Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJORN SV. BJÖRNSSON + Björn Sveinsson Björnsson var fæddur í Reykjavík 15. október 1909. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Björns- son, sendiherra í Kaupmannahöfn og síðar forseti ís- Iands, og kona hans, Georgia Hoff- Hansen, fædd í Hobro á Jótlandi. Björn giftist 1930 Maríu Jakobínu Bóthildi Jóns- dóttur, f. 6. maí 1913, d. 3. jan, 3ló>nat>Mðin öarðskom v/ Fossvogslci^jwga^ð SímU 554 0500 MÍIIIÍGAR- ÖG TMIFÆRMORT Segðu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér g 562 4400 lelðj <St- HJÁIMCSTOFNUN \Q£J KIRKJUHNAR Crfisdrykkjur A VeWn^ohó/ið GAPi-mn Sími 555-4477 Persónuteg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suóurhlíö 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. TD^um flð opyíflDíJí um ÍMIDRWWJUR HÓIfl ÍOK StnfUJfiflHT • (Jlft Upplýsingar í s: 551 1247 LEGSTEINAR Guðmundur 1 lónsson F. 14.11.1807 0. 21. 3. 1865 Qraníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 1966. Börn: Bryn- hildur Georgía, f. 12. júlí 1930, og Hjördís, f. 5. febr. 1934. Seinni kona Björns, 10. maí 1947, er Nanna, óp- erusöngkona, Egilsdóttir, f. 10. ágúst 1914, d. 23. mars 1979. Björn var í gagn- fræðaskóla í Gen- tofte, Danmörku, en stúdent frá MR 1930. Nám í við- skiptafræði við há- skólann í Hamborg 1932-33, en auk þess nám 4 misseri við verslunarháskóla á Jótlandi. Settist að í Hamborg og stund- aði þar verslunarstörf fram að síðari heimsstyijöld. Bjó nokk- ur ár í Argentínu, en kom til ís- lands 1954. Siðan allmörg ár búsettur í Austurríki. Til Is- lands kom Björn svo alfluttur 1970, settist fyrst að í Vest- mannaeyjum, en flutti á höfuð- borgarsvæðið eftir eldgos í Vestmannaeyjum og byggði sér þá hús í Mosfellsbæ. Flutti árið 1984 með dótturdóttur sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, til Borgarness, þar sem hann átti heima, þar til hann veiktist og þurfti að leggjast á sjúkrahús. Auk verslunarstarfa fékkst Björn mikið við kennslu á síðari árum. Kennari við Gagnfræða- skólann, Vélskólann, Stýri- mannaskólann og Iðnskólann í Vestmannaeyjum á árunum 1970-73. Flutti til Reykjavíkur eftir eldgos í Vestmannaeyjinn og varð kennari við Vélskóla Is- lands í Reykjavík. Þá fékkst hann mikið við fararstjóm og leiðsögn eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Utför Björas fer fram í Borgaraeskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. '4? £ % / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathaihir og jarðarfárir. Aiíur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Shell Björn Sv. Bjömsson lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. apríl sl., síðastur 6 bama Georgíu og Sveins Björnssonar forseta. Ég kynntist Bimi, tengdafóður mínum, ekkert að ráði fyrr en hann fluttist alkom- inn til Islands eftir 1970, en þar hitti ég fyrir óvenju viðræðugóðan og fjölfróðan mann. Björn sem jöfnum höndum var alinn upp í Danmörku og Islandi, tileinkaði sér ungur heimsborgaralegan hugsunarhátt á heimili foreldra sinna, viðhorf sem einkenndi allar skoðanir hans síðar meir. Mennta- skólanámi lauk hann hér heima, og flutti svo rámlega tvítugur til Hamborgar með unga konu sína og hóf þar verslunarstörf. Hann átti þá eftir að leggja gjörva hönd á margt, en hann var bráðvel gef- inn, næmur og vel menntaður. Hann var mikill málamaður og tal- aði ensku, þýsku, spönsku, dönsku