Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, GUÐRÚN FRÍMANNSDÓTTIR, Lálandi 22, Reykjavík, lést að morgni laugardagsins 18. apríl. Ferdinand Alfreðsson, Margrét Stefánsdóttir, Frímann Ari Ferdinandsson, Sigurveig Ágústsdóttir, Helga Margrét Ferdinandsdóttir, Kristinn Alfreð Ferdinandsson, Guðrún Ósk Frímannsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Hanna Frímannsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BENEDIKTSDÓTTIR LÖVDAHL, Meistaravöllum 17, Reykjavík, andaðist á Landakotssþítala sunnudaginn 19. apríl. Fyrir hönd aðstandenda. Edvard Lövdahl, Una Olga Lövdahl, Jóhanna Lövdahl, Benedikt Ragnar Lövdahl, Marten Ingi Lövdahl, Elsa Pálsdóttir, Rafnar Karlsson, Stefán Edelstein, Lóa May Bjarnadóttir, Elin Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR GAUTI DIEGO, Kleppsvegi 132, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudagsmorguninn 16. apríl. Kolbrún Haraldsdóttir Diego, Valtýr Helgi Diego, Helena Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Auður Diego, Eysteinn Vignir Diego, Alda Hanna Hauksdóttir, Friðrik Agnar Diego, og barnabörn. + Elsku litla dóttir okkar, systir, barnabarn og barnabarnabarn, RAGNHILDUR RÚN GUNNARSDÓTTIR, Eyrarvegi 20, Grundarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 16. apríl síðastliðinn. Útförin ffer fram frá Grundarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 23. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, Gunnar Jóhann Elísson, Jónas Elís Gunnarsson, Ragnhildur Kristjana Gunnarsdóttir, Elís Gunnarsson, Jónas Már Ragnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sigurður G. Jóhannsson, Hrafnhildur Jónasdóttir, Ragnar Þór Kjartansson, Jóna Guðjónsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Björn Lfndal, Málfríður Pálsdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, KRISTJANA GÍSLADÓTTIR, sfðast til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 22. apríl kl. 13.30. Hulda Gígja, Björn Kr. Gígja, Haukur Gígja, Gylfi Gígja, Sæbjörn H. Björnsson. +Þórður Árelíus- son var fæddur í Reykjavík 4. sept- ember 1940, en átti lieiina til tveggja ára aldurs á Stað í Reykhólasveit þar sem faðir hans var prestur. Hann lést 13. apríl síðastlið- inn. Foreldrar lians voru séra Árelíus Níelsson, f. 7. sept- ember 1910, d. 7. febrúar 1992, og Ingibjörg Þórðar- dóttir, f. 24. nóvem- ber 1918, d. 13. nóvember 1978. Tveggja ára flutti Þórður með foreldrum sínum til Eyrarbakka og ólst þar upp til tólf ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Systkini Þórðar eru: Ingvar Níels Bjarkar, f. 15. ágúst 1942, d. 30 ágúst 1947. María Ingibjörg Bjarkar, f. 5. nóvember 1943, kennari, gift Steinari Berg Björnssyni, við- skiptafræðingi og starfsmanni Sameinuðu þjóðanna. Rögnvald- ur Bjarkar, f. 8. apríl 1945, tón- listarmaður. Sæmundur Bjarkar, f. 21. febrúar 1946, útgerðar- maður, kvæntur Ásdísi Hildi Jónsdóttur. Uppeldisbróðir Kveðja til föður. Elsku pabbi, okkur langar til að senda þér stutta kveðju og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur fyrir okkur gert. Þú varst ankeri okkar en nú er sú stund komin sem við áttum ekki von á svo fljótt, það að við þurfum að kveðja þig með sökn- uði. Þú varst skyndilega hrifsaður frá okkur af æðri máttarvöldum án þess að við náðum að kveðja þig. Þetta hefur reynst okkur erfitt að skilja en við trúum því að allt hafi sinn tilgang og þín bíði nú önnur verkefni handan við hafið. Við erum þakklátir fyrir það að góði guð veitti okkur það tækifæri og þá ánægju að hafa fengið að vera með þér þennan stutta en góða tíma sem við áttum saman. Þegar við fréttum um andlát þitt þá var ekki bara aðeins að pabbi okkar hefði verið tekinn frá okkur heldur einnig okkar besti vinur sem umgekkst okkur eins og jafningja. Minningin um pabba er að hann var alltaf glaður og hress tilbúin til að hjálpa, ræða vandamál og hvað sem er sem viðkom okkar lífi. Hann var okkar viskubrunnur og miðlaði gjarnan sinni þekkingu og reynslu til okkar. Pabbi hafði mikið yndi af lestri bóka, var víðlesinn og átti stórt safn af bókum. Ættfræði hafði hann mikinn áhuga á og var það mjög gaman þegar hann fór með okkur á ættarmót vestur á Firði og hann sýndi okkur alla þá staði þar sem forfeður okkar bjuggu og sagði okkur sögur af þeim í leiðinni. Hann átti auðvelt með að snúa vandamálunum upp í grín og líta á björtu hliðar okkar tilveru. Eitt kenndi hann okkur og það var að heiðarleikinn borgaði sig alltaf og það er víst að þar var hann sönn fyrirmynd því aldrei minnumst við þess að hann segði styggðaryrði um nokkurn mann eða segði ósatt. Fljótlega vaknaði áhugi pabba á að fara til sjós. Þegar hann var drengur á Eyrabakka og horfði á bátana koma að landi og hraust- mennin bera fiskinn upp á bryggju þá var það eitthvað óskiljanlegt sem heillaði hann við þetta líf. Þarna var tekin sú ákvörðun að helga sig sjó- mannslífinu. Þegar hann var í Verslunarskóla Islands var hugur hans allur á sjónum og mætti hann oft þegar skólinn var byrjaður því þá hafði hann verið til sjós í skóla- fríinu. Að námi loknu byrjaði hann að vinna við skrifstofustörf en þoldi þar ekki lengi við því sjórinn kallaði á hann. Við munum að þegar hann var til sjós var spennan mikil þegar fréttir voru um það að hann væri að koma að landi og mikið var gaman að sjá Þórðar er Ingvar Heimir Bjarkar, f. 4. apríl 1953, tónlistar- maður búsettur í London, kvæntur Sheilu Bonnick söng- konu. Þórður kvæntist 20. október 1962 Ásdísi Sigrúnu Guðmunds- dóttur, f. 23. febrúar 1943, d. 28. september 1991. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Sigurvin Hannesson, f. 15. júní 1906, d. 27. apri'l 1989, og Ragn- heiður Ólafsdóttir, f. 5. júní 1909, d. 1. nóvember 1985. Börn Þórðar og Ásdísar eru: 1) Árelíus Örn f. 3. júlí 1962, stýrimaður, starfsmaður í Álver- inu í Straumsvík. Fyrri kona Ár- elíusar var Eva Hrönn Hreins- dóttir, f. 27. janúar 1965, d. 5. febrúar 1986. Seinni kona Árelí- usar er Sesselja Jörgensen, f. 6. ágúst 1968, framreiðslunemi. Börn þeirra eru: Eva Hrönn, f. 27. janúar 1989, Þórður Bjarkar, f. 30. apríl 1991, og Lárus Geir, f. 28. nóvember 1995. 2) Ragnar Guðmundur, f. 15. febrúar 1964, viðskiptafræðingur, starfar við eigin atvinnurekstur. Sambýlis- þegar skipið Iagðist að bryggju og pabbi hoppaði í land. Hann hafði yndi af því að fara í bíltúra og ófáir voru þeir sem enduðu niður á höfn til að skoða skipin. Einn var sá hlut- ur sem aldrei brást í þessum ferðum og það var að stoppað var í nálægri sjoppu og þar keypt prins póló og kók. Kókflaskan var venjulega drukkin í einum teig. í seinni tíð talaði hann oft um það hvað honum fyndist vera lítið spennandi að vera sjómaður í dag og að ekki vildi hann vera ungur maður í dag að byrja sjómennsku. Hann minntist oft þeirra dýrðar- daga þegar fraktskipin stoppuðu lengur en einn dag í höfn. Þá kom það fyrir að stoppið yrði vika til tvær og kom það sér sérlega vel þegar hann var í Ameríkusiglingun- um því þá gafst tími til að þræða all- ar djassbúllur New York borgar í einum túr. Hann var nefnilega mik- ill áhugamaður um alla tónlist en djassinn var samt hans uppáhald. Pabbi var mjög söngelskur og hafði gaman af því að syngja og söng þá oft hæst og munum við eftir því þegar við fórum með honum á mannamót, þá þurftum við oft að hnippa í hann því okkur fannst hann þá syngja full hátt. Hann var hrók- ur alls fagnaðar á mannamótum og var mikill dansmaður. En dans- kunnáttuna erfðum við ekki frá hon- um og er það leitt. Góði guð, nú er pabbi kominn til þín og það er okkur huggun harmi gegn að vita af honum í þínum höndum. Þínir synir, Hilmar, Árelíus, Ragnar og Ingi Ólafur. í dag kveð ég hinstu kveðju bróð- ur minn og kæran vin, sem svo snöggt og óvænt hefur kvatt okkur. Þórður fæddist í Reykjavík, elstur fimm systkina. Ungur flutti Þórður með foreldrum okkar til Eyrar- bakka, en þar var faðir okkar sókn- arprestur. Örlögin höguðu því þannig að við ólumst ekki upp sam- an, en árið 1946 var móðir okkar send á Vífilsstaði vegna berklaveiki og dvaldi hún þar í um 3 ár. Voru það erfíðir tímar sem fóru í hönd, en föður okkar tókst með hjálp góðra vina að bjargast áfram með hóp ungra barna og fárveika konu. Það hefur því snemma reynt á Þórð að bjarga sér. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1952, þegar faðir okkar tók við Langholtssöfnuði. Þórður fór að vinna ungur, og vann sem hafnar- verkamður en fljótt fór hann að kona hans er Birna Kemp, f. 27. apríl 1966, þjónustufulltrúi hjá Samskipum. Dóttir þeirra er Ás- dís Rún, f. 21. júní 1995. 3) Ingi Ólafur, f. 9. febrúar 1972, bú- settur í Árósum í Danmörku, starfsmaður hjá Terma el- ektronik. Kona hans er Anja Li- isa Perdomo, f. 11. ágúst 1970, hjúkrunarfræðinemi. Dóttir þeirra er Freyja Ósk, f. 7. nóv- ember 1997. Fyrir átti Þórður einn son, Hilmar, f. 9. apríl 1960, tónskáld, með Sigrúnu Pálsdóttur, f. 18. júlí 1939. Hilm- ar á eina dóttur, nefnd Ingi- björg, f. 31. mars 1998. Barns- móðir Hilmars er Guðbjörg Sig- urgeirsdóttir læknir, f. 31. des- ember 1960. Eftirlifandi unnusta Þórðar er Elsa Hildur Halldórsdóttir, f. 17.7. 1944, bankastarfsmaður. Þórður lauk prófi frá Verslun- arskóla Islands 1959 og far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1974. Hann var sjómaður á skipum Eimskipafé- lags íslands til 1962 og skrif- stofumaður lengst af hjá Skelj- ungi 1962-1968. Þórður var há- seti, stýrimaður og skipstjóri á flutninga- og flskiskipum 1968-1987. Þórður starfaði sem veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu 1987-1997. Frá 1997, og til þess dags er hann lést, var hann hafn- arsljóri hjá Sandgerðishöfn. Utför Þórðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sigla með skipum Eimskips. Þórður stundaði nám við Verslunarskóla Is- lands og lauk þaðan prófi. Árið 1962 giftist Þórður Ásdísi S. Guðmundsdóttur en hún lést 1991. Synir Þórðar eru 4 og barnabörnin eru orðin 6. Þórður var stoltur og glaður yfir velgengni og hamingju sona sinna og fjölskyldum þeirra. Þau hjónin byggðu sér einbýlishús í Garðabæ, og bjó hann síðan alla tíð í Garðabænum þar til fyrir tæplega ári að hann flutti starfs síns vegna í Sandgerði. Eftir að húsbyggingunni lauk eirði hann illa við skrifstofustörf og langaði að vinna við eitthvað sem tengdist sjávarútvegi. En árið 1969 keyptum við bræður saman 80 tonna bát, sá hann um útgerðarþáttinn og stundaði jafnframt sjóinn. Þessi tími var Þórði alltaf mjög minnisstæður þó að hann stæði ekki lengi. Ekki gat hann hugsað ser að snúa sér aftur að skrifstofustörfum er þessari útgerð- arsögu lauk. Þvi var það á fertugs- aldri að hann tók þá ákvörðun að fara í Stýrimannskólann og þaðan lauk hann prófi með farmannarétt- indum. Eftir það lá leiðin til Eim- skips á ný og sigldi hann um nokkurt árabil á skipum félagsins og á þaðan farsælan feril. Einhvern veginn var það svo að fiskveiðin átti hug hans meira en farmennska og endaði Þórður sjómannsferil sinn sem skip- stjóri á togara. Eftir að hann kom í land hóf hann störf hjá sjávarútvegsráðuneyti og siðar Fiskistofu. Var það erilsamt starf og ferðaðist Þórður víða bæði innalands og utan sem veiðieftirlits- maður. Hann kunni þessu starfi vel og hafði mjög gaman af að fylgjast með allri tölvuvæðingunni og hvern- ig hafnarvogir hringinn í kringum landið komust í bein tengsl við Fiskistofu. Vegna starfs sísn á Fiskistofu tengdist Þórður fjölda fólks allstaðar að af landinu. Fyrir tæpu ári réðst hann sem hafnarstjóri í Sandgerði. Hann var fljótur að festa rætur á nýja staðn- um og var starfið honum mjög mik- ils virði. Hann vildi veg og vanda Suðurnesja sem mestan og var bú- inn að koma sér vel fyrir. Framtíðin blasti við, unnusta hans, Elsa Hildur Halldórsdóttir, ætlaði að flytja til hans í lok mánaðarins. Þau höfðu gert sér miklar væntingar um fram- tíðina. En eigi má sköpum renna, á svipstundu var honum kippt burt og eftir stendur skarð sem aldrei verð- ur fyllt. Þórður vr ákaflega fróður og víð- lesinn maður og mikill áhugamaður um uppruna sinn. Ungur að árum var hann í sveit vestur í Múlasveit í Barðastrandarsýslu en það eru bernskuslóðir foreldra okkar. Alla ÞÓRÐUR ÁRELÍUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.