Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 45 “V- + Guðrún Ás- mundsdóttir fæddist í Fellsaxl- arkoti í Skilmanna- hreppi, Borgar- fjarðarsýsiu, 1. nóvember 1904. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Krist- björg Þórðardóttir frá Heggstöðum í Andakíl og Ás- mundur Þorláks- son, bóndi, frá Ósi í Skilmannahreppi. Systkini hennar voru Sveinn, f. 1894, Þorlákur, f. 1895, Magnús, f. 1896, Sigurbjöm, f. 1898, Þórður, f. 1899, Ásbjörg Gróa, f. 1900, Þorkell, f. 1902, Guð- ríður, f. 1903, og Kristján, f. 1907. Þau em nú öll látin. Fósturbróðir er Ásmundur Guðmundsson, málarameistari í Kópavogi, f. 1921. Guðrún giftist Einari Ólafs- syni, kaupmanni á Akranesi, 23. janúar 1937. Einar lést 27. í — Guðrún foðursystir mín hefur kvatt þennan heim 93 ára að aldri, síðust 10 systkina, sem kennd voru við Lambhús á Akranesi. Mánuði áður, 14. mars sl, lést Ásbjörg Gróa systir hennar, tæplega 98 ára, en þær systur áttu langa og giftu- Idrjúga samleið gegnum lífið. Fyrstu minningar mínar um Gunnu föðursystur, eins og hún var | nefnd í hópi okkar systkinanna, eru ' frá 1940 úr gömlu Einarsbúð á Kirkjubraut 1, en þar ráku þau hjónin, hún og Einar Ólafsson kaup- maður, fyrst verslun. Þar afgreiddi Gunna hveiti og kartöflur, kaffi og sykur, sem allt var vigtað á gamalli lóðavigt. Með gamanyrði á vörum og kátínu f augum afhenti hún vör- , umar yfir búðarborðið. Glettnar at- hugasemdir fylgdu gjaman með. Oft stakk hún sælgætismola í lófann I á litlum dreng og var það vel þegið á þeim ámm. Þegar fjölskylda okkar kom sam- an var Gunna hrókur alls fagnaðar. Með léttleika og góðlátlegu gríni hreif hún alla með sér og lyfti upp úr grámóðu hversdagsleikans. Árið 1946 byggðu þau hjónin, íbúðar- og verslunarhúsnæði á ; Skagabraut 9 og fluttu verslunina þangað. Einar Ólafsson andaðist 27. nóv. 1957. Vegna veikinda Einars | síðustu æviárin hafði Gunna nokkra forastu um reksturinn þar til einka- sonur þeirra, Einar Jón, tók við honum 1958. Hann hefur síðan byggt upp verslunina af miklum myndarskap ásamt eiginkonu sinni Emu Guðnadóttur og tveimur son- um þeirra hjóna. Gunna frænka starfaði í verslun- I inni fram á níræðisaldur. Kankvís og rösk afgreiddi hún viðskiptavini verslunarinnar og ræddi við þá á | léttum nótum eða alvarlegum þegar það átti við og miðlaði samborgur- unum af gleði sinni. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi kvenna á Akra- nesi og starfi eldri borgara. Þar naut hún sín vel í gáska og fjöri sem viðstaddir kunnu vel að meta. Seinni árin kom ég stundum til hennar í fallegu íbúðina yfir versl- i uninni á Skagabraut 9. Þar sat hún í stólnum sínum umkringd myndum af fjölskyldu sinni ættingjum og | vinum. Hún fagnaði mér innilega, spurði frétta af mínu fólki, sagði mér nýjustu fréttir af ættingjunum, en hún var alltaf í nánu sambandi við systkini sín og fjölskyldur þeirra. Síðan rifjaði hún upp liðna daga og sagði mér skemmtilegar sögur af Skaganum frá unglingsár- um sínum þegar hún var að alast | upp í Fellsædarkoti og Lambhúsum með bræðram sínum og systram. Hún sagði mér frá ömmu minni, | Kristbjörgu, sem þurfti að sjá á eft- ir bömunum til vandalausra þegar nóvember 1957. Dóttir hans er Lydia Björnsson, húsmóðir í Reykja- vík. Þau Einar og Guðrún eignuðust einn son, Einar Jón, f. 26. des. 1938, kaupmann á Akranesi. Einar er kvæntur Ernu Sig- ríði Guðnadóttur og eiga þau og reka verslunina Einar Ólafsson á Akranesi. Synir þeirra eru Einar Gunnar, viðskiptafræðingur, og Guðni Kristinn, nemi við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Guðrún tók virkan þátt í félagsstarf! kvenna og eldri borgara á Akranesi. Mestan hluta starfsævi sinnar starf- aði hún að