Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bæjarendurskoðandi Hafnarfjarðar um öldrunarsamtökin Höfn Heildarskuldir samtak- anna nema 114 millj. kr. Morgunblaðið/Kristinn Öldrunarsamtökin Höfn búa við erfiða fjárhagsstöðu og eng- inn virðist ábyrgur gagnvart þeirri stöðu sem komin er upp, að mati bæjarendurskoð- anda í Hafnarfirði. Guðjón Guðmundsson skoðaði skýrslu bæjar- endurskoðanda og greinargerð frá Höfn. SKULDIR öldrunarsamtak- anna Hafnar í Hafnarfirði sem ekki eru tök á að greiða nema um 66,2 millj- ónum króna og enginn virðist ábyrgur gagnvart þeim stöðu sem komin er upp. Heildarskuldir sam- takanna nema 114 milljónum kr. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu bæjarendurskoðanda Hafnarfjarðar sem lögð hefur verið fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þá kemur fram í skýrslunni að ekki sé að sjá að ábyrgðarveitingar bæj- arsjóðs, samtals að fjárhæð 140 milljónir kr., eigi sér viðhlítandi stoð í sveitarstjórnarlögum. Einnig er það mat bæjarendurskoðanda að fjárhagsleg ábyrgð sjálfseignar- stofnunarinnar Hafnar sé engin og ekki stofnenda samtakanna heldur. Það var Jóhann Bergþórsson bæjarfulltrúi sem gerði tillögu um það á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar 19. mars sl. að bæjarendur- skoðanda yrði falið að kanna öll samskipti bæjarsjóðs og öldrunar- samtakanna Hafnar á undanförn- um árum. Tillöguna bar Jóhann fram í ljósi upplýsinga um bæjará- byrgðir til handa öldrunarsamtök- unum. Hann segir fjárhagsstöðu samtakanna afar bágborna. I skýrslu bæjarendurskoðanda kemur fram að skuld samtakanna við Sparisjóð Hafnarfjarðar nemi nú 108 milljónum kr. og skuld við Húsnæðisstofnun ríkisins um 6 milljónum kr. Hins vegar sé raun- hæft að ætla að á móti komi sala tveggja íbúða í eigu samtakanna á 15 milljónir kr. Leigusamningur til fimm ára er við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um hálfa 1. hæð á Sólvangsvegi 3. Bæjar- endurskoðandi telur að leigan dugi í til að greiða skuldina við Húsnæð- ‘ isstofnun og ef gengið yrði út frá ! því að ráðuneytið legði til við Al- | þingi, eins og húsaleigusamningur- | inn ráðgerir, að 85% verði keypt » má ætla að söluverðið verði um * 26,8 milljónir kr. Með þessu myndu |r heildarskuldir lækka úr 114 millj- ónum kr. í um 66,2 milljónir kr. Óleystur vandi virðist því vera um 66,2 milljónir kr. Stofnendur bera engar fjárhagslegar skuldbindingar i Skipulagsskrá Hafnar var sam- ’ þykkt á stofnfundi 8. desember i 1990. Þar segir m.a. að eignir stofnunarinnar séu þau framlög í reiðufé eða öðrum verðmætum sem berast og safnað verður til byggingar öldrunarmiðstöðvar í Hafnarfirði. Stofnendur bera eng- ar fjárhagslegar skuldbindingar vegna sjálfseignarstofnunarinnar. Bæjarendurskoðanda er ekki kunnugt um að bæjarsjóður Hafn- arfjarðar hafi samþykkt þessa skipulagsskrá fyiir sitt leyti þrátt fyrir að þrír menn frá bænum séu tilnefndir í fulltrúaráð samtakanna. I skipulagsskránni segir að full- trúaráðið skuli koma saman eigi sjaldnar en tvisvar á ári og fara yf- ir skýrslur stjórnar og forstjóra um reksturinn, fjárreiður og fleira. „Ef eftir þessu hefði verið farið og bæjarstjóm Hafnarfjarðar ávallt upplýst hvemig fjárhagsstaða Hafnar væri þá væri þessi greinar- gerð með öllu óþörf.“ Byrjað með tvær hendur tómar I skýrslunni segir að Höfn hafi byrjað framkvæmdirnar, þ.e. 40 íbúða hús að Sólvangsvegi 1, með tvær hendur tómar. Enginn af stofnendum hafi lagt til fjármuni. I árslok 1991 er undirritaður samn- ingur milli samtakanna og Spari- sjóðs Hafnarfjarðar. 1. liður samn- ingsins fól í sér að Sparisjóðurinn veitti samtökunum skammtímafyi’- irgreiðslu á byggingartíma sem yrði tryggð með sjálfskuldar- ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar eða annarri þeirri tryggingu sem Sparisjóðurinn tæki gilda. I fram- haldi af þessum samningi er gerð svohljóðandi samþykkt í bæjarráði: „Bæjarráð staðfestir 1. lið samn- ings Hafnar og Sparisjóðs Hafnar: fjarðar sem lýtur að bæjarsjóði.