Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 39» AÐSENDAR GEIRNAR Ný hugsun í umræð- una um málefni fanga MALEFNI fanga hafa verið nokkuð til umræðu síðustu vik- urnar og ekki að ástæðulausu. I umræð- unni hefur einkum ver- ið fjallað um þá dapur- legu aðstöðu sem fíkni- efnaneytendur og þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða búa við í fangelsum og þá einkum á Litla-Hrauni. Meðferðarúrræði lítil sem engin, endurhæf- ing ekki fyrir hendi, engin tilraun til að láta refsivistina leiða til Haukur Már Haraldsson betrunar, föngunum skutlað út í fyrra líf eymdar, vesældar og af- brota þegar afplánun er lokið. Og fangelsismálayfírvöld þvo hendur sínar; þau hafa uppfyllt ákvæði þeirra reglugerða sem þeim ber að starfa eftir. Þessi veruleiki blasti betur við en nokkru sinni fyrr þeg- ar Morgunblaðið birti greinargerð dómsmálaráðuneytisins vegna beiðni um reynslulausn fyrir fanga sem átti við geðræn vandamál að stríða vegna ítrekaðra áfalla í einkalífinu, þar á rtieðal makamiss- is. í þessari skýrslu var rakin hver ástæðan á fætur annarri sem gaf fyllilega tilefni til að veita mannin- um reynslulausn og jafnvel vitnað í skýrslu geðlæknis þar um. En nið- urstaða ráðuneytisins var, eftir alla upptalninguna, að ekki skyldi hleypa manninum úr fangelsi. Hann skyldi taka út sína refsingu. Þessi maður svipti sig lífi stuttu síðar, bugaður af umhverfi sínu og aðstæðum. Eg efast ekki um að starfsmönnum ráðuneytisins hafi þótt afskaplega leiðinlegt að mað- urinn skyldi svipta sig lífi. En skyldu þeir skenkja því hugsun að þeir voru síðasta hálmstráið sem brast í lífi þessa manns? Umræðan er því vissulega tíma- bær. V arðhaldsfangelsi - afplánunarfangelsi En það er annar hópur fanga sem ekki er síður ástæða til að hafa áhyggjur af, en hefur ekki verið nefndur í þessari umræðu. Það eru ungmenni sem ekki hafa verið í eiturlyfjaneyslu eða átt við geðræn vandamál að stríða en samt brotið af sér og verið dæmd til fangavistar. Einnig eru til fleiri fangelsi en Litla-Hraun. I Kópa- vogi er tvílyft einbýlishús með vír- netsgirtum u.þ.b. 200 fermetra garði og gegnir hlutverki fangelsis þar sem vistaðir eru 12-14 fangar af báðum kynjum. Flestir eru varðhaldsfangar eða að afplána stutta dóma. Aðbúnaður allur er miðaður við rekstur varðhalds- fangelsis; vinnan er dæmigert dútl fyrir slíkar stofnanir, tómstunda- aðstaða engin og fangarnir eyða deginum mestanpart í hangs við að bíða eftir næsta matar- eða kaffitíma. Til skýr- ingar er rétt að geta þess að vinna í varð- haldsfangelsum miðast við að drepa tímann. Hún krefst ekki veru- legrar umhugsunar eða líkamsbeitingar, þaðan af síður að hún sé á nokkum hátt þroskandi. í afplánun- arfangelsum á vinnan að vera krefjandi lík- amlega og andlega. Kynjamisrétti í fangelsum I Kópavogsfangelsinu eru tveir fangar í langtímavistun við að- stæður sem annars staðar þættu ekki boðlegar. Annar á fyrir hönd- um að dveljast þarna a.m.k. þar til síðari hluta árs 2001, miðað við reglur um reynslulausn. Þetta eru konur og íyrir þær eru ekki önnur úrræði viðurkennd í afplánun. Þær mega ekki vera á Litla- Hrauni og veruleg tregða er til að Bæta þarf ástandið í fangelsismálum, segir Haukur Már Haraldsson, en til þess þarf að breyta þeirri reglugerð sem unnið er eftir. leyfa þeim að afplána á Kvía- bryggju, sem væri kjörinn staður. Miðað við þær skilgreiningar sem tíðkast annars staðar á Norður- löndum