Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 89. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blair ræðir við Netanyahu og Arafat í Mið-Austurlandaför Fallast á friðar- viðræður í London Gaza, Washington, London. Reuters. The Daily Telegraph. 61 talinn af í flugslysi í Kólumbíu Bogota. Reuters. Rúmlega sextíu manns eru taldir af eftir að Boeing 727-vél TAME- flugfélagsins flaug á fjallshlíð skammt frá Bogota í Kólumbíu í gær. Ekki er talið að neinn hafi lif- að slysið af. Vélin fórst aðeins þremur mínút- um eftir flugtak frá flugvellinum í Bogota um kl. 16.30 að staðartíma en óstaðfestar fréttir hermdu að hún hefði millilent á leið frá Ekvador til Quito. Air France-flug- félagið hafði vélina á leigu. Að sögn talsmanns lögreglunnar voru að minnsta kosti 61 um borð í vélinni, tíu manna áhöfn og 51 far- þegi. Ekki er vitað hver orsök slyssins var en þoka var á slysstað. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mun stýra friðarviðræðum ísraela og Palest- ínumanna í London 4. maí nk. og mun hún eiga fundi með Yasser Ara- fat, forseta heimastjómar Palestínu- manna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, hvorum fyrir sig. Þetta er niðurstaða við- ræðna Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, við Arafat og Net- anyahu í gær og fyrradag, en Blair er nú á ferð um Mið-Austurlönd. Á fundinum í London verða ræddar til- lögur Bandaríkjamanna er miða að því að koma friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs af stað á ný. Efasemdir eru þó um að árangur verði af viðræðunum, talsmaður Al- bright sagði í gær að ekki hefðu orð- ið breytingar á afstöðu deiluaðila og að ólíklegt væri að Netanyahu og Arafat myndu ræðast við í London. í gær átti Blair fund með Arafat á heimastjómarsvæði Palestínumanna á Gaza og þáði Arafat boð Blairs um að mæta á fundinn í London, eins og Netanyahu gerði á sunnudag. Tals- maður Arafats var þó svartsýnn á árangur af fundinum í gær og annar háttsettur Palestínumaður kvaðst ef- ast um að Blair eða Albright myndi takast það sem Bill Clinton Banda- ríkjaforseta hefði mistekist í tvígang. ísraelar svartsýnir Af yfirlýsingu frá Israelsstjóm í gær mátti ráða að þótt af fundum yrði væri ekld líklegt að þeir myndu skipta miklu. „Ekki er um að ræða að Evrópusambandið taki við hlut- verki sáttasemjara eða að þetta verði alþjóðleg ráðstefna heldur kemur til greina að haldnir verði fundir í Evrópu,“ sagði í henni. Friðarumleitanir runnu út í sand- inn fyrir rúmu ári þegar Israels- stjóm leyfði byggingarframkvæmd- ir í landnámi gyðinga í Austur-Jer- úsalem, sem Palestínumenn telja sitt land og ætla að verði höfuðstað- ur sjálfstæðs ríkis þeirra. Israelar hafa hins vegai- hvergi hvikað frá þeirri afstöðu að Jerúsalem öll og óskipt sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um helgina fór Blair til Egypta- lands og Jórdaníu þar sem hann ræddi friðarhorfur. í dag mun hann eiga annan fund með Netanyahu áð- ur en hann heldur heim. ------------------ Enginn fram gegn Abacha London. Reuters. BRESK stjómvöld lýstu í gær óánægju með að allt benti til þess að Sani Abacha hershöfðingi, æðsti valdhafinn í Nígeríu, yrði sjálfkjör- inn í forsetakosningum sem fram eiga að fara 1. ágúst nk. í gær höfðu allir stjórnmálaflokk- ar sem leyfðir era í landinu lýst stuðningi við framboð Abacha. Tals- maður breska utanríkisráðuneytisins sagði erfitt að sjá hvernig það kæmi heim og saman við loforð herfor- ingjastjórnarinnar um að koma á lýðræðislegri stjóm í Nígeríu eigi síðar en í október. Paz minnst í Mexíkóborg KISTA mexíkóska skáldsins Octa- vio Paz var í gær borin inn í leik- hús hinna fögru lista í Mexíkóborg þar sem Emesto Zedillo forseti og fjöldi listamanna minntust Paz en hann lést á sunnudag, 84 ára. Paz var eitt helsta skáld Mexíkó og hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1990. ■ Ljósið reisir musteri/29 ------♦-♦-♦--- Rauðu herdeild- irnar lagð- ar niður Bonn. Reuters. ÞÝSKU hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar, sem einnig voru þekktar sem Baader-Meinhof- samtökin, hafa verið lögð niður, ef marka má átta síðna yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þýska leyniþjónustan telur að skjalið sé ekta en með því er endi bundinn á 28 ára blóði drifna sögu samtakanna. Sprengjutilræði, mann- rán og morð kostuðu alls 50 manns lífið en síðasta morðið var framið ár- ið 1991. Tilræðin beindust einkum að þýskum athafnamönnum og banda- rískum hermönnum en Rauðu her- deildirnar voru yst til vinstri á væng stjómmálanna. I lokayfirlýsingu Rauðu herdeild- anna segir að þær hafi „hafnað í blindgötu" og að stærstu mistök þeirra hafi líklega verið að koma ekki á fót stjórnmálasamtökum í tengslum við hryðjuverkahópinn. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, heilsar upp á palestínska drengi á Gaza-svæðinu í gær. Kíríjenko segir stjórnarkreppu ekki hindra markaðsumbætur Hyggjast kæra Jeltsín fyrir embættisbrot SÞ frestar viðræð- um við Talíbana Moskvu. Reuters. SERGEJ Kíryenko, skipaður for- sætisráðherra í Rússlandi, fullvissaði Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, um að stjórnarkreppan, sem staðið hefur í mánuð í Rússlandi, myndi ekki koma í veg fyrir markaðsumbætur þar í landi. Spennan eykst nú í dúmunni vegna andstöðunnar við skipan Kíríj- enkos og í gærkvöldi kvaðst komm- únistinn Viktor Iljúkín, forseti ör- yggismálanefndar dúmunnar, ætla að kæra Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta fyrir embættisbrot, en slík kæra myndi koma í veg fyrir að Jeltsín geti leyst upp þingið næstu þrjá mánuði. Bandaríkjamenn hafa æ meiri áhyggjur af afdrifum umbótastefn- unnar vegna stjórnarki-eppunnar og áttu Talbott og Kíryenko fund í Moskvu í gær, þar sem sá síðar- nefndi fullvissaði Talbott um að deil- an stæði um menn en ekki málefni og að stefna stjómvalda í mark- aðsumbótum væri óbreytt. Kæra stenst tæpast lög Dúman greiðir atkvæði um skipan Kíríjenkos þriðja sinni á fóstudag. Þrátt fyrir að enn sé yfirgnæfandi meirihluti þingmanna andvígur skip- un hans hafa æ fleiri þingmenn stjórnarinnar séð sig nauðbeygða til að lýsa yfir stuðningi við hann. „Það er ekki Kíríjenko, heldur framtíð dúmunnar, sem er að veði,“ sagði Nikolaj Khartonov, einn harðlínu- manna. Ætlun Iljúkíns að kæra Jeltsín kann þó að ýta undir von kommúnista um að þeir hafi betur í rimmunni við Jeltsín, þótt afar ólík- legt sé talið að hún standist lög. ■ Náðu ekki samkomulagi/22 Kabiíl, Washington. Reuters. VIÐRÆÐUM fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og leiðtoga Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, var frestað um óákveðinn tíma í gær. Talíbanar neita að ræða við SÞ meðan Venezúelamaðurinn Alfredo Witschi-Cestari fer fyrir nefndinni en SÞ segjast ekki geta sætt sig við að Talíbanar ákveði hverjir koma fram fyrir hönd SÞ. Hins vegar hófust friðarviðræður Talíbana og afganskra stjórnarand- stæðinga í Islamabad í Pakistan í gær eins og ráð var fyrir gert, en Bill Richardson, sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, miðlar málum þar. I fyrmefndu viðræðunum átti að reyna að leysa hnút sem kominn er á samskipti þessara aðila en fulltrú- ar SÞ kvarta undan slæmum vinnu- skilyrðum í Afganistan. Var allt lið SÞ kallað frá suðurhluta Kandahar- svæðisins í síðasta mánuði vegna þessa. SÞ hefur einnig átt erfitt með að sætta sig við afstöðu Tah'- bana til kvenna en stjórnarerind- rekar telja að Talíbanar hafni Cest- ari vegna þess að hann hefur áður reynt að fá þá til að breyta stefnu sinni í málefnum kvenna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.