Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 13 Yfirmenn Landssíma og Islandspósts • STJÓRN Pósts og síma hf. hefur ráðið Einar Þorsteinsson forstjóra fyrir íslandspósti hf. og Guðmund Björnsson, sem forstjóra Landssíma íslands hf., en fyrirtækin taka til starfa um áramótin. Einar er fæddur 28. maí 1959. Hann lauk prófi í iðnaðar- og rekstr- arverkfræði frá Aalborgs Univers- itets Center. Að loknu námi hefur Einar starfadhjá Marel, Plastprenti og hjá Samskipum hf. þar sem hann var framkvæmda- stjóri rekstrar- sviðs. Frá síðustu áramótum hefur Einar verið fram- kvæmdastjóri póstsviðs hjá Pósti og síma hf. Einar er kvæntur Eddu Elísabetu Kjerúlf og eiga þau fjögur börn. Guðmundur Björnsson verður for- stjóri Landssíma íslands hf. um ára- mótin en Guðmundur er nú forstjóri Pósts og síma hf. Guðmundur er fæddur 1942. Hann laukj)rófi í við- skiptafræði frá Háskóla Islands og lagði stund á framhaldsnám í Nor- egi og Englandi. Hann hóf störf hjá Pósti og síma árið 1968 og varð forstjóri fyrirtækisins um síðustu áramót. Guðmundur er kvæntur Þorbjörgu Kjartansdóttur, lyfja- fræðingi, og eiga þau tvö börn. ♦ ♦ ♦------ Sala o g dreif- ing á írönsk- um pistasíu- hnetum stöðvuð HOLLUSTUVERND ríkisins hefur ákveðið, í samráði við heilbrigðiseft- irlit sveitarfélaga, að fara fram á innköllun og dreifingarstöðvun á öil- um pistasíuhnetum frá Iran, sem eru í sölu og dreifingu hér á landi, en stór hluti pistasíuhneta sem eru núna á íslenskum markaði eru frá íran, að sögn Guðrúnar E. Gunnars- dóttur matvælafræðings. Forsenda þessarar ákvörðunar eru rannsóknir hollenskra og þýskra eftirlitsstofnana, sem leitt hafa í ljós að allt að 70% þeirra pistasíuhneta sem koma frá íran og skoðaðar voru innihéldu mikið magn af eiturefninu aflatoxíni Bj. í framhaidi af þessum niðurstöðum ákvað Evrópusamband- ið að stöðva innflutning á írönskum pistasíuhnetum til Evrópusambands- ríkja. Guðrún segir ennfremur að eitur- efnið aflatoxín finnist aðallega í hnet- um, þurrkuðum ávöxtum, maís og komvörum. Hér á landi sé þó ekki fylgst reglubundið með því hvort afl- atoxín sé í þessum matvælum, vegna skorts á fjármunum. „Af þeim sökum verðum við að treysta á það eftirlit sem fer fram í öðrum löndum," segir hún „og því var ákveðið að stöðva dreifingu og sölu á írönskum pistasíu- hnetum hér á landi.“ ) Námskeið um kristna trú í allan vetur fyrir 5.000 krúnur! Kennsla hefst 17. september. Hringdu og við sendum þér bækling. Leikmannaskóli kirkjunnar Sími 562 1500 Einar Þorsteinsson Guðmundur Björnsson Félög leigu-, sendi- og vörubifreiðastjóra óska eftir fundi með fjármálaráðherra Leggja áherslu á að lögum um þunga skatt verði breytt FÉLÖG leigu-, sendi- og vörubif- reiðastjóra munu fylgja fast eftir áliti Samkeppnisráðs þess efnis að ákvæði laga um þungaskatt hamli samkeppni og gera kröfu til þess að nauðsynlegar lagabreytingar verði gerðar eins fljótt og mögulegt er. Munu félögin óska eftir fundi með fjármálaráðherra af þessu til- efni og munu knýja á um það að Alþingi taki þetta fyrir strax á haustþingi og geri breytingar. Samkvæmt áliti Samkeppnis- ráðs telur það að ákvæði laga um þungaskatt mismuni atvinnubif- reiðastjórum og raski innbyrðis