Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Skipsskaði á Eystrasalti Friðarsamkomulagið á Norður-írlandi Auknar líkur taldar á almennri samþykkt Belfast, Dublin. Reuters, Daily Telegraph. SÆNSKA fiskiskipið Vingafors sekkur hér í Eystrasaltið undan strðnd Sviþjóðar, á móts við Karlskrona. Skipsskaðinn varð Sigurvissa Kohls dhögguð Bonn. Reuters. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, var í gær að loknu tveggja vikna fríi mættur aftur til leiks í baráttuna fyrir endurkjöri ríkis- stjómar sinnar í þingkosningum í haust. Lýsti kanzlarinn því yfir að sigurlíkur sínar væru óbreyttar, þrátt fyrir slæmt gengi í skoðana- könnunum að undanfomu. Sagðist Kohl ekki óttast að bíða lægri hlut fyrir keppinautnum Gerhard Schröder, kanzlaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD); kosningabaráttan væri enn ekki hafin fyrir alvöm og nóg af óá- kveðnum kjósendum sem ætti eftir að sannfæra um rétt val. „Við trúum því staðfastlega að við getum unnið kosningamar þrátt fyrir erfiða stöðu nú,“ sagði Kohl eftir fund með forystumönn- um Kristilegra demókrata (CDU). „Við sættum okkur ekki við að SPD bjóði upp á leiksýningu setta á svið fyrir fjölmiðla í stað áþreif- anlegra stefnumála,“ tjáði Kohl fréttamönnum eftir heimkomuna úr árlegum megrunarkúr við Wolf- gangsee í austurrísku Ölpunum. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum hefur SPD um tíu pró- sentustiga forskot á CDU og syst- urflokk hans í Bæjaralandi, CSU. á sunnudag og bjargaðist öll áhöfnin um borð í bátinn Adeniu, sem sést f þokunni í bakgrunni. FINNI nokkur, sem um sfðustu jól ók bfl sfnum drukkinn á sleða jólasveinsins, slapp f gær með vægan dóm fyrir brot sitt. Dómarinn taldi sakborningn- um, sem er 69 ára, það til máls- bóta að hann hefði skiljanlega AUKNAR líkur eru nú taldar á að friðarsamkomulagið á N-írlandi verði samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu 22. maí næstkomandi en um helgina hélt Sinn Fein ársþing sitt og miðstjóm Sambandsflokks Ulster (UUP) fundaði um samning- inn. David Trimble, leiðtogi UUP, tryggði sér rúmlega 70% stuðning miðstjómar UUP á laugardag og flokksþing Sinn Fein, sem haldið var i Dublin um helgina, lýsti ótví- ræðum stuðningi sínum við núver- andi forystu flokksins. Þrátt fyrir þetta kraumar óánægja undir niðri orðið mjög hissa á að sjá jóla- sveininn með sfna hreindýrafjöld á veginum. Maðurinn, sem reynd- ist með alkóhólmagn f blóðinu aðeins rétt yfir löglegum mörk- um, fékk 1.500 marka sekt, sem samsvarar 19.500 krónum. og enn gæti hlaupið snurða á þráð- inn á N-Irlandi. Stjórnarandstöðuflokkamir á breska þinginu, íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, unnu að því opinberlega í gær að afla stuðnings við friðarsamkomulagið, og þykir nú orðið líklegt að leiðtogar allra flokkanna þriggja munu leggjast á eitt við að leggja baráttunni fyrir samþykkt samkomulagsins lið. Efasemda gætir enn Endanlegrar afstöðu Sinn Fein er ekki að vænta fyrr en í maí en stjómmálaskýrendur segja líklegt að flokkurinn muni á endanum beita sér fyrir samþykkt samnings- ins. Á þingi flokksins um helgina lýstu þó margir fulltrúar mikilli óá- nægju sinni og Ijóst er að hvorki þeir né sambandssinnar eru yfir sig ánægðir með samkomulagið. Meðlimir Sinn Fein eiga erfitt með að sætta sig við að ákvæði í frsku stjómarskránni, sem gerir kröfu til alls landsvæðis eyjunnar írlands, verði fórnað fyrir samkomulag sem ekki tryggir sameiningu eyjunnar, og