rekstri verslunar- innar Einar Ólafsson með eiginmanni sínum og fjöl- skyldu. Útför Guðrúnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. afi minn lést langt um aldur fram aðeins 38 ára gamall, og hvernig fjölskyldan sameinaðist í Lambhús- um á fullorðinsáram. Eftir andlát ömmu minnar 23. maí 1943 hittust systkinin og fjöl- skyldur þeirra oftast á heimili Gunnu og Einars Ólafssonar, fyrst á Kirkjubraut 11 (Kaupfélagshúsinu) og síðar á Skagabraut 9. Gunna frænka var hamingjusöm lengst ævinnar og kunni að njóta lífsins. Hún hafði í æsku kynnst harðri lífsbaráttu og erfiðleikum og kannski hefúr það kennt henni að meta gæði h'fsins, þegar þau hlotn- uðust henni. Hún kunni líka þá list að miðla öðram af gleði sinni og gæðum. Hún var mikil rausnarkona sem margir nutu góðs af. Síðustu árin naut hún einstakrar umhyggju einkasonar síns Einars, tengdadótturinnar Emu og sona þeirra, Einars og Guðna. Við andlát Gunnu föðursystur minnar hafa öll Lambhúsasystkinin kvatt þennan heim. Við það hafa orðið kynslóðaskipti í fjölskyldunni. Því langar mig með örfáum orðum að minnast þeirra og afa míns og ömmu, Ásmundar Þorlákssonar og Kristbjargar Þórðardóttur. Systk- inin voru: Sveinn Júlíus, Þorlákur, Magnús, Sigurbjöm, Þórður, Ás- björg Gróa, Þorkell, Guðríður, Guð- rún og Kristján. Þau ólust upp í þröngum húsa- kynnum í Fellsaxlarkoti á fyrstu ár- um aldarinnar. Vinnudagurinn var langur við hirðingu búfjár og heim- ilisstörf. Oft varð húsmóðirin að vaka og vinna þegar bömin vora sofnuð. Hún þurfti að sjá um fatnað á fjölskylduna, prjóna, sauma, stoppa og staga, búa til skó og föt á barnahópinn sinn. Seinust allra gekk hún til hvíldar og fyrst var hún á fætur á morgnana til þess að kveikja upp eldinn og ná upp hita áður en bömin fóra á fætur. Þetta gerði hún helga daga og virka árið um kring. Aldrei heyrðist æðraorð af vörum hennar. Glöð gekk hún til allra verka þakklát skapara sínum og treysti honum fyrir öllu. Bömin kunnu vel að meta umhyggju henn- ar, fómfysi og vinnusemi, sem varð þeim sú fyrirmynd, sem markaði líf þeirra. Bústofninn var tvær kýr og nokkr- ir tugir kinda, auk hrossa sem vora nokkur. Leiðin úr uppsveitum Borg- arfjarðar og af Hvalfjarðarströnd til Akraness lá um bæjarhiaðið. Margir komu þar við á leið í kaupstað og aft- ur á heimleið. Einkum vora það ætt- ingjar hjónanna úr uppsveitum Borgarfjarðar og Andakíl og aðrir vinir þeirra, en þau vora vinamörg. Þágu þeir hressingu í Fellsaxlarkoti hjá Kristbjörgu og Ásmundi sem oft höfðu minna en fólk vissi. Ásmundur átti við mikil veikindi að stríða og andaðist 29. apríl 1909, aðeins 38 ára gamall. Þá var heimil- ið leyst upp, bömunum komið fyrir hjá vandalausum, en Kristbjörg flutti til Akraness með tvö yngstu bömin. Hún vann hörðum höndum alla vinnu sem fáanleg var. Á vorin og framan af sumri vann hún í mó- gröfum og síðan í kálgörðum. Vinnudagurinn var langur. Oftast var byrjað klukkan 5-6 að morgni og unnið til klukkan 10 að kvöldi og stundum til miðnættis. Aldrei heyrðist hún kvarta, kvaðst aðeins þakklát fyrir að fá að vinna. Hún var eftirsótt til allrar vinnu sakir dugnaðar og samviskusemi. Launin vora afar lág og gáfu ekki tilefni til neins nema brýnustu nauðsynja í mat. Á vetram prjónaði hún fyrir fólk sokka, sjóvettlinga og hvaðeina sem til féll. Áldrei féll henni verk úr hendi. I öllu þessu annríki og miklu vinnu átti hún draum og takmark sem hún vann að af öllum lífs og sálar kröftum og gaf henni þann styrk sem til þess þurfti. Þessi draumur hennar var að endur- heimta börnin sín og heimilið sem sundraðist við dauða Ásmundar eiginmanns hennar. Þetta takmark veitti henni þrek til þess að stand- ast þá miklu fátækt sem hún átti við