Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ JMtfgmiHflifetfe STOPNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKIN MENNTUN f SJÁVARÚTVEGI KROFUR UM aukna menntun í atvinnulífinu hafa farið ört vaxandi á undanförnum árum og verður svo áfram í framtíðinni. Ein grein atvinnulífsins sker sig úr að því leyti, hversu fátt háskólamenntað fólk er þar starfandi nú. Pað er sjálf undirstöðugrein efnahagslífsins, sjávarútvegurinn. Samkvæmt tölum, sem komu fram fyrir helgi á ráðstefnu um menntun og mannauð í sjávarútvegi, eru aðeins 1-2% starfsmanna í fiskvinnslu og fiskveiðum með háskólapróf, en meðaltalið er 13-14% í öðrum starfsgreinum. Rektor Háskólans á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, spáði því á ráðstefnunni, að veruleg fækkun starfa sé framundan næstu 5-10 árin í veiðum og vinnslu. Telur hann, að skipum og mannskap fækki minnst um 30% og það sama eigi við um fiskvinnsluna, þótt þar sé erfiðara að áætla fækkunina. Astæður þessarar fækkunar telur Þor- steinn megi rekja til samdráttar í botnfiskvinnslu í landi, sem ekki sé komin fram að fullu, líklegs samdráttar í rækjuvinnslu vegna minnkandi afla og loks kalli tæknivæð- ing í vinnslu uppsjávarfiska ekki á mikið vinnuafl. Þá stefni samruni fyrirtækja í sömu átt. Þessi þróun muni hafa al- varlega byggðaröskun í för með sér. Rektorinn telur nauðsynlegt fyrir sjávarútveginn að hafa svipað hlutfall háskólamenntaðs fólks og aðrar atvinnu- greinar ætli hann að halda velli í tæknivæddu þjóðfélagi. Hann gerir ráð fyrir, að 1.000-1.500 háskólamenntaðir starfsmenn fái störf í sjávarútvegi næstu 5-10 árin og þá telur hann brýnt, að efla starfs- og endurmenntun þeirra, sem starfa í greininni og ekki hafa lokið háskólaprófi. Framtíðarsýn Þorsteins rektors á Akureyri er nokkuð dökk og miðast við stöðuna í sjávarútvegi nú. Hins vegar má fullyrða, að sjávarútvegurinn á mikla vaxtarmöguleika. í því sambandi má benda á stórvaxandi þorskgengd, veiðar í næstu framtíð á síld úr norsk-íslenzka stofninum og þá óhemju möguleika sem felast í ónýttum og vannýttum teg- undum úr þeirri miklu matarkistu sem hafið er, allt frá þangi upp í túnfisk. Fullvinnsla afurða á neytendamarkaði kallar á fjölda starfa í næstu framtíð, svo og vaxandi starf- semi íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja erlendis. Hins vegar nýtast þessi tækifæri ekki að fullu nema með bættri menntun og starfsþjálfun fólks í sjávarútvegi. Þróa þarf nýjar afurðir fyrir erlenda markaði og það kallar á umfangsmikla starfsemi á sviði rannsókna og vísinda, markaðssetningar og stjórnunar. Menntun er lykillinn að framförum í sjávarútvegi og lífskjarasókn þjóðarinnar ekki síður en í öðrum atvinnugreinum. TÓNLISTARHÚS LENGI hafa Islendingar beðið eftir tónlistarhúsi og nú loks hattar fyrir einu slíku í Kópavogi, en þar er verið að reisa glæsilegt hús sem á að rýma 300 gesti. Kópavogs- bær stendur fyrir byggingu hússins, en það er hluti af menningarmiðstöð sem rísa á í Borgarholtinu, en þar er fyrir Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Áætlaður kostnaður vegna þessa húss er um 300 milljónir króna og stendur Kópavogsbær straum af meginhluta hans. Húsið skiptist í tónlistarskóla og tónleikasal, en áætlað er að hann verði tekinn í notkun í lok þessa árs. Hugmyndin að tónleikasalnum er komin frá Jónasi Ingi- mundarsyni, píanóleikara og tónlistarráðunaut Kópavogs- bæjar. Gert er ráð fyrir að fullkominn 300 manna tónleika- salur geti sinnt flestum tegundum tónleikahalds sem fram fer hér á höfuðborgarsvæðinu, það er tónleikum minni hljómsveita og einleikara auk tónleika Tónlistarskóla Kópa- vogs, sem hafa mun aðsetur sitt í húsinu. Það má því ljóst vera að þrátt fyrir þetta lofsverða fram- tak Kópavogsbæjar stendur enn upp á höfuðborgina og rík- ið að reisa fullkomið tónlistarhús sem getur hýst stærri við- burði, svo sem tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þótt víða hafi risið byggingar af ýmsu tagi undanfarin ár þar sem tónleikar eru haldnir, svo sem menningarmiðstöðv- ar, listasöfn og kirkjur, segir það sig sjálft að það þarf að búa betur að þessu kraftmikla og góða tónlistarfólki okkar. Nú hefur Kópavogsbær gengið á undan með góðu fordæmi, með tónlistarhúsinu í Borgarholtinu og með