“ í skýrslu bæjarendurskoðanda segir að hvergi sé minnst á ákveðna fjár- hæð sem bæjarsjóður ábyrgist. 90 millj. kr. víxill „En þann 19. apríl 1993 er útbú- inn tryggingarvíxill vegna yfirdrátt- arheimildar Hafnar... Samþykkj- andi er Höfn en útgefandi Bæjai’- sjóður Hafnarfjarðar. Víxillinn er óútíylltur (in blanco) að því er varðar útgáfudag og gjalddaga en að ijár- hæð kr. 90.000.000, níutíumilljónir. Sparisjóðurinn getur formgilt víxil- inn með því að rita á hann útgáfudag og gjalddaga verði um vanskil að ræða af hálfú tékkai-eikningshafa. Skuld Hafnai’ nú á þessum reikningi er um 43 milljónir kr.“ Bæjarendurskoðandi segir síðar í skýrslu sinni að ekki sé að sjá að tryggingarvíxillinn eigi sér viðhlít- andi stoð í samþykktum bæjar- SÓLVANGSVEGUR 1-3 í Hafnarfirði. stjórnar og 5. mgr. 89. gr. sveitar- stjómarlaga. „Ég fæ því ekki séð að þessi ábyrgð hafi gildi," segir bæjarendurskoðandi. Bæjarendurskoðandi finnur einnig að því að ekki hafi verið staðið við þriðju grein samnings Hafnar og Sparisjóðsins þar sem segir m.a. að fulltmar beggja aðila samningsins skuli fara sameigin- lega yfir stöðu reikninga á þriggja mánaða fresti meðan á verkinu stendur og gera bókhaldslegt upp- gjör um rekstur og afkomu Hafnar á fjöguma mánaða fresti eftir að byggingu lýkur. Greinargerð Hafnar I greinargerð frá formanni og framkvæmdastjóra Hafnar fyrir árin 1990 til 1998 segir m.a. að Höfn hafi verið falið af bæjaryfir- völdum að annast byggingu íbúða í þágu aldraðra á Sólvangstorfunni. Þessu hafnar bæjarendurskoðandi og segir að hvergi í samþykktum hafi Höfn verið falið af bæjaryfir- völdum þetta verkefni. Svo virðist sem enginn fulltrúi bæjaryfirvalda hafi verið á stofnfundi og ekki sam- þykkt þar skipulagsskrá. I greinargerðinni segir einnig að bæjaryfirvöld hafi frá fyrstu tíð verið aðili að samtökunum, átt menn í stjórn og varastjórn, og eðlilega hafi verið mikil samskipti við bæjaryfirvöld á hverjum tíma. Bæjarfélagið eigi alls ellefu íbúðir í húsunum tveimur. Skömmu eftir að framkvæmdir hófust hafi komið yfir þjóðfélagið efnahagsleg lægð og vegna þess að treglega hafi gengið að selja í upphafi hafi fjár- mögnun bygginganna orðið þyngi-i en gert var ráð fyrir. Það séu þó einkum þrír þættir sem valdið hafi Höfn fjárhagslegum byrðum; fé- lagsaðstaða í kjallara á Sólvangs- vegi 1, flýtikostnaður vegna jarð- vegs- og lagnavinnu, sökkuls og botnplötu á Sólvangsvegi 3 og dráttur á ráðstöfun á húsnæði und- ir heilsugæslu. I greinargerðinni er þess farið á leit við bæjarráð að Hafnarfjarðar- bær veiti fjárframlag til kaupa á hálfri félagsaðstöðunni, en bæjar- félagið hafði áður keypt helming- inn. Þessi lausn skipti sköpum fyrir áframhaldandi uppbyggingu Hafn- ar. „Upphaf þessarar aðstöðu í kjallaranum má rekja til þess að þegar jarðvegsframkvæmdir hófust í nóvember 1991 kom í ljós að miklar uppfyllingar yrðu í sökkli eða möguleiki að nýta rýmið í þágu íbúanna." Síðari kosturinn var tek- inn að höfðu samráði við bæjaryfir- völd. Kostnaður vegna flýtiframkvæmda I greinargerð Hafnar segir einnig að þegar framkvæmdir hófust við Sólvangsveg 1 hafi fljótt komið fram áhyggjur forráða- manna Sólvangs og heilsugæslu- stöðvar þar sem þeir töldu óþæg- indi af framkvæmdum við hús- grunna Hafnar, m.a. hávaða og margvíslegar truflanir. Þáverandi bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stef- ánsson, óskaði eindregið eftir því að unnið yrði samtímis við báða grannana og hét því að beita sér fyrir fjárframlögum til Hafnar úr bæjarsjóði vegna aukakostnaðar af þeim sökum. Höfn varð við þessari beiðni en uppgjör vegna þessa flýtikostnaðar hefur ekki enn feng- ist afgreitt. Bæjarráð hafði fyrir sitt leyti samþykkt kaup á húsnæði á jarð- hæð Sólvangsvegar 3 íyrir starf- semi heilsugæslustöðvar. „Síðan hófst löng og tafsöm ganga sem lyktaði með leigusamningi 13. júní sl., þ.e. Höfn