Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r Er keikó falsaður ? MÉR er þá óhætt að skera skepnuna, my friend, ef þetta er bara eftirlíking. Sigið í Rauðfeldsgjá SÍMON og Örvar á Ieið niður þrönga og kalda Rauðfeldsgjá. Freistandi raun fyrir fjallagarpa Mál fslendingsins í Taílandi Ekki ljóst hvort Trygg- ingastofnim áfrýjar TRYGGINGASTOFNUN hef- ur ekki tekið ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli íslenska eft- irlaunaþegans, sem legið hefur veikur í Taílandi síðan í maí, verði áfrýjað. Vegna form- galla ógilti héraðsdómur í síð- ustu viku úrskurð tryggingaráðs um synjun sjúkratryggingar til mannsins. í dómi héraðsdóms segir ennfremur að maðurinn skuli njóta sjúkratryggingar þar til lögmæt ákvörðun um annað hafi verið tekin. Þá skal Trygg- ingastofnun greiða málskostnað. FJÓRIR ungir menn í björgunar- sveit Fiskakletts í Hafnarfirði, þeir Símon Halidórsson, Örvar Þorgeirsson og bræðumir Eiríkur og Grettir Yngvarssynir, sigu ný- lega niður í Rauðfeldsgjá á Snæ- fellsnesi, innst f gjána. Hugsan- Iega er þetta í fyrsta sinn sem þarna er sigið en kapparnir segj- ast engin merki hafa séð um fyr- irrennara á þessum tiltekna stað. Rauðfelds- eða Rauðfeldargjá er nyög djúp og dimm gjá austan til í Botnsfjalli sem stendur norð- austan við Stapafell á Snæfells- nesi. Heitir hún eftir Rauðfeldi Þorkelssyni frá Arnarstapa eftir að föðurbróðir hans, sjálfur Bárður Snæfcllsás, kastaði hon- um ofan f hana barnungum. Stráksi hafði unnið það til saka að koma dóttur ássins, Helgu, á kaldan klaka. Sem bar hana alla leið til Grænlands. Piltarnir sem nú létu sig síga 60 metra ofan í gjána eru 20 til 24 ára gamlir. Þeir búa þó yfir töluverðri reynslu en Sfmon og Örvar gengu á Ama Dablam í Himalayafjöiium síðast liðið haust. Sá yngsti, Eiríkur Yngv- arsson, segist vera búinn að stunda klifur og annað sem björgunarsveitarmenn láta sig hafa í 4 eða 5 ár. En af hverju létu þeir sig flakka niður sextug- an hamarinn? „Þetta var einfald- lega of freistandi til að sleppa því,“ segir Eiríkur, að hætti fjallamanna. Nýr framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Jafnvægi milli manns og lands Margrét María Sigurðardóttir IHAUST kemur til starfa nýr fram- kvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna. Mar- grét María Sigurðardótt- ir hefur verið ráðin til þess starfa en fráfarandi framkvæmdastjóri er Jó- hannes Gunnarsson, sem jafnframt er og hefur verið formaður Neyt- endasamtakanna. Mar- grét var spurð hver yrði starfsvettvangur fram- kvæjndastjórans? „Ég mun sjá um dag- legan rekstur skrifstofu Neytendasamtakanna og daglega stjórnun verk- efna. Ég mun líka fylgja eftir ákvörðunum stjórn- ar og sjá um þau atriði sem lúta að starfsmanna- haldi. Einnig mun ég hafa ábyrgð á fjármálum Neyt- endasamtakanna og fara með prókúru, svo það helsta sé talið.“ -Hefur þú kynnt þér neyt- endamál sérstaklega? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á neytendamálum og fylgst með þeim eftir föngum en það má segja að allt sem kemur fjölskyldu og lífi hennar við sé neytendamál með einum eða öðr- um hætti. Hingað til hefur neyt- endaumræða mest snúist um verðlag á vörum, galla og því um líkt en fleira er neytendamál; svo sem umhverfismál og Evrópu- málin, þ.e. samkeppni og þess háttar." -Hverju fínnst þér mest að- kallandi að sinna í neytendamál- efnum? „Fyrst þarf ég að kynna mér innviði starfsemi Neytendasam- takanna og síðan mun ég for- gangsraða í samvinnu við stjórn samtakanna." - Hvað fínnst þér sem uimenn- ur neytandi um neytendamálefni ► Margrét María Sigurðar- dóttir er fædd 2.10. 