Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 29 LISTIR Óvæntir gestir á Óskarskvöldi ERLEJVDAR ISEKIIR Spennusaga POPPKORN Ben Elton: Poppkorn „Popcorn". Pocket Books 1997. 298 sfður. HVAÐ mundi gerast ef fjöldamorðingjar svipaðir þeim í Fæddum morðingjum eða „Natural Born Killers" mundu brjótast inná heimili leikstjóra myndarinnar, Oliver Stones, í Beverly Hills og taka hann í gísl- ingu og fjölskyldu hans? Þetta er spuming sem breski grínistinn, rithöfundurinn og leikritaskáldið Ben Elton veltir fyrir sér í svart- kómískri háðsádeilu og spennu- sögu sem hann kallar Poppkorn og hefur vakið talsverða eftirtekt. Hann gerði sjálfur leikrit uppúr sögu sinni sem fært hefúr verið upp víða um heim og meðal annars í Þjóðleikhúsinu en sýningar á þvi standa nú yfír. Er sagt á netinu að bandaríski leikstjórinn Joel Schumacher hafi tilkynnt að hann ætli að gera bíómynd uppúr bók- inni/leikritinu og mun Elton sjálf- ur skrifa kvikmyndahandritið. Ofbeldi gert að söluvöru Tilgangslaust ofbeldi færist mjög í vöxt í vestrænum samfélög- um og er skuldinni að einhverju leyti skellt á kvikmyndir og sjón- varp. Bandarískir kvikmyndagerð- armenn sérstaklega, menn eins og Oliver Stone og Quentin Tar- antino, hafa verið gagnrýndir fyrir að gera ofbeldi að söluvöm og gera það jafnvel aðlaðandi og fyndið og myndum þeiiTa og auðvitað fjölda annarra (morð og meiðingar eru helsta söluvaran í Hollywood) er kennt um að eiga þátt í hinu vax- andi ofbeldi. Aðrir segja að skemmtanaiðnaðurinn sé notaður sem blóraböggull; ofbeldi hafi alltaf verið til í mannlegum samfé- lögum og löngu áður en kvikmynd- ir og sjónvarp komu til sögunnar. Það sem Elton geiir í bók- inni/leikritinu er að velta upp spurningum um ábyrgð kvik- myndagerðarmanna með því að leyfa leikstjóra á borð við Sto- ne/Tarantino að hitta fyrir brjál- aða morðingja á heimili sínu. Þeir gætu sem best verið klipptir út úr myndum hans og halda því fram að það sé honum og myndum hans að kenna að þeir urðu morðingjar; það var bara einhvernveginn svo smart er á þeim að heyra. Ben Elton er fæddur í London árið 1959 og er kunnur fyrir verk sín í Bretlandi og víðar bæði sem gamanhöfundur fyrir sjónvai-p („The Black Adder“), sviðsspaug- ari, leikiitahöfundur og rithöfundur en hann hefur skrifað þrjár aðrar vinsælar skáldsögur. Poppkorn gerist daginn sem hinn frægi kvik- myndaleikstjóri Bruce Delamitri tekur við Óskarsverðlaununum sem besti leikstjórinn. Hann kynnist Mikiá úrvd of fallegum rúmfa+naði úði* Skóbvðrðustíg 21 Slml 551 4050 Reykiavik. miðopnustúlku Playboy í partýi eft- ir afhendinguna og fer með henni heim en þar bíða þeirra Kiinglu- morðingjarnir svokölluðu, Wayne og Scout, gersamlega siðlaus kvik- indi er farið hafa um Los Angeles myrðandi allt sem fyrir þeim verð- ur. Bruce er uppáhaldsleikstjóri Wayne og hann hefur áætlun sem hann telur að muni hjálpa þeim Scout úr vandræðunum. Skemmtilega samin Skáldsagan eins og leikritið í uppfærslu Þjóðleikhússins er tals- vert áhrifarík. Elton hefur meira svigrúm í bókinni að lýsa leikstjór- anum og Hollywood og Óskarspartýinu og opnar þennan kvikmyndaheim sem við kynnumst í leikritinu þar sem mestu skiptir að halda andlitinu, gefa aldrei eftir og sýnast brattur og svalur á hverju sem gengur. Leikstjóran- um leiðist að þurfa sífellt að vera að verja ofbeldið í myndum sínum og sér ekki að það hafi nein áhrif. Einstaklingarnir verða að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það er ekki hægt að benda á einhvern annan og segja, þetta er honum að kenna. Sagan er skemmtilega skrifuð, persónusköpun er fín og textinn er háskalega fyndinn og ofbeldisfullur því Elton notar ofbeldi til þess að deila á það og seiðmagnið sem það hefur á sjónvarps- og kvikmyndaá- horfendur; það er ástæða fyrir því að gerðar eru ofbeldismyndir, þær eru einfaldlega vinsælar. Að því leyti á Poppkorn ótrúlega margt skylt með Fæddum morðingjum eftir Oliver Stone, sem einnig er grófgerð háðsádeila á ofbeldis- dýrkun. Elton setur ofbeldisatriðin í sögunni upp eins og þau væri að finna í kvikmyndahandriti, sem gefur ákveðna hugmynd um hvem- ig slík atriði eru yfirleitt upphugs- uð sem skemmtiefni. Hver ber ábyrgðina á auknu