samkeppnisstöðu þeirra. Beinir ráðið því til fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir leiðréttingu þessa. Um tvö atriði er að ræða. Annars vegar er árgjald þunga- skatts 30% hærra á atvinnubifreið- ar sem ekið er samkvæmt gjald- mæli en á þær bifreiðar sem ekki hafa gjaldmæli og hins vegar er ákvæði um að veittur skuli stig- hækkandi afsláttur af þungaskatti vöruflutningabifreiða sem inn- heimtur er samkvæmt ökumæli í samræmi við það hve mikið bifreið- unum er ekið. Greiða 40-50 þúsund krónum meira Eyrún Ingadóttir, framkvæmda- stjóri Trausta, félags sendibifreiða- stjóra, segir að þeir bílar sem þurfi að greiða þungaskatt sem fasta- gjald og séu með gjaldmæli borgi að minnsta kosti 40 til 50 þúsund krónum meira á ársgrundvelli held- ur en fyrirtækjabílar sem þeir séu í bullandi samkeppni við. Eyrún sagði að félögin myndu leggja mikla áherslu á að lögunum yrði breytt sem fyrst. Þau væru ekki sátt við það viðhorf sem kom- ið hefði fram hjá skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins í Morgun- blaðinu á fimmtudag að varla tæki að breyta lögunum þar sem lög um olíugjald sem leysa ættu lög um þungaskatt af hóimi tækju gildi í ársbytjun 1999 og þetta ástand hefði varað um áratugaskeið. Eyrún benti á að lög um olíu- gjald hefðu verið sett árið 1995 og þeim hefði í tvígang verið frestað síðan. Hún teldi alls óvíst hvort lög- in tækju nokkurn tíma gildi. Það væri búið að lagfæra þungaskatts- kerfið „og það segir sig nú bara sjálft að lög, sem er tvisvar búið að fresta, hljóta að vera eitthvað gölluð. Þetta hefur verið vandamál í mörg ár að þeir hafa verið að borga þetta mikið meira og við getum ekki endalaust beðið eftir því að eitthvað taki gildi,“ sagði Eyrún ennfremur. Hún sagði að félögin myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að Alþingi breytti lögunum við fyrsta tækifæri. OBREYTT VERÐ • 980.000 KR • OBREYTT VERÐ SY7V/M7 LAUGARDAG FRA 12-17 FYRSTU 100 SEM REYNSLUAKA FÁ 2 MIÐA Á neð Meg Ryái \ Matthew RKoderick o.fl I Allt þetta í 1,3 lítra SWIFTCLS 3-dyra handskiptum með 68 hestafla vel: Öryggi: Tveir öryggisloftpúöar, styrktarbitar i huröum, krumpsvæöi aö framan og aftan, hemla- Ijós \ afturglugga, dagljósabúnaöur, rafstýröir útispeglar, skolsprautur fyrir framljós, purrka og skolsprauta á afturrúöu. Þægindi: Upphituð framsœii, tviskipt fellanlegt aftursœtisbak, rafstýrðar rúðuvindur, rafstýrð hæöarstilling framijósa, hæðarstilllng öryggis- belta, samlœsingar á huröum. • Ótrúlegt verð: 980.000 kr. (3-dyra) • Áreiðanlegur og ódýr í rekstri • Meiri búnaður, mikií þægindi og aukið öryggi • Kaupleigu- eða lánakjör sem létta þér bílakaupin SUZUKISÖLUUMBOÐ:Akranes: Ólafur G, Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf.. Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Eqilsstaðir: Bila- og búvélasalan hl, Miðási 19, simi 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 55515 50. Keflavik: BG bilakringlan, Grófmni 8, sími 421 12 00. Seífoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17,108 Reykjavík. Sími 568 51 00. suSjki AFL OG . ÖRYGGi 1SWIFT1998 Fullkomið farartæki fyrir unga, hressa og röska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.