Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Haukur Helga- son fæddist á Isafirði 29. nóvem- ber 1911. Hann lést íReykjavík 12. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helgi Ketilsson ís- hússtjóri og kona hans Lára Tómas- dóttir. Haukur varð stúd- ent frá MA 1933, las _ hagfræði við Há- skólann í Stokk- hólmi 1933-35 og 1937-39. Hann var aðalbókari í útibúi Utvegsbanka íslands á fsafirði ] 935-37 og 1939-44, fulltrúi í Útvegsbanka Islands í Reykjavík frá 1947 og deildarstjóri þar frá 1949. Hann var bæjarfulltrúi á fsafirði 1942-46, í sljórn Sósíalista- fiokksins 1942-48, í miðsljóm Við skrifborðið situr í græna stólnum afi í sínu besta pússi. Hann er að „sortera" greinar um sín helstu hugðarefni, skrifa bréf út í heim eða að fletta í gegnum metraháu blaðabunkana sína. Frá fóninum berast ljúfir tónar enda er músík stór hluti af lífi afa. I hádeg- inu er alltaf heitur matur á boðstól- um og við afa-disk bíður ávallt afa- sama fiokks frá 1962 í Viðskiptaráði 1945- 47. Hann var varafor- maður Útflutnings- sjóðs 1957-60, í rann- sóknamefnd sjávar- útvegsins 1956-58. Haukur var formaður Pólsk-íslenska menn- ingarfélagsins frá 1958. Aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra var hann 1971- 74, átti sæti í banka- ráði Seðlabanka fs- lands og í stjóm Sin- fóníuhljómsveitar Is- lands um árabil. Rit: Island og Efnahagsbandalag Evrópu (fræðslurit Alþýðusambands ís- lands), 1962. Hinn 19. maí 1938 kvæntist Haukur Guðrúnu Bjarnadóttur (f. 25. júní 1911) á Akureyri, dóttur Bjarna Jónssonar bankastjóra gaffall og saltstaukurinn. Heilög þögn ríkur meðan hádegisfréttirn- ar eru lesnar og síðan eru heims- málin rædd sem og nýjustu atburð- ir innan fjölskyldunnar. Inni í skáp er prins póló-kassinn sem afi er mjög örlátur á þegar við komum á Kleifó. Svona minnumst við systk- inin meðal annars hans afa. Hann var mikill „tæknimaður“ þar og eiginkonu hans Sólveigar Einarsdóttur. Börn þeirra eru: 1) María (f. 9 september 1939) safn- vörður, eiginmaður hennar er Haukur Jóhannsson verkfræð- ingur og eiga þau fimm börn og fjögur barnabörn. 2) Helga (f. 29. ágúst 1941),__ fiðluleikari og tón- leikastjóri SI, eiginmaður hennar er Kristján Jónsson fram- kvæmdastjóri og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. 3) Sólveig (f. 25. júní 1943), leikari og hjúkr- unarfræðingur; eiginmaður hennar er Haraldur S. Blöndal prentmyndasmiður og deildar- stjóri, og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. Aður var Sólveig heitbundin Ara Jósefssyni skáldi (d. 18. júní 1964) og áttu þau eitt barn og tvö barnabörn. 4) Unnur (f. 6. febrúar 1949) verslunar- maður; eiginmaður hennar er Olafur Morthens framkvæmda- stjóri og eiga þau þijú börn og tvö barnabörn. Aður eignaðist Haukur son, Hrein (f. 1932), framkvæmdastjóra í Kópavogi. Útför Hauks fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og alltaf fyrstur til að leita eftir hjálp þegar tæknin var að stríða honum. Aftur á móti var ætíð hægt að leita til hans með öll sín mál, persónuleg sem og veraldleg. Það ríkti aldrei lognmolla í kringum afa. Þjóðmálin voru honum mjög hugleikin, hann hafði sínar ákveðnu skoðanir og var mikill baráttumaður. Hann mótaði hug okkar allra og sannfærði okkur um það rétta. Hann var okkur