Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tvö flöskuskeyti frá Sléttbak EA fundust hlið við hlið á Melrakkasléttu • • „Orugglega um öndvegissúlur skipsins að ræða“ FLOSKUSKEYTI sem skipveijar á Sléttbak EA, frystitogara tit- gerðarfélags Akureyringa hf., hentu í sjóinn á leiðinni heim úr Smugunni um miðjan september fyrir tæpum þremur árum, fund- ust með um 10 metra millibili á Skinnalónsreka á Melrakkasléttu fyrr í sumar. Hallur Þorsteins- son, bróðir Reynis sveitarstjóra á Raufarhöfn, fann flöskuskeytin en þeir bræður eru ættaðir frá Skinnalóni. „Þarna er örugglega um önd- vegissúlur skipsins að ræða,“ sagði Reynir sveitarstjóri enda hefur komið til tals, eftir að ÚA eignaðist hlut í útgerðarfélaginu Jökli á Raufarhöfn, að gera Slétt- bak út þaðan. „Þetta er greinilega einhver fyrirboði og við bjóðum alla áhafnarmeðlimi Sléttbaks vel- komna til Raufarhafnar." Orn Tryggvason, skipveiji á Sléttbak, sagði að þeir félagar um borð hefðu hent sex flösku- skeytum í sjóinn á lciðinni heim úr Smugunni í september 1996 og hefðu tvö þeirra fundist á Sk- innalónsreka fyrr í sumar. Árið áður sendu skipverjarnir á Slétt- bak frá sér fjögur flöskuskeyti á sömu leið og hefur eitt þeirra fundist á Melrakkasléttu og ann- að í Noregi. Leikaraskapur og forvitni „Þetta var nú fyrst og fremst leikaraskapur og forvitni í okkur en við notuðum hálfs lítra plast- flöskur undan gosi fyrir skeytin. En það er gaman að vita til þess að eitthvað af þeim hafi skilað sér á land og við bíðum eftir f i! ultfrtrtfiWt Morgunblaðið/Kristján SKIPVERJARNIR á Sléttbak EA voru duglegir að senda frá sér flöskuskeyti á leiðinni heim úr Smugunni árin 1995 og 1996 og hafa nokkur þeirra þegar skilað sér í land. fleirum," sagði Örn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skeytunum sem fundust í sumar, fóru þau í sjóinn um 600 sjómflur frá Islandi og um 300 sjómflur austnorðaustur af Jan Mayen, á miðju Noregshafi. Skeytin fóru í hafið með nokk- urra sjómflna millibili en þrátt fyrir það fundust tvö þeirra nærri hlið við hlið í fjörunni á Skinnalónsreka. Sæmundur Friðriksson, út- gerðarstjóri IJA, sagði það mjög merkilegt að skeytin skyldu finnast svo nærri hvort öðru, eftir að hafa rekið um 600 sjó- mflna leið á tæpum þremur ár- um. Hann sagði að miðað við að skeytin hefðu verið í sjónum í um 1.000 daga, hefði þau rekið um hálfa sjómflu á dag í beinni línu en miðað við þá strauma sem væru á þessu svæði hefði skeytin allt eins átt að reka eitt- hvað annað. AKUREYRARBÆR bauð í sumar fólki upp á að skrá sig á biðlista eft- ir leiguíbúðum bæjarins en við ráð- stöfun leiguíbúðanna er aldur um- sókna ein meginforsendan fyrir út- hlutun. Stefán Hallgrímsson á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri sagði að um 55-60 umsóknir lægju inni hjá skrifstofunnni en að ásókn í að kom- ast á biðlista væri mun minni en Tæplega 60 bíða eftir leiguíbtíðum hann gerði ráð fyrir. Hann sagði fólk vera að leita að íbúðum af flest- um stærðum og gerðum. „Ég átti von á að fleiri myndu skrá sig en það er ekki víst að fólk hafi áttað sig á þessum möguleika og það er enn hægt að skrá sig,“ sagði Stefán. Aðeins þeir sem ekki hafa greiðslugetu til að kaupa sér íbúð á almennum markaði og þeir sem búa við óöryggi í húsnæðismálum eða ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu, uppfylla skilyrði til að vera á biðlist- anum. Einnig þeir sem eiga við ým- iss konar erfiðleika að stríða og þá þarf umsækjandi að uppfylla skil- yrði um tekju- og eignamörk. LoksíOM STORDANSLEIKUR MILLJÓNAMÆRIN GANNA ásamt Páli Óskari, Bjarna Arasyni og Ragnari Bjarnasyni i Sjallanum 7. Húsið opnar kl. 23.30 MiðaverS aðeins kr. 1300 Bjarni Arason Ragnar Bjarnason Morgunblaðið/Margit Elva © Könnun á viðhorfi Akureyringa til Amts- bókasafnsins Anægja með þjónustu bókasafnsins NÝLEGA voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal Akur- eyringa á viðhorfi þeirra til Amts- bókasafnsins. Könnunin var sam- starfsverkefni Lísu Valdimarsdóttur og Amtsbókasafnsins, en könnunin var BA-verkefni Lísu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Islands. Af niðurstöðum könnunarinnar að dæma má ætla að Akureyringar séu almennt ánægðir með þjónustu bóka- safnsins og einnig er áberandi að starfsfólk bókasafnsins hlýtur mjög góða einkunn í könnuninni. Þátttakendur voru fyrst spurðir að því hvort þeir teldust notendur bóka- safnsins eða ekki. Notendur töldust þeir sem einhvem tímann höfðu not- fært sér þjónustu bókasafnsins, aðrir töldust ekki-notendur. Niðurstaðan var sú að notendur voru 84,6% en ekki-notendur voru 15,4%. Eingöngu notendur voru spurðir um þjónustu safnsins og kom þá ljós að 86,3% not- enda finnst þjónustan á safninu mjög góð eða frekar góð. Enginn valdi möguleikana slæm eða frekar slæm. Þegar kom að spurningum um úr- val safnsins voru bæði notendur og ekki-notendur spurðir um álit sitt á úrvali Amtsbókasafnsins. Niðurstað- an var sú að allmargir völdu val- möguleikann „ég veit ekki“, og segir í niðurstöðunum að af þessu megi ráða að safnið hafi ekki kynnt nógu vel fyrir notendum sínum hvað sé í boði á safninu. Starfsfólk Amtsbókasafnsins kom vel út úr könnuninni. Samtals 86,7% notenda töldu viðmót starfsfólks mjög gott eða gott og nefndu margir að hjálpsemi, brosmildi og kurteisi væru helstu einkenni starfsfólksins. Aðrar niðurstöður sem vöktu at- hygli aðstandenda könnunarinnar voru þær að meirihluti þátttakenda, eða 50,6%, vildu heldur hafa bóka- safnsskírteini ókeypis og hafa þá greiðslur íyrir sérþjónustu og sekt- argreiðslu dýrari. 79,2% töldu einnig að Amtsbókasafnið væri mjög mikil- vægt íyrir bæinn og 16,3 töldu það frekar mikilvægt. ----------------- Anægður með aflann SÆMUNDUR Ólason á Felix ÞH 120 var ánægður þegar hann landaði dagsverki sínu í Gríms- eyjarhöfn á frídegi verslunar- manna, en hann kom með tvö tonn að landi. Sæmundur er nú að veiðum á dagbát og á fjórum dögum hefur hann veitt tæplega níu tonn, en hann á 19 daga eftir. m Hljómtæki og bíltæki OLYMPUS LOEWE. Myndavélar Sjónvarpstæki AEG Heimilistæki x _ <3 NINTENDO.64 ^ Leikjatölvur og leikir JJtlasCbpœ Rafmagnsverkfæri 3 z 5 HBBHaO El CuinDesiT °Q Heimilistæki |jj __ríði_ RdDIONAUST Geislagötu 14 • Sími 462 1300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.