Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 43
ClKiAiTflVn fOVIOI/ MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRÍÐJÚDÁGÚr'21. ÁPRÍL 1998 43 I- tíð var honum sá tími ánægjulegur til upprifjunar og gerði hann sér far um að halda rækt við fólk úr Múla- sveit. Hann vildi fylgjast vel með sínu fólki, var hann driffjöður í að skipuleggja ættarmót vestur í Múla- sveit. Hann helgaði sig því af lífi og sál að kynna sér sögu fjölskyldunnar og tengja það dagskrá ættarmóts- ins. Hann vildi fá fjölskylduna til að sinna uppruna sínum meira en tíðkast í dag þegar öllum liggur svo á. Mér og fjölskyldu minni er mikill missir að Þórði, en þeir eru ekki margir dagarnir sem við höfum ekki spjallað saman undanfarna áratugi. Við höfum átt samfylgd bæði í starfi og áhugamálum, og hefur það styrkt vináttu okkar. Samband heimila okkar hefur alltaf verið töluvert og við fylgst náið með fjölskyldum hvor annar. Við Hildur sendum Elsu, sonum Þórðar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa þau á þessari erfiðu stundu. Guð blessi minningu Þórðar Árelí- ussonar. Sæmundur Árelíusson. Mér er í fersku minni sá dagur þegar ég hitti Þórð vin minn fyrst. Það var á dekkinu á Reykjafossi árið 1960. Það var sem okkur væri ætlað að hittast. Vorum hásetar á sama skipi, vorum á sama aldri, höfðum sömu áhugamál, sömu stjórnmála- skoðanir, lentum í sama klefa á skip- inu. Svo nóg voru umræðuefnin þrátt fyrir mikla vinnu á Ms. Reykjafossi, gömlu, mannfreku og hálfúrsér- gengnu skipi. Það munaði um Þórð, tvítugan manninn. Maðurinn var hamhleypa til vinnu, ósérhlifinn, ávallt fremstur í flokki átta dugmik- illa háseta. Af nógu er að taka þegar ég minn- ist Þórðar vinar míns, lundin var viðkvæm. Þórður var prestssonur, var stundum kallaður prestssonur- inn í neikvæðri merkingu, menn voru óvægnir í orðum til sjós í þá daga. Þá var gott að leggja vini sín- um lið, sem var margborgað með lið- veislu síðar. Þar kom að Þórður festi ráð sitt, hann kvæntist Ásdísi Guðmunds- dóttur árið 1961. Mikill samgangur var á milli fjölskyldna okkar um tíma. Gerðum við meðal annars út vertíðarbát ásamt Sæmundi bróður hans. Þórður og Ásdís komu upp þremur sonum, Arelíusi, Ragnari og Inga. Fyrir nokkrum árum hringdi Þórður í mig, Ásdís var dáin, það var mikið lagt á Þórð og synina að missa konu og móður á besta aldri. Nú er mikið lagt á synina aftur að missa föður sinn einnig á besta aldri. Eg votta þeim og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð. Bragi Hermannsson. Góður maður er fallinn frá langt um aldur fram. Þórður móðurbróðir okkar er allur. Þórður var lífsglaður maður, skemmtilegur en jafnframt rólynd- ur. Samvera og samskipti við hann voru ánægjuleg og gefandi. Þegar við vorum litlir var mikill samgang- ur við fjölskyldu Þórðar. Oft hitt- umst við heima hjá ömmu og afa í Sólheimunum og lékum okkur við þá bræður, syni Þórðar. Samveru- stundir okkar og Þórðar voru alltof fáar hin seinni ár og verða þvf miður ekki fleiri í þessari jarðvist. Lengst af starfsævi sinnar var Þórður til sjós eða viðloðandi sjávar- útveg með öðrum hætti. Áhugi hans á sjónum vaknaði þegar hann var smá polli á Eyrarbakka. Þó að ekki hafi foreldrar hans verið hrifnir af sjómennskuáhuga drengsins og fengið hann til að fara í Verslunar- skólann þá varð ekki við örlögin ráð- ið. Snemma fór hann til sjós. Fór svo að hann gekk í Stýrimannaskólann og kláraði þaðan farmannapróf. Flestum tegundum báta og skipa stýrði hann næstu áratugina og á tímabili stundaði hann útgerð, en það hentaði honum illa. Eftir að Þórður kom i land var hann lengi veiðieftirlitsmaður og nú síðast hafn- arstjóri í Sandgerði. Embættis- mennska átti vel við Þórð, því hann var heiðarlegur og sanngjarn maður. Uppruni í afskekktri Múlasveit og eyjunum á Breiðafirði var Þórði kær. Hann hafði gaman af að grúska í ættfræði og mannlífslýsingum fyrri ára frá þeim slóðum og miðlaði því til okkar sem yngri voru. Frænd- fólki sínu lagði hann kapp á að kynn- ast og halda sambandi við. Okkur er minnisstætt ættarmót á Firði í Múlasveit sumarið 1996. Þar hittust afkomendur langafa og langömmu okkar, þeirra Þórðar og Bergljótar. Enginn annar kom tO greina að ann- ast