Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 26
MORÓUNBLAÐIÐ 26 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRIL 1998 ERLENT Emma Bonino á ráðstefnu um írak Reuters Tórínó- klæðið blessað GIOVANNI Saldarini kardináli (2.f.v.) blessar meint líkklæði Krists áður en það var lagt fram til sýningar fyrir almenning í dómkirkjunni í Tórínó um helg- ina. Það hefur aðeins gerzt þrisvar sinnum fyrr á þessari öld, en gert er ráð fyrir að um 50.000 manns á dag vilji leggja leið sína í kirkjuna gagngert til að beija hið gulnaða klæði augum, í gegn um glerkassa fylltan eðalgasi. Á Tórínó-líkklæðinu gefur að líta máða drætti krossfests manns, sem lfkjast negatífri ljós- mynd, og leggja sumir sann- kristnir menn trúnað á að hér sé um að ræða klæði það sem líkami Jesú Krists var vafíð í þegar hann var tekinn niður af krossin- um fyrir hátt í 2000 árum. Aldursgreiningarrannsóknir sem gerðar voru á sýnum úr klæðinu 1988 bentu til að það væri þó ekki eldra en frá 13. öld. Vill endurskoð- un refsiaðgerða London. Reuters. þjóðunum að framíylgja nýjum samningi við íraka, sem heimilar þeim að selja olíu fyrir 5,3 milljarða dala, andvirði 380 milljarða króna, á hálfu ári. Samkvæmt fyrri samningi gátu írakar selt olíu fyrir tvo milij- arða dala, andvirði 140 milljarða króna. Mohammed Saeed al-Sahaf, utan- ríkisráðherra íraks, sagði að frakar væru andvígir ráðstefnunni og sakaði ríki og samtök, sem taka þátt í henni, um afskipti af innanríkismálum íraka. „Þessi ráðstefna er dæmd til að mistakast." Rafsanjani atyrtur fyrir stuðning við Karbaschi Teheran. Reuters. EMMA Bonino, sem fer með mann- úðarmál í framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, sagði í gær að tímabært væri að endurskoða refsi- aðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn írak sem hafa verið í gildi í rúm sjö ár. Bandarísk stjómvöld sögðu hins vegar í gær að langur tími myndi líða þar til til greina kæmi að aflétta refsiaðgerðunum. Sagði James Rub- in, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, að jafnvel þótt írakar hefðu leyft vopnaeftirliti SÞ að skoða forsetahallir í írak í leit að vopnum, „halda írakar áfram að ljúga og leyna sannleikanum um tilvist lang- drægra eldflauga og efnavopna... “. Bonino sagði að refsiaðgerðimar hefðu valdið írösku þjóðinni „óbæri- legum þjáningum" og kvartaði yfir því að of langur tími liði þar til fólkið, sem þyrfti mest á aðstoð að halda, fengi matvæli sem keypt era sam- kvæmt samningi Sameinuðu þjóð- anna við íraka sem heimilar þeim að selja olíu til að kaupa matvæli og lyf. „Reynslan í Irak vekur ýmsar spumingar um hvort við eigum ekki að endurskoða hvemig refsiaðgerðir era ákveðnar og hvemig þeim er fylgt eftir,“ sagði Bonino á ráðstefnu í London um leiðir til að framfylgja nýjum samningi um olíusölu íraka til matvælakaupa. Ráðstefnan „dæmd til að mistakast" Stjómvöld í Bagdad segja að 1,5 milljónir Iraka hafi dáið vegna skorts á matvælum og lyfjum frá því refsi- aðgerðimar hófust eftir innrás íraka í Kúveit árið 1990. Sameinuðu þjóð- imar segja að ekki verði hægt að aflétta refsiaðgerðunum fyrr en írakar sýni fram á að þeir hafi eyði- lagt öll gereyðingarvopn sín. Á ráðstefnunni í London er fjallað um leiðir til að auðvelda Sameinuðu AKBAR Rafsanjani, fyrrverandi forseti Irans, hefur verið gagn- rýndur harðlega af harðlínumönn- um fyrir að hafa komið umdeildum borgarstjóra Teheran opinberlega til vamar. Fulltrúi íhaldsmanna, sem eru í meirihluta á íranska þinginu, sagði að orð, sem Rafsanjani lét falla við bænagjörð í Teheranháskóla á fóstudag og var útvarpað og sjón- varpað, væra „fyrir neðan virðingu Rafsanjanis“. Rafsanjani er nú formaður valdamikils hóps sem veitir æðsta leiðtoga landsins, Ayatollah Ali Khamenei, ráð. Rafsanjani sagði I predikun er hann hélt á föstudag að hin pólitíska óreiða sem heiftar- legar deilur um meinta spillingu borgarstjórans hefðu leitt til væru bitur reynsla. Borgarstjórinn, Gholamhossein Karbaschi, var hnepptur í varðhald 4. apríl en lát- inn laus á miðvikudag. Þögn sagði jafnmikið og reiði þjóðarinnar „Hvernig leyfir Rafsanjani sér að verja grunaðan mann, sem situr í fangelsi, við helgiathöfn?" sagði Ahmad Rasouli-Nejad, einn þing- manna íhaldssinna, í grein er birt var í dagblöðum í gær. Rasouli- Nejad sagði ennfremur að ef fram- hald yrði á stuðningi sem þessum við Krabaschi yrði sér nauðugur einn kostur að greina frá nöfnum fólks sem