1964 í Kópavogi. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1985 en var eitt ár skiptinemi í Bandaríkjunum þar sem hún lauk „High SchooI“. Lögfræðinámi lauk Margrét frá Háskóla íslands 1990. Hún hefur starfað sem sýslufulltrúi á ýmsum stöðum á landsbyggðinni og jafnframt verið sjálfstætt starfandi lög- maður að hluta. Hún var bæj- arfulltrúi á Húsavík þar til ný- Iega að hún sagði af sér, en þar hefúr hún einnig sinnt öðrum verkefnum, svo sem í atvinnuráðgjöf og við um- hverfisáætlun. Margrét María hefur verið ráðin fram- kvæmdasljóri Neytendasam- takanna. Hún er gift Vigni Sigurólasyni dýralækni og eiga þau tvo drengi. hér á landi? „Við höfum verið aftar á mer- inni en nágrannaþjóðimar. Meg- inþorri tekna Neytendasamtak- anna kemur frá félagsmönnum, þau eru í raun grasrótarsamtök og byggja afkomu sína því á fjölda félagsmanna. Mikilvægt er að almenningur átti sig á þessu og styrki samtökin með góðri þátttöku." - Hvernig horfa þessi mál við á landsbyggðinni? „Neytendasamtökin hafa sinnt landsbyggðinni með því að starf- rækja skrifstofu á ísafirði og Akureyri og gera verðlagskann- anir úti á landi líka. En einnig eru fulltrúar frá öllum lands- homum í stjóm samtakanna.“ - Þú hefur unnið við umhverf- is- og atvinnumál á Húsavík, hvernig eru þau mál- efni á vegi stödd þar -------- núna? „Húsavík hefur verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við gerð umhverfisráð- ____________ gjafar þ.e. Staðardag- skrá 21. Bærinn hefur vissa „græna“ ímynd. Sem dæmi má taka uppgræðsluverkefni á Hólasandi sem er að því er ég best veit stærsta uppgræðslu- verkefni í Evrópu og jafnvel víð- ar. Núna virðist vera hér næg atvinna. I vor varð atvinnulífið hér fyrir áfalli eins og alþjóð er væntanlega kunnugt af frétta- flutningi. En þar fyrir utan er ýmislegt í atvinnulífi hér komið á góðan rekspöl. Ný hugbúnað- arfyrirtæki hafa verið stofnuð og stórar og miklar framkvæmd- ir standa yfir í hitaveitumálum.“ - Hefur þú í huga að kynna þér af eigin raun neytendamál er- lendis? „Ég geri ráð fyrir að það verði hluti af starfinu. Það er í gangi norræn samvinna í neytendamál- um og þeim verkefnum mun ég sinna eins og öðrum.“ - Er ekki eitt og annað í um- hverfísmálum sem tengist beint og óbeint neytendamálum? „Jú, mikið vantar enn upp á að nægilegar og réttar upplýs- ingar séu almenningi aðgengi- legar hvað t.d. snertir alls kyns efni í hreinlætisvörum og efnum sem notuð eru t.d. til að stemma stigu við órækt og sníkjudýrum í görðum. Notkun á vatnsorku er líka neytendamál, að ekki sé tal- að um sorpmál. Þar eru verkefni víða óleyst einkum á landsbyggðinni. Jafnvægi milli manns og náttúru er sann- ‘ arlega neytendamál. Það skiptir máli að maðurinn lifi í sátt og samlyndi við auðlindir landsins. Þetta er málefni sem alla varðar og snertir okkur á hverjum degi. Allt er þetta tengt - ef frárennsli er t.d. ófullnægj- andi vaða meindýr uppi. Við er- um öll neytendur og því er mikil- vægt í okkar hversdagslífi að styrkja stoðir samtaka eins og Neytendasamtakanna, vegna þess að þau eru ekki neitt án þátttöku fólksins í landinu." Samtökin ekkert án þátttöku fólksins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.