undirbúning ættarmótsins fyrir okkar ættlegg en Þórður. Tók hann það hlutverk alvarlega og af vand- virkni og trúmennsku tók hann sam- an yfirlit um sögu okkar fólks á þessum slóðum. Okkur er það sæt minning þegar Þórður, mamma, Lolla og Begga skiptust á að lesa frásagnir og Ijóð þar sem sviðið var forstofan í gamla íbúðarhúsinu á Firði og setið var í öllum herbergj- um í kring og hlustað. Inn á milli var lagið tekið og var Þórður forsöngv- ari, enda hafði hann mikla rödd og kunni alla texta. Á leiðinni vestur vorum við sam- ferða Þórði og hans fólki. Höfðum við ákveðið að fara í leiðinni um þær slóðir þar sem afi og amma bjuggu fyrstu búskaparár sín. Farið var um Reykhólasveit. Hafði Þórður skipu- lagt ferðina vandlega og sagði frá öllu því helsta sem fyrir augu bar. Áhugi á þjóðmálum var mikill hjá Þórði. Pólitísk viðfangsefni á borð við fiskveiðistjómun voru honum óþrjótandi umræðuefni. Hann var óragur við að taka afstöðu en ræða þó málin með umburðarlyndi fyrir málstað þeirra sem ólíkar skoðanir höfðu. Þá hafði Þórður einnig mikinn áhuga á tónlist. Var jazz í miklu upp- áhaldi og þá sérstaklega gömlu meistaramir Count Basie, Duke EU- ington, Louis Armstrong og Benny Goodman. Þá dansaði hann af kappi á gömludansakvöldum. Á undanfom- um árum var áhugi Þórðar á útiveru mikill. Fjallgöngur og daglegar sundferðir veittu honum mikla ánægju. Á síðasta ári ákvað Þórður að söðla um og flytjast til Sandgerðis og gerast þar hafnarstjóri. Það starf hentaði honum vel, því saman fóm mikil samskipti við fólk, sjávarút- vegur og erill. Líkaði honum það sérlega vel. Sá hann fram á að ílengjast í þessu starfi. Framtíðin var björt. Við skyndilegt fráfall Þórðar vott- um við elsku frændum okkar, þeim Hilmari, Alla, Ragga og Inga, okkar innilegustu samúð. Fjölskyldum þeirra og Elsu Hildi sendum við einnig samúðarkveðjur. Mikill er missir þeirra allra. Guð blessi minningu Þórðar. Skarphéðinn, Ingvar og Sverrir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns Þórðar Árelí- ussonar. Kynni okkar Þórðar hófust fyrir nokkuð mörgum árum þegar hann var starfsmaður sjávarútvegs- ráðuneytisins. Það kom fljótt í Ijós, hversu mikill gæðamaðu Þórður var. Það var gott til hans að leita með hin ýmsu mál. Hann reyndi að leysa allt án nokkurra láta eða hávaða. Síðar, er hann varð starfsmaður Fiskistofu urðu samskipti okkar meiri, og var það samstarf með miklum ágætum. Hann lét sig miklu varða samskipti hafnarmanna og Fiskistofu, og var í góðu sambandi við starfsmenn hafna, sem sinntu fiskveiðistjómun- arkerfinu. Hann heimsótti hafnar- menn oft og var í persónulegu sam- bandi við þá. Á síðasta ári lét hann af störfum hjá Fiskistofu og gerðist hafnarstjóri í Sandgerði. Þótti okkur fengur að fá þar góðan mann í okkar hóp. Þegar það hendir að menn í blóma lífsins, að manni finnst, falla frá fer ekki hjá því að maður hugsi hvort maður sé viðbúinn slíku kalli. Það veit enginn hvenær kallið kem- ur. Ég þakka þér, vinur, samfylgd- ina, og fyrir hönd hafnarmanna á Austurlandi allt samstarfið. Aðstandendum Þórðar vottum við innilega samúð. Agnar Jónsson. Elsku afi minn! Mig langar aðeins með fáeinum orðum að kveðja þig. Ég náði því miður aldrei að hitta þig, en mamma og pabbi voru búin að sýna mér myndir af þér. Pabbi var líka búinn að segja mér að þú værir á leiðinni til okkar í Árósum. Ég var byrjuð að hlakka til að sjá þig, afi minn. Núna ertu kominn til Guðs í himnaríki og orðinn fallegur engill. Ég vona að þú og amma Ásdís eigið eftir að gæta mín. Ég elska þig og mun alltaf muna eftir þér, elsku afi. Sofðu rótt. Þín Freyja Ósk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það er með miklum söknuði sem ég kveð tengdaföður minn Þórð Bjarkar Árelíusson, sem er látinn langt um aldur fram, aðeins 57 ára. Enn erum við minnt á hvað bilið milli lífs og dauða er stutt. Ég talaði síðast við Þórð rétt fyrir kl. 4 dag- inn sem hann lést. Þá var hann mjög hress, búinn að vera með flensu en talaði um að hann væri að hressast. Við ræddum einnig húsið sem við ætluðum að fara að byggja saman, en hann var búinn að fá lóð í Garðabænum og ætluðum við að fara að leita að teikningu að húsi sem myndi henta okkur