er Kópavogsfangelsið varðhaldsfangelsi og getur ekki hýst langtímafanga þannig að tillit sé tekið til líkamlegra og sálrænna þarfa þeirra. Þetta ástand endur- speglaðist eftirminnilega fyrir nokkru þegar aðstæðurnar höfðu gengið svo nærri öðrum langtíma- fanganna að hann bugaðist og krafðist þess að komast í einangr- un í gamla gi’jótið á Skólavörðu- stígnum. Og allir vita að gamli steinninn er ekkert Hilton hótel. Og jafnvel þótt Litla-Hraun sé fyrirheitna landið í augum þeirra sem í Kópavoginum kúldrast berst nú til fjölmiðla greinargerð frá föngum þar eystra, þar sem þeir upplýsa um bágt ástand í fangels- inu. Fangelsismálastofnun Æðsta ráð fangelsismála er dómsmálaráðuneytið en Fangels- ismálastofnun sér um daglega yfir- stjórn og fullnustu refsidóma. Því miður. Ekki vegna þess að ástæðu- laust sé að hafa slíka stofnun held- ur vegna þess að Fangelsismála- stofnun er í dag stjórnað af mönn- um sem ættu ekki að koma nálægt málefnum fanga. Eg heyrði eitt sinn haft eftir Haraldi Johannessen fyrrverandi fangelsismálastjóra, að menn ættu aldrei að vera lengur en 5 ár í starfí sem tengdist föngum og fangelsum. Eftir þann tíma væri hætt við að þeir misstu sjónar á mannlega þættinum og létu regl- urnar stjórna sér. Þetta er skyn- samleg afstaða og það vonda er að kenning Haraldar sannast illilega á yfirstjóm Fangelsismálastofnun- ar. Stjórnendur hennar hafa ekki í sér döngun til að taka tillit til hvers einstaklings fyrir sig, að- stæðna hans, forsögu, andlegs eða líkamlegs ástands. Þaðan af síður að þeir hafi kjark til að horfast í augu við þær aðstæður sem þeir hafa búið föngum. Þeir skýla sér á bak við reglugerðarákvæði. Þegar bent er á að aðstæður í Kópavogi séu ekki fullnægjandi fyrir lang- tímafanga er svarið stutt og laggott: ástandið er í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Breyta þarf reglugerðinni Gera þarf gangskör að því að bæta ástandið í fangelsismálum þjóðarinnar. En það verður ekki gert án þess að gerðar séu vera- legar breytingar á reglugerð þeim sem unnið er eftir og skipt sé um yfirmenn Fangelsismála- stófnunar. Menn, sem hafa ekki kjark til þess að horfast í augu við umhverfi sitt, hafa ekki kjark til þess að meta hvern fanga sem ein- stakling og þurfa að fela sig á bak við reglugerðir í sínu daglega starfi, verða áfram til óþurftar. Þeir sem tala um hráefnisskort í fjölmiðlum þegar fangelsin eru ekki full og halda því fram í lok 20. aldar að fangavist eigi ekki að vera betrun heldur eingöngu refs- ing hafa ekki til að bera þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er ef við ætlum okkur að búa þannig um hnúta að fólk, sem möguleika hefur á því á annað borð, komi úr refsivist betra en það var þegar það braut af sér. Eg hef þá trú að dómsmálaráðherra skynji þessa nauðsyn og hvet hann til að láta nú fara fram nauð- synlega endurskoðun reglugerð- arinnar með það fyrir augum að tekið sé tillit til þess að fangar eru eins misjafnir og þeir eru margir, aðstæður þeirra misjafnar sem og möguleikar til að vinna sig út úr afbrotalífinu. Einnig að tryggt sé að þeir sem dæmdir eru í fangelsi fái þá aðstoð sem þeir þurfa af hendi sálfræðinga, félagsfræðinga og námsráðgjafa. Slík þjónusta getur ráðið úrslitum um framtíð- arheill þeirra einstaklinga sem fangelsi gista. Höfundur er franihaldsskólakennari og faðir afplánunarfanga. Til sölu Gott einbýlisliús til sölu. Iiúsið stendur við Rauðalœlc Rang. ca 3 lan vestan við Hellu. Slcipti koma til greina á íbúð eða iðnaðarliúsnæði á Selfossi, eða íbúð á Reykjavík- ursvæðinu. IJka kemur til greina að taka góðan bíl upp í útborgun. Nánari upplýsingai- gefa Lögmenn Suðurlandi, Sclfossi, í síma 482 2988 eða eigendur í síma 487 5126. Frábær fyrirtæki 1. Sérhæfð verslun, sú eina sinnartegundar. Er með eigin innflutn- ing að einhverju leyti. Möguleiki að stækka verslunina og auka viðskiptin. Laus strax. 