Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ r n?elÍi.l?£!Í?á han mikid mótstöduafl studlar að velhaan styrkjandi dagskammtur Vöm gegn áhrifum áJags streitu Töluverður munur getur verið á gjaldi dagmæðra SÍÐAN Samkeppnisráð hafnaði árið 1994 beiðni dagmæðra um að gefa út gjaldskrá fyrir þjónustu sína hafa foreldrar barna sem vista böm sín hjá dagmæðrum rekið sig á að þær taka mismunandi gjald fyrir vist bamanna og getur þetta numið nokkrum upphæðum. Hægt er að taka nýlegt dæmi um tvö börn sem bæði era fædd árið 1996. Foreldrar barnanna, sem búa í Reykjavík, eru í sambúð en fyrir annað bamið era greiddar 20.360 krónur á mánuði fyrir átta klukkutíma vist hjá dag- móður en fyrir hitt barnið eru greiddar 25.000 krónur á mánuði fyrir sama tíma. Þá hafa verið dregnar frá 8.000 krónur sem Reykjavíkurborg greiðir með barni foreldra sem era í sambúð eða gift. Það skal tekið fram að framlag borg- arinnar er 20.000 krónur ef foreldrið er einstætt. Að sögn Guðbjargar Ellertsdótt- ur, sem er í forsvari fyrir dagmæðra- félagið Bamavistun í Reykjavík, hafa foreldrar kvartað ógurlega yfir þessum mun sem er á gjaldskrá dag- mæðra. Sagði hún röksemdina fyrir Gjaldtaka dagmæðra hefur undanfarin ár verið nokkuð mismun- andi og getur það vald- ið óánægju foreldra eins og kemur fram í samtali Hildar Einars- dóttur við forsvarskon- ur dagmæðra. úrskurði Samkeppnisráðs á sínum tíma þá að þar eð dagmæður væru sjálfstæðir atvinnurekendur ættu þær að vera í samkeppni. „Finnst okkur þetta óréttlátt ef tekið er mið af því að leikskólarnir hafa ákveðna gjaldskrá auk þess sem við eram háðar starfsleyfi frá Dagvist bama.“ Þegar Guðbjörg var spurð hver taxtinn væri almennt hjá dagmæðr- um í Reykjavík sagði hún að fyrir átta tíma vist á dag væri greiðslan um 32.000 krónur á mánuði en fyrir níu tíma vist um 36.000 krónur, en þá ætti eftir að draga frá framlag borgarinnar. Innifalið í gjaldinu væri morgunmatur, hádegismatur og eft- irmiðdagshressing. I Kópavogi eru starfrækt samtök dagmæðra og í forsvari fyrir þeim er Valborg Jónsdóttir. Hún sagði að al- gengt væri að dagmæður í Kópavogi tækju um 130 krónur á tímann fyrir börnin og matargjaldið væri fyrir hádegismat 200-220 krónur og 100 krónur fyrir morgunverð og sama verð fyrir eftirmiðdagshressingu. Þetta gerðu tæpar 30.000 krónur á mánuði fyrir átta tíma vist. Fyrir börn sem ættu foreldra í sambúð eða væru giftir væru engar niðurgreiðsl- ur en að hámarki 17.600 krónur fyrir börn einstæðra foreldra miðað við átta tíma vist en 21.000 fyrir níu tím- ana. Sagðist Valborg ekki hafa orðið vör við að foreldrar kvörtuðu undan verðlagningu dagmæðra. Þær sem væra með hærri taxta skýrðu hann með því að aðstaðan væri betri hjá þeim eða þær hefðu meiri reynslu. Kvað hún mikla eftirspurn eftir þjónustu dagmæðra í Kópavogi. Það sem skipti foreldrana fyrst og fremst máli væri að bömin væra ánægð í vistinni. Emilía Júlíusdóttir, daggæslufull- trúi í Kópavogi, lagði á það áherslu að foreldrar færa á milli dagmæðra og kynntu sér aðstæður á hverjum stað. „Þannig geta þeir metið betur hvað er í boði og hvað þeir era að borga fyrir. Ef fólk er óánægt með þjónustu dagmæðra á það ekki að hika við að ræða það opinskátt við dagmóðurina eða daggæslufulltrúa viðkomandi sveitarfélags og ekki síð- ur ef það er ánægt,“ sagði Emilía. Morgunblaðið/Ásdís ÞÆR raddir hafa heyrst á meðal foreldra að óeðlilegt sé að gjaldskrá dagmæðra sé frjáls. Ferli breyt- inga í Fjarð- arkaupum FERLI breytinga verður ýtt úr vör í Fjarðarkaupum í vor og sumar. Fyrsta skrefíð felst í opnun útibús Sparisjóðs Hafn- arfjarðar 20. maí. Sveinn Sig- urbergsson verslunarstjóri segir að ætlunin sé að gera við- skiptavinum Fjarðarkaupa kleift að sinna almennum fjár- málaerindum í versluninni. Sveinn segir að forskot á breytingaferlið hafi falist í því að apóteki hafi verið komið fyrir framan við verslunina í fyrra. Nú eigi að opna banka og mjólkurtorg sé næst á dag- skrá í júní. „Við höfum hugsað okkur að koma upp mjólkur- torgi í búðinni að sænskri fyr- irmynd. Hugmyndin felst í því að bjóða upp á fjölbreyttara úrval af ostum og mjólkurvör- um í lokuðu og þriggja til fjög- urra stiga kaldara rými inni í versluninni. Mjólkurhornið verður sett upp í samvinnu við Osta- og smjörsöluna og Mjólk- ursamsöluna og hægt verður að fá aðstoð við val á áður- nefndri matvöru, kavíar, síld og margs konar sælkeramat. Á sama tíma verður mjólkurkælir fjarlægður og bakaríið flutt inn í búðina. Hugsanlegt er að skyndibitastað eða áfengis- verslun verði einhvern tíma í framtíðinni komið fyrir þar sem bakaríið var,“ sagði Sveinn og tók fram að ekki væri loku fyrir það skotið að breytingarnar héldu áfram enda væri verslunin ágætlega sett í sambandi við húsnæði, rýmið fullir 4000 fm. Ungling- ar úr FH bjóða bílaþvott utan við verslunina um lielgar í sumar. LGG-gerlamir eru þeir mjólkursýmgerlar sem hvað mest hafa verið rannsakaðir í heiminum. Þeir búa yfir einna mestu mótstöðuafli allra þekktra mjólkursýrugerla, hafa margþætta vamarverkun sé þeirra neytt reglubundið, bæta meltinguna og auka vellíðan. LGG+ er náttúmleg vara sérsniðin að nútímalífsháttum. Strangt gæðaeftirlit er með framleiðslu á LGG+ og framleiðsluaðferðin tryggir að gerlamagnið sé alltaf hæfilegt svo drykkurinn hafi tilætluð áhrif. “=0 I w Nú er súrmjólkin komin í nýjar eins lítra umbúðir. Jafnframt hefur vinnslu- ferlið verið endurbcett sem skilar sér í meiri og jafnari gœðum. í daglegu lífi verður fólk fyrir ymsum áreitum sem hafa skaðleg áhrif á heilsuna. Þetta ern þættir eins og vinnuálag, streita, mengun og svefnleysi. Afleiðingamar geta verið veikara ónæmiskerfi og ójafnvægi í meltingu. LGG+ er styrkjandi dagskammtur unninn úr fitulausri mjólk og inniheldur LGG-gerla auk annarra heilnæmra gerla og trefjaefna sem m.a. bæta og koma jafnvægi á meltinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.