Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 8

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r Er keikó falsaður ? MÉR er þá óhætt að skera skepnuna, my friend, ef þetta er bara eftirlíking. Sigið í Rauðfeldsgjá SÍMON og Örvar á Ieið niður þrönga og kalda Rauðfeldsgjá. Freistandi raun fyrir fjallagarpa Mál fslendingsins í Taílandi Ekki ljóst hvort Trygg- ingastofnim áfrýjar TRYGGINGASTOFNUN hef- ur ekki tekið ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli íslenska eft- irlaunaþegans, sem legið hefur veikur í Taílandi síðan í maí, verði áfrýjað. Vegna form- galla ógilti héraðsdómur í síð- ustu viku úrskurð tryggingaráðs um synjun sjúkratryggingar til mannsins. í dómi héraðsdóms segir ennfremur að maðurinn skuli njóta sjúkratryggingar þar til lögmæt ákvörðun um annað hafi verið tekin. Þá skal Trygg- ingastofnun greiða málskostnað. FJÓRIR ungir menn í björgunar- sveit Fiskakletts í Hafnarfirði, þeir Símon Halidórsson, Örvar Þorgeirsson og bræðumir Eiríkur og Grettir Yngvarssynir, sigu ný- lega niður í Rauðfeldsgjá á Snæ- fellsnesi, innst f gjána. Hugsan- Iega er þetta í fyrsta sinn sem þarna er sigið en kapparnir segj- ast engin merki hafa séð um fyr- irrennara á þessum tiltekna stað. Rauðfelds- eða Rauðfeldargjá er nyög djúp og dimm gjá austan til í Botnsfjalli sem stendur norð- austan við Stapafell á Snæfells- nesi. Heitir hún eftir Rauðfeldi Þorkelssyni frá Arnarstapa eftir að föðurbróðir hans, sjálfur Bárður Snæfcllsás, kastaði hon- um ofan f hana barnungum. Stráksi hafði unnið það til saka að koma dóttur ássins, Helgu, á kaldan klaka. Sem bar hana alla leið til Grænlands. Piltarnir sem nú létu sig síga 60 metra ofan í gjána eru 20 til 24 ára gamlir. Þeir búa þó yfir töluverðri reynslu en Sfmon og Örvar gengu á Ama Dablam í Himalayafjöiium síðast liðið haust. Sá yngsti, Eiríkur Yngv- arsson, segist vera búinn að stunda klifur og annað sem björgunarsveitarmenn láta sig hafa í 4 eða 5 ár. En af hverju létu þeir sig flakka niður sextug- an hamarinn? „Þetta var einfald- lega of freistandi til að sleppa því,“ segir Eiríkur, að hætti fjallamanna. Nýr framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Jafnvægi milli manns og lands Margrét María Sigurðardóttir IHAUST kemur til starfa nýr fram- kvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna. Mar- grét María Sigurðardótt- ir hefur verið ráðin til þess starfa en fráfarandi framkvæmdastjóri er Jó- hannes Gunnarsson, sem jafnframt er og hefur verið formaður Neyt- endasamtakanna. Mar- grét var spurð hver yrði starfsvettvangur fram- kvæjndastjórans? „Ég mun sjá um dag- legan rekstur skrifstofu Neytendasamtakanna og daglega stjórnun verk- efna. Ég mun líka fylgja eftir ákvörðunum stjórn- ar og sjá um þau atriði sem lúta að starfsmanna- haldi. Einnig mun ég hafa ábyrgð á fjármálum Neyt- endasamtakanna og fara með prókúru, svo það helsta sé talið.“ -Hefur þú kynnt þér neyt- endamál sérstaklega? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á neytendamálum og fylgst með þeim eftir föngum en það má segja að allt sem kemur fjölskyldu og lífi hennar við sé neytendamál með einum eða öðr- um hætti. Hingað til hefur neyt- endaumræða mest snúist um verðlag á vörum, galla og því um líkt en fleira er neytendamál; svo sem umhverfismál og Evrópu- málin, þ.e. samkeppni og þess háttar." -Hverju fínnst þér mest að- kallandi að sinna í neytendamál- efnum? „Fyrst þarf ég að kynna mér innviði starfsemi Neytendasam- takanna og síðan mun ég for- gangsraða í samvinnu við stjórn samtakanna." - Hvað fínnst þér sem uimenn- ur neytandi um neytendamálefni ► Margrét María Sigurðar- dóttir er fædd 2.10. 