að búa. Æðrulaus hélt hún sínu striki og treysti Guði takmarka- laust. Enda þótt draumurinn kynni að virðast fjarlægur þá varð hann nú samt að veruleika í fyllingu tím- ans. Systkinin heimsóttu móður sína út á Akranes ef færi gafst, helst var það á haustin og stundum á hátíðum. Þegar bræðumir höfðu aldur til fluttu þeir til móður sinnar einn af öðram. Ekki voru þeir fjáðir þegar þangað kom en fljótlega tók þó hagurinn að vænkast því þeir vora eftirsóttir í vinnu. Þeir lögðu allir sameiginlega til heimilisins. Vora það mikil umskipti fyrir Kristbjörgu. Var nú fljótlega farið að vinna að því að kaupa eigið hús- næði fyrir fjölskylduna. Þegar Lambhús (Vesturgata 22), sem nú er nýlega horfið af sínum stað, var auglýst til sölu ákváðu bræðumir að festa kaup á því. Vorið 1918, eft- ir frostaveturinn mikla, fluttu þau svo í sitt eigið hús. Var það mikil hátíðastund og gleði. Má því segja að draumur hennar hafi ræst að nokkru leyti í þessu efni. Bræðumir í Lambhúsum erfðu hestamennskuna frá fóður sínum og sinntu henni af alúð. Allir áttu þeir góða reiðhesta og héldu uppi merki föður síns á því sviði. Þegar stundir gáfust frá vinnunni fóra þeir saman í útreiðartúra og nutu í ríkum mæli þeirrar ánægju sem felst í því að rækta góða hesta. Flest systkinin giftust og byggðu sér myndarleg hús sem tekið var eftir á Skaganum. Er ekki ólíklegt að með því hafi þau viljað sýna fram á hvers þau væra megnug þrátt fyr- ir illa meðferð og fátækt í uppvext- inum. Öll urðu þau mætir borgarar sem ekki máttu vamm sitt vita í einu eða neinu á hverju sem gekk. Kristbjörg lét ekki baslið buga sig, setti allt sitt traust á Guð sem ekki brást henni. Bömum sínum inn- rætti hún góða siði, heiðarleika og sterka guðstrú. Megi það veganesti verða okkur öllum að leiðarljósi. Kristbjörg andaðist á heimili sínu 22. maí 1943, 73 ára að aldri, og var jarðsett í Görðum eins og eiginmað- ur hennar. Við andlát Gunnu frænku þökk- um við afkomendur Lambhúsa- systkinanna þeim eljusemi þeirra, heiðarleika og guðstrú, sem ein- kenndi líf þeirra og er það veganesti sem þau hafa látið okkur í té. Fjölskylda okkar vottar Einari, Emu og sonum þeirra, Einari og Guðna, innilega samúð vegna and- láts góðrar móður, tengdamóður og ömmu, og þakkar allar góðar stund- ir sem við höfum átt saman. Bragi Þórðarson. í dag kveðjum við kæra vinkonu eftir 60 ára vináttu. Þau eru ógleymanleg árin sem við bjuggum í sama húsi og Einar Ólafsson og Guðrún. Við höfum oft undrast GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR það, systurnar, hvílíkt umburðar- lyndi þau hjón sýndu okkur. Við vorum þá þrjú undir fermingar- aldri og öragglega oft verið ónæði í kringum okkur. En öll árin sem við bjuggum á hlið við þau mætt- um við aldrei nema einskærri hlýju og góðvild. Guðrún var ein- stök kona, hennar góða skap og skemmtilega kímnigáfa gerðu það að verkum, að hún laðaði að sér eldri sem yngri. Hún hafði þann eiginleika að láta öllum líða vel í kringum sig. Það eru svo ótal- margar minningar sem koma upp í hugann við leiðarlok. Við gleymum aldrei deginum, þegar einkasonur- inn kom í heiminn. Það var mikill hamingjudagur í lífi Guðrúnar og Einars. Við systurnar vorum líka hamingjusamar, því við nutum þess, að fá að gæta hans og fylgj- ast með honum fyrstu æviárin. Okkur fannst alltaf að við ættum svolítið í honum. Enda sambýli fjölskyldnanna mjög náið. Vinátt- an sem myndaðist á þessum áram hefur enst allt til þessa dags. Sú tryggð og vinátta sem þau sýndu foreldrum okkar meðan þau lifðu og allri okkar fjölskyldu er ein- stök. Allar þær góðu minningar sem við eigum verða að litlu leyti tíund- aðar hér heldur eiga þessar fátæk- legu línur fyrst og fremst að