Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 6
6 I’RTÐjuDAGTIR 21. aI^RÍÍ' líM MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dagsbrún og Framsókn-stéttarfélag Tveir listar í kjöri Morgunblaðið/Kristinn Fyrri hverfill Nesja- vallavirkjunar kominn TVEIR listar eru í kjöri til stjórnar Dagsbrúnar og Framsóknar-stéttar- félags, A-listi sem borinn er fram af uppstillinganefnd félagsins og B-listi sem borinn er fram af Björgvini Por- varðarsyni og Arna H. Kristjáns- syni. Kosningin fer fram á fostudag og laugardag, en utankjörstaðaat- kvæðagreiðsla hófst í gær og stend- ur fram á fimmtudag. Af A-lista eru eftirtalin í kjöri til helstu trúnaðarstarfa í félaginu: Halldór Björnsson, formaður, en hann er formaður bráðabirgða- stjórnar Dagsbrúnar og Framsókn- ar, Sigríður Ólafsdóttir, aðaltrúnað- armaður hjá Reykjavíkurborg, vara- formaður, Þuríður Valtýsdóttir, starfsmaður hjá Kópavogskaupstað, ritari, og Ingunn Þorsteinsdóttir, gjaldkeri. Þrjú félög FÉLAGSMENN í starfsmannafé- laginu Sókn og Dagsbrún og Fram- sókn-stéttarfélagi hafa samþykkt í póstatkvæðagreiðslum að sameina félögin og niðurstaða skoðanakönn- unar í Félagi starfsfólks í veitinga- húsum er á sömu lund. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún-Framsókn var á þá leið að 1.354 sögðu já eða 89,55%, nei sögðu 140 eða 9,26%. Auðir seðlar voru 14 og ógildir 4, en 1.512 greiddu at- Af B-lista eru eftirtalin í kjöri til helstu trúnaðarstarfa í félaginu: Anna Sjöfn Jónasdóttir, 33 ára, er trúnaðarmaður bensínafgreiðslu- fólks hjá Skeljungi, formaður. Ámi H. Kristjánsson, 37 ára verkamaður hjá Stálsmiðjunni, er í kjöri til vara- formanns. Björgvin Þorvai’ðarson, 41 árs trúnaðarmaður verkafólks hjá Reykjavíkurborg, er í kjöri til ritara. Rafn Harðarson, 31 árs, er í kjöri til gjaldkera. Hann starfar hjá Blikk- smiðju Austurbæjar. Kosningin fer fram í húsnæði fé- lagsins að Skipholti 50d. Kjörstaður verður opinn frá klukkan 9 til 22 föstudaginn 24. apríl og 9 til 18 laug- ardaginn 25. apríl. IItankjörstaðaat- kvæðagreiðsla stendur yfir daglega þessa viku frá 9-17 og er kjörstaður einnig að Skipholti 50d. sameinast kvæði í atkvæðagreiðslunni. Atkvæði í allsherjaratkvæða- greiðslu í starfsmannafélaginu Sókn voru alls 1.361 af 3.873 sem voru á kjörskrá. Já sögðu 1.157 eða 85,01%, nei sögðu 186 eða 13,66% og auðir seðlar og ógildir voru 18 eða 1,33%. Niðurstöður skoðanakönnunar meðal félaga í Félagi starfsfólks í veit- ingahúsum urðu þær að 93% þeirra sem svöniðu í könnuninni sögðu já við sameiningu en 7% voru andvíg. FYRRI hverflinum sem fara á í Nesjavallavirkjun var í gær skip- að upp úr Bakkafossi í Reykja- vík. Er hann framleiddur af Mitsubishi í Japan og verður um helgina fluttur frá Reylqavík á sinn stað. Hverfillinn er engin smásmíði, enda 72 tonn að þyngd og honum fylgir rafall og annar búnaður. Til að flylja gripinn var fenginn til landsins sérhannaður 32 metra langur flutningavagn. Laugarvatnsvegur Bættar samgöngur og aukið öryggi SKIPULAGSSTOFNUN hefur lok- ið við gerð frummats á umhverfis- áhrifum við breytingu á Laugar- vatnsvegi frá Úthlíð að Múla. Það er mat skipulagsstjóra ríkisins að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi ekki í fór með sér umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag verði tveimur skilyrðum íylgt, að ekki verði tekið efni úr far- vegi Andalækjar og að jarðraski verði haldið í lágmarki. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma. Röskun á Úthlíðarhrauni verður í lágmarki og skurðir á því svæði verða ekki grafnir upp. Raski við Múlatjarnir verður haldið í lágmarki til að hafa sem minnst áhrif á fuglalíf og mýrargróður tjarnanna. Fyrirhugað er að leggja 4 km langan vegarkafla á Laugarvatns- vegi frá Úthlíð að gatnamótum Bisk- upstungnabrautar. Tvíbreið brú verður byggð yfir Andalæk um 15 m sunnan við núverandi brú. Markmið með nýrri legu vegarins er að bæta samgöngur um sveitina og auka ör- yggi vegfarenda. Framkvæmdatími er áætlaður frá maí til október 1998. Kærufrestur er til 20. maí 1998. Stranda- menn óánægðir Á FUNDI með héraðsráði Stranda- manna um helgina lýsti dómsmála- ráðherra því yfir að ákvörðun hans um að flytja Sigurð Gizurarson úr embætti sýslumannsins á Akranesi í embætti í embætti sýslumannsins á Hólmavík stæði óhögguð. Þór Om Jónsson, sveitarstjóri á Hólmavík, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að dómsmálaráð- herra hefði hins vegar verið hvattur eindregið til að draga ákvörðun sína til baka, en Strandamenn væru fyrst og fremst óánægðir með að vera dregnir inn í deilur dómsmála- ráðherra og Sigurðar. Eftir ákvörð- un Sigurðar væru Strandamenn jafn óánægðir sem áður, en þeir legðu hins vegar engan dóm á það hvort hann væri góður eða vondur sýslumaður. „Við höfum ekkert vald í þessu og erum jafn óhress með þessa ákvörðun Þorsteins. Það hef- ur ekkert breyst,“ sagði Þór Öm. Myndin til hliðar var tekin að lokn- um fundi með héraðsráðinu af dóms- málaráðherra ásamt Þór Emi Jóns- syni, sveitarstjóra, Drífu Hrólfsdótt- ur, oddvita Hólmavíkurhrepps, Bimi H. Karlssyni, oddvita Kirkjubóls- hrepps, og Guðmundi B. Magnús- syni, oddvita Kaldrananeshrepps. |----------------------------------------------------------------------------------------I---------------------------------------------------------------------------------------------------- Morgunblaðið/Ólafur Ingimundarson Nýkomnar vörur Tilbúnar gardínulengjur, verð frá 1.930. kr. m. Lakaefni, breidd 2,3m, 1.095 kr. m. Buxnaefni 930 kr. m. OgUÖ-búðirnar Sigurður Gizurarson hyggst fara til Hólmavíkur að óbreyttu Askilur sér rétt til að leita til dómstóla SIGURÐUR Gizurarson sýslumað- ur á Akranesi lýsti því yfir í bréfi til Þorsteins Pálssonar dómsmála- ráðherra í gær að ef af þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að flytja Sigurð í starf sýslumanns á Hólmavík verði þá muni hann fara þangað. Hann mótmæli jafnframt ákvörðuninni sem löglausri og ógildri og hann áskilji sér allan rétt til að fá hana ógilta með dómi og að sækja dómsmálaráðherra fyrir dómstólum um skaðabætur úr rík- issjóði. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann mundi ekki bregðast opinberlega við bréfi Sigurðar að svo stöddu og að Sigurði sjálfum yrði svarað áður en það yrði gert. „Með því að fara til Hólmavíkur og taka þar upp störf kem ég hins vegar í veg fyrir að ég verði tekinn af launaskrá og mér og fjölskyldu minni valdið enn tilfinnanlegra tjóni en orðið er. Mér ber siðferðileg og lagaleg skylda til að draga sem mest úr því tjóni sem löglaus ákvörðun yðar mun fyrirsjáanlega valda ef af verður,“ segir Sigurður í bréfínu til dómsmálaráðherra. Þáttur í aðfór og ofsóknum í bréfmu segir Sigurður það vera álit sitt að fyrirhuguð ákvörðun dómsmálaráðherra, ef tekin verði, hljóti að verða ólögleg og ógild. „Ég lít svo á, að þér gerist brot- legur við lög lýðveldis okkar með framkomu yðar og með henni gerið þér yður beran að því að traðka á mannréttindum. Ráðagerð yðar er að minni hyggju þáttur í aðfór og ofsóknum yðar á hendur mér, sem staðið hefur árum saman, þar sem þér hafið lagt mig í einelti - jafnt sem einstakling sem opinberan embættismann. Mótmæli ég henni því og mun skjóta máli mínu til dómstóla ef af henni verður," segir Sigurður. Hann segist telja ákvörðun dóms- málaráðherra órökstudda og virða því í reynd andmælarétt hans að vettugi. Samkvæmt 13. grein stjórnsýslulaga geti aðili máls ekki nýtt sér andmælarétt nema fyrir liggi af hvaða ástæðum/forsendum stjórnvald hyggst taka ákvörðun sína, og því telur Sigurður að dóms- málaráðherra sé skylt að tilgreina ástæður í nýju bréfi til hans og gefa honum síðan tækifæri til að tjá sig um þær ástæður bréflega. Sigurður bendir á það í bréfi sínu til dómsmálaráðherra að skip- unarbréf hans veiti sér embættis- helgi til 70 ára aldurs gagnvart handhöfum framkvæmdavaldsins. Vegna þess hve gífurlegur aðstöðu- munur sé á sýslumannsstörfum á Akranesi og Hólmavík jafngildi flutningur hans því í reynd að skip- un hans frá 24. september 1985 í embætti sýslumanns á Akranesi yrði afturkölluð, þ.e. hún jafngilti frávikningu úr því starfi. Frávikn- ing embættismanns úr starfi að fullu geti hins vegar ekki gerst nema með dómi, samanber 29. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Slík frávikning getur ekki held- ur gerst nema embættismanni hafi áður verið veitt lausn um stundar- sakir fyrir meintar misfellur í starfi, enda hafi mál hans verið rannsakað af nefnd sérfróðra manna, svo að upplýst verði, hvort rétt er að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu, sbr. 1. mgr. 27. gr. starfsmannalaganna. Hvorugt hefur átt sér stað. Ljóst má því vera, að ekki er gerlegt að flytja mig löglega úr starfi sýslu- manns á Akranesi í starf sýslu- manns á Hólmavík," segir Sigurður í bréfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.