Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 53
 J MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 53 FRÉTTIR Breytingar í fyrrum Sovétríkjunum frá sjón arhóli mannréttinda Morgunblaðið/Kristinn VERSLUNIN Intersport var opnuð á laugardaginn og fékk góðar við- tökur, að sögn Sverris Þorsteinssonar frainkvæmdastjóra. Ný íþróttavöru- verslun opnuð MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA íslands boðar til málstofu um breytingar í fyrrum Sovétríkjun- um frá sjónarhóli mannréttinda miðvikudaginn 22. apríl kl. 20.30 á Kornhlöðuloftinu, sal veitinga- hússins Lækjarbrekku. Framsögumaður verður Jouri A. Rechetov, sendiherra Rúss- neska sambandslýðveldisins á ís- landi. Rechetov hefur áralanga reynslu af störfum á sviði mann- réttinda. Frá 1975-1980 var hann í forsvari fyrir skrifstofu Samein- uðu þjóðanna er vinnur að réttind- um minnihlutahópa. Arin 1986-1992 starfaði Rechetov sem aðstoðarframkvæmdastjóri og síð- ar framkvæmdastjóri í mannrétt- SAMTÖK eldri sjálfstæðismanna halda fund um velferðarmál eldri borgara, miðvikudaginn 22. apríl í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst fundurinn kl. 17. Frummælendur á fundinum verða þau: Árni Sigfússon borgarfulltrúi, Guðmundur Hallvarðsson alþingis- maður og Ásdís Halla Bragadóttir formaður SUS. Árni Sigfússon ræðir um það að málefni eldri borgara séu kosningamál í vor. Guðmundur Hall- varðsson ræðir um framtíðarsýn eldri borgara og Ásdís Halla Braga- dóttir um velferðarmál eldri borgara séð frá sjónarhóli ungs fólks. Á eftir Salatbar í Pósthússtræti EIRÍKUR Friðriksson hefur opn- að nýjan veitingastað, Salatbarinn hjá Eika, í Pósthússtræti 13. I fréttatilkynningu segir að á boðstólunum verði úrval heilsu- fæðis, svo sem pastasalöt, hrís- gi-jónasalöt, léttar súpur, græn- meti, ávextir og gróft brauð. Þetta er annar veitingastaður- inn sem Eiríkur opnar, en fyrir tveimur árum opnaði hann Salat- barinn hjá Eika í Fákafe'ni. Nýi staðurinn verður reyklaus og ekki verða þar vínveitingar. Hann tekur 90 manns í sæti. Opið verður frá mánudegi til föstudags frá kl. 11.30 til 20.30 og á laugardögum frá kl. 11.30 til kl. 16. Frá maí til 15. september verður opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 21. indadeild utanríkisráðuneytis Sov- étríkjanna. I því starfi sótti hann m.a. fundi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Rechetov á sæti í nefnd Samein- uðu þjóðanna um afnám kynþátta- misréttis og mun m.a. fjalla um starfsemi þeirrar nefndar í erindi sínu. Málstofa um mannréttindi boð- ar reglulega til funda um mál sem eru og hafa verið ofarlega á baugi í mannréttindaumræðunni hér heima og erlendis. Þeim, sem áhuga hafa á að að kynna sér bet- ur viðfangsefni málstofunnar, er bent á að hafa samband við Mann- réttindaskrifstofu íslands. framsöguræðum verða fyi’irspurnir og umræður. Fundarstjóri verðm- Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúi. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. TVEIR ungir vísindamenn frá Rannsóknastofu Krabbameinsfé- lags Islands í sameinda- og frumu- líffræði hafa fengið viðurkenningu frá Amerísku krabbameinssamtök- unum (AACR). Samtökin veita á hverju ári nokkrum ungum vís- indamönnum verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur í rannsóknum. Þórarinn Guðjónsson fékk viður- kenningu fyrir niðurstöður rann- sókna sem birtar voru á ársþingi samtakanna í New Orleans í mars sl. Þórarinn var áður hjá Krabba- meinsfélaginu en stundar nú dokt- orsnám við Kaupmannahafnarhá- skóla. Hluti af doktorsnámi hans fer fram hjá Krabbameinsfélaginu undir leiðsögn Helgu M. Ögmunds- dóttur. Þórarinn hefur einbeitt sér að gerð þrívíddarlíkans þar sem bæði heilbrigðar og afbrigðilegar bijóstafrumur eru ræktaðar við aðstæður er líkist því er gerist í líkamanum. Hann hefur sýnt fram á að svokallaðar vöðvaþekjufrum- ur sem finnast f bijósti eru mikil- vægar fyrir sérhæfingu eðlilegra bijóstaþekjufrumna og að án þess- ara frumna tapa brjóstaþekju- frumur sérhæfingu sinni og hegða sér svipað og krabbameinsfrumur, ÍÞRÓTTAVÖRUVERSLUNIN Intersport var opnuð á laugardag- inn í Bfldshöfða 20. Verslunin er hluti af alþjóðlegri verslunarkeðju með