tjá þakklæti okkar fyrir órofa tryggð og allt það góða sem við fengum að njóta með Guðrúnu. Guðrún var gæfukona í einkalífi sínu. Hún átti góðan mann sem lát- inn er fyrir mörgum áram. Einar og Guðrún vora í orðsins fyllstu merk- ingu hamingjusöm hjón. Það duldist engum, sem þekkti þau. Eftir lát Einars naut Guðrún í ríkum mæli umhyggju sonar síns og síðar tengdadóttur og sona þeirra tveggja. Guðrún var alla ævi glöð og sátt við lífið en umfram allt þakklát fyrir allt það góða sem skaparinn hafði látið henni í té. Hún fór ekki var- hluta af ýmsum heilsufarslegum óþægindum sem fylgja háum aldri. Hún tók þeim með reisn, það var hennar háttur. Það er bjart yfir minningu þess- arar góðu konu. Við þökkum fyrir öll gæðin í okkar garð. Kæra vinir, Einar, Ema, Einar Gunnar og Guðni Kristinn. Við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og blessum minningu Guð- rúnar Ásmundsdóttur. Jófríður, Jóhanna, Sveinbjörg, Amfríður og fiölskyldur. Nú er hún Gunna mín softiuð svefninum langa. Með henni er geng- in góð og ástrík kona. Það er mikil eftirsjá að Gunnu en það er nú einu sinni svo að einhvem tíma verðum við öll að fara. Hennar tími var kom- inn eftir langa og viðburðaríka ævi. Mín fyrstu kynni af Gunnu vora þegar ég, þá tæplega tíu ára gamall, kom með Guðna vini mínum í mat til hennar og var ég heimagangur hjá henni alla tíð eftir það. Ég naut þess í ríkum mæli, einkum vegna þess að hún sagði okkur gjaman sögur af því hvemig lífið var í „gamla daga“, því að hún Gunna mundi svo sann- arlega tímana tvenna. Eftir að ég fór að vinna hjá fjöl- skyldu Gunnu í Einarsbúð kynntist t ég henni svo enn betur. Hún var vön að koma niður í kaffitímana til f okkar og spjalla við okkur hin. Hún tók yfirleitt virkan þátt í þeim um- ræðum sem þar fóra fram og var áhugasöm um hvemig okkur starfs- fólkinu vegnaði. Hin seinni ár hafði heilsu Gunnu hrakað mjög þannig að oft þurfti að fylgja henni úr íbúðinni sinni og nið- ' - ur í kaffítímana, en af þeim vildi hún helst ekki missa. Þá daga sem ég var að vinna tók ég gjaman að mér hlutverk fylgdarmannsins, og á þessum ferðum okkar var oft mikið masað, okkur báðum tíl ómældrar ánægju. | Eftir öll þessi ár sem ég þekkti ! Gunnu hafði þróast á milli okkar - mikil vinátta sem ég mun búa lengi | að i framtíðinni. Ég tel að samband t okkar hafi verið óvenju náið, ekki l síst með það í huga að á milli okkar * var sjötíu og fimm ára aldursmun- ur, hvorki meira né minna. Þótt við 5, væram alls óskyld fannst mér því ' líkast að hún væri mín þriðja amma. Ég er glaður yfir því að hafa verið svo heppinn að fá að kynnast henni Gunnu minni. Með henni er farin einstök kona og góður vinur. Ég vil votta fjölskyldu hennar á Skaga- brautinni og öðram aðstandendum \ samúð mína. Guð blessi minningu j hennar. Gauti. ! Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. <;*, Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, ffiðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hþota skalt (V.Briem) ^ Elsku Gunna mín, þá er komið að kveðjustundinni. Ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu samvera- stundir sem við höfum átt og allt það sem þú hefur kennt mér og gef- ið mér með nærvera þinni. Vertu sæl, kæra vinkona. Ester S. Helgadóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför ástkærs bróður okkar og mágs, GRÍMS JÓNSSONAR stýrimanns. Guð blessi ykkur öll. Högni Jónsson, Ámý Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Sigurjón Stefánsson. Lokað Lokað vegna jarðarfarar HAUKS HELGASONAR, þriðjudaginn 21. apríl milii kl. 12.00-16.00. Gásar ehf. — Hér og nú innréttingar, Borgartúni 29, Reykjavík. < 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.