Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 35 ' íkingnum á Keflavíkurflugvelli llinum fyrir ljósmyndarann. Morgunblaðið/Baldur Svéinsson Morgunblaðið/Kristinn ■ykjavík áður en hún hélt til Bandaríkjanna á ný eftir prófanir í Keflavík. stund!“ Alls voru 42 flugmenn og tækni- menn með vélinni. Van G. Chaney sagði að í sjálfum flugprófununum væru 13 menn um borð, hinir væru flugvirkjar og tæknimenn sem fylgd- ust með fluginu og færu yfír vél og öll tæki milli ferða. Vélin var hálffull af tækjum og inní hana hafði verið hrúg- að fjölda vatnstanka en með þeim má breyta þyngd vélarinnar og dreifíngu og til að ná sömu áhrifum og í farþega- eða flutningaflugi. Komum örugglega aftur tvö aukasæti aftan við sæti flugmann- :inu vinstra megin er aukabúnaður. tækin frá öllum hliðum og það feng- um við hér í Keflavík. Heima vorum við síðustu sex vikurnar búnir að vera í sambandi við veðurfræðinga til að leita að hentugum vindi og að- stæðum og allt í einu beindust augu okkar hingað. Veðurfræðingarn- ir sögðu okkur nokkru fyrir helgina að hér yrðu líklega sterkir og góðir vindar og við skyldum vera reiðubún- ir með vélina í Keflavík um þrjúleytið á laugardag. Við drifum okkur því hingað, vorum lentir snemma á laug- ardagsmorgni og þessi langtímaspá þeirra stóðst nánast uppá klukku- Van G. Chaney sagði prófanirnar hafa gengið vel og sagði aðstæður mjög góðar í Keflavík. Fáir flugvellir í Bandaríkjunum gætu boðið það sem hér mætti fá allt í senn; tvær brautir með fullkomnum flugleiðsögu- og lendingartækjum, og hranaleg veður- skilyrði sem yrði að fá við slíkar próf- anir. Fyrir nokkrum árum var 767-300 vélin einnig prófuð hérlendis. „Með okkur voru líka nokkrir tæknimenn okkar sem taka út velli þar sem við gerum svona prófanir og þeir vilja endilega að við komum hingað aftur. Ég er viss um að svo verður því Boeing þarf að gera ýmsar tilraunir með vélar sínar.“ Nokkur flugfélög hafa þegar ákveðið kaup á 777- 300 og fyrir utan Cathay má nefna All Nippon Airways, Japan Airways, Korean Airlines, Malaysia Airlines og Thai Airways. Að lokum má nefna að þotan er sett saman úr um 150 þúsund sérhönnuðum eining- um og hlutum en séu boltar og hnoð og annað smálegt talið með eru hlut- irnir þrjár milljónir. Sex flugfélög þegar pantað 777-300 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kynnir stefnu sína um framtíð sjúkrahúsanna Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRA blaðamannafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær. Frá vinstri: Hrund Sch. Thorsteinsson hjúkrunarframkvæmdastjóri RSP, Margrét Björnsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri SHR og Ásta Möller formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Rekstur SHR verði fluttur til ríkisins Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur kynnt nýja skýrslu um framtíð- arskipan sjúkrahúsa í Reykjavík. Arna Schram sat blaðamannafund í gær þar sem hugmyndir hjúkrunarfræðinga um þennan málaflokk voru kynntar. FÉLAG íslenskra hjúkrun- arfræðinga leggur til að ábyrgð á rekstri Sjúkra- húss Reykjavíkur (SHR) verði flutt til ríkisins og ennfremur að Ríkisspítalarnir (RSP) og SHR myndi nokkurs konar parsjúkrahús, þar sem hvor stofnunin um sig hefði ákveðið sjálfstæði, en sameiginlega yfirstjórn. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar sem Félag íslenski-a hjúkr- unarfræðinga skipaði í byrjun árs til að gera tillögur um framtíðar- skipan sjúkrahúsanna í Reykjavík. Skýrslan var kynnt á blaðamanna- fundi í gær, en hún var samþykkt á stjórnarfundi félagsins hinn 7. apríl sl. sem stefna félagsins í þessum málaflokki. Að sögn Ástu Möller, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, telja hjúki'unarfræðingar ekki forsendur fyi’ir því að Reykjavíkur- borg, eitt sveitarfélaga, reki sjúkra- hús, m.a. vegna þess að Sjúkrahús Reykjavíkur sinni allri landsbyggð- inni. „Sjúkrahús Reykjavíkur er það sérhæft að það er ekki hægt að segja að það sé aðeins fyrir Reykvíkinga, eina og sér,“ sagði hún m.a. Þá sagði Ásta að með það í huga að það gæti reynst erfitt að ná sam- stöðu manna