Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Gæðamat Rannsóknarstofnun Kennaraháskólans annar nú ekki beiðnum um úttekt á skólum víða um land. I mati á skólastarfí felst ítarleg könnun á skólasamfélaginu. Gunnar Hersveinn spurði Ingvar Sigurgeirsson um þessar viðamiklu rannsóknir sem geta leitt til gagngerrar endurskoðunar á innra og ytra starfi skóla. UTTEKT Á SKÓLUM AFLGÆF • Eftir 15 ár eru verulegar líkur á að skólastjórinn kjósi annað starf • Það er goðsögn að foreldrar séu nei- kvæðir í garð skóla barna sinna HVERNIG stendur skól- inn? Hvert er viðhorf foreldra til hans? En nemenda? Er kennslan góð? Er skólastjórinn góður? Hvernig er skólabragurinn? Er góður agi í skólanum? Hverju þarf að breyta? Þetta eru dæmi um spurningar sem Ingvar Sigurgeirsson, dósent við Kennaraháskóla íslands, og samstarfsmenn hjá Rannsóknar- stofnun skólans leitast við að svara fyrir ýmsa skóla landsins. Hann ieggur fyrir viðhorfskannanir, tekur viðtöl og situr í tímum til að leggja mat á skólastarfið eða með öðrum orðum að gera úttekt á skólum. Aðferðafræðina við mat á skóla- staitl lærði Ingvar í doktorsnámi sínu i uppeldis- og kennslufræði við Sussex-háskólann á Suður- Englandi. „Ég gerði fyrstu úttekt- ina í grunnskólanum í Borgamesi árið 1993 og hefur ásóknin í þær aukist jafnt og þétt síðan. Núna höf- um við ekki undan. Ég er um þessar mundir viðriðinn úttektir á sex skól- um í uppsveitum Árnessýslu, í Grindavík, Hveragerði, Barnaskóla Vestmannaeyja og á Hólmavík. Samstarfsmenn mínir eru að vinna að úttektum á öðrum skólum, m.a. á öllum grunnskólunum í Hafnai'firði, á Dalvík, Egilsstöðum og í Onund- arfirði,11 segir Ingvar. Astæða og áhrif úttekta Gæðamatið á skólunum getur verið tilkomið vegna beiðni frá sveitar- eða bæjarstjórnum, skólan- um sjálfum eða foreldrum. Nýlega hefur til dæmis verið lokið við mat sem foreldrar í Grandaskóla kost- uðu og réðu sérfræðing til að gera. Misjafnt er hversu víðtæk úttektin er og getur kostnaður við hana numið allt frá 100 þúsundum til einnar og hálfrar milljónar. Ástæða úttektar er einnig af margvíslegum toga spunnin en oft liggja fyrirhugaðar breytingar að baki og þýðingarmiklar ákvarðanir. Ingvar segist ekki hafa fylgst mark- visst með áhrifum úttekta en þau geti verið allt frá því að matsskýrsl- um er stungið ofan í skúffu til þess að leggja skólann niður og sameina öðrum. Dæmi um áhrif úttekta er mat á starfí Barnaskólans á Eyrarbakka og Grunnskólans á Stokkseyri sem voru tveir skólar í tveimur sveitar- skólar/námskeið ÝMISLEGT ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í maí. Sýning í ÍSPAN húsinu við Smiðjuveg í Kópavogi 25. og 26. aprfl kl. 14—18. Hannes Flosason, sími 554 0123. félögum en eru núna einn. Á Stokkseyri er núna barnaskóli og á Eyrarbakka unglingadeild. Kennar- ar eru samnýttir og börn og ung- lingar keýrð á milli í skólabíl. „Skól- arnir bæta hvor annan upp, því þeir smullu mjög vel saman,“ segir Ingv- ar, „þetta er dæmi um mjög vel heppnað og farsælt samstarf." Goðsögnin um agaleysi nemenda Ingvar segist hafa lært mikið á þessu starfí sínu sem hann m.a. leggur hluta af rannsóknarskyldu sinni við KHÍ í. „Áhuginn á skólun- um í þeim bæjarfélögum sem ég hef unnið að úttektum hefur komið mér á óvart,“ segir Ingvar og nefnir dæmi, „það kom ósk um gæðamat frá skólanum á Hólmavík. Mark- miðið er að endurbæta skólastarfíð og byggja hann upp eftir áfall í samræmdu prófunum - stuðningur- inn við skólann þar er nánast áþreifanlegur. Og í Grindavík er