stóru tónlistar- húsi fyrir viðameiri tónleika verður hlúð að gróskunni í ís- lensku tónlistarlífi til frambúðar. Ný 777-300 þota frá Boeing í flugprófunum í strel FLUGTAK í Keflavík og síðan tók hún aukahring í lágflugi yfir vel Lokaáfangi fyrir afhend- ing-u eftir fáar vikur Sterkir vindar og vel tækjum búinn flugvöllur gerðu það að verkum að Boeing valdi Kefla- vík fyrir lokaáfanga flugprófana 777-300 þot- unnar sem senn kemur á markað. Jóhannes Tómasson skoðaði gripinn og ræddi við stjórnendur verkefnisins sem sögðust örugglega koma aftur með vél til prófunar við Keflavíkurflugvöll. BOEING 777-300 þotan yfir Re IÞRJÁ klukkutíma síðdegis á laugardag skökuðu tilraunaflug- menn Boeing verksmiðjanna nýju þotunni 777-300 í lendingar- æfingum í strekkingsvindi og sudda- veðri á Keflavíkurflugvelli. Flug- prófunin var lokahnykkurinn áður en vélin verður afhent fyrsta flugfélaginu sem hefur keypt hana, Cathay Pacific Airways í Hong Kong, í næsta mán- uði. „Þetta var fullkomið, við vorum búnir að bíða eftir þessum aðstæðum heima í Bandaríkjunum í sex vikur,“ sagði Van G. Chaney, flugstjóri og verkfræðingur, en hann er yfirmaður flugprófana 777-300 þotunnar. Hún fór fyrst í loftið í október á síðasta ári en árið 1993 var fyrirrennari hennar tek- inn í notkun, 777-200 gerðin. Tekin var ákvörðun um að hefja smíðina í júní 1995, tæpum tveimur árum síðar hófst samsetning og í ágúst í fyrra var henni fyrst rennt út úr skýli. Nýja þotan er 73,9 metrar að lengd, 10 metrum lengri en 200 gerð- in. Með því er hægt að auka farþega- fjöldann úr 328 í 394 sé miðað við skiptingu í þrjú farrými. Væri hún með sætaskipan fyrir leiguflug ein- göngu, þ.e. með einu farrými, gæti hún tekið 550 farþega en sem tveggja farrýma vél, svipað því -------------- sem þotur Flugleiða eru útbúnar, þ.e. tiltölulega fá- um Saga-Class sætum og stóru almennu farrými, má gera ráð fyrir að farþega- hæðin er 18,5 metrar, þvermál skrokksins er 6,2 metrar en að innan- máli er það 5,86 m. Tekur við af eldri gerðum 747 fjöldinn gæti orðið um 450. Er sætun- um ýmist raðað þannig að tvö eru í gluggaröð og fímm í miðju eða fjögur í miðju og þrjú í gluggaröðum; 9 eða 10 sæti í röð alls. Af öðrum tölum má nefna að stél- Þotan er stærsta tveggja hreyfla vél í farþegaflugi og sú lengsta og þótt talsmenn Boeing segi að hún komi ekki í stað 747 breiðþotunnar er ljóst að hún tekur við af eldri gerðum henn- ar, þ.e. 100 og 200 gerðunum. Far- þegafjöldinn er svipaður en hún brennir um þriðjungi minna eldsneyti og viðhaldskostnaður er talinn 40% lægri. Mesti flugtaksþungi 777-300 getur orðið 299 tonn en venjulegur há- marksþungi 263 tonn. Hún getur tekið um 170 tonn af eldsneyti og flugdræg- ið er um 10.300 km. Þá má nefna að vélin er vel búin tækjum, t.d. gervi- hnattastaðsetningartækjum, en æ fleiri flugfélög gera kröfur um slíkan búnað og er hann því nánast að verða staðalbúnaður í nýjum vélum. Hægt er að velja um hreyfla frá Pratt og Whitney, General Electric eða Rolls Royce. Vængurinn er end- urbætt útgáfa af væng 757 og 767 gerðanna, vænghafið er stærra eða 60,9 metrar og hann er þykkari sem gerir vélinni kleift að ná meiri hraða, klifra hraðar og fljúga hærra. Þotan -------------------- getur einnig borið fulla Vélin getur tek- flugtaksþyngd frá flug- ið 368 til 550 völlum sem liggja hátt. farbeaa Þar sem vélin er stór og _________** a_______ mikil geta flugmenn séð hjólabúnaðinn á skjá mælaborði sínu sem auðveldar þeim að athafna sig með hana á flugstæð- um. Þá er stjórnbúnaður þotunnar þannig að stýrin senda tölvuboð til vökvakerfisins sem þá framkvæmir umbeðnar aðgerðir. Er þetta nefnt fly NÓG pláss er í stjórnklefanum og anna tveggja. Skjárinn á sætisbak by wire og er einnig fyrir hendi í Air- bus vélunum en nú í fyrsta sinn hjá Boeing. En í hverju voru prófanirnar í Keflavík fólgnar? Stöðugur og góður hliðarvindur „Þetta voru lokaprófanir fyrir flug- tök og lendingar í sterkum hliðarvindi og það var aldeilis frábært hversu stöðugan og góðan vind við fengum hér,“ sagði Van G. Chaney ennfrem- ur. „Við þurftum helst 25 hnúta vind (kringum 5 vindstig) og brautir með fleiri en eina stefnu miðað við vind- áttina til að geta prófað vélina og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.