sportvörur sem er að finna í 14 þjóðlöndum og er íslenska verslunin hin 4.332. sem opnuð er í heiminum. Sveirir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri verslunarinnar, sagði að viðtökumar hefðu verið framar vonum. „Viðtökurnar voru góðar, að því er fram keinur í fréttatil- kynnignu. Steinunn Thorlacius er að Ijúka doktorsnámi á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sam- einda- og frumulíffræði undir leið- sögn Jórunnar E. Eyfjörð. Hún hefur fengið tvenn verðlaun fyrir rannsóknir sfnar á bijóstakrabba- meinsgeninu BRCA2 og ættlægum bijóstakrabbameinum. Hún fékk hingað kom mikið af fólki og við fengum mjög jákvæðar undirtekt- ir.“ Sverrir sagði að boðið væri upp á tilboð á ákveðnum vöram í tilefni opnunarinnar, en markmið verslun- arinnar væri þó ekki að „sprengja markaðinn í verði“. „Við erum ekki svona „Elko dæmi“ eins og sumir hafa kallað það. En við lofum því hins vegar að við erum ekld dýrari en aðrir,“ sagði Sverrir. sams konar verðlaun og Þórarinn á sfðasta ársþingi AACR í San Di- ego og var að auki eini útlending- urinn sem fékk verðlaun á sér- stakri ráðstefnu AACR um bijóstakrabbamein sem haldin var í Keystone í Colorado á sfðasta ári. Niðurstöður rannsókna Steinunnar hafa m.a. birst í tímaritunum Nat- ure Genetics og American Journal of Human Genetics. Þróun námskrár og kennslu í sögu í Finnlandi LEO Pekkala, uppeldisfræðingur við Háskólann í Rovaniemi, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla Islands miðvikudaginn 22. apríl kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Þróun námskrár og kennslu í sögu í Finn- landi. í fyrirlestrinum mun Pekkala fjalla um þróun frá miðstýrðri til dreifstýrðrar námskrár í sögu í Finnlandi. Þar er það nú á valdi einstakra skóla að ákveða inntak og fyrirkomulag kennslunnar. Á framhaldsskólastigi hefur í kennslu verið horfið frá samfelldu yfirliti í tímaröð til „þematískrar" umfjöllunar. Jafnframt verður rætt um hvernig brugðist hefur verið við þessum breytingum á sviði námsefnisgerðar. Leo Pekkala hefur sérhæft sig í rannsóknum á kennslubókum í sögu á grunn- og framhaldsskóla- stigi, m.a. með samanburði milli landa. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-201 í Kennarahá- skóla Islands við Stakkahlíð. Öll- um er heimill aðgangur. ------»■»-♦..-.. LEIÐRÉTT Nokkrir fingurbijótar í MINNINGARGREIN um Karl Ásgeirsson frá Fróðá, er birtist í föstudagsblaðinu 17. aprfl, urðu mér og yfirlesara á nokkrir fingur- brjótar, og þó athugull lesandi átti sig fljótlega á þeim flestum, skal rétt vera rétt eins og það heitir. Oftar en ekki læðast slíkir að þar sem skyldi og skrifari heldur að sé með öllu útilokað. Þannig misritað- ist á tveim stöðum nafn afa míns, sem eins og fram kemur í upphafi hét fullu nafni, Ásgeii- Jóhann Þórðarson, hér rötuðu fingur mínir einhverra hluta vegna ekki fullkom- lega rétt á lyklaborðið. Þá sé ég eft- ir á, að þótt ég vitni kyrfilega til bókar Jóns Óskars, hefði megin- hluti lesmálsins um Sölva Helgason að sjálfsögðu átt að vera innan gæsalappa, og skal hið ágæta skáld og rithöfundur beðinn velvirðingar. Hins vegar fannst mér full sterk vís- un að setja gæsalappir á orðið lækn- ir varðandi Þorleif í Bjamarhöfn, og setti því kommur í staðinn sem er veikari áhersla og felur í sér nokkurn fyrirvara, en þær hurfu á leið í blaðið. Sjáandinn mikli var ekki lærður læknir, þótt hann væri nefndur læknir í þeim heimildum sem ég hafði þá milli handanna held- ur smáskammtalæknir. Hér er ekk- ert til afsökunar annað en tímahrak, brestur á viti, og að fleiri gi-einar og allt annars eðlis voru í smíðum um leið, svo athyglisgáfan hefur brugð- ist mér við síðasta yfirlestur. Bragi Ásgeirsson. Ef en ekki þegar í BRÉFI til blaðsins á laugardag sagði að fólk sem býr í húsnæði í eigu borgarinnar megi reikna með að húsaleiga hjá því hækki um 100% eftir kosningar „þegar þessi R-listi kemst að.“ Þarna átti að standa „ef þessi R-listi kemst að.“ Bréfritari er beðinn velvirðingar á þessari misritun. Bille í maí og október í VIÐTALI við kvikmyndaleik- stjórann Bille August í síðasta sunnudagsblaði er sagt frá því að nýjasta kvikmynd hans „Les Mi- sérables“ hafi þegar verið frum- sýnd. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum hafa plön breyst þar ytra og myndin verður framsýnd í Banda- ríkjunum í maí. Islendingar fá að sjá myndina í Stjörnubíói í Reykja- vík í október síðar á þessu ári. Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík 17.-20. apríl TALSVERT var að gera hjá lög- reglunni um helgina þótt fátt hafi verið um alvarleg mál en þá varð tóm til að sinna meira almennu eft- irliti. Þó nokkuð var af fólki í mið- borginni á föstudagskvöld en ástandið talið þokkalegt. Allmargt fólk var þar á laugardagskvöldið en ástandið samt talið fremur gott. Innbrot og þjófnaðir Áberandi aukning hefur orðið á reiðhjólaþjófnuðum í blíðviðrinu undanfarið og er því rétt að minna fólk á að ganga vel frá hjólum sín- um og skilja þau ekki eftir ólæst. Maður fór inn í Vesturhlíðarskóla aðfaranótt laugardags. Þetta var óreglumaður sem vantaði svefn- stað. Farið var inn í íbúð, sem hugsanlega var ólæst, í vesturbæn- um aðfaranótt laugardags og stolið myndbandstæki. Tveir ungir piltar voru teknir fyrir að stela úr bifreiðum aðfara- nótt sunnudags í Hraunbænum. Loks var farið inn í íbúð í Þingholt- unum aðfaranótt mánudags og stolið peningum og GSM-síma. Þá var tilkynnt um innbrot í fjóra sum- Tilkynnt um sjö líkamsárásir arbústaði um helgina. Skemmdir voru litlar og litlu stolið. Einnig var tilkynnt um innbrot í nokkra bíla og er vert að minna menn á að hafa ekki í bílum hluti sem freistað geta þjófa. Umferðarmál Umferðarmálin voru mörg á verkefnalista lögreglunnar eins og endranær. 15 voru teknir fyi-ir meinta ölvun við akstur en fjöl- mai’gir fleiri stöðvaðir til athugun- ar. Nokkuð á annað hundrað voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og sumir þeirra misstu ökuskírteinin. Þá er augljóst að mikill fjöldi punkta hefur bæst inn á ferilskrár ökumanna um þessa helgi. Fjöldi bifreiða var stöðvaður og nokkrir teknir úr umferð sem ekki höfðu verið færðir til skoðunar. Fleiri en einn ökumaður þurfti að yfirgefa bifreið sína því ökuskírteini þeÚTa voru fallin úr gildi. Þá var allmörg- um ökumönnum gert að fjarlægja dökkar filmur sem límdar höfðu verið á hliðarrúður eða ökuljós bif- reiða. Margir ökumenn virðast ekki átta sig á því að ökuljós skulu lýsa með hvítu eða ljósgulu ljósi og ekki má hafa filmur á hliðarrúðum sem hindra útsýn ökumanns eða koma í veg fyrir að sjáist inn í bifreiðina. Líkamsmeiðingar Maður sló konu í andlitið á fóstu- dagskvöld en bæði voru farþegar í strætisvagni. Ekki var vitað um til- efni árásarinnar en konan bólgnaði í andliti og gleraugu hennar brotn- uðu. Uppúr miðnætti aðfaranótt laugardags var ráðist á mann við sölutum á Háaleitisbraut. Meiðsli voru lítil svo maðurinn fór heim til sín en árásarmaður í fangageymslu. Maður réðst á kunningja fyrrver- andi kærastu aðfaranótt laugardags en meiðsli vora lítil og ái-ásarmaður handtekinn. Aðfaranótt sunnudags var maður sleginn með flösku við veitingahús í miðborginni og hlaut hann sár á enni. Hann var fluttur á slysadeild og árásarmennh-nir vora handteknir skömmu síðar. Þá var maður sleg- inn í höfuðið í miðborginni aðfara- nótt sunnudag. Árásarmaðurinn var handtekinn. Um svipað leyti var til- kynnt um árás á konu á Hverfis- götu. Konan fór heim til sín og vildi ekkert gera í málinu. Einn maðui’ til viðbótar varð fyrir árás í miðborg- inni um þetta leyti. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar og síðan heim til sín. Tilkynnt var um heimil- isófrið og ofbeldi í húsi í austurborg- inni á sunnudagsmorgun. Lögreglan leysti málið á staðnum. Réðust á tré Einhverjir skrítnir náungar réð- ust á tré í miðborginni aðfaranótt laugardags en litlar skemmdir urðu á trjánum. Á laugardag festist mað- ur í lyftu á Laugavegi. Lögreglan aðstoðaði manninn við að komast úr lyftunni. Á laugai’dagskvöld vora þrír ungir menn handteknh- fyrir að vera að hoppa á bifreiðum á bíla- sölu. Ekki vora sjáanlegar skemmdir á bifreiðunum. Þrisvar var kveikt í sinu um helgina en allt minniháttar og strax slökkt. Velferðarmál eldri borgara Ungir vísindamenn fá viðurkenningu Morgunblaðið/Árni Sæberg VERÐLAUNAHAFARNIR Þórarinn og Steinunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.