einnig feikilegur áhugi á að efla skólastarfið með því að sigrast á agavanda og bæta árangur í skóla- starfinu." Ingvar segist skynja metnað for- eldra fyrir skóla barna sinna vel og telur mjög brýnt að efla samstarf foreldra og kennara. „Ég tel að for- eldrar eigi að veita skólanum aðhald og halda uppi sanngjarnri gagnrýni á hann. Hinsvegar eiga þeir að gera það við skólastjóra og kennara en ekki við eldhúsborðið svo að börnin heyi-i. Ég hef nefnilega orðið var í viðtölum við nemendur og foreldra að viðhorf þeirra til skólans eru lík. Ég tel að sé foreldri neikvætt í garð skólans sé bamið það líka.“ Ingvar tekur ekki undir þá skoð- un að slæmur agi sé í íslenskum skólum. „Sú skoðun á ekki við rök að styðjast. Meginreglan er að það ríkja þægileg samskipti milli kenn- ara og nemenda í skólastofunni. Agaleysið er undantekning sem fínnst í fáum skólum og hjá fáum kennurum.“ Honum fínnst umræð- an um agaleysi orðin hættuleg, því of margir trúi þessari klisju. „Ég hef setið í tímum hjá kennurum víða um land, metið kennsluna í heilu skólunum og lagt viðhorfskannanir fyrir nemendur um kennsluna,og víðast hvar er andrúmsloftið hlýtt og notalegt. Krakkar vilja góðan aga og meta mest kennara sem hafa góðan en sanngjarnan aga.“ Ingvar segir að það sé einnig goð- sögn að foreldrar séu iðulega nei- kvæðir gagnvart skólunum og sam- kvæmt könnunum hans merkja þeir oftast við „mjög jákvæðir" eða , já- kvæðir" þegar spurt er um þetta viðhorf. I góðum skóla er góður skólastjóri Úttekt á skóla er viðamikil könn- un og eru til að mynda tekin viðtöl við alla starfsmenn skólanna; stjórnendur, kennara, gangaverði sem og aðra. Og einnig oft við full- trúa nemenda, þá er rætt við full- trúa foreldra, skólanefnd og sveit- arstjórnarmenn. ítarleg við- horfskönnun er gerð meðal nem- enda og foreldra, farið er í vett- vangskannanir, námsgögn skoðuð og stundatöflur. Þá á greining sér stað, umræða og áfangaskýrslur lagðar fram með reglulegu millibili og loks unnin lokaskýrsla sem lýsir skólastarfinu vel, styrkleika þess og veikleika og tillögur um úrbætur ef beðið hefur verið um þær. Þessar úttektir tengjast, að mati Ingvars, á óbeinan hátt yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga, nýj- um ákvæðum í lögum um sjálfsmat í skólum og umræðu um gæðastjórn- un. „Eftirlit með skólastarfi er nauð- synlegt, en það hefur lítið verið stundað á fslandi hingað til. Bretar hinsvegar hafa það fyrir sið að taka út skóla á fjögurra ára fresti að meðaltali. Skólar fá vitneskju um væntanlega úttekt með viku fyrir- vara og svo mætir eftirlitsfólkið á staðinn," segir Ingvar og að þetta kosti u.þ.b. 2 milljónir á skóla sem gefur til kynna að Bretar telji þetta nauðsynlegt. Ingvar viðurkennir að taugatitr- ing megi mæla hjá skólamönnum í upphafí úttekta og sé það skiljan- legt því þetta hafi ekki tíðkast hér fyrr. Hinsvegar hefur hann ævin- lega átt gott samstarf við skólana BARNASKÓLINN á Eyrarbakka var metinn skólaárið 1996-97. Hér er lítið dæmi úr skýrslunni um skól- ann, um veikar og sterkar hliðar. Sterkar hliðar ►Kennarahópurinn er starfsamur og samviskusamur. Að mati við- mælenda eru flestir kennarar hæfír starfsmenn og nokkrir mjög góðir. ► Nýr skólastjóri hefur tekið vel á málum og ánægja er með flest störf hans. Skólastjóri og að- stoðarskólastjóri vinna vel saman. Vinnubrögð skóla- stjórnenda virðast vel ígrund- uð og einkennast af metnaði. og nú séu sumir þeirra að biðja um mat í annað sinn. Ein af þeim skoðunum sem Ingv- ar hefur myndað