Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjónusta númer eítt! Til sölu MMC Pajero, nýskráður 01.96. Ekinn 86.000 km, grænn, sjálfskiptur, bensin. Ásett verð kr. 2.590.000 Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Nmie-i ciH' f nch'Pvm hí/vmf Laugavegi 174,105 Reykjavlk, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Morgunblaðið/Þorkell Eini leikari Hellisbúans, Bjarni Haukur Þórsson, fær bikar að gjöf frá unnustu sinni, Sif Bjamadóttur, þegar sýningin sló aðsókn- armet sl. laugardag. Vignir Jóhannsson leik- myndahönnuður sýningarinnar og Ámi Þór Vigfússon framleiðandi hennar fylgjast með. Afleiðing’ar hlaupsins í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum Sandfok sjaldan verið meira SANDFOK á hálendinu meðfram farvegi Kreppu og Jökulsár á Fjöllum hefur aukist verulega eftir hlaupið í ánum í byrjun ágúst. Hlaupið er talið eitt það mesta sem um getur í nær hundrað ár og segir Kári Kristjánsson, landvörður í Herðubreiðalindum, Öskju og Hvannalindum til margra ára, að hann hafi ekki orðið var við meira sandfok eftir hlaup en nú. Jarðvegurinn binst á ný næsta sumar Á þeim ellefu árum sem Kári hefur starfað sem landvörður á há- lendinu hafa árnar hlaupið fjórum sinnum. Hlaupið í sumar var það stærsta sem hann hefur séð og sandfok aldrei verið meira. Sandfokið kemur aðallega úr hlaupfarveginum að sögn Kára. Rykið sem jökulárnar báru fram í hlaupinu fýkur upp en hlaupfar- vegurinn nær yfir óvenju stórt svæði vegna stærðar hlaupsins. Kári segir að eftir hlaup fyrri ára hafi jarðvegurinn oftast nær bund- ist á ný fyrsta árið og býst hann við að slíkt hið sama muni gerast eftir þetta hlaup þótt það taki ef til vill aðeins lengri tíma. „Síðasta duftið fer vanalega í vorleysingum árið eftir. Það er ekki ólíklegt að sandfoks gæti örlít- ið lengur núna vegna þess að þetta hlaup var stærra. Hlaupið skