Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 47 MINNINGAR listir og pólitík. Það fór ekki leynt að Haukur hafði alla tíð sínar ákveðnu skoðanir á þjóðfélagsmál- um. Þegar við vorum orðnir full spekingslegir í orðræðum okkar, átti Guðrún það til að skjóta ein- hverju inn með sínum ljúfa húmor. Hún hefur alitaf getað séð það broslega í allri alvörunni, og ham- ingja Hauks var ekki síst sú að eiga slíka konu. Allt það einlæga og létta hugarþel, sem fylgdi heimil- inu, hefur orðið mörgum okkar Iveganesti fram á þennan dag. Haukur vann í áratugi í Utvegs- bankanum og reyndist mörgum vel, ekki síst undirrituðum. Honum var alúð og hlýja í blóð borin. Hann talaði ekki niður til fólks og ein- hvem veginn virtist mér hann alltaf vera mér jafnaldra, þótt hann væri nær 30 árum eldri. Hann var | það sem kallað er góður kammerat. Hann var alltaf jákvæður og til reiðu ef með þurfti. Og svo þessi tröllatryggð alla tíð. Haukur var lærður hagfræðing- ur frá Stokkhólmi og kom mjög við sögu í íslenskri pólitík, enda miklar þjóðfélagslegar og efnahagslegar breytingar á ferðinni um hans daga. En hann hafði ekki síður áhuga á listum og menningarmál- um; fór mikið á tónleika, skoðaði myndlistarsýningar og var í stjóm Sinfóníuhljómsveitar íslands um árabO. Ég kvaddi Hauk og Guðrúnu í nóvember 1961 og fór til náms í Danmörku. En sem betur fór urðu endurfundimir margir. Nú kveð ég Hauk enn, og hver veit nema við hittumst á ný. Varla er þó þorandi að skrifa út slíkar ávísanir, eins þótt hér sé um bankamann að ræða. Vinátta þeirra Hauks og Guð- rúnar verður aldrei þökkuð til fulls. Svo mörgum góðum minningum er af að taka frá liðnum stundum. Ég reyni nú samt að þakka fyrir mig. Veit að Guðrún og dætur þeirra Hauks skynja hvað mér er í huga. Megi minningin um góðan dreng veita ykkur styrk út úr vetrinum og inn í blóma vorsins. Tryggvi Ólafsson. Haukur Helgason hagfræðingur var góður félagi og tók til sín at- hygli á mannamótum, snaggaraleg- ur og áræðinn í framgöngu. Nú er hann allur og fundurinn í Alþýðu- bandalaginu er annar; líf okkar fé- laga hans hefur annan svip en áð- ur. Að ekki sé minnst á góða eigin- konu hans, Guðrúnu Bjamadótur, og niðja þeirra alla. Það var ekki talinn gæðastimpill á tímum bemskusjúkdómanna í Sósíalistaflokknum að vera hag- fræðingur með lærdómsgráðu í því sem kallað var þá borgaraleg hag- fræði. Það var satt að segja örlítil foragt í því heiti - borgaraleg hag- fræði - og margur leiðtogi flokks- ins gerði lítt með svoleiðis speki. Lúðvík átti það til að setja á langar ræður um slíka menn. Samt vora þeir Haukur vinir og Haukur var alltaf traustur stuðningsmaður og samverkamaður Lúðvíks enda vann hann með honum náið í tveimur ráðuneytum sjávarútvegs og viðskiptamála. Haukur var alltaf virkur félagi í Alþýðubandalaginu og við voram ekki alltaf sammála í því að velja menn til verka; en við voram póli- tískt sammála og hann beitti sér af hörku innan flokksins í umræðum um hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu þar sem und- arlegar setningar flugu stundum um sali á þeim tíma þegar fjallað var um aðild fslands að EES. Þá nýttist honum vel hagfræðiþekking sín sem hann beitti til að standa ákveðið gegn aðild íslands að hin- um stóra Evrópusamrana. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist í hag- fræðinni fremur en öðram fræði- greinum. Ég skildi Hauk aðeins betur fyr- ir margt löngu þegar hérna var gestur á íslandi Carl H. Hermann- son formaður sænska vinstri flokksins. Hann hafði haldið erindi í Lídó við húsfylli, sjálfsagt um 400 manns, þar sem hann kynnti bók sína Vánstrens vág. Um kvöldið var boð inni hjá Hauki og konu hans Guðrúnu Bjamadóttur og þar vora saman komnir til að bjóða Hermanson velkominn meðal ann- arra þeir skólabræður hans frá Svíþjóðaráranum þeir Magnús Kjartansson og Jónas H. Haralz. Ekki man ég af hverju í ósköpun- um ég var þarna staddur, þá rétt um tvítugt bamið, en ég var þama og ég man enn eftir því kvöldi. Þá áttaði ég mig á því og kannski enn betur síðar þegar ég hugsa um þetta kvöld að Haukur var ekki að- eins borgaralegur hagfræðingur eins og það hét í flokksa heldur líka sósialisti sem stóð djúpum rót- um í róttækri umræðu eftirstríðs- áranna. Haukur varð líka seinna frambjóðandi Sósíalistaflokksins fyrir vestan og hann var alltaf virkur í flokknum fyrst Sósíalista- flokknum svo í Alþýðubandalag- inu. Guðrúnu Bjamadóttur ekkju Hauks sendi ég samúðarkveðjur fyrir langa samfylgd og bömum þeirra þakkir fyrir áhuga þeirra allra og dýrmætt framlag. Þessar línur birtast hér í Morgunblaði til að þakka Hauki, ekki síst þar sem ég er fjarri á útfarardaginn. Það hefúr oft munað um niðja þeirra Hauks og Guðrúnar í verk- unum í stjómmálahreyfíngu okkar ekki síður en þau sjálf. Þar fer sómafólk sem kann enn að halda uppi merki af djörfung, kjarki og reisn. Vonandi auðnast okkur öll- um að fá að halda því merki á lofti áfram og vonandi verður aldrei drepið í eldinum innan í okkur með þeirri slökkvikvoðu flatneskjunnar sem herjar æ meira á hina póli- tísku umræðu. Þann eld átti Hauk- ur Helgason; látum eldinn lifa áfram. Svavar Gestsson. í heitu straumkasti æskunnar kynntist ég ungu skáldi og sósí- alista og mannúðarvera - Ara Jós- efssyni. Hann dó ungur. Unnusta hans og bamsmóðir varð Sólveig Hauksdóttir. Systur hennar eldri vora María og Helga og yngri var Unnur. Þær bjuggu hjá foreldram sínum, Guðrúnu Bjarnadóttur hús- freyju og Hauki Helgasyni hag- fræðingi og deildarstjóra ábyrgða- deildar Utvegsbankans í hnar- reistu Sigvalda-Thordarsonar-húsi við Kleifarveg 3 í útjaðri Snobbhill í Reykjavík. Á glöðum stundum þessara ára kom ég oft og mikið á þetta heimili. Og líka á tímum sorgar og gráts. Hjónin á heimilinu vora mér - tiltölulega saklausum sjálfstæð- ispilti af miðstéttarheimili á Mel- unum - fullkomin ráðgáta. Allir vinir og félagar dætra þeirra vora svo eðlilega velkomnir á heimilið; þar spilaði húsbóndinn og aðrir músíkantar á slaghörpuna og við sungum ættjarðarlög, létta slagara og intemasjónalinn. Pólitískar kappræður fóra ein- lægt fram þar og ég var oftast einn á báti gegn allri fjölskyldunni, sem umbar samt þetta pólitíska vand- ræðabam af hlýrri manngæzku. Húsbóndinn á heimilinu, Haukur Helgason, stjómaði skjaldmeyja- her sínum með mildri hörku og þær náðu sjaldan völdum í þeirri óhjákvæmilegu valdabaráttu enda fór hún drengilega fram. En hvað einkenndi lífið á þessu pólitíska menningarheimili? Ástríðufull lífslöngun; ræktun fagurra lista og bókmennta - og sí- felld hugsjónaþrangin sósíalistísk umræða, þar sem húsbóndinn var í fararbroddi. Guðrún húsfreyja stjómaði heimilinu í hagnýtum og verklegum efnum af svo áreynslu- lausum þokka, að líkt var sem allt slíkt gerði sig sjálft. Þótt borðin svignuðu undan krásum, man ég miklu betur eftir brosi augna henn- ar, sem hlýjuðu sálinni og skildu allt í þögn. Haukrn- Helgason var hinn sanni pater familias, metnaðarfullur en fullur skilnings. Fjölskylda hans og fagrar listir vora honum sífellt undranar- og gleðiefni. I skírri sál þessa margslungna gáfumanns logaði oft barátta ým- issa innri afla. Gæti það verið, að stærsti sigur Hauks Helgasonar, handan við vegtyllur veraldar, pólitíska sigra og efnalega lukku, hafi að lokum orðið sáttin við sinn innri mann? Bragi Kristjónsson. Við tökum bara lífinu með ró. Afi minn Haukur Helgason var gjarn á að grípa til þessa hollráðs við hin ýmsu tækifæri. Nú er hans lífi lok- ið. Á langri ævi hefur hann víða komið við og lagt sitt af mörkum, og þyrfti fróðari mann en undirrit- aðan til að gera því tæmandi skil. En þær minningar er eftir standa í mínum huga tengjast fjöragum stórfjölskyldusamkvæmum á Kleif- arveginum, ásamt fjölmörgum en þó alltof fáum utanlandsferðum sem hann og amma tóku þátt í ásamt okkur. Að ætla sér að lýsa honum afa í sem stystu máli er vandasamt verk, en orðið heiðurs- maður skýtur stöðugt upp kollin- um. Hann var heiðursmaður í framkomu; kurteis og háttvís en stóð jafnan fastur fyrir, hrökklað- ist ekki undan og hvikaði hvergi frá skoðunum sínum. Hann var einnig, þó ekki sé alls kostar rétt að taka svo til orða, heiðursmaður að atgervi. Ætíð var hann sem lif- andi ímynd snyrtimennskunnar; vel klæddur og vel til hafður, og þrátt fyrir hrakandi heilsu síðustu misseri var ásýnd hans með ein- dæmum ungleg. En það var ekki hvað síst lifandi áhugi hans á öllu á milli himins og jarðar sem einkenndu hann, og þar ber fyrst og fremst að telja pólitík- ina, hans hjartans mál. Áfi var allt frá unga aldri ötull stuðningsmað- ur kommúnista og síðar Alþýðu- bandalags, bæði í orði og verki. Það hefur því eflaust verið reynsla hans af pólitískum átakafundum í Vestfjarðakjördæmi á fyrri hluta aldarinnar, sem kenndi honum hvenær bæri að halda sér til hlés í samræðum, og ekki síður hvenær óhætt væri að mæla. Á hátíðar- stundum þegar dæturnar fjórar ásamt fjölskyldum söfnuðust sam- an á Kleifarveginum, og hver talaði í kapp við annan, nýttist þessi reynsla vel. Þar sem afa lá aldrei hátt rómur, tók hann lífinu með ró, og einhvem veginn fór ætíð svo að hann tók til máls þegar rétt færi gafst, og hafði þannig sitt fram að lokum. A sama hátt rak hann sín erindi; engu offorsi var beitt, en hægt og sígandi náði hann tilætluð- um árangri, og ætíð var samvisku- semin höfð í fyrirrúmi. Þrátt fyrir að heilsunni færi hrakandi á seinustu áram, fór því fjarri að hann legðist í kör og leggði hendur í skaut. Hann hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, og allt fram á seinasta dag var hann að leggja á ráðin um framtíðaráform, slíkur var hugurinn og framtaks- semin. Mér er ofarlega í huga sam- verastundir sem við fjölskyldan áttum með afa og ömmu á haust- dögum seinasta árs. Leiðin lá í litla tómstundabýlið á Snæfellsnesinu. Veðrið var eins og best verður á kosið, glaðasólskin og logn, en hrollkalt enda var vetur í nánd. En afi lét ekki slíka annmarka há markmiði sínu. Hann var ekki síst þangað kominn til að njóta útsýnis- ins og hreina loftsins, og þrátt fyrir að krafturinn væri ekki hinn sami og áður í fótunum, lét hann sig það litlu varða. Hann dúðaði sig vel, gekk út, og síðan rölti hann fram og til baka heimreiðina í drykk- langa stund. Að lokum kom hann inn, allþreyttur eftir erfiðið, en ekki síður ánægður með vel unnið verk. Á þennan hátt mun ég muna eftir honum, sem manni sem lét sér ekki bara nægja að hugsa um hlut- ina, hann framkvæmdi. Að taka h'f- inu með ró þarf ekki að þýða að manni beri að sitja aðgerðarlaus og horfa á það líða hjá, og slíkt held ég að hafi aldrei hvarflað að afa. Það er ólíkt tómlegra umhorfs á Kleifarveginum núna. Skarðið sem skihð er eftir verður aldrei fyllt, en þau sem eftir era gleyma ekki svo glatt. Við hittumst vonandi hinum megin, afi minn. Snorri. ATVINNUAUGLYSIIMGAR Veitingahúsið Lækjarbrekka óskar eftir að ráða vanan og hugmyndaríkan mat- reiðslumann til sumarafleysinga. Einnig vantar framleiðslunema og aðstoðarfólk í eldhús. Upplýsingar gefnar á Lækjabrekku, Banka- stræti 2, næstu daga. Lagerstarf Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir starfsmanni á lager. Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi þarf að vera stundvís, samvisku- samurog með bílpróf. Um reyklausan vinnu- stað er að ræða. Umsóknir, ásamt helstu upplýsingum, berist til afgreiðslu Mbl. fyrirfimmtudaginn 28. apríl, merktar: „L — 4336". Grillhúsið Tryggva- götu og Sprengisandi Erum að leita að hressu og duglegu starfsfólki til að vinna með okkur, bæði í fullt starf og aukavinnu. Ekki yngri en 18 ára. Upplýsingar á Grillhúsinu Tryggvagötu miðviku- daginn 22.04 milli kl. 15.00 og 16.30 — Helga. Fiæðslumiðstöð Reylgavíkur Næsta skólaár verða 31 almennur grunnskóli og 5 sérskólar í Reykja- vík. Nemendur verða alls rúmlega 14.500. Stöðugt er unnið að þróun á skólastarfi og unnið er að einsetningu allra grunnskóla borgarinnar. Endurmenntunartilboð til kennara og skólastjórnenda eru mörg og fjjjlbreytt. Oskað er eftir kennurum í eftirtaldar stöður: Engjaskóli, með 450 nemendur í 1.-9. bekk. Sími 510 1300. Kennari í almenna kennslu, æskileg valgrein: Enska. Myndmenntakennari V2 staða. Handmenntakennari (smíðar) V2 staða. Námsráðgjafi V2 staða. Bókasafnsfræðingur. Hamraskóli, með 390 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 567 6300. T ón men ntaken nari. Háteigsskóli, með 370 nemendur í 1. —10. bekk. Sími 563 3950. Umsjónarkennari á byrjenda- og miðstigi. Sérkennari meðfagstjórn í sérkennslu. Melaskóli. með 600 nemendur í 1.-7. bekk. Sími 551 0625. Handmenntakennari. Selásskóli, með 450 nemendur í 1.-7. bekk. Sími 567 2600. íþróttakennari 1/2—2/3 staða. Vesturhlíðarskóli, með 30 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 520 6000. Talkennari, 2/3 staða. Laun skv. kjarasamningum KÍ og HÍKvið Launanefnd sveitarfélaga. Óskað er eftir starfsmönnum í eftirtalin störf: Laugarnesskóli, með 480 nemendur í 4.-7. bekk. Sími 588 9500. Starfsfólk í lengda viðveru (heilsdagsskóla). Skólaritari. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar skólanna og Ingunn Gísladóttir á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000, netfang ingunn@rvk.is. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. og ber að skila umsóknum til skólastjóra. Vid ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja því karl- menn til þess að sækja um ofangreindar stöður. . • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavik, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.