Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Þrjátíu fyrirtæki sýna í Brussel HIN árlega sjávarútvegssýning ESE ‘98 í Brussel verður haldin dagana 28.-30. apríl nk. Að sögn Katrínar Bjömsdóttur, forstöðu- manns sýningardeildar Útflutnings- ráðs, sem ber hitann og þungann af þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýn- ingunni, hefur verið hannað 376 fer- metra sýningarsvæði fýrir um 30 fýrirtæki sem munu sýna og kynna framleiðslu sína og þjónustu. „Það hefur verið lögð mikil vinna í sýninguna nú sem endranær og mér líst vel á þetta núna. 376 fermetra sýningarsvæði hefur verið hannað, þar sem fyrirtækin verða með bása sína og mér finnst hafa tekist vel til,“ sagði Katrín. Fyrirtækin sem kynna sig í Brus- sel eru, AGS, Ames Europe, Borgarplast, Brontec, Eimskip, For- max, Kassagerð Reykjavíkur, Kerfi, Landssmiðjan, Marel, Plastprent, Samskip, Samtök verslunarinnar, Sæplast, Triton, Umbúðamiðstöðin, Ögurvík, Meka, North Atlantic Solutions, Útflutningsráð, B.Bene- diktsson, E.Ólafsson, G.Ingason, ís- lenska umboðssalan, íslenska út- flutningsmiðstöðin, Jón Asbjörns- son, Marex, Toppfiskur, Sameinaðir útflytjendur og Bakkavör. Sjávarútvegsfundur í tengslum við sýninguna og þátt- töku íslenskra fýrirtækja verður haldinn sjávarútvegsfundur á vegum Útflutningsráðs íslands, Euro Info- skrifstofunnar á íslandi og sendiráðs íslands í Brussel. Fundurinn verður haldinn á Hótel Metropole 28. apríl. Aðalræðumaður fundarins verður Ole Tougard, sem er skrifstofustjóri sjávarútvegsdeildar Evrópusam- bandsins. Erindi hans heitir: „ísland og Evrópusambandið - Evrópusam- bandið og umheimurinn.“ Meðal þess sem Tougard ræðir um verða hugsanlegar breytingar á sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins og hvaða áhrif þær breyt- ingar geti haft á samskipti ESB og íslands. Einnig ræðir hann um sam- skipti ESB við lönd fýrrverandi Austur-Evrópu, Eystrasaltsríkin, Asíu og Suður-Ameríku. LÍKAN af sýningarsvæði íslenzku fyrirtækjanna, sem sýna undir merkj- um Útflutningsráðs á Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel. Fundað um áframhaldandi loðnuviðræður Búist er við að fs- lendingar snúi sér að Grænlendingum FUNDUR formanna viðræðu- nefnda Islands, Noregs og Græn- lands um skiptingu loðnustofnsins fór fram í Kaupmannahöfn í gær, en hann var haldinn til að reyna til þrautar hvort ástæða væri til að kalla samninganefndimar saman á ný. Formlegar viðræður nefnd- anna, sem fram hafa farið þvívegis, fyrst í Kaupmannahöfn, þá í Reykjavík og síðast í Osló í byrjun apríl, leiddu ekki til neinnar niður- stöðu. Á Oslóarfundinum var samþykkt að fela formönnunum þremur að reyna til þrautar hvort tilefni væri til að kalla samninganefndir ríkj- anna til fundar á ný. Fyrir fundinn í gær var ekki talið líklegt að for- mannafundurinn leiddi til niður- stöðu og síðast þegar fréttist af fundinum í gær var staðan með öllu óbreytt og ekkert hafði gerst sem gaf mönnum ástæðu til þess að leiða samninganefndimar þrjár saman á ný, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Jóhann Sigur- jónsson, sendiherra og formaður íslensku viðræðunefndarinnar, var væntanlegur til landsins í gær- kvöld og mun gera íslensku nefnd- armönnunum grein fýrir stöðu mála á fundi árdegis í dag. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa íslendingar gert kröfu um aukna hlutdeild í loðnustofninum úr 78% í 86-87% í samræmi við hlut íslendinga í veið- unum undanfarin ár. Norðmenn vilja að hlutdeild landanna verði óbreytt í nýjum loðnusamningi, en þeir hafa haft 11% hlutdeild, sem er sama hlutdeild og Grænlending- ar hafa haft. Verði niðurstaða formannafund- arins sú að ekki verði talin ástæða til frekari þríhliða fundahalda má fastlega géra ráð fyrir að íslend- ingar og Grænlendingar hefji tví- hliða viðræður sín í milli um nýt- ingu loðnustofnsins. „Ef sýnt verður að ekkert samkomulag tekst er spuming um hver útilok- ar hvern frá viðræðum. Takist ekkert samkomulag eru allir aðil- ar lausir að málum og getum við þá 1 rauninni ekkert útilokað þann möguleika að Norðmenn semdu við Grænlendinga bjóði Norðmenn betur en við. Fræðilega gætum við líka samið tvíhliða við Norðmenn, sem er harla ólíklegt á þessari stundu," sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, í samtali við Verið í gær. Verði Norðmenn ekki aðilar að samningum Islendinga og Grænlendinga myndu þeir að sjálfsögðu ekki hafa veiðiheimildir innan þessara tveggja lögsagna. „En við getum í sjálfu sér ekki komið í veg fyrir að þeir veiddu innan sinnar lögsögu, gæfist þeim möguleiki á því.“ Ekki hefur veiðst loðna svo heitið geti í norsku lögsögunni mörg undan- farin ár og það sama á við um Jan Mayen-svæðið. Að sögn Jóns er það alls ekki uppi á borðinu að Is- lendingar hviki frá sínum kröfum. Harðar vinnudeilur í Astralíu Melbourne, Fremantle. Reuters. ÁSTRALSKIR hafnarverka- menn bíða nú úrskurðar alríkis- dómara um hvort þeir endur- heimta störf sín við næst sjtærsta flutningsfyrirtæki Ástralíu. Fyrirtækið Patrick Stevedores sagði fyrir tveimur vikum upp 1400 hafnarverka- mönnum sem aðild eiga að verkalýðsfélögum og réð í stað- inn ófélagsbundna menn. Verkalýðsfélögin hafa haft uppi mikil mótmæli við hafnir Ástral- íu í kjölfarið og stöðvað bfla- og lestarumferð að gámasvæðum, þar á meðal þessir vígreifu menn. Hér eru á ferðinni mestu vinnudeilur í Ástralíu um árabil sem mögnuðust enn frekar í gærdag þegar samtök bænda hótuðu að ryðja sér leið gegnum mótmælastöðu verkamannanna ef þeim yrði ekki hleypt að vör- um sem þeir telja lífsnauðsyn- legar búrekstri. Hafnarverka- menn segja hins vegar að Pat- rick-fyrirtækið, bændur og fhaldssöm ríkisstjórn landsins, sem stutt hefur Patrick, eigi sér það sameiginlega markmið að draga úr áhrifum verkalýðsfé- laga. Þingkosningar nálgast óð- fluga og hefur deilan því gerst þrætuepli stjórnmálamanna. Sérfróðir menn segja vinnu- deiluna enn ekki hafa haft áhrif á ástralskan efnahag en þess sé ekki langt að bíða, sérstaklega þar sem bandarískir hafnar- verkamenn hafa lýst yfir stuðn- ingi við félaga súia í Ástralíu og ætla að heQa herferð gegn áströlskum kjötafurðum í Bandaríkjunum og Kanada. Fundur Borís Jeltsíns og Hashimotos í Japan Náðu ekki samkomu- lagi um Kúrileyjar Kawana. Reuters. TVEGGJA daga fundi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Ryut- aros Hashimotos, forsætisráðherra Japans, lauk í Kawana í Japan á sunnudag án þess að þeim tækist að leysa deilu ríkjanna um Kúrileyjar, sem hefur komið í veg fyrir að þau undirriti friðarsamning til að binda formlega enda á síðari heimsstyrj- öldina. Þótt margir Rússar telji að Jeltsín sé orðinn of gamall og heilsuveill til að stjóma Rússlandi þótti Japansferð hans sýna að of snemmt væri að afskrifa forsetann. Jeltsín virtist afslappaður og við góða heilsu og gaf sér tíma til að renna fyrir fisk, leika á hefðbundn- ar japanskar trumbur og kyssa unga brúði þegar leiðtogamir tveir fóm í brúðkaupsveislu á hótelinu þar sem fundur þeirra fór fram. „Forsetinn er mjög hress," sagði Borís Nemtsov, fýrsti aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands. Ólíkt því sem gerðist í síðustu ut- anlandsferðum Jeltsíns þurftu að- stoðarmenn hans ekki að leiðrétta yfirlýsingar forsetans í Japan. Vel fór á með leiðtogunum á fundinum og þeir undirrituðu nógu marga samninga til að geta lýst því yfir að fundurinn hefði verið árangursríkur. Jeltsín vill víðtækari samning Reynt var að leysa deiluna um Kúrileyjar og leiðtogamir lögðu báðir fram nýjar tillögur, sem verða ræddar í samningaviðræðum ríkj- anna þar sem stefnt er að því að ganga frá friðarsamningi fyrir alda- mótin. Friðarsamningurinn hefur tafist í 53 ár vegna kröfu Japana um að Rússar skili Kúrileyjum sem sov- éskar hersveitir lögðu undir sig á síðustu dögum stríðsins. Nemtsov sagði að viðskipti Rúss- lands og Japans þyrftu að aukast til muna áður en ríkin gætu leyst deil- una um eyjamar. Svo mikið bæri á milli að erfitt yrði að finna mála- miðlunarlausn strax. Jeltsín lagði til að ríkin undirrit- uðu víðtækari samning en formleg- an friðarsamning en Hashimoto neitaði að greina frá tillögu sinni. Japanska dagblaðið Yomiuri Shimbun sagði að Hashimoto hefði lagt til að landamæri ríkjanna yrðu norðan við Kúrileyjar en Sergej Jastrzhambskí, talsmaður Jeltsíns, sagði í gær að ekki kæmi til greina að breyta landamærunum. Rúmarborg. Reuters. ÍTALIR óttast nú að nýr raðmorð- ingi gangi laus eftir að tvær ungar konur fundust látnar á salernum lesta í norð-vestur hluta ítölsku ríví- erunnar um og eftir páska. Morðin eru jafnframt talin geta tengst morðum á sex vændiskonum í ná- grenni borganna Savona og Genúa á norðurhluta Ítalíu íýrr á þessu ári, enda álíka aðferðir notaðar. Konurnar dóu með svipuðum hætti og telur lögregla því um sama morðingja að ræða í báðum tilfell- um. Morðinginn skaut konurnar, sem báðar voru 32 ára gamlar, í hnakkann inni á salemum sem hon- Jeltsín sagði að Rússar og Japan- ir stefndu nú að efnahagslegri sam- vinnu sem yrði báðum þjóðunum til hagsbóta. Hann hvatti japönsk bfla- fýrirtæki til að reisa verksmiðjur í Moskvu og sagði að mikil eftirspurn yrði eftir japönskum bflum í Rúss- landi. Leiðtogamir tilkynntu einnig áform um samvinnu við að draga úr losun lofttegunda, sem valda gróð- urhúsaáhrifunum, í rússneskum verksmiðjum. Sérfræðingar töldu að þetta væri í fyrsta sinn sem tvö ríki samþykktu sameiginlegar að- gerðir til að framfýlgja samkomu- laginu sem náðist á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Kyoto í desem- ber. um tókst síðan að læsa á eftir sér er hann yfirgaf morðstaðinn. Ekki er enn ljóst hvort konunum var mis- þyrmt kynferðislega. Á ámnum 1968-1985 hélt „skrímslið ft-á Flórens", Pietro Pacciani, íbúum norð-vestur Italíu í greipum óttans með ógnvænlegum morðum. Paeciani var fyrir fjórum árum dæmdur og síðan sýknaður, en átti að koma aftur fyrir rétt þeg- ar hann dó í febrúar. Tilhugsunin að nýr raðmorðingi gangi laus veldur lögregluyfirvöldum áhyggjum og hefur vakið upp ótta meðal almenn- ings. Raðmorð vekja óhug á Italíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.