Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 16

Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tvö flöskuskeyti frá Sléttbak EA fundust hlið við hlið á Melrakkasléttu • • „Orugglega um öndvegissúlur skipsins að ræða“ FLOSKUSKEYTI sem skipveijar á Sléttbak EA, frystitogara tit- gerðarfélags Akureyringa hf., hentu í sjóinn á leiðinni heim úr Smugunni um miðjan september fyrir tæpum þremur árum, fund- ust með um 10 metra millibili á Skinnalónsreka á Melrakkasléttu fyrr í sumar. Hallur Þorsteins- son, bróðir Reynis sveitarstjóra á Raufarhöfn, fann flöskuskeytin en þeir bræður eru ættaðir frá Skinnalóni. „Þarna er örugglega um önd- vegissúlur skipsins að ræða,“ sagði Reynir sveitarstjóri enda hefur komið til tals, eftir að ÚA eignaðist hlut í útgerðarfélaginu Jökli á Raufarhöfn, að gera Slétt- bak út þaðan. „Þetta er greinilega einhver fyrirboði og við bjóðum alla áhafnarmeðlimi Sléttbaks vel- komna til Raufarhafnar." Orn Tryggvason, skipveiji á Sléttbak, sagði að þeir félagar um borð hefðu hent sex flösku- skeytum í sjóinn á lciðinni heim úr Smugunni í september 1996 og hefðu tvö þeirra fundist á Sk- innalónsreka fyrr í sumar. Árið áður sendu skipverjarnir á Slétt- bak frá sér fjögur flöskuskeyti á sömu leið og hefur eitt þeirra fundist á Melrakkasléttu og ann- að í Noregi. Leikaraskapur og forvitni „Þetta var nú fyrst og fremst leikaraskapur og forvitni í okkur en við notuðum hálfs lítra plast- flöskur undan gosi fyrir skeytin. En það er gaman að vita til þess að eitthvað af þeim hafi skilað sér á land og við bíðum eftir f i! ultfrtrtfiWt Morgunblaðið/Kristján SKIPVERJARNIR á Sléttbak EA voru duglegir að senda frá sér flöskuskeyti á leiðinni heim úr Smugunni árin 1995 og 1996 og hafa nokkur þeirra þegar skilað sér í land. fleirum," sagði Örn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skeytunum sem fundust í sumar, fóru þau í sjóinn um 600 sjómflur frá Islandi og um 300 sjómflur austnorðaustur af Jan Mayen, á miðju Noregshafi. Skeytin fóru í hafið með nokk- urra sjómflna millibili en þrátt fyrir það fundust tvö þeirra nærri hlið við hlið í fjörunni á Skinnalónsreka. Sæmundur Friðriksson, út- gerðarstjóri IJA, sagði það mjög merkilegt að skeytin skyldu finnast svo nærri hvort öðru, eftir að hafa rekið um 600 sjó- mflna leið á tæpum þremur ár- um. Hann sagði að miðað við að skeytin hefðu verið í sjónum í um 1.000 daga, hefði þau rekið um hálfa sjómflu á dag í beinni línu en miðað við þá strauma sem væru á þessu svæði hefði skeytin allt eins átt að reka eitt- hvað annað. AKUREYRARBÆR bauð í sumar fólki upp á að skrá sig á biðlista eft- ir leiguíbúðum bæjarins en við ráð- stöfun leiguíbúðanna er aldur um- sókna ein meginforsendan fyrir út- hlutun. Stefán Hallgrímsson á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri sagði að um 55-60 umsóknir lægju inni hjá skrifstofunnni en að ásókn í að kom- ast á biðlista væri mun minni en Tæplega 60 bíða eftir leiguíbtíðum hann gerði ráð fyrir. Hann sagði fólk vera að leita að íbúðum af flest- um stærðum og gerðum. „Ég átti von á að fleiri myndu skrá sig en það er ekki víst að fólk hafi áttað sig á þessum möguleika og það er enn hægt að skrá sig,“ sagði Stefán. Aðeins þeir sem ekki hafa greiðslugetu til að kaupa sér íbúð á almennum markaði og þeir sem búa við óöryggi í húsnæðismálum eða ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu, uppfylla skilyrði til að vera á biðlist- anum. Einnig þeir sem eiga við ým- iss konar erfiðleika að stríða og þá þarf umsækjandi að uppfylla skil- yrði um tekju- og eignamörk. LoksíOM STORDANSLEIKUR MILLJÓNAMÆRIN GANNA ásamt Páli Óskari, Bjarna Arasyni og Ragnari Bjarnasyni i Sjallanum 7. Húsið opnar kl. 23.30 MiðaverS aðeins kr. 1300 Bjarni Arason Ragnar Bjarnason Morgunblaðið/Margit Elva © Könnun á viðhorfi Akureyringa til Amts- bókasafnsins Anægja með þjónustu bókasafnsins NÝLEGA voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal Akur- eyringa á viðhorfi þeirra til Amts- bókasafnsins. Könnunin var sam- starfsverkefni Lísu Valdimarsdóttur og Amtsbókasafnsins, en könnunin var BA-verkefni Lísu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Islands. Af niðurstöðum könnunarinnar að dæma má ætla að Akureyringar séu almennt ánægðir með þjónustu bóka- safnsins og einnig er áberandi að starfsfólk bókasafnsins hlýtur mjög góða einkunn í könnuninni. Þátttakendur voru fyrst spurðir að því hvort þeir teldust notendur bóka- safnsins eða ekki. Notendur töldust þeir sem einhvem tímann höfðu not- fært sér þjónustu bókasafnsins, aðrir töldust ekki-notendur. Niðurstaðan var sú að notendur voru 84,6% en ekki-notendur voru 15,4%. Eingöngu notendur voru spurðir um þjónustu safnsins og kom þá ljós að 86,3% not- enda finnst þjónustan á safninu mjög góð eða frekar góð. Enginn valdi möguleikana slæm eða frekar slæm. Þegar kom að spurningum um úr- val safnsins voru bæði notendur og ekki-notendur spurðir um álit sitt á úrvali Amtsbókasafnsins. Niðurstað- an var sú að allmargir völdu val- möguleikann „ég veit ekki“, og segir í niðurstöðunum að af þessu megi ráða að safnið hafi ekki kynnt nógu vel fyrir notendum sínum hvað sé í boði á safninu. Starfsfólk Amtsbókasafnsins kom vel út úr könnuninni. Samtals 86,7% notenda töldu viðmót starfsfólks mjög gott eða gott og nefndu margir að hjálpsemi, brosmildi og kurteisi væru helstu einkenni starfsfólksins. Aðrar niðurstöður sem vöktu at- hygli aðstandenda könnunarinnar voru þær að meirihluti þátttakenda, eða 50,6%, vildu heldur hafa bóka- safnsskírteini ókeypis og hafa þá greiðslur íyrir sérþjónustu og sekt- argreiðslu dýrari. 79,2% töldu einnig að Amtsbókasafnið væri mjög mikil- vægt íyrir bæinn og 16,3 töldu það frekar mikilvægt. ----------------- Anægður með aflann SÆMUNDUR Ólason á Felix ÞH 120 var ánægður þegar hann landaði dagsverki sínu í Gríms- eyjarhöfn á frídegi verslunar- manna, en hann kom með tvö tonn að landi. Sæmundur er nú að veiðum á dagbát og á fjórum dögum hefur hann veitt tæplega níu tonn, en hann á 19 daga eftir. m Hljómtæki og bíltæki OLYMPUS LOEWE. Myndavélar Sjónvarpstæki AEG Heimilistæki x _ <3 NINTENDO.64 ^ Leikjatölvur og leikir JJtlasCbpœ Rafmagnsverkfæri 3 z 5 HBBHaO El CuinDesiT °Q Heimilistæki |jj __ríði_ RdDIONAUST Geislagötu 14 • Sími 462 1300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.