og 74 hestafla vél • samlæsingu • styrktarbitum í hurðum • tölvustýrðu útvarpi og segulbandi með 4 hátölurum • lituðu gleri í rúðurn • samlitum stuðurum Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt HYIiriDPSS ...til framtiðar ÁRMÚLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.