fyrir- mynd í einu og öllu enda mikill heiðursmaður sem við munum sárt sakna. Heimsins besti afi, takk fyrir allt. Guðrún María, Þorbjörg Helga og Ólaíúr Páll Ólafsbörn. Hvað er hægt að segja um afa sinn nýlátinn? Stundum eru orð lít- ilmótleg, sem aumt mjálm hjá þeim tilfinningum sem undir búa: ást, og nú tregi; virðing, og nú tóm... Einu má þó segja frá, þvi sem einkenndi afa öðru fremur og hélt honum ungum til hinsta dags: ákafa hans og áhuga á lífinu, samfélaginu, og vilja til að hafa áhrif þar á. Víst vorum við ekki sömu skoðunar í einu og öllu, en þó er ekki annað hægt en að dást að því að láta sig hlutina varða, taka þátt; rísa upp í reiði eða gleðjast yfir góðu. Hér, sérstaklega, er afi góð fyrirmynd. Um annað tjái ég mig ekki - þar sem orð geta ekki verið nema hjóm eitt - en þegi í sorg. Aðeins eitt, elsku afi: þú lifðir vel, og, eins og franskir segja, Cela n’est qu’un au revoir - „sjáumst síðar“! Jóhann M. Hauksson & Nathalie Hauksson-Tresch. Það eru rúmlega 65 ár liðin síðan fundum okkar Hauks Helgasonar bar fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyi'i. Þetta var á fyrstu ár- um Menntaskólans, og Haukur var einn af fjórtán stúdentum sem brautskráðir voru sumarið 1933. Sjálfur kom ég í skólann skömmu eftir nýár, í fyrstu ferð minni úr foreldrahúsum, og fékk að sitja í öðrum bekk til vors. Skólinn var ekki fjölmennur eftir því sem nú mundi vera talið, og segja má að allir þekktu alla. Því er ekki að neita að nokkur virðingar- munur var milli lærdómsdeildar- manna annars vegar, einkum sjöttubekkinga, og almenningsins í neðri bekkjunum hins vegar, og það var síður en svo sjálfsagt að gagnfræðingar úr þriðja bekk héldu áfram námi til stúdentsprófs. Við litum því talsvert upp til þeirra sem svo langt voru komnir á menntabrautinni. Kynni okkar Hauks Helgasonar urðu ekki náin þennan vetrarpart, en jafnan síðan munum við þó hafa vitað hvor af öðrum. Hann fór til náms í hagfræði við háskólann í Stokkhólmi og starfaði síðan lengst að bankamálum, fyrst á heimaslóðum sínum á Isafirði og síðan í Reykjavík og hafði einnig á hendi ýmis félags- og trúnaðar- störf tengd atvinnu- og viðskipta- málum og stjórnmálum. Hann var róttækur í skoðunum og var m.a. um skeið bæjarfulltrúi á ísafirði, síðar varaþingmaður fyrir Sósí- alistaflokkinn og loks aðstoðar- maður Lúðvíks Jósepssonar sjáv- arútvegs- og viðskiptaráðherra 1971-74. Um ekkert af þessu áttum við neina samleið. Það var ekki fyrr en lög voru sett um Sinfóníuhljóm- sveit Islands 1982 og við völdumst þar báðir til stjórnarsetu sem leiðir okkar lágu aftur saman. Þau mál sem þar var við að fást voru hafin yfir allan stjómmálaágreining, og raunar var hljómsveitinni beinn styrkur að því að í stjóm hennar væm menn með ólík tengsl á sviði stjórnmála. Nýrrar stjórnar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar beið það verkefni fyrst og fremst að rjúfa þá kyrr- stöðu sem einkennt hafði starfsem- ina um árabil og byggja hljóm- sveitina upp að nýju með það að markmiði að hún gæti skipað með sóma sinn sess meðal sambæri- legra stofnana annarra þjóða. Það situr illa á mér sem hef setið óslitið í stjórninni frá upphafi að dæma árangur af þessu starfi. Það hvarfl- ar heldur ekki að mér að þakka hann stjórninni einni. En ef marka