öllum. Var hann mjög spenntur fyrir þessum framkvæmdum og var þetta líka það síðasta sem hann ræddi við Alla, son sinn, áður en hann kvaddi hann með þeim orðum að þetta væri nóg í bili og að þeir myndu heyrast aftur á morgun. Það er sárt til þess að hugsa að við munum ekki heyra meir í honum. Það var fyrir tæplega 11 árum að ég var kynnt fyrir þeim Þórði og Ásdísi. Ég man að mér fannst þung skrefin frá Hrísmóunum yfir í Hlíð- arbyggðina þegar ég átti að hitta þau í fyrsta sinn. Alli hafði misst konu sína rúmu ári áður og ég var ekki viss hvernig þau myndu taka mér, þá 18 ára gamalli. Allur ótti minn var ástæðulaus því þau tóku mér bæði opnum örmum og urðum við miklir vinir strax í upphafi. Alli var þá stýrimaður og Þórður skip- stjóri á sama skipi. Á þessum árum höfum við gengið í gegnum margt saman. Veikindi Ásdísar sem komu snögglega upp og tók hennar stríð við dauðann inn- an við tvo mánuði. En hún lést að- eins 48 ára. Tengdafaðir minn var mjög fróð- ur og vel lesinn maður. Hann átti ekki heldur í erfiðleikum með að setja heilu ritgerðirnar á blað, og var unun að lesa það sem hann setti niður á blað. Hann hafði líka mjög gaman af ferðalögum og ferðaðist víða síðustu ár. Það er búið að vera erfitt fyrir barnabömin að skilja að afi þeirra sé dáinn og þau sjái hann ekki aftur. Tengslin milli þeirra og afans voru kannski meiri því að þau dvöldu oft hjá honum, ýmist öll eða hvert í sínu lagi. Þau fóru með honum í ferðalög og oft fór hann með þau í sund. Þeim er mikill missir að afa sínum og eiga eftir að sakna hans mikið. Elsku Alli minn, Hilmar, Raggi og Ingi, missir ykkar er mikill og söknuðurinn sár. Það eru ekki nema sex og hálft ár síðan þið fylgduð móður ykkar til grafar. Það er ekki auðvelt að skilja tilgang lífsins en þið hafið fengið styrk hver hjá öðr- um og er aðdáunarvert að sjá hvað þið standið sterkir saman. Við eig- um fullt af minningum um yndisleg- an mann sem munu hjálpa okkur að komast yfir þennan missi. Þórður tók á síðasta ári við stöðu hafnarvarðar við Sandgerðishöfn, og var mjög ánægður í því starfi. Um svipað leyti kynntist hann unnustu sinni, henni Elsu, og höfðu þau ákveðið að hefja sambúð nú eftir páska. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hþota skalt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Sesselja Jörgensen. t Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir og amma, KATRÍN SVERRISDÓTTIR, Aðalstræti 38, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 19. apríl. Jón Ásmundsson, Sverrir Hermannsson, Auður Jónsdóttir, Auður Elva Jónsdóttir, Guðrún Lilja Jónsdóttir, Sverrir Már Jónsson, Birkir Már Viðarsson. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, HAUKS HELGASONAR hagfræðings, Kleifarvegi 3, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Guðrún Bjarnadóttir, Maria, Helga, Sólveig og Unnur Hauksdætur. Eiginmaður minn, t ÁRNI INGIMUNDARSON, Víðilundi 12 1, Akureyri, lést aðfaranótt mánudagsins 20. apríl. Auður Kristinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, SVERRIR S. EINARSSON rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Drápuhlíð 40, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, mið- vikudaginn 22. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans, láti heimahlynningu Krabbameinsfélags- ins njóta þess. Karólína Hulda Guðmundsdóttir, Helga Sverrisdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Guðmundur Sverrisson, Kristín Sverrisdóttir, Einar Sigurjónsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, PÁLÍNA K. NORÐDAHL, áður til heimilis f Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, aðfaranótt mánu- dagsins 20. apríl. Kjartan G. Norðdahl, Elín Norðdahl, Kjartan K. Norðdahl, Hrafnhildur G. Norðdahl, Anna K. Norðdahl, Ingvi Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hllð, áður til heimilis I Dalsgerði 3F, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 17. apríl. Jarðarförin fer ram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Rannveig Helga Karlsdóttir, Einar Karlsson, Heiða Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Þormóður Helgason, Sigurjóna Sigurjónsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.