Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 44
Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Barentshaf-Island Siglt með Rússafisk reglulega Rússum finnst olían of dýr á íslandi HAFNAR eru reglulegar sigling- ar hingað til lands með sjófrystan fisk sem keyptur er af rússnesk- um togurum á miðunum norður í Barentshafi. Fiskafurðir hf. hafa tekið á leigu rússneskt flutningaskip, /.—^Alexandritovyy, í þessum tilgangi og er það nú á leið til landsins í sinni þriðju ferð með yfir 300 tonn af fiski. Hver ferð skipsins tekur 15 daga fram og til baka. Með þessu vinnst að rússnesku veiði- skipin sleppa við langa siglingu og geta keypt ódýrari olíu í Nor- egi eða heimahöfn en fæst hér. Olían dýrari hérlendis Að sögn Jóns Sigurðarsonar, ^■Cramkvæmdastjóra Fiskafurða hf., r* hefur olíutonnið verið 60 til 70 dollurum (um 4.000 til 4.800 kr.) dýrara hér á landi en í nágranna- löndunum. Sá kostnaður hefur lagst beint á hráefnisverðið til ís- lenskrar fiskvinnslu. Þessar sigl- ingar skapa einnig meiri festu í fiskviðskiptin og tryggja jafnt framboð hér á landi af Rússa- þorski, að sögn Jóns. ■ Umsvif utan kvóta/18 Morgunblaðið/Kristinn. Nýstárlegir vegvísar Kópavogskaupstaður hefur látið gera og setja upp víðs vegar um bæinn vegvisa, sem vísa eiga ókunnugum leið á helztu staði í bænum. Einn vísar á kirkjuna og hangir þá mynd af henni í keðju neðan í ör, sem bendir á leiðina til hennar. Annar vísar á sundlaugina í bænum og þar hangir I ör táknræn mynd, sem vísar mönnum á að þar sé sundstaður. Risahvönn VIÐ húsið Víðihlíð 4 í Reykjavík er þessi risahvönn hjónanna Aðalheiðar Jónsdóttur og Gunnars Finnbogasonar fyrrum skóla- stjóra Vörðuskóla. Aðalheiður er sú með grænu fingurna og á heiðurinn af þessari gróskumiklu plöntu. Hún plantaði hvönn- inni fyrir nokkrum árum og hefur síðan hlúð að henni með því að bera á hana áburð. Eflaust hefur góðviðrið einnig haft sitt að segja í sumar. Hvönnin er um 2 metrar á hæð. 4,5 milljarðar í vaxtabætur o g barnabótaauka RÍKISSJÓÐUR mun um næstu mánaðamót greiða út um 4,5 millj- arða í barnabótaauka og vaxtabætur. Ennfremur verður endurgreidd- ur ofgreiddur staðgreiðsluskattur og innheimtur vangreiddur stað- greiðsluskattur. Ekki eru enn komnar tölur yfir hversu mikið það er en í fyrra var upphæðin í kringum tvo milljarða króna að sögn Indr- iða H. Þorlákssonar skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Útgreiddur barnabótaauki verð- ur 1.884 milljónir í ár miðað við 1.817 milljónir í fýrra. Vaxtabæt- ur verða 2.755 milljónir á móti 2.493 milljónum í fyrra. Sérstakur tekjuskattur, öðru nafni hátekjuskattur, var inn- heimtur fyrirfram í fyrra. Nú er búið að leggja hann á og reyndist hann vera 437 milljónir en alls voru innheimtar um 435 milljónir í fyrra. Húsnæðisbætur horfnar „í fyrra var síðasta árið í hús- næðisbótakerfinu en þá voru hús- næðisbæturnar 549 milljónir. Þær voru hluti af kerfi, sem var tekið upp fyrst á staðgreiðslutímabilinu og gekk í nokkur ár áður en vaxta- bæturnar voru teknar npp. Síðan var það fryst þannig að menn áttu rétt á húsnæðisbótum í sex ár frá því þeir byijuðu að taka þær,“ sagði Indriði í samtali við Morgun- blaðið. Samanlagt voru vaxtabæt- ur og húsnæðisbætur á síðastliðnu ári um 3042 milljónir króna, sem er um 287 milljónum meira en vaxtabæturnar í ár. Vinnuslys hjá SR-mjöli á Siglufirði Starfsmaður í lífshættu vegna gaseitrunar Maðurinn á gjörgæzludeild á Akureyri Siglufirði. Morgunblaðið. STARFSMAÐUR SR-mjöls hf. er í lífshættu eftir slys sem varð í fyrrakvöld, er hann var að störfum í hráefnisþró verksmiðjunn- ar, þar sem geymd er loðna til bræðslu. Myndast hafði eitrað loft í þrónni, svo að maðurinn hné niður meðvitundarlaus. Liggur hann nú á gjörgæzludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, þar sem hann er meðvitundarlaus og í öndunarvél. Maðurinn hné niður og var orðinn blár þegar að var komið. Tveir starfsfélagar hans, brugðust við og fór annar þeirra niður í þróna og tókst honum að draga hinn meðvit- undarlausa að stiganum, sem er um 10 metra hár. Síðan gátu þeir bund- •^ið um hann og dregið upp. Björgun- armaðurinn, sem fór niður í þróna varð veikur, seldi upp og fann fyrir annarri vanlíðan, en varð þó eigi meint af og hóf störf aftur í gær- morgun, þrátt fyrir slappleika. Þóður Jónsson framkvæmda- stjóri SR-mjöls sagði, að skemmt hráefni hefði verið í þrónni og því hefði myndast eitrað gas í henni, köfnunarefnispör, sem eru svo til lyktarlaus og því erfitt að varast þau. Um er að ræða þekkt fyrir- brigði, þegar lofthiti er mikill og mikil áta í loðnunni. Þá kemur upp ákveðin gerjun, sem veldur því að eitraðar lofttegundir myndast. Þórður Jónsson sagði, að langt væri síðan slíkt hefði gerzt á Siglu- fírði og því uggðu menn ekki að sér í þetta skiptið. Hann sagði, að grím- ur hefðu ekkert að segja í slíkum tilfellum, heldur væri reykköfunar- búnaður hið eina sem dygði við slík- ar aðstæður, sem mynduðust í þrónni á föstudagskvöld. Morgunblaðið/Sigurgeir Mikil síld við Vestmannaeyjar BYR VE kom inn til Vest- mannaeyja síðari hluta vikunn- ar með 200 tonn af síld. Sveinn Valgeirsson skipstjóri á Byr segir að veiðin hafi gengið fremur rólega í vikunni en mik- ið sé samt af síld í sjónum við Vestmannaeyjar. Hún sé af stærstu gerð og ber myndin það með sér. Um er að ræða sumargotsíld og verður hún fryst og seld til Japans. Sveinn á von á því að fá frekar lágt verð fyrir síldina og segir að það sé fremur erf- itt að standa einn í því að veiða sildina við Eyjar. Hann bætir við að honum finnist ekki hafa verið gert nóg til að ýta undir að menn gerðu tilraunir með að veiða síldina, því að margir hefðu áhuga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.