má erlendar umsagnir og alþjóð- legar viðurkenningar sem hljóm- sveitin hefur fengið hefur árangur- inn þó orðið allverulegur. Haukur Helgason sat í hljómsveitarstjórn- inni tvö kjörtímabil, 1982-86 og aft- ur 1990-94. Hann var afar áhuga- samur um hag og gengi hljómsveit- arinnar, ekki margmáll á fundum og honum lá lágt rómur, en á hann var vel hlustað því að hann var til- lögu- og úrræðagóður maður með mikla reynslu sem vel nýttist í nauðsynlegum samskiptum við stjórnvöld og atvinnulífið í landinu. Að þessum tengslum við stuðnings- menn hljómsveitarinnar í atvinnu- lífínu vann Haukur ötullega, jafn- vel þau tímabil sem hann sat ekki í stjóminni, raunar allt til hinsta dags. Hann naut mikils trausts í öllum störfum sínum fyrir hljóm- sveitina og á stjórnarfundi 15. þ.m. var hans minnst með virðingu, þakklæti og söknuði. Með okkur Hauki tókst góð vinátta. Hennar naut ég m.a. þegar ég var stjórnar- formaður Listahátíðar 1988 og réðst í það stórræði að fá hingað til tónleikahalds um 200 manna hljómsveit og kór frá Póllandi með tónskáldið Krzysztof Penderecki í broddi fylkingar. Haukur hafði verið stofnandi og fyrsti formaður (1958-82) íslensk-pólska menning- arfélagsins og hlotið veglegt pólskt heiðursmerki fyrir þau störf. At- fylgi hans að þessu máli var því ómetanlegt. Ekki spillti það fyrir vináttu okkar að kona Hauks, Guðrán Bjarnadóttir, bankastjóra á Akur- eyri Jónssonar, er góðkunningi minn allt frá æskuánim, þegai' hún og systur hennar settu glaðan svip á skemmtanir okkar unga fólksins á Akureyri. Samband þeirra hjóna var einstaklega fagurt, og af þeim stafaði mikilli hlýju og velvild. Við Sigurjóna Jakobsdóttir sendum frá Guðrúnu, dætrum þeirra Hauks og fjölskyldunni allri innilega samúðarkveðju á þessari saknaðarstundu. Jón Þórarinsson. Mér barst fréttin til Noregs að Haukur Helgason væri látinn, en bara nokkrum mínútum áður en símtalið kom höfðum við verið að ræða um áætlanir hans. Hann hafði á prjónunum að koma í heim- sókn í sumar ásamt Guðránu þegar þau færu hringferð um Norður- löndin að halda upp á 60 ára bráð- kaupsafmæli sitt og um leið að heimsækja barnabörnin. Fyn- um daginn höfðu þau hjón haft sem gesti fjölda afkomenda sinna eins og venja var á páskadag eins og á öðrum stórhátíðum. Eg hafði oft fengið að njóta þess að vera með Hauki og Guðránu á svipuðum mannamótum. Þá var kátt í höll- inni, hljóðin voru eins og í góðu fuglabjargi og það eina sem þagg- aði í hópnum var þegar Haukur vildi fá orðið, þá þögnuðu allir. Þannig var hugarró hans og mann- vit sem stillti allar öldur. Haukur heitinn hafði lifað við- burðaríka ævi sem annars vegar var lituð af einlægum hugsjónum um skipulag samfélagsins og hins vegar af listhneigð sem beindist í allar áttir, bókmenntum, myndlist og ekki síst tónlist. Hugsjónir Hauks höfðu áhrif á alla sem hon- um kynntust þrátt fyrir hægláta og stillilega framkomu sem oft minnti frekar á útlendan hefðarmann frekar en mann sem upprunninn var í fjöru fyrir vestan. Uppruninn var klár sigin skata og sinfónía var uppáhaldið. Haukur var elskaður af öllum í sinni stóru fjölskyldu hvort sem um var að ræða ungabörn eða gamalmenni. Hann hafði einn sjaldgæfan eiginleika en það var að hann kunni að hlusta á fólk og setti sig af bestu getu inn í