annars vegar og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið/fjármálaráðuneytið hins vegar með skilyrt kaup innan fimm ára,“ segir í greinargerðinni. Hús- næðið hafi verið byggt fyrir lánsfé, staðið ónotað og hlaðið upp vaxta- kostnaði. Stjóm Hafnar hefur farið fram á fjárframlag úr bæjarsjóði vegna þessa óheyrilega dráttar. Nú hefur bæjarráð óskað eftir tillögu stjórnai- Hafnar um hvernig megi leysa núverandi vanda og koma rekstri samtakanna á öragg- an rekstrargrann til frambúðar og tryggja þannig öryggi íbúanna, sem eru um 130 talsins. Þá var á fundi bæjarráðs lagt fram uppkast að veðleyfi um að Höfn verði heim- ilað að veðsetja Sparisjóði Hafnar- fjarðar eignarhluta í Sólvangsvegi 3 fyrir allt að 34 milljónir kr. og að veð bæjarsjóðs á eignarhlutanum, 10 milljónir kr., víki fyrir hinni nýju veðsetningu. Hagstofan kannar ferðavenjur Flestir ferðast innanlands NÆRRI helmingur íslendinga, 16-74 ára, fór í a.m.k. eina ferð á fyrsta og þriðja ársfjórðungi árið 1996 en yfir sumartímann ferðuðust mun fleiri eða 81% karla og 86% kvenna. Flestir ferðuðust innanlands hvort sem var á sumri eða vetri. Flestar ferðir voru skemmtiferðii’ eða 79% innanlandsferða og 63% ferða til útlanda. Hæsta hlufall við- skipta- og atvinnuferða var hjá fólki 45-4Í4 ára eða 11% innnanlandsferða ogS6% utanferða. I frétt frá Hagstofu Islands kemur fram að enginn áberandi munur er á ferðavenjum karla og kvenna en yngra fólkið ferðast meira innan- lands en þeir eldri og öfugt þegar lit- ið er til utanferða. Samkvæmt könnun Hagstofunnar voru ferðii’ innanlands samtals um milljón og gistinætur 3,3 milljónir. Sumartíminn er augljóslega aðal- ferðamannatíminn og vinsælasti áfangastaður innanlands er Suður- land en þangað fóru 30% ferða- manna og er skýringin sennilega sú að þar og á Vesturlandi eru stærstu sumarbústaðabyggðirnar. Um Vest- urland fóra 17% og svipaður fjöldi lagði leið sína um höfuðborgarsvæð- ið. Hjá ættingjum og vinum Ferðamenn gistu helst í sumar- húsum eða hjá ættingjum og vinum og var val á gististað mismunandi eftir aldri. Þeir yngri dvöldu gjarnan hjá ættingjum og vinum og voru hlutfallslega lengur í þeim ferðum en öðrum. Meirihluti ferðanna eða 77% voru stuttar ferðh’ 1-3 nátta og 17% voru 4-7 nátta. Vinsælasti ferðamát- inn var einkabíll eða í 82% allra ferða. Utanferðir voru 157 þús. og gistinætur erlendis vora 1,8 millj. Ferðirnar voru venjulega mun lengri talið í gistinóttum og algengast að fólk gisti á hótelum eða gistiheimil- um. Dvalarlengd var afar misjöfn eftir aldri og voru einungis 6% ferða 65-74 ára styttri en fjórar nætur en 28% ferða í hópi 25-44 ára. Flestir lögðu leið sína til Bretlands eða 16% en 12-15% ferðuðust til Spánar, Danmerkur og Bandaríkjanna. --------------- Deilt um við- byggingu á Laufásvegi ÍBÚAR á Bergstaðastræti 86 og Laufásvegi 77 hafa mótmælt ein- dregið áfonnum eiganda Laufásveg- ar 79 að byggja ofan á hús sitt. Þeir telja að viðbyggingin muni skyggja á sól og varpa skugga á sólpall og svalir og draga verulega úr birtu inn í hús þeirra. Eigandi Laufásvegar 79 sótti um leyfi til þess að byggja ofan á húsið, byggja yfir svalir, breyta inngangi og gluggum í kjallara hússins. Sam- tals nemur stækkunin 23,2 fermetr- um. Erindið var samþykkt á fundi byggingamefndar Reykjavíkur 12. mars síðastliðinn. I bréfi nágranna er vakin athygli á þeirri málsmeðferð sem málið hef- ur sætt. Þar segir m.a. að þeim hafi ekki borist tilkynning um að bygg- ingarnefnd hafi afgi’eitt erindi varð- andi þetta mál. Þeir lýsa yfir undrun á því að mál þetta skuli hafa farið alla þessa leið og vera komið á stig ákvarðana án þess að þeir hafi heyrt frá borgaryfirvöldum. Þeir telja málsmeðferðina fari í bága við ákvæði stjómsýslulaga. Málið var tekið fyrir á fundi borg- arráðs 14. apríl sl. og bréf þar um frá skrifstofustjóra borgarstjórnar. Málinu var frestað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.