og sænsku eins og innfæddur, og hafði reyndar búið í öllum þessum löndum, lengri eða skemmri tíma, þegar hann flutti loks alkominn heim til Islands. Hann var hrif- næmur og hafði gaman af að setja sig inn í ólíkustu mál og brydda upp á og glíma við ný verkefni. Hann var listrænn, sennilega sveimhuga og mjög músíkalskur. Hann lærði ungur að spila á fiðlu út í Kaupmannahöfn, en hafði á fermingaraldri orðið fyrir slysi á baugfingri vinstri handar, svo að „fiðluhöndin" varð óvirk. Þurfti hann því að fá sérsmíðaða fiðlu til að geta notað hægri höndina sem „fiðluhönd". Hann lék í dans- hljómsveitum á kaffihúsum í Reykjavík á yngri árum, og í Hljómsveit Reykjavíkur fyrstu ár- in sem hún starfaði. Þegar hljóm- sveitin tók aftur til starfa nokkrum árum eftir að hann kom heim, spilaði Björn með henni á nýjan leik sér til mikillar ánægju. Hann lék á fiðluna fram á síðustu ár og lét ekki ganga eftir sér að taka lagið ef kostur var á undir- leik. Eftir að heim kom, tók hann til við ýmis ný störf. Þannig stund- aði hann málakennslu við Gagn- fræðaskólann, Vélskólann og Iðn- skólann í Vestmannaeyjum þau 3 ár sem hann bjó þar og sömuleiðis við Vélskóla Islands í Reykjavík frá 1973, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. í Borgamesi kenndi hann tungumál við Grunnskólann þar og sá um fiðlukennslu við tón- listarskólann. Þá vann hann mörg M H . H H H a a H PERLAN h H M Sími 562 0200 2 Erfidrykkjur ár við leiðsögn, langoftast hálendis- ferðir og sinnti þá einkum erlend- um ferðamannahópum, frá ólíkleg- ustu löndum. I viðmóti var Björn alltaf hress, skemmtilegur og fynd- inn, og hafði jafnan á takteinum smáskrýtlur og gamansögur. Hann var því mjög vinsæll og eftirsóttur leiðsögumaður. Björn seldi hús sitt í Mosfellsbæ árið 1984 og fluttist til Borgarness með Guðránu Jóns- dóttur dótturdóttur sinni og bjó í skjóli hennar. Þar undi hann hag sínum vel og hafði nú loks tíma til að kynnast bamabörnum sínum náið. Hann hafði alltaf haft mikið og náið samband við systur sína Elísabetu og mann hennar, Sig- mund, og fór næstum mánaðarlega á bíl sínum til Reykjavíkur í heim- sókn til þeirra hjóna, og gisti hjá þeim einhverja daga. Það var því mikið áfall fyrir Bjöm þegar Elísa- bet andaðist fyrir tveim ámm. Fljótlega eftir dauða Elísabetar tók heilsu hans að hnigna og hefur hún síðan stöðugt farið versnandi. Sl. ár hefur hann legið á spítalan- um á Akranesi og notið þar mikill- ar og góðrar umönnunar af hendi lækna og hjúkranarfólks. Ég kveð Bjöm, tengdafóður minn, með þakklæti og söknuði. Tryggvi Þorsteinsson. Bjöm Sv. Bjömsson er látinn í hárri elli. Er þar lokið löngu lífi og viðburðaríku, sem fór ekki alltaf um hann mjúkum höndum. Þegar ég lít til baka og rifja upp liðna tíð sé ég að kynni okkar hafa verið skemmri og mun minni en mér hefir ætíð fundist þau vera. Orsök þess er án vafa að finna í eðlislægri práðmennsku hans og kurteisi; framkoman markaðist öll af ljúfmennsku og hjartahlýju. Hann var höfðingi í lund, skoðanir hans skýrar og hann hélt þeim fram af hógværð og stillingu. Ætti hann tal við einhvern, sem ekki gat setið á strák sínum, leiddi hann umræðuna að öðm. Hann var létt- ur í máli og launfyndinn og brá þar til föður síns. Hann hafði ríka hljómlistarhæfi- leika og var orðinn snjall fiðluleik- ari þegar hann lauk stúdentsprófi. Var það mál kunnugra, að hann myndi ekki hafa orðið síðri