hugarheim þeirra sem við hann töluðu, þannig náði hann að bindast traustum böndum við fólkið í kringum sig. Haukur vissi nákvæmlega hvað hann vildi, en þurfti að fá aðstoð við sumt hvað varðaði tækni og verklegar framkvæmdir. Þar kom ég oft til sögunnar við að sjá um hátæknilegar framkvæmdir eins og að skipta um kló á snúru eða skipta um ljósaperur. Alltaf lét hann mér líða eins og ég væri ein- hver magnaðasti verkmaður norð- an Alpafjalla og sýndi hann ætíð djúpt þakklæti. Haukur var maður sem elskaði heitt hvort sem um var að ræða Is- land eða konu sína Guðránu Bjamadóttur. Augasteinar hans voru dætur hans, litríkir kvenskör- ungar sem hefðu vaðið eld og brennistein fyrir Hauk. Haukur var stoltur maður, lifði og dó sem slíkur. Megi allar vættir styrkja hans nánustu á þessum tímamótum. Hvíldu í friði, gamli vinur minn. Kári Pálsson. Maður heyrir fregn í síma: Hann Haukur lést í gær. Þetta er eins og að standa í fjörunni og horfa á fugl- ana fljúga í suður, seint um haust - en samt er að koma vor. Maður hugsar sem svo að þetta sé lífsins gangur, og jafnframt að hið sorg- lega undirstriki enn einu sinni þær gleðistundir sem samvera með góðum manneskjum hefur gefið. Sú staðreynd kemur líka í hugann að ekki er öllum gefinn sá hæfileiki að höndla hamingjuna í tilverunni og geta glatt aðra. Haukur Helga- son var hamingjumaður, sem hafði margt að gefa. Skáldið Andersen segir: „Allt í lífinu er hverfult og hversvegna þá að vera dapur?“ Þetta er fallega sagt, en samt finnst manni einhver þráður slitna þegar góðir vinir falla frá. Eg kynntist þessum öðlings- manni og konu hans, Guðrúnu Bjarnadóttur, fyrir 40 árum. Við komum á heimili þeiri’a að Kleifar- vegi 3, nokkrir ungir menn. Sumir okkar áttu sér drauma um að yrkja ljóð um lífið eða mála myndir. Við þurftum náttúrlega líka að skála fyrir þessu. Hjá Hauki og Guðrúnu fundum við bæði hljómgrunn og skilning. Þau voru eins og veggur sem veitti okkur bæði yl og skjól, og líka svo margt annað sem enn gleður sálina. Svo áttu þau fjórar yndislegar dætur, lífsglaðar og fullar af kímni. Maður hafði á til- finningunni að þetta fólk nyti þess að gleðja okkur, þessa drengi. Þetta voru ógleymanlegir dagar. Málverkasafn þeirra hjóna og allur heimilisandi örvaði samræður um Eiginmaður minn, t HELGI HINRIK SCHIÖTH, Þórunnarstræti 130, Akureyri, lést á Seli laugardaginn 18. apríl. Sigríður Schiöth og fjölskylda. t Minningarathöfn um eiginkonu mína, móður og systur, SVÖLU ÞÓRISDÓTTUR SALMAN listmálara, 4301 Mass Ave NW; Wash. DC 20016, fer fram í Neskirkju í dag, þriðjudaginn 21. apríl, kl. 16.00. Melhem Salman, Daoud Salman, Hrafn Þórisson, Bera Þórisdóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR A. SVEINBJÖRNSSON, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugaröi. Gurid Sveinbjörnsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, sonar, bróður og mágs, ÁRNA ÞORKELSSONAR sjómanns, Skólabraut 6, Hellissandi. Sérstakar þakkir viljum við færa Hesteigenda- félaginu Geisla og öðrum þeim, sem veittu okkur ómetanlegan stuðning. Þorkell Árnason, Gunnar Þór Árnason, Kolbrún Guðjónsdóttir, Valdimar Einarsson, Þorkell Árnason, Anna Sobolwska, Eygló Anna Þorkelsdóttir, Kristmundur Einarsson. HAUKUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.