of- beldi? Skemmtanaiðnaðurinn, ein- staklingurinn, þjóðfélagið? Líklega sitt lftið af hverju. Arnaidur Indriðason Ljósið reisir musteri Mexíkóska skáldið Octavio Paz er látið. Hann var eitt helsta skáld Rómönsku Ameríku og áhrif hans náðu _____um allan heim, Paz fékk_ Nóbelsverðlaun 1990. Jóhann Hjálmarsson sem var meðal ^eirra fyrstu sem kynntu Islendingum skáldskap Paz fjallar um þetta skáld höfuðskepnanna sem lofsöng ekki síst birtuna og ljósið. MEÐ OCTAVIO Paz er látið eitt helsta skáld þessarar aldar og eitt af áhrifamestu skáldum spænsku- mælandi þjóða. Það hefur að vísu ekki verið skortur á mikl- um skáldum í Ró- mönsku Ameríku, en nú er einu færra. Þau hverfa smám saman: Pablo Neruda, Jorge Luis Borges, Octavio Paz. Þótt Octavio Paz væri mjög alþjóðlegt skáld voru honum ör- lög Ameríku og sér- staklega heimalands Mexíkó, ofarlega í huga. skrifaði bók um Mexíkó sem hann kallaði Völundarhús ein- manaleikans (1950), en hún kom út í íslenskri þýðingu Ólafs Eng- ilbertssonar fyrir nokkrum ár- um. I þessari bók grefst hann fyrir um rætur og eðli Mexíkó- manna, dýrkun þeirra á sól og mána og hið uppreinargjarna eðli þeirra, í einu orði mótsagn- irnar sem hafa sett svip sinn á landið. MEXÍKÓSKA skáld- ið Octavio Paz lést í fyrradag. síns, Hann í þessu sambandi má rifja upp að Paz hafði indíánablóð í æðum. Það fékk hann frá afa sínum sem var rithöfundur og ritstjóri og barð- ist gegn franska hernum í liði Porfirio Diaz, en síðar sem andstæðingur forset- ans Diaz. Faðir Paz, lögfræðingur og blaðamaður, tók þátt í byltingunni, stóð við hlið Emilios Zapata. Móðurfor- eldrar Paz voru spænskir innflytj- endur. Paz, sem fæddist 1914, starf- aði í utanríkisþjónustu Mexíkó, var m.a. sendiherra á Indlandi og má finna indversk áhrif í skáldskap hans, einnig japönsk. Meðal tímarita sem hann stofn- aði og ritstýrði er Vuelta. Hann var heimspekilega sinnaður og merkur ritgerðasmiður og liggur mikið eftir hann í þeim efnum. Ritgerðir hans njóta skáldsýnar- innar. Höfuðskepnurnar voru yrkis- efni Paz ásamt ástinni og dauð- anum. A ljóð hans má líka líta sem glímu við málið þar sem tungan er í senn frelsun og höft, brú og gildra. Þótt ekki sé hægt að reiða sig á orð, þau segi ekki allan sannleikann, tala þau þó til okkar og eiga erindi við okkur, einkum til þess að við getum átt- að okkur á sjálfum okkur. Hann reynir að ná lengra en tungumálið býður. Þangað kemst hann með hjálp súrreal- ismans, en Paz er eitt þeirra skálda sem lærði af súrrealistum og eins og fleiri skáld Rómönsku Ameríku bjó til sinn eigin súrr- ealisma sem entist honum til æviloka. Astarljóð hans, oft súrrealísk, eru afar myndræn og hljómmik- il, eins og meitluð í stein: Tveir líkamar augliti til auglitis eru stundum rýtingar og nótt eldingarinnar. Astin, listin, lífið; það er Paz sama og að þora að stökkva, stíga skrefið til fulls, áhætta. Tré mynda I einu af kunnasta ljóði Octa- vio Paz, Lofsöng meðal rústa, sem við Ari Jósefsson þýddum í sameiningu (Samvinnan, mars 1962) er að finna lífsþorsta skáldsins, myndsköpun þess og heimsmynd þar sem „vitsmun- irnir holdgast í myndir að lok- um/ tveir fjandsamlegir helm- ingar sættast/ og vitundarspeg- illinn breytist í vökvaý verður gosbrunnur, sagnalind". Maður- inn er tré mynda. Heimurinn er í ljóðinu í senn fæðing og endalok, en fyrst og fremst líf, ástríða: Augun sjá, hendumar snerta. Hér nægja fáeinir hlutir: þyrnóttur kóralgróður, hettuklæddar fíkjur, þrúgur með upprisubragði, hörpudiskar, órjúfandi meydómar, salt, ostur, vín, brauð sólar. Frá dökkleitri hæð gefur eyjarstúlka mér gætur, mjóslegin dómkirkja sveipuð ljósi. Eins og saltturna ber segl farkostanna við grænar furur strandarinnar. Ljósið reisir musteri á sjónum. H O N D A 5 d y r a 2.0 i 12 8 h e s t ö fl Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður Innifalið í verði bíisins V 2.01 4 strokka 16 ventla tétt v' Loftpúðar fyrir ökumann o Rafdrifnar rúður og spegl V ABS bremsukerfi •/ Veghæð: 20,5 cm V Fjórhjóladrif Samlæsingar ■/ Ryðvörn og skráning V Útvarp og kassettutæki V Hjólhaf: 2.62 m v Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- M HOKTDA Simi: 520 1100 Umboðsaðitar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.