um sameiningu RSP og SHR í eitt sjúkrahús legðu hjúkrunarfræðingar það til að farin verði ákveðin millileið sem felist í því að láta fyrrnefnda spítala mynda eins konar parsjúkrahús, með einni yfírstjórn en tveim fram- kvæmdastjórnum. Hlutverk yfir- stjórnar yrði m.a. að móta hug- myndafræði, marka stefnu, hafa yf- irumsjón með gerð þjónustusamn- inga og að sjá um að samræmi sé á milli fjárveitinga og veittrar þjón- ustu. Þá gera hugmyndir hjúkrun- arfræðinga um parsjúkrahús ráð fyrir að framkvæmdastjómir starfi á báðum sjúkrahúsunum en sam- vinna verði milli þeiri’a, þar sem ýmsar ákvarðanir m.a. um vinnufyr- irkomulag og verkaskiptingu verði teknar. Getur skapað frið um tilteknar breytingar Með þessum hugmyndum um parsjúkrahús er, að sögn Ástu, hægt að samhæfa starfsemi sjúkra- húsanna og gæta ítrustu hagræð- ingar, til dæmis við tækjakaup og samræmingu á ýmissi stoðþjónustu. „Við teljum að með þessu sé hægt að skapa frið um tilteknar breyting- ar og möguleika á samstöðu,“ sagði hún og vísaði í ályktun frá deild hjúkrunarforstjóra á sjúkrahúsum frá því í haust þar sem segir m.a. að tími ákvarðana sé runninn upp og að það óvissuástand sem ríki um framtíð sjúkrahúsanna í Reykjavík sé farið að hafa skaðleg áhrif á starfsfólk spítalanna og þjónustu við_ sjúklingana þar. I máli Ástu kom ennfremur fram að Félag hjúkrunarfræðinga telji rétt að umræddar breytingar verði undirbúnar mjög vel. Leggur félag- ið til að nefnd verði sett á laggimar sem hafi það hlutverk að greina til- gang og markmið með myndun par- sjúkrahúss og vinna að því að koma á samkomulagi milli aðila um grundvallarviðhorf stofnunarinnar þar sem þarfir skjólstæðinga verði hafðar í öndvegi. Þá leggja hjúkrunarfræðingar til að verkaskipting milli sjúkrahús- anna verði aukin og að þær deildir sjúkrahúsanna sem veiti sérhæfð- ustu og dýrustu þjónustuna við sama sjúklingahóp verði sameinað- ar. En jafnframt verði samvinna milli annarra deilda og sérgreina aukin. „Með þessu móti tel ég að við séum að hlúa að þeirri sérþekkingu sem er til staðar og stuðla að fram- þróun í þjónustunni,“ sagði Ásta. Fjárveiting til þriggja ára í stað eins árs eins og nú er Þá leggja hjúkranarfræðingar það m.a. til í skýrslu sinni að rammafjárveiting til reksturs sjúkrahúsanna verði ákvörðuð til þriggja ára í senn í stað eins árs eins og nú sé. Ásta sagði að núver- andi fyrirkomulag væri ófært og hefði leitt til þess að erfítt væri að taka stefnumarkandi ákvarðanir um rekstur sjúkrahúsanna. Það væri ekki fyrr en rétt fyrir áramót sem stjórnendur vissu hvað mikið fjár- magn þeir hefðu til ráðstöfunar fyr- ir næsta ár. Að síðustu leggja hjúkrunarfræð- ingar það til að fjárveitingum til sjúkrahúsanna verði breytt úr föst- um fjárlögum eingöngu í þrískiptar fjárveitingar; fastar, breytilegar og árangursbundnar. Fastar fjárveit- ingar nái til fastra þátta í rekstrin- um svo sem kostnaðar vegna hús- næðis og kennslu. Breytilegar fjár- veitingar ráðist af umfangi starf- seminnar, en árangursbundnar fjár- veitingar af því hvort markmiðum stai’fseminnar sé náð. I lok blaðamannafundarins skýrði Ásta frá því að hún liti svo á að fyrr- greind skýrsla væri innlegg hjúkr- unarfræðinga inn í umræðuna um framtíðarskipan sjúki'ahúsanna í Reykjavík og að skýrslan hefði þeg- ar verið kynnt Ingibjörg Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra Reykjavíkur. Sjö hjúkrunarfræðingar skipuðu nefnd þá sem samdi skýrsluna. Þeir eru Ásta Möller sem jafnframt var fomaður nefndarinnar, Anna Lilja Gunnarsdóttir, gjaldkeri Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri RSP, Hildur Helgadóttir, annai’ varafomaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunai’íram- kvæmdastjóri RSP, Mai’grét Bjöms- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri SHR og Sigríður Snæbjömsdóttir, hjúkrunarforstjóri SHR. Ásta sagði að síðustu að hjúkrun- arfræðingar væru stærsta heil- brigðisstéttin og því væri rétt að skoðanir þeirra kæmu fram í um- ræðunni um framtíð sjúkrahúsanna og vonandi að þær hefðu áhrif á hána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.