Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 68
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI0691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ekki niður- staða á loðnufundi EKKI þokaðist í samkomulagsátt í viðræðum Islands, Noregs og Grænlands um sldptingu loðnu- stofnsins á fundi í Kaupmannahöfn í gær. Formenn viðræðunefndanna hitt- ust í gær, til að reyna til þrautar hvort ástæða væri til að kalla samn- inganefndimar saman á ný, til síns fjórða fundar. ■ Búist er við/22 ------------- Hestamaður ^ hálsbrotnaði HESTAMAÐUR er talinn hálsbrot- inn eftir að hafa fallið af baki, skammt ofan við Reykjavík í gær- kvöldi. Lögregla og sjúkralið voru kvödd á staðinn um klukkan hálfátta í gærkvöldi. Hestamaðurinn hafði fallið af baki hesti sínum við Norð- lingabraut, rétt við Rauðavatn. Hann var fluttur á sjúkrahús og var talinn hálsbrotinn, samkvæmt upp- lýsingum lögreglu, en nánari fréttir •--^af slysinu fengust ekki í gær. Talsvert tjón á flotkvínni - skipverjar á dráttarbátnum í sjópófum í dag DRÁTTARBÁTURINN sem var með flotkví Vélsmiðju Orms og Víg- lundar í togi á leið til landsins kom til Hafnarfjarðar skömmu eftir mið- nætti. Par biðu lögreglumenn eftir bátnum og boðuðu til sjóprófa sem eiga að hefjast fyrir hádegi í dag. Talsvert tjón mun vera orðið á flot- kvínni, m.a. er stór krani brotinn af kvínni, sem slitnaði í annað sinn aft- an úr dráttarbátnum á leið til lands- ins á sunnudagsmorgun. Haft var samband við Landhelg- isgæsluna vegna málsins á sunnu- dag og í gærkvöldi stóðu yfir við- ræður milli Tryggingar hf., sem tryggir kvína, og Landhelgisgæsl- unnar um að senda varðskip til að- stoðar. Magnús Þórisson, sem var full- trúi eigenda um borð í dráttarbátn- um sagðist í samtali við Morgun- blaðið á hafnarbakkanum í nótt, ekki sjá að menn hefðu getað undir- búið flutning kvíarinnar betur en gert var. Það væri fátítt að flytja svo stóra hluti með þessum hætti og ekki hefði verið við neitt ráðið þegar taugin slitnaði. Magnús sagði að í seinna skiptið hefði verið von- laust að komast um borð úr dráttar- bátnum og að koma taug þaðan í kvína. Það hafi ekki verið reynt. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í sam- tah við Morgunblaðið seint í gær- kvöldi að Gæslan myndi kanna Gæslan kann- ar aðstæður '? *..d Hafnarfjörður /~* RockaJL/V mars: GRÆNLANÖ I / / JW-*---------h / £ ÍT' \ jv v Ígærrakkvína ‘r- "> ____ /\ V A sV /■ </ .Z—— 1 gær rak kvína til vesturs, um 2 sjómílur á klukkustund 119. april: Enn slitnar flot- kvíin aftan úr dráttarbátnum \ FÆREYJAR 50’N 2. april: Flotkvíin slitnar aftan úr dráttarbátnum TTPT 12. april: Lagt upp I annað sinn. Varðskip kom að kvínni 11. april og náði upp tauginni daginn eftir með flotkvína úr Clyde- firði í Skotlandi iPá möguleikana á að bjarga kvínni. „Við munum gera okkar ráðstafanir og fara og kanna allar aðstæður," sagði hann en kvaðst ekki geta sagt um hvort það yrði strax í dag, það færi eftir veðri. Dráttarbáturinn og kvíin voru um 80 sjómílur út af Reykjanesi þegar taugin slitnaði. Kvíin var skil- in eftir og hélt dráttarbáturinn til hafnar með bilaðan togbúnað. Veð- ur var vont á þessum slóðum í gær- kvöldi og fór versnandi. Samband var haft við skip og báta á svæðinu á sunnudag og fór togarinn Siglir að kvínni en gat ekkert aðhafst. Björgunarskipið Elding fór frá Sandgerði síðdegis á sunnudag og var komið að kvínni í gærmorgun en þá hafði hana rekið til vesturs og var um 180 sjómílur vestur af Reykjanesi. Ekkert var þá hægt að aðhafast vegna veðurs. Kvína rekur undan vindi en vegna þess hve hátt hún rís úr sjó, eða 14 metra, tekur hún mikinn vind á sig. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingu hf. er málið í nokkurri biðstöðu meðan veður er jafnslæmt og raun er á. Fylgst er með kvínni úr björgunarskipinu Eldingu og láta skipverjar þess skip á svæðinu vita um staðsetningu hennar. Stefnt er að því að breski dráttarbáturinn fari að kvínni og dragi hana í land þegar búið er að gera við bilanir í honum. Morgunblaðið/Arni Sæberg Skipt um vegrið á Hólmsá l^ÞEIR voru að skipta um vegrið á brúnni yfír Hólmsá við Geit- háls, skammt frá Gunnarshólma, félagamir Guðmundur og Heim- ir Týr, þegar Ijósmyndari smellti af þeim þessari mynd á mánudag. Ekki væsti um þá 1 góða veðrinu en þó var eitt sem þeir kvörtuðu undan. Ökumenn virðast tregir til að draga úr hraðanum, jafnvel þó að skilti séu beggja vegna brúar með þeim skilaboðum að vegavinna sé í nánd og því skylt að aka hægar. Hafnarfjarðarbær og Öldrunarsamtökin Höfn Ábyrgðir taldar án lagastoðar HEILDARSKULDIR Öldrunar- samtakanna Hafnar í Hafnarfirði nema 114 milljónum kr. Bæjarend- urskoðandanum í Hafnarfirði var falið af bæjarráði að kanna sam- skipti samtakanna og bæjarsjóðs á undanfómum árum og er niður- staða hans sú að skuldir samtak- anna sem ekki eru tök á að greiða »4^iemi 66,2 milljónum kr. í skýrslu bæjarendurskoðanda kemur einnig fram að svo virðist sem ábyrgðarveitingar bæjarsjóðs, samtals að upphæð 140 milljónir kr., eigi sér ekki viðhlítandi stoð í sveitarstjómarlögum. Þar kemur einnig fram að skuld Öldranarsamtakanna nemi 108 milljónum kr. í skipulagsskrá sam- takanna segir að stofnendur beri engar fjárhagslegar skuldbindingar vegna sjálfseignarstofnunarinnar. Bæjarendurskoðanda Hafnar- fjarðar er ekki kunnugt um að bæjarsjóður Hafnarfjarðar hafi samþykkt skipulagsskrána fyrir sitt leyti. í skýrslu hans segir að Höfn hafi byrjað framkvæmdir við byggingu 40 íbúða húss á Sól- vangsvegi 1 með tvær hendur tómar. ■ Heildarskuldir/12 Borgarstjóri og heilbrigðisráðherra taka hugmyndum hjúkrunarfræðinga vel * Abyrgð á rekstri SHR fari til ríkisins FÉLAG íslenskra hjúkranai-fræð- inga leggur til í skýrslu um framtíð- arskipan sjúkrahúsmála í Reykjavík að ábyrgð á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) verði flutt til ríkisins. Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri telja þessar hugmyndir góðra gjalda verðar. Ásta Möller formaður Félags ís- lenskra hjúkranarfræðinga segir hjúkrunarfræðinga ekki telja for- sendur fyrir því að Reykjavíkur- borg, ein sveitarfélaga, reki sjúkra- hús, m.a. vegna þess að SHR sinni allri landsbyggðinni. Þá leggur félagið til að Ríkisspít- alamir og SHR myndi n.k. par- sjúkrahús, þar sem hvor stofnunin um sig hefði ákveðið sjálfstæði, sitt- hvora framkvæmdastjórnina en sameiginlega yfirstjórn. Ásta segir um ákveðna millileið að ræða til að skapa frið þar sem erfitt gæti reynst að ná samstöðu manna um sameiningu RSP og SHR. Sjálfstæði verði tryggt Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að hugmyndir Fé- lags hjúkrunarfræðinga um fram- tíðarskipan sjúkrahúsanna séu í meginatriðum í samræmi við stefnu ráðunéytisins. „Ég fagna sérstak- lega að þeir gera ráð fyrir einni yf- irstjórn yfir sjúkrahúsunum í Reykjavík,“ sagði hún og tók fram að það væri í grandvallaratriðum eins og svonefnd VSÓ-skýrsla gerði ráð fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir hugmyndir um að reka sjúkrahúsin tvö sem par- sjúkrahús falla sér í geð, enda sé um skynsamlegri leið að ræða en sameiningin sem stöðugt sé klifað á. „Hugmyndir um sameiningu eru þeim annmörkum háðar að sjúkra- húsin era tvær stofnanir landfræði- lega séð og verða það alltaf, þannig að mér finnst skynsamlegra að reka tvö sjúkrahús sem hafi samvinnu samtímis því að vera að nokkra leyti sérhæfð. Éin sameiginleg yfirstjórn sem mótar stefhu og leggur helstu línur er því góður kostur, en um leið þyrftu stofnanimar að hafa talsvert mikið faglegt sjálfstæði,“ segir Ingi- björg Sólrún. Hún kveðst ekki telja það aðalat- riði að borgin reki SHR fremur en ríkið, miklu meira máli skipti að hægt verði að möta skynsamlega þróun í sjúkrahúsþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Hugmyndir hjúkr- unarfræðinga geti skapað umræðu- grandvöll fýrir slíka þróun. Aðspurður um hugmyndir hjúkr- unarfræðinganna um tvær fram- kvæmdastjómir sagði ráðherra að það væri útfærsluatriði, en það félli vel að stefnu ráðuneytisins um sam- hæfingu sjúkrahúsanna. Þá sagði ráðherra um flutning ábyrgðar á rekstri SHR yfir til ríldsins, að sér þætti eðlilegt að fjárhagsleg og fag- leg ábyrgð færi saman. ■ Rekstur/35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.