Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk U)ELL,T1ME FOR 5CH00L A6AIN.. I 60BSS THAT OOESN T MEAN MUCH TO VOU..YOUR UFE ISMORE 5IMPLE.._ EDUCATION I5N'T THAT IMPORTANT.. t Sst Tfmi til að fara aftur í skólann ... Ég býst við þvi að það skipti Menntun er ekki þig ekki miklu ... líf þitt er svona mikilvæg einfaldara ... Hvað um það, ég sé þig seinna ... Au revoir (franska - sjáumst seinna). BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Maimréttindi á útsölu Frá Ónnu Þorsteinsdóttur: Á ÍSLENSK stjómsýsla met í vald- níðslu? Hinn 26. mars sl. felldi Hæsti- réttur íslands dóm í máli Sigurðar Inga Kristinsson- ar. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Hermann Guð- jónsson forstjóri Siglingamála- stofnunar ríkisins hafi með ólög- mætum hætti vik- ið Sigurði Inga Kristinssyni úr stöðu sinni sem skrifstofustjóra Vita- og hafnamálastofnunar, en Sigurður hafði gegnt stöðunni af hollustu í þágu rfldsins í yfir 25 ár. Umboðsmaður Alþingis hafði áður gefið álit sitt í málinu og komist að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur. I dómi Hæstaréttar segir enn- fremur: „Þá telur Hæstiréttur og ljóst að stöðumissirinn hafi orðið Sigurði verulegt áfall.“ 25 ára starfsferill einstaklings hefur verið forsmáður og óbætanlegt tjón unnið á honum saklausum, er nær til allra þátta í lífi þolandans. Eftir 6 ára þrotlausa baráttu fyrir réttlæti em þolandanum dæmdar 2,4 milljónir króna í bætur. Á sama tíma þiggur Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingamálastofnunar, há laun fyr- ir „ábyrgðarstöðu". Var einhver að tala um réttlátt þjóðskipulag og jöfnuð í landinu? Því má svo bæta við að þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem dómstólar taka til meðferðar ámælisverða stjóm- sýsluhætti Hermanns Guðjónssonar forstjórans. Fyrir fáum áram dæmdi Hæstiréttur samgönguráðu- neytið til bótagreiðslna vegna órétt- mæts stöðumissis annars ríkis- starfsmanns, sem einnig hafði starf- að hjá Vita- og hafnamálastofnun um árabil. Það vill nú svo undarlega til að sú „hefð“ hefur löngum verið við lýði í íslenskri stjómsýslu að háttsettir embættismenn era einir undan- þegnir allri ábyrgð þótt á þá sannist lögbrot. Ég tel líklegt að ísland sé eina ríkið meðal vestrænna samfé- laga þar sem svo er háttað til um. Rökrétt afleiðing þessarar vafasömu „hefðar“ er valdniðsla. í þeim nágrannaríkjum sem við sækj- um fyrirmyndir til er ströngum við- urlögum beitt við gerræði í stjóm- sýslu, sem hefur fordæmisgildi og tryggir rétt almennings í landinu. Þessu er öfugt farið hér á íslandi. Fómarlömbum slíkra stjómsýslu- hátta er gert nær ókleift að ná fram rétti sínum. Hæstiréttur hefur með þessum smánarlegu skaðabótum til þolandans gert íslensku þjóðinni ljóst betur en nokkru sinni fyrr að lögbundin réttindi manna era lítils metin, þegnum landsins til vanvirð- ingar og íslensku réttarfari til smánar. ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, grunn- og framhaldsskólakennari. Anna Þorsteinsddttir Um Þorgils sögu skarða Frá Sigurði Sigurmundssyni: HELGISPJALL M.J. í Mbl. er góðra gjalda vert. Það getur leitt lesandann inn á svið fornra sagna og bókmennta sem nú era þorra manna víðs fjarri. En þótt margt af ályktunum M.J. sé látið liggja á milli hluta, þá kemur stundum það fram svo fjarstæðukennt að það kallar á andmæli. Aðdáun hans á Sturlu Þórðarsyni er slík að svo virðist sem hægt sé að eigna honum flest eða allt sem til er í rituðu máli frá 13. öld. Fyrst hefur hann eytt miklu máli um það að Sturla væri Njáluhöfundur. En þegar hefur honum verið sýnt fram á, að slíkt fær engan veginn staðist (síðast í grein Olafs Guðmundssonar, Sæv- argörðum). Síðan hefur M.J. haft fremur hljótt um, en enn skýtur þó upp hjá honum punktum sem sýna engin skoðanaskipti, en virka öfugt eins og í Eyrbyggju þegar sveinn- inn Kjartan á Fróðá lamdi með sleggju á haus selsins í hlaðanum en hann gekk upp við hvert högg. Það er engin fjarstæða að ætla Sturlu að hafa ritað Eyrbyggju. En nú hefur M.J. eytt máli í það í síð- ustu pistlum að Sturla kunni að hafa ritað Þorgils sögu skarða. Þá fer nú skörin að færast upp í bekkinn. Hvað verður það næst sem hann á að hafa ritað? Ef til vill Austfirð- ingasögur? En sá sem les og ber saman Islendinga sögu Sturlu og Þorgils sögu skarða, kemst óhjá- kvæmilega að raun um að, að þær geta engan veginn verið eftir sama mann. Er þar nærtækust lýsingin á Þverárbardaga 1255 í báðum ritum. Fyrstur manna sýndi Björn M. Ólsen fram á að höfundur Þorgils sögu mundi vera mágur Þorgils, Þórður Hítnesingur sem oft var í fylgd með honum. En sérstæðust er hún fyrir ræður þær sem þar koma fram, sem höf. hefur hlustað á og stælir málfarið svo að persónuein- kenni komi sem Ijósast fram. Þykir B.M.Ó. færa svo sterk rök fyrir máli sínu að stappi nærri fullri vissu. Og því engin ástæða til að þrengja henni upp á Sturlu alsaklausan! Þorgils saga var eldra verk en ís- lendinga saga en síðan leyst upp og köflum úr henni skotið hér og hvar inní Islendinga sögu, en svo skrifuð önnur Þorgils saga skarða. Og hvemig má Sturla Þórðarson hafa staðið að slíkum flutningi? SIGURÐUR SIGURMUNDSSON, Vesturbrún 12, Flúðum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.