2. Heildverslun með sérstakar föndurvörur. Gamalt og gróið fyrir- tæki sem hægt er að hafa í heimahúsi. Vandaðar og þekktar vörur. Umboðsmenn um allt land. Gott verð. 3. Kökufyrirtæki sem selur til 70 viðskiptavina og er með mikinn tækjakost til framtíðar. Er í fullum gangi og laust strax vegna veikinda eiganda. Frábær framleiðsla. Þjálfað starfsfólk, góðar og eftirsóttar uppskriftir 4. Innflutningur og smásala á sérstæðum vörum sem gefa af sér góða álagningu og öruggar tekjur. Gott með öðru eða fyrir vakta- vinnumenn sem vilja bæta við sig. 5. Gistiheimili á einum heitasta ferðamannastað landsins. 14 her- bergi, húsið meira og minna nýlega tekið í gegn og býður upp á betri nýtingu en nú er. Frábær nýting yfir sumartimann. Hægt að yfirtaka mikið af lánum. Er í góðu sambandi við sterka ferða- mannaaðila. 6. Söluturn. Næstþekktasta ísbúð landsins. Myndbandaleiga, lottó og spilakassar. Góð velta eða um 5 millj. á mán. Geggjaðurtími framundan sem gefur af sér góðar tekjur. Hafið samband því svona góð dæmi seljast fljótt. 7. Þekkt blómabúð á frábærum stað. Góð velta. Falleg og sérstæð búð. Verð aðeins kr. 1,8 millj. fyrir utan vörulager. Skemmtilegt og líflegt fyrirtæki fyrir smekklegt fólk. 8. Heildverslun með tæki og búnað. Þekkt merki og góð sambönd. Er ekki í föstu húsnæði, mjög gott til viðbótar hjá sambærilegu fyrirtæki. Velta um 20 millj. 9. Bakarí á Suðurnesjum. Frábært lítið fyrirtæki fyrir hjón eða þá sem kunna eða þora að baka. 10. Bændur í ferðaþjónustu. Höfum frábæra sundlaug, 10x5 m, með öllum tækjum á frábæru verði. Sundlaugin er ný og hefur aldrei verið sett saman. Getur verið frístandandi eða grafin niður. Aukið verðmæti staðarins og dragið til ykkar gesti og viðskipti með þjónustu sem ekki allir geta boðið upp á. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SfMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. w w KOMDU ÞERIFORM MED púlsmæli SMART EDGE 1 PROTRAINER XT ■ Púlsmælir sem sýnir kaloríu- eyðslu við þjálfun. Stillir sig sjálfur inn á þín eigin þjálfunar- mörk. Hentar vel fyrir þá sem berjast við aukakílóin. Púlsmælir fyrir hjólreiðafólk. Sýnir hraða og vegalengd (sér- stakur skynjari) auk þess að vera púls-mælir, klukka m/dagatali og skeiðklukka. Fullkominn reiðhjóla-mælir með hraða, vegalengd, tíma, pedal- snúninga, (cadence), púls, klukku og dagatali. Tæplega 6 klst minni sem er yfirfæranlegt í tölvu. 9Í.AA. heart rate monitora púlsmælar P. ÓLAFSS0N eht Iþróttavörur Trönuhrauni 6 220 Hafnarfirði Sími5651533 Fax 5653258 Helstu söluaðilar á f"eru: Guðmundur B. Hannah Akranesi, Vestursport fsafirði, Halldór Ólafsson Akureyri, Austfirsku Alpamir Egilsstöðum, Flúðasport Flúðum, Styrkur Selfossi, Hressó Vestmannaeyjum, Sportbúð Óskars Keflavík, Reykjavík: íþrótt, Markið, Sporthús Reykjavíkur Útilíf, Sport-Kringlan, Ingólfsapótek, World Class, Intersport. Hreysti Skeifunni og Fosshálsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.