endalok breskra yfirráða, um fyrirsjáanlega framtíð. Þessum röddum svaraði Martin McGuinness, aðalsamningamaður Sinn Fein, í ræðu sinni og taldi tak- markið um sameiningu írlands nær en áður. „Enginn vafi leikur á að sambandið við Breta er veikara en áður með þessu samkomulagi, enda er í því ákvæði sem tryggir tilveru þess einungis svo lengi sem meirihluti íbúa N-írlands styður slíkt samband. Þessu má líkja við ef annar aðila í hjúskap lýsti því yf- ir að hjónabandinu sé lokið en að hann sé reiðubúinn til að fresta skilnaði þar til bömin séu uppkom- in.“ David Trimble, leiðtogi UUP, sagði í gær að þörf væri á meira en 60% stuðningi almennings í þjóðar- atkvæðagreiðslunni til að hægt yrði með góðu móti að hrinda ákvæðum samningsins í framkvæmd. Þeir sambandssinna innan UUP, sem ósáttir em við samkomulagið, segj- ast hins vegar staðráðnir í að berj- ast áfram gegn samþykkt þess í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. maí þrátt fyrir að miðstjóm flokksins hafi ótvírætt stutt samkomulagið á fundinum á laugardag. Forysta UUP krefst þess hins vegar að flokksmenn lúti flokksaga í þessu máli og hefur uppi hugmyndir að útiloka „nei“-mennina frá kosning- um til þings N-írlands, sem fara munu fram skömmu eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna ef samningurinn er þar samþykktur. Þeir telja ófært að hafa á þinginu menn sem alls ekki sætta sig við að slíku þingi sé yfirleitt komið á fót. Reuters KÍNVERSKI andófsmaðurinn Wang Dan gengst undir augnskoðun á sjúkrahúsi í Detroit eftir komu sína þangað á sunnudag. Kínverjar sleppa einum af leiðtogum lýðræðishreyfíngarinnar úr fangelsi Aukið ofbeldi í norskum skólum OFBELDI í norskum skólum hef- ur aukist svo mikið að skólayfirvöld hafa af því miklar áhyggjur. Ákveð- ið hefur verið að senda lið sálfræð- inga, félagsfræðinga og bama- vemdarfúlltrúa í skólana, tíl að uppfræða nemendur og kennara og reyna að stemma stígu við ofbeld- inu, að því er segir í Aftenposten. Jan Mossige, ráðgjafi á fræðslu- skrifstofunni í Ósló, segist hafa miklar áhyggjur af auknu ofbeldi í norskum skólum. Ekki em til töl- ur yfir ofbeldið í skólunum en Mossige segir að greinileg merki sjáist um hvað sé í uppsiglingu á bamaheimilum, þar sem verður vart aukinnar árásarhneigðar hjá einstaka bömum niður í 4-5 ára aldur. „Þau sækja í ofbeldi og virðast hafa ánægju af því að meiða aðra,“ segir Mossige og bætir því við að þetta tilfinninga- leysi gagnvart öðmm vari allt lífið og að flest barnanna, sem svona sé ástatt um, endi í fangelsi. Nokkur dæmi em um að nem- endur mæti með hnífa í skólann og ógni nemendum og kennurum og einn skólapiltur kveiktí í kennslustofu fyrir skemmstu. Al- gengast er þó að nemendur kasti hlutum hverjir í aðra. Hanne Rosen Braathen, sem starfar hjá norsku skólamálaskrifstofunni segir að nemendur hafi hvað eftir annað verið sendir heim úr skóla vegna þess að þeir hefðu stefnt lífi og heilsu samnemenda sinna í hættu, og að æ yngri nemendur yrðu uppvísir að slíkri hegðun. Aukning ofbeldisins hefur leitt til þess að hópur, sem í era sál- fræðingar, félagsfræðingar o.fl., mun sitja í kennslustundum í nokkmm skólum, tíl að reyna að átta sig á hvar ofbeldið á rætur sínar og að takast á við það. s Ok á jólasveininn Helsinki. Reuters. Deilan um skipun aðalbankasljóra Evrópska seðlabankans Frakklandsstj órn hótar að beita neitunarvaldi París. Reuters. FRANSKA stjómin lýstí því yfir í gær að hún myndi beita neitunar- valdi ef ekki semst um málamiðlun um það hver verði skipaður fyrstí aðalbankastjóri Evrópska seðla- bankans (ECB). Þýzka stjómin brást þegar við þessari hótun Frakka með því að vara við því að ágreiningurinn um þetta mál geti komið í veg fyrir að nokkur niður- staða náist í það á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna í byrjun næsta mánaðar. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í viðtali við dag- blaðið Le Monde að hann tryði því að málamiðlun gæti náðst um skip- un bankastjórans, sem Frakkar vilja að falli í skaut franska seðla- bankastjórans Jean-Claude Trichet. Langflest hin ESB-ríkin vilja hins vegar að Hollendingurinn Wim Du- isenberg, sem fer fyrir Peninga- málastofnun Evr- ópu (EMI), fyrir- rennara ECB, gegni þessu mik- ilvæga embætti fyrstu árin eftir að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) hefur verið hleypt af stokkunum um næstu áramót. Stjómir ESB-ríkjanna 15 hafa stefnt að því að ákvörðun um skipun bankastjórans verði ákveðin á leið- togafundinum í Brassel 2.-4. maí, en samkvæmt ákvæðum Maastricht- sáttmálans er fresturinn til að taka þessa ákvörðun út júnímánuð. Skipunartimabilinu skipt? í viðtalinu sagði Jospin sjálfsagt að Frakkar myndu beita neitunar- valdi í málinu, ef ekki semst um málamiðlun. Að- spurður um hvort hann teldi málamiðlun geta falizt í því að frambjóðendurn- ir tveir, Trichet og Duisenberg, skipti með sér átta ára skipunar- tímabilinu í embættið, játti hann því. Þjóðverjar eru fremstir í flokki þeirra ESB-þjóða sem eru andvíg- ar skiptingu skipunartímabils að- albankastjórans, þar sem þær telja slíkt myndu til þess fallið að grafa undan sjálfstæði Evrópska seðlabankans, með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir stöðugleika hinnar sameiginlegu myntar, evr- ósins. IJtlegð hafin í Bandarfkj unum Detroit. Reuters. WANG Dan, einn leiðtoga kín- verskra námsmanna sem stóðu fyr- ir mótmælum í nafni lýðræðisum- bóta á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989, kom til Bandaríkj- anna á sunnudag eftir að kínversk stjómvöld létu hann lausan úr fangelsi og sendu tafarlaust í út- legð. Innan við klukkustund eftir kom- una til Detroit-flugvallar var Wang vísað inn á Henry-Ford-sjúkrahús- ið, þar sem hann gekkst undir ítar- lega læknisskoðun, sem enn stóð yfir í gær. Sögðu læknar að heilsu- farslega væri Wang í „stöðugu og góðu ástandi" og hann gæti að lík- indum útskrifast af sjúkrahúsinu snemma í dag, þriðjudag. Þegar Kínastjórn lét Wang laus- an hafði hann afplánað hluta af ell- efu ára fangelsisdómi, sem hann fékk fyrir að hafa verið fundinn sekur um undirróðursstarfsemi gegn stjórninni. Að Wang skyldi hafa verið látinn laus nú kom ekki mjög á óvart, þar sem Bandaríkjastjóm hafði lagt hart að þeirri kínversku að gera það áður en Bill Clinton Banda- ríkjaforseti leggur leið sína til Kína í opinbera heimsókn í júní næst- komandi. Kínastjóm vísar því þó á bug, að nokkur tengsl séu á milli lausnar Wangs og væntanlegrar heimsóknar Clintons. Útlegðin raun Annar af leiðtogum kínversku lýðræðishreyfingarinnar, Wuer Ka- bd, sem nú dvelur í útlegð á Tævan, sagði að með lausn Wangs og útlegð hæfist nýr þjáningarkafli í lífi hans. „Ég veit ekki hvort ég á að óska honum til hamingju með lausnina úr fangelsi eða að tjá honum harm minn vegna útlegðarinnar - sem er andleg pynting," sagði Wuer í sam- tali við sjónvarpsfréttastofu Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.