Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 89. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blair ræðir við Netanyahu og Arafat í Mið-Austurlandaför Fallast á friðar- viðræður í London Gaza, Washington, London. Reuters. The Daily Telegraph. 61 talinn af í flugslysi í Kólumbíu Bogota. Reuters. Rúmlega sextíu manns eru taldir af eftir að Boeing 727-vél TAME- flugfélagsins flaug á fjallshlíð skammt frá Bogota í Kólumbíu í gær. Ekki er talið að neinn hafi lif- að slysið af. Vélin fórst aðeins þremur mínút- um eftir flugtak frá flugvellinum í Bogota um kl. 16.30 að staðartíma en óstaðfestar fréttir hermdu að hún hefði millilent á leið frá Ekvador til Quito. Air France-flug- félagið hafði vélina á leigu. Að sögn talsmanns lögreglunnar voru að minnsta kosti 61 um borð í vélinni, tíu manna áhöfn og 51 far- þegi. Ekki er vitað hver orsök slyssins var en þoka var á slysstað. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mun stýra friðarviðræðum ísraela og Palest- ínumanna í London 4. maí nk. og mun hún eiga fundi með Yasser Ara- fat, forseta heimastjómar Palestínu- manna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, hvorum fyrir sig. Þetta er niðurstaða við- ræðna Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, við Arafat og Net- anyahu í gær og fyrradag, en Blair er nú á ferð um Mið-Austurlönd. Á fundinum í London verða ræddar til- lögur Bandaríkjamanna er miða að því að koma friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs af stað á ný. Efasemdir eru þó um að árangur verði af viðræðunum, talsmaður Al- bright sagði í gær að ekki hefðu orð- ið breytingar á afstöðu deiluaðila og að ólíklegt væri að Netanyahu og Arafat myndu ræðast við í London. í gær átti Blair fund með Arafat á heimastjómarsvæði Palestínumanna á Gaza og þáði Arafat boð Blairs um að mæta á fundinn í London, eins og Netanyahu gerði á sunnudag. Tals- maður Arafats var þó svartsýnn á árangur af fundinum í gær og annar háttsettur Palestínumaður kvaðst ef- ast um að Blair eða Albright myndi takast það sem Bill Clinton Banda- ríkjaforseta hefði mistekist í tvígang. ísraelar svartsýnir Af yfirlýsingu frá Israelsstjóm í gær mátti ráða að þótt af fundum yrði væri ekld líklegt að þeir myndu skipta miklu. „Ekki er um að ræða að Evrópusambandið taki við hlut- verki sáttasemjara eða að þetta verði alþjóðleg ráðstefna heldur kemur til greina að haldnir verði fundir í Evrópu,“ sagði í henni. Friðarumleitanir runnu út í sand- inn fyrir rúmu ári þegar Israels- stjóm leyfði byggingarframkvæmd- ir í landnámi gyðinga í Austur-Jer- úsalem, sem Palestínumenn telja sitt land og ætla að verði höfuðstað- ur sjálfstæðs ríkis þeirra. Israelar hafa hins vegai- hvergi hvikað frá þeirri afstöðu að Jerúsalem öll og óskipt sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um helgina fór Blair til Egypta- lands og Jórdaníu þar sem hann ræddi friðarhorfur. í dag mun hann eiga annan fund með Netanyahu áð- ur en hann heldur heim. ------------------ Enginn fram gegn Abacha London. Reuters. BRESK stjómvöld lýstu í gær óánægju með að allt benti til þess að Sani Abacha hershöfðingi, æðsti valdhafinn í Nígeríu, yrði sjálfkjör- inn í forsetakosningum sem fram eiga að fara 1. ágúst nk. í gær höfðu allir stjórnmálaflokk- ar sem leyfðir era í landinu lýst stuðningi við framboð Abacha. Tals- maður breska utanríkisráðuneytisins sagði erfitt að sjá hvernig það kæmi heim og saman við loforð herfor- ingjastjórnarinnar um að koma á lýðræðislegri stjóm í Nígeríu eigi síðar en í október. Paz minnst í Mexíkóborg KISTA mexíkóska skáldsins Octa- vio Paz var í gær borin inn í leik- hús hinna fögru lista í Mexíkóborg þar sem Emesto Zedillo forseti og fjöldi listamanna minntust Paz en hann lést á sunnudag, 84 ára. Paz var eitt helsta skáld Mexíkó og hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1990. ■ Ljósið reisir musteri/29 ------♦-♦-♦--- Rauðu herdeild- irnar lagð- ar niður Bonn. Reuters. ÞÝSKU hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar, sem einnig voru þekktar sem Baader-Meinhof- samtökin, hafa verið lögð niður, ef marka má átta síðna yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þýska leyniþjónustan telur að skjalið sé ekta en með því er endi bundinn á 28 ára blóði drifna sögu samtakanna. Sprengjutilræði, mann- rán og morð kostuðu alls 50 manns lífið en síðasta morðið var framið ár- ið 1991. Tilræðin beindust einkum að þýskum athafnamönnum og banda- rískum hermönnum en Rauðu her- deildirnar voru yst til vinstri á væng stjómmálanna. I lokayfirlýsingu Rauðu herdeild- anna segir að þær hafi „hafnað í blindgötu" og að stærstu mistök þeirra hafi líklega verið að koma ekki á fót stjórnmálasamtökum í tengslum við hryðjuverkahópinn. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, heilsar upp á palestínska drengi á Gaza-svæðinu í gær. Kíríjenko segir stjórnarkreppu ekki hindra markaðsumbætur Hyggjast kæra Jeltsín fyrir embættisbrot SÞ frestar viðræð- um við Talíbana Moskvu. Reuters. SERGEJ Kíryenko, skipaður for- sætisráðherra í Rússlandi, fullvissaði Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, um að stjórnarkreppan, sem staðið hefur í mánuð í Rússlandi, myndi ekki koma í veg fyrir markaðsumbætur þar í landi. Spennan eykst nú í dúmunni vegna andstöðunnar við skipan Kíríj- enkos og í gærkvöldi kvaðst komm- únistinn Viktor Iljúkín, forseti ör- yggismálanefndar dúmunnar, ætla að kæra Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta fyrir embættisbrot, en slík kæra myndi koma í veg fyrir að Jeltsín geti leyst upp þingið næstu þrjá mánuði. Bandaríkjamenn hafa æ meiri áhyggjur af afdrifum umbótastefn- unnar vegna stjórnarki-eppunnar og áttu Talbott og Kíryenko fund í Moskvu í gær, þar sem sá síðar- nefndi fullvissaði Talbott um að deil- an stæði um menn en ekki málefni og að stefna stjómvalda í mark- aðsumbótum væri óbreytt. Kæra stenst tæpast lög Dúman greiðir atkvæði um skipan Kíríjenkos þriðja sinni á fóstudag. Þrátt fyrir að enn sé yfirgnæfandi meirihluti þingmanna andvígur skip- un hans hafa æ fleiri þingmenn stjórnarinnar séð sig nauðbeygða til að lýsa yfir stuðningi við hann. „Það er ekki Kíríjenko, heldur framtíð dúmunnar, sem er að veði,“ sagði Nikolaj Khartonov, einn harðlínu- manna. Ætlun Iljúkíns að kæra Jeltsín kann þó að ýta undir von kommúnista um að þeir hafi betur í rimmunni við Jeltsín, þótt afar ólík- legt sé talið að hún standist lög. ■ Náðu ekki samkomulagi/22 Kabiíl, Washington. Reuters. VIÐRÆÐUM fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og leiðtoga Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, var frestað um óákveðinn tíma í gær. Talíbanar neita að ræða við SÞ meðan Venezúelamaðurinn Alfredo Witschi-Cestari fer fyrir nefndinni en SÞ segjast ekki geta sætt sig við að Talíbanar ákveði hverjir koma fram fyrir hönd SÞ. Hins vegar hófust friðarviðræður Talíbana og afganskra stjórnarand- stæðinga í Islamabad í Pakistan í gær eins og ráð var fyrir gert, en Bill Richardson, sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, miðlar málum þar. I fyrmefndu viðræðunum átti að reyna að leysa hnút sem kominn er á samskipti þessara aðila en fulltrú- ar SÞ kvarta undan slæmum vinnu- skilyrðum í Afganistan. Var allt lið SÞ kallað frá suðurhluta Kandahar- svæðisins í síðasta mánuði vegna þessa. SÞ hefur einnig átt erfitt með að sætta sig við afstöðu Tah'- bana til kvenna en stjórnarerind- rekar telja að Talíbanar hafni Cest- ari vegna þess að hann hefur áður reynt að fá þá til að breyta stefnu sinni í málefnum kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.