en Bjöm Ólafsson, en þeir vom bræðrasynir. Hafði hann og í hyggju að leggja út á þá braut, en örlögin lögðu stein í götu hans og lokuðu þeim vegi. En fiðlan var vinur hans og ég hygg á stundum raunabót, ævi hans alla. Við vomm saman í skóla, hvor á sínu ári, hann stúdent 1930, ég 1929, en ekki kynntumst við þar. Ég held við höfum ekki skipst á orðum fyrr en við hittumst í Ham- borg 1936 á vetumóttum. Hann var þá búsettur þar með konu sinni og tveimur dætrum og fékkst við kaupmennsku. Ég kom til náms á sjúkrahúsi þar. Kona mín, sem síð- ar varð, vann þá á skrifstofu Bjöms og vom þær kona Bjöms og hún nánar vinkonur frá bemsku og hélst sú vinátta meðan báðar lifðu. Var þá samgangur meiri en annars hefði orðið. Björn fluttist til Þýskalands meðan allt var þar í rást eftir Ver- salasamningana; milljónir manna gengu atvinnulausar, fjárhagur ríkisins í molum og ekkert framundan nema vonleysið. Hann lifði blómatíð þriðja ríkisins, þegar allir höfðu atvinnu, nóg að bíta og brenna og höfðu fengið aftur trána á sjálfa sig og framtíðina. Sú blómatíð var stutt. Hann lifði fall „þúsund ára“ ríkisins, og það fall var mikið. Björn og María felldu hugi sam- an og giftust kornung, en þau bára ekki gæfu til samvista. Var það harmsefni öllum kunningjum þeirra; þau voru bæði þeirrar gerð- ar að þau eignuðust góða vini í kunningjahópnum. Bæði höfðu persónutöfra í ríkum mæli þó þau væm um margt ólík. Ég trái að missir Maríu hafi orðið honum mein, sem löng ævi entist ekki til að græða til fulls. Birni féll vel á Þýskalandi, hann kunni vel að meta land og þjóð. Skipulag, reglusemi og fyrirhyggja vom honum að skapi og þá ekki síst músíkgáfa þjóðarinnar; þar átti hann sálufélaga á hvem þúfu. Hann hafði gaman af tilbrigðum þýskrar tungu og lagði sig eftir mállýsku þeirri, sem töluð er í Hamborg og umhverfi hennar af þeim sem þar eiga rætur. Kom fyr- ir að hann brá þeirri tungu fyrir sig í gamanmálum; engum ekta Hamborgara finnst skrýtla hitta í mark á öðra máli. Hann naut ferðalaga um landið, en fá tækifæri gáfust til þeirra árið sem ég var í Hamborg. Þó gátum við skroppið í vikuferð um Rínar- lönd og suðurhémð Þýskalands á litlu vélhjóli, sem Bjöm átti. Þar er fallegt landslag og fellur í smekk okkar Islendinga, fjöll, vötn og blá- skógar. Margs úr þeirri ferð minn- ist ég enn, en hvorki lúxushótela né sælkerakrása. Eftir stríðið kom Bjöm heim, en ekki til langdvalar. Hann kvæntist aftur og fór til Argentínu með konu og eldri dóttur sína. Ég tel að hann hafi ætlað að leggja fyrir sig kaup- sýslu, en ílentist ekki þar syðra. Eg held að hann hafi ekki verið náttúr- aður fyrir kaupmennsku. Hann skorti þá hörku sem oft þarf til að ýta öðmm frá í stríði um auð og völd. Hann kom heim og missti konu sína í umferðarslysi, einu af þess- um slysum sem sýnast óþarfi en verða æ tíðari eftir því sem vegir okkar batna. I mörg ár bjó hann í Borgamesi í nábýli við ættingja og vini. Hann fékkst nokkuð við kennslu, bæði á hljóðfæri og tungumál. Hann var vel látinn kennari. Þar hygg ég að hæfileikar hans hafi notið sín betur en á markaðstorgi. Leiðin var löng og grýtt, en nú er hann kominn heim og hvílir í ís- lenskri jörð. Bjarni Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. E G S T E 1 M JPk BK í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. SS S.HELGAS0N HF fl 11STEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.