sér í þessum rann- sóknum er um mikilvægi skólastjór- ans. „í góðum skóla er góður skóla- stjóri,“ segir hann, „og oftar en ekki lélegur í lélegum skóla. Skólastjórn- un er ábyrgðarmikið starf og krefst mikils af einstaklingnum sem gegn- ir starfinu. Gott væri að það viðhorf ríkti að mati Ingvars að skólastjór- ar gegndu starfi sínu í 12-15 ár í það mesta og færu síðan á góðan starfs- lokasamning þannig að þeir héldu sömu launum en stunduðu önnur störf eins og rannsóknir, kennslu eða annað. „Því eftir 15 ár eru veru- legar líkur á að skólastjórinn kjósi ábyrgðarminna starf og gott sé fyr- ir skólastarfið að annar hæfur ein- staklingur taki við þessu krefjandi og mikilvæga starfi." Svörin og krafturinn Þegar svör við spurningunum um skóla liggja fyrir eftir úttekt Rann- sóknarstofnunar KHÍ geta skóla- menn, bæjar- og sveitastjórnar- menn hafist handa um að gera skól- ann enn betri og tekið ákvarðanir sem hvíla á ítarlegri athugun. „Þessi ásókn í mat á tilteknum skól- um nú er bara eitt merki um gríðar- legan kraft í skólamálum sem nú er í samfélaginu,“ segir Ingvar, „þenn- an kraft merki ég bæði hjá starfs- fólki skólanna og almenningi.“ ► Nokkrar áhugaverðar nýjungar má sjá í skólastarfinu. Má þar nefna svokallaða stöðvavinnu, tölvukennslu og námskeið í tæknimennt. Veikar hliðar ►Aðstaða til kennslu list- og verk- greina er ófullnægjandi. ►Samstarf við foreldra hefur til skamms tíma verið alltof lítið. ► Faglegt samstarf kennara er of lítið. ►Almennir kennarar gætu nýtt tölvur skólans betur og með markvissari hætti. ARNDÍS HARPA EINARSDÓTTIR Úttektin vítamín- sprauta ÉG var að byrja sem skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka þegar Ingvar Sigurgeirsson vann að mat- inu á honum skólaárið 1996-97 m.t.t. þess að sameina hann skólan- um á Stokkseyri," segir Arndís Harpa Einarsdóttir skólastjóri en árið áður hafði verið gerð úttekt á Grunnskólanum á Stokkseyri. „Hann skilaði ítarlegri og góðri skýrslu og dró fram sterkar og veikar hliðar skólastarfsins með tillögum og ábendingum. Þetta hefur reynst mér mjög notadrjúg úttekt sem ég hef nýtt mér til leið- beiningar." Skólarnir voru síðan sameinaðir. Unglingadeildin er á Eyrarbakka og barnadeildin á Stokkseyri og er Arndís Harpa skólastjóri þeirra beggja en aðstoðarskólastjórar eru tveir. „Úttektin hefur líka styrkt okkur í starfi og við vitum hvar skórinn kreppir að. Það er nauð- synlegt að fara í svona mat,“ segir hún, „það má segja að innra starf skólanna liafi verið rannsakað ofan í kjölinn." Hún segir að mótun og þróun skólastarfsins hafi tekið mið af rannsókn Ingvars. „Sameiningin hefur heppnast vel og eru nú þægi- lega fjölmennar bekkjardeildir bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri,“ segir hún. Foreldrar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna. Þeir voru f byrj- un uggandi yfir því að senda yngri krakkana frá Eyrarbakka á Stokkseyri. „En hér var ráðinn skólabílstjóri sem allir treysta og stoppistöðvar eru fimm í bænum og það er gæsla í rútunni, og ég held að allir séu mjög sáttir,“ segir hún. títtekin hefur að hennar mati bæði veitt aðhald og verið sem vítamínsprauta á skólastarfið. Núna er skólaskrifstofan á Suð- urlandi í samstarfi við skólastjóra í væntanlegri Árborg um námskeið í mati á skólastarfi. „Það var bæði í fyrra og verður aftur í vor. Þar er verið að kenna okkur að gera svona mat sjálf,“ segir Arndís Harpa að lokum. Sterkar hliðar og veikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.