hefði komið höndum yfir stórfé vegna tengsla við borgar- stjórann. Það var Khamenei sem gaf fyr- irmæli um að Karbaschi skyldi lát- inn laus eftir að Mohammad Khatami, forseti landsins, hafði skorist í leikinn og sagt Khamenei að fangelsun borgarstjórans hefði leitt til pólitískra vandræða. Enn stendur yfír rannsókn á meintu misferli Karbaschis. Hann mætti til vinnu sinnar á borgarstjómar- skrifstofurnar í Teheran á sunnu- dag. Blaðið Iran, sem Fréttastofa islamska lýðveldisins, IRNA, gefur út, sagði í forystugrein á forsíðu í gær að Rafsanjani hefði stöðvað bænagjörð sína á fóstudag þegar einhverjir viðstaddir hefðu haft uppi kröfur um að borgarstjórinn yrði líflátinn. Hefði Rafsanjani ekki sagt orð til þess að ekki skapaðist spenna og til þess að eindrægni héldist meðal þjóðarinnar. „Þögn hans sagði jafnmikið og reiði allrar þjóðarinnar." Linda McCartney látin úr krabbameini Lagði mikið af mörk- um til dýraverndar LINDA McCartney, Ijósmyndari, fram- kvæmdastjóri grænmetisréttafyrirtækis og eiginkona Bítilsins Pauls McCartney, lést úr krabbameini fyrir helgina, 56 ára. Ekki var tilkynnt um lát hennar fyrr en á sunnudagskvöld en hún var í frfi í Santa Barbara í Kaliforníu ásamt eiginmanni og börnum. Paul hefur ekki tjáð sig opinber- lega um lát eiginkonunnar en Daily Mail hafði eftir honum að fjölskyldan myndi „aldrei jafna sig til fulls" en að hún myndi „hafa þetta af‘. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, minntist Lindu McCartn- ey á sunnudag og sagði hana hafa lagt mikið af mörkum til margra góðra mál- efna. Að sögn talsmanns McCartneys kom kallið skyndilega en Linda fór í útreiðar- túr aðeins tveimur dögum áður en hún lést. Linda veiktist af brjóstakrabba fyrir nokkrum árum en sagði frá því árið 1995. Læknum tókst ekki að ráða niðurlögum hans og undir það síðasta hafði krabba- meinið breiðst út, og náð til lifrarinnar. Talsmaðurinn sagði hana hins vegar ekki hafa þjáðst. í tilkynningu frá Paul McCartney af- þakkaði hann blóm en hvatti þá sem vildu minnast eiginkonu hans til að láta fé af hendi rakna til krabbameinsrannsókna, dýravemdarsamtaka „eða gerast græn- metisætur, sem Lindu hefði vafalaust fall- ið best“, sagði í tilkynningunni. Óveiyu gott hjónaband Linda McCartney var bandarísk, fædd Eastman. Hún var af auðugu fólki komin Reuters EIN af síðustu myndunum af Lindu Mc- Cartney var tekin á tískusýningu dóttur McCartney-hjónanna í París í mars sl. en ekki einn erfingja Eastman-Kodak fyr- irtækisins, eins og svo oft hefur verið haldið fram. Starfaði hún sem Ijósmyndari er hún kynntist Paul fyrir rúmum þijátíu ámm og var þekkt fyrir djarflegar og hugmyndaríkar myndir. „Eg sé betur í gegnum myndavélina,” sagði hún í viðtali árið 1994. „Ég fel mig ekki á bak við hana itiS PAUL og Linda McCartney, skömmu eftir aö þau giftu sig, um 1970. Reuters en þegar ég horfi í gegnum linsuna verður gönguferð eftir hvaða götu sem er spenn- andi.“ Myndaði hún margt þekkt fólk og átti m.a. í ástarsambandi við kvikmynda- leikarann Warren Beatty. McCartney var síðastur Bitlanna til að festa ráð sitt en þau Linda giftu sig árið 1969. Hjónaband þeirra þótti traust og vom þau aðeins aðskilin eina nótt af fús- um vilja öll hjónabandsár sín. Auk þess sat Paul í fangelsi í níu sólarhringa í Japan fyrir hassneyslu. Er hann var einhveiju sinni spurður hveiju hann þakkaði gott hjónaband, sagðist hann telja ástæðuna þá að þau hjónin dáðu hvort annað. Umfangsmikil grænmetisréttaframleiðsla McCartney-hjónin eignuðust þijú börn, Mary, 27 ára, Stellu, 25 ára og James, 19 ára. Auk þeirra eignaðist Linda dótturina Heather fyrir hjónaband. Fjölskyldan hef- ur haldið sig að mestu Qarri sviðsljósinu og á býli í Suður-Englandi og Skotlandi. McCartney-hjónin vora ákafír andstæð- ingar tilrauna á dýmm og voru framar- lega í fíokki þeirra sem börðust gegn slíku. Vegna þessa lögðu þau hvorki kjöt né fisk sér til munns og voru talsmenn þess að fólk gerði slíkt hið sama. Áhugi Lindu á grænmetisfæði leiddi til þess að hún hóf framleiðslu grænmetisrétta árið 1991. Gekk reksturinn framar öllum vonum og nam veltan um 60 milljónum Bandaríkja- dala, um 4,3 miHjörðum, þegar hún Iést. Reksturinn var þó ekki áfalialaus, árið 1993 reyndust bökur frá fyrirtæki hennar innihalda kjöt, og árið 1995 kom í ljós að helmingi meiri fíta var í grænmetisborg- umm fyrirtækisins en sagði á umbúðun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.