1964 í Kópavogi. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1985 en var eitt ár skiptinemi í Bandaríkjunum þar sem hún lauk „High SchooI“. Lögfræðinámi lauk Margrét frá Háskóla íslands 1990. Hún hefur starfað sem sýslufulltrúi á ýmsum stöðum á landsbyggðinni og jafnframt verið sjálfstætt starfandi lög- maður að hluta. Hún var bæj- arfulltrúi á Húsavík þar til ný- Iega að hún sagði af sér, en þar hefúr hún einnig sinnt öðrum verkefnum, svo sem í atvinnuráðgjöf og við um- hverfisáætlun. Margrét María hefur verið ráðin fram- kvæmdasljóri Neytendasam- takanna. Hún er gift Vigni Sigurólasyni dýralækni og eiga þau tvo drengi. hér á landi? „Við höfum verið aftar á mer- inni en nágrannaþjóðimar. Meg- inþorri tekna Neytendasamtak- anna kemur frá félagsmönnum, þau eru í raun grasrótarsamtök og byggja afkomu sína því á fjölda félagsmanna. Mikilvægt er að almenningur átti sig á þessu og styrki samtökin með góðri þátttöku." - Hvernig horfa þessi mál við á landsbyggðinni? „Neytendasamtökin hafa sinnt landsbyggðinni með því að starf- rækja skrifstofu á ísafirði og Akureyri og gera verðlagskann- anir úti á landi líka. En einnig eru fulltrúar frá öllum lands- homum í stjóm samtakanna.“ - Þú hefur unnið við umhverf- is- og atvinnumál á Húsavík, hvernig eru þau mál- efni á vegi stödd þar -------- núna? „Húsavík hefur verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við gerð umhverfisráð- ____________ gjafar þ.e. Staðardag- skrá 21. Bærinn hefur vissa „græna“ ímynd. Sem dæmi má taka uppgræðsluverkefni á Hólasandi sem er að því er ég best veit stærsta uppgræðslu- verkefni í Evrópu og jafnvel víð- ar. Núna virðist vera hér næg atvinna. I vor varð atvinnulífið hér fyrir áfalli eins og alþjóð er væntanlega kunnugt af frétta- flutningi. En þar fyrir utan er ýmislegt í atvinnulífi hér komið á góðan rekspöl. Ný hugbúnað- arfyrirtæki hafa verið stofnuð og stórar og miklar framkvæmd- ir standa yfir í hitaveitumálum.“ - Hefur þú í huga að kynna þér af eigin raun neytendamál er- lendis? „Ég geri ráð fyrir að það verði hluti af starfinu. Það er í gangi norræn samvinna í neytendamál- um og þeim verkefnum mun ég sinna eins og öðrum.“ - Er ekki eitt og annað í um- hverfísmálum sem tengist beint og óbeint neytendamálum? „Jú, mikið vantar enn upp á að nægilegar og réttar upplýs- ingar séu almenningi aðgengi- legar hvað t.d. snertir alls kyns efni í hreinlætisvörum og efnum sem notuð eru t.d. til að stemma stigu við órækt og sníkjudýrum í görðum. Notkun á vatnsorku er líka neytendamál, að ekki sé tal- að um sorpmál. Þar eru verkefni víða óleyst einkum á landsbyggðinni. Jafnvægi milli manns og náttúru er sann- ‘ arlega neytendamál. Það skiptir máli að maðurinn lifi í sátt og samlyndi við auðlindir landsins. Þetta er málefni sem alla varðar og snertir okkur á hverjum degi. Allt er þetta tengt - ef frárennsli er t.d. ófullnægj- andi vaða meindýr uppi. Við er- um öll neytendur og því er mikil- vægt í okkar hversdagslífi að styrkja stoðir samtaka eins og Neytendasamtakanna, vegna þess að þau eru ekki neitt án þátttöku fólksins í landinu." Samtökin ekkert án þátttöku fólksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.