Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Formaður endurskoðenda um útboð á endurskoðun bankanna Ekki viss um að kostnaður- inn minnki Búr ehf. fékk EDI-verðlaunin SAMIÐ hefur verið við ný endur- skoðunarfyrirtæki um endurskoðun á reikningsskilum ríkisbankanna. Fór valið fram á grundvelli útboðs sem Ríkiskaup gerðu fyrir Ríkis- endurskoðun. Lægstu tilboð voru um þriðjungur af endurskoðunar- kostnaði bankanna til þessa, en for- maður Félags löggiltra endurskoð- enda segist ekki viss um að kostn- aðurinn minnki þegar upp verður staðið. Ríkisendurskoðun ber að endur- skoða ársreikninga félaga sem ríkið á að hálfu eða meira en hún getur þó falið sjálfstætt starfandi endurskoð- endum að annast einstök verkefni. A þessum grundvelli og með hliðsjón af lögum um opinber innkaup fól Ríkisendurskoðun Ríkiskaupum að bjóða út endurskoðun ársreikninga bankanna þriggja sem tóku form- lega til starfa sem hlutafélög í byrj- un ársins. Um er að ræða Lands- banka íslands hf., Búnaðarbanka ís- lands hf. og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. í fréttatilkynningu frá Ríkiskaupum kemur fram að um er að ræða þrjú sjálfstæð og aðskilin endurskoðunarverkefni. Hvert er til fímm ára og lýtur að endurskoðun ársreikninga bankanna fyrir árin 1998 til og með 2002. í framhaldi af forvali gáfu Ríkis- kaup tíu endurskoðunarfyrirtækj- um kost á að taka þátt í lokuðu út- boði. Að loknu mati á tilboðum var ákveðið að taka tilboði Coopers & Lybrand Hagvangs hf. að fjárhæð tæplega 6,1 milljón kr. á ári fyrir endurskoðun Landsbanka Islands hf. Áður hafði Ami Tómasson hjá Löggiltum endurskoðendum hf. annast endurskoðun Landsbankans. Löggiltir endurskoðendur hf. fengu hins vegar samning um endurskoð- un Búnaðarbanka Islands hf. fyrir tæplega 3,7 milljónir kr. á ári en Tryggvi Jónsson hjá KPMG Endur- skoðun hf. hafði haft það verkefni með höndum um langt árabil. Ríkis- kaup sömdu svo við KPMG Endur- skoðun hf. um endurskoðun á Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. fyrir liðlega 1,6 milljón á ári. Nýju endurskoðendumir vora kosnir á stofnfundum bankanna og fyrir helgi var síðan skrifað undir verksamninga þar að lútandi. „Þjónustuútboð af þessu tagi era nýjung hér á landi. Að mati að- standenda þess tókst útboðið vel og telja þeir árangur af því góðan,“ segir í fréttatilkynningu frá Ríkis- kaupum. Misjöfn skilgreining Þorvarður Gunnarsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, segist ekki viss um að kostnaður við endurskoðun bankanna muni lækka þegar upp verður staðið, þótt til- boðsupphæðir hafí verið þriðjungur af heiídarkostnaði bankanna við störf endurskoðenda. Bendir hann á að afar erfitt sé að bjóða út þjónustu sem þessa. Það hafi mikið tíðkast er- lendis en farið minnkandi. „Tilboðin sjálf era afar misjöfn sem að mínu mati bendir til þess að menn hafí skilgreint verkefnin misvel og út- boðslýsing hafí því verið ófullnægj- andi,“ segir Þorvarður. Segir hann að með því að skilgreina verkefnið þröngt virðist menn líta á allt um- fram það sem aukaverk. Nefnir sem dæmi ráðgjafarþjónustu sem ekki sé innifalin í tilboðunum. Því sé ekki ljóst að kostnaður bankanna lækki þegar upp verður staðið. Aðspurður tekur Þorvarður undir það að varhugavert kunni að vera að bjóða út endurskoðunarþjónustu, í ljósi umræðunnar að undanfömu, ef það leiði til þess að slegið verði af kröfum. BÚR ehf., innkaupafyrirtæki kaupfélaganna og Nóatúns- verslananna, hlaut EDI verð- launin sem veitt voru á aðal- fundi félagsins nýlega. EDI-fé- lagið eru samtök fyrirtækja og einstaklinga um stöðluð rafræn viðskipti, svokölluð EDI-viðskipti. Verðlaunin eru 35 MILLJÓNA króna tap varð af rekstri Vaxtarsjóðsins hf. í fyrra eftir gjaldfærða lækkun á mats- verði hlutabréfa að fjárhæð 39 milljónir. Hlutafé félagsins var 363,5 milljónir í árslok 1997, þar af eigin bréf 34,5 milljónir. Eigið fé nam samtals um 344 milljónum króna, samanborið við 137 milljónir króna í lok ársins á undan. Tilgangur Vaxtarsjóðsins er að fjárfesta í hlutafé skráðra og óskráðra fyrirtækja, sem talin era eiga verulega vaxtar- eða hagnað- armöguleika innan lands eða utan, eða eru álitin vanmetin á hluta- bréfamörkuðum. Um síðustu áramót átti sjóðurinn hlutabréf í 29 hlutafélögum að því er segir í frétt frá Verðbréfamark- veitt þeim sem þykja hafa unnið vel að að því að auka veg rafrænna viðskipta á ís- landi. Á myndinni sést Sigurður Á. Sigurðsson framkvæmdastjóri t.h., taka við verðlaununum úr hendi Vilhjálms Egilssonar, for- manns EDI-félagsins. aði íslandsbanka hf. sem sér um daglegan rekstur sjóðsins. Þeirra stærstir voru eignarhlutar sjóðsins í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. að verðmæti 37 milljónir króna, 33 milljónir í Marel hf., 23 milljónir í Flugleiðum hf., 23 milljónir í Har- aldi Böðvarssyni hf. og 12 milljónir í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Hlut- höfum Vaxtarsjóðsins hf. fjölgaði verulega á árinu eða úr 263 í árslok 1996 í 688 um síðustu áramót. Nafnávöxtun sjóðsins var 4% á síðasta ári og umsjónarlaun félags- ins eru 0,5%. Aðalfundur Vaxtarsjóðsins hf. verður haldinn 22. apríl næstkom- andi. Stjóm félagsins gerir tillögu um að ekki verði greiddur arður til hluthafa. Könnun á regluhyrði atvinnulífs REGLUBYRÐI og eftirlitsiðnaður hins opinbera verður til skoðunar í nýrri viðhorfskönnun sem Vinnu- veitendasamband íslands og Versl- unarráð íslands hafa ákveðið að láta gera hjá atvinnurekendum. Könnunin, sem er alþjóðleg, er sú fyrsta sinnar tegundar og er fram- kvæmd á sama tíma hjá flestum OECD-ríkjum. Alls hafa 1.700 fyrir- tæki verið valin til þátttöku. „Niður- staðan ætti að gefa góða mynd af viðhorfum atvinnulífsins og verða þannig mikilvægur grunnur fyrir betra starfsumhverfi fyrirtækja," segir í fréttabréfi frá Vinnuveit- endasambandi Islands. Þar segir einnig að reglu- og eft- irlitsbyrði fyrirtækja sé kostnaðar- söm en fyrirtæki bera kostnað af því að fylgja æ flóknari skattaregl- um auk þess að sinna opinberri upp- lýsingaskyldu. Þetta getur valdið óþarfa kostnaði og dregið úr ný- sköpun og samkeppnishæfni fyrir- tækja. Jafnframt er bent á að lykill- inn að sterkari samkeppnisstöðu fyrirtækja sé sá að rekstraram- hverfi þeirra sé af besta tagi og þar hefur reglubyrði atvinnulífsins mik- ið að segja. Upplýsingar sem aflað verður mun OECD nota til að þróa mæli- kvarða sem nýtast munu við saman- burð á því reglugerða- og stjómun- aramhverfi sem fyrirtæki búa við. Stjómvöld í því landi þar sem við- komandi fyrirtæki starfa munu síð- an styðjast við þessa mælikvarða til að bæta viðskiptaumhverfið. Könnuninni sem gerð verður er sldpt í þrennt. Þrír mismunandi spurningalistar verða lagðir í fyrir- tækin. I þeim fyrsta verður gerð könnun á kostnaði fyrirtækja við að framfylgja lögum og reglum um starfsmannahald. I öðram þeirra verður gerð könnun á kostnaði fyr- irtækja við að framfylgja lögum og reglum um umhverfismál og í þeim þriðja verður kannað hver kostnað- ur fyrirtækja við að framfylgja lög- um og reglum um skatta er. Vonast er til að niðurstöður könn- unarinnar geti orðið grandvöllur að samráði milli samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda um næstu skref. 35 milljóna tap af Vaxtarsjóðnum Með nýjasta Pentium®ll örgjörvann allt að 400MHz PowerEdge™ með Intel Pent'um®ll örgjörvum Dell, Dell merkiö og PowerEdge™ eru skrásett vörumerki Dell Computer Corporation. Intel inside merkiö og Intel Pentium® eru skrásett vörumerki Intel Corporation. PowerEdge MIMAJL setja hugmyndir þínar um afköst, öryggi og sveigjanleika í nýtt samhengi e g u r 10 * Sími 563 3050 * Bréfasími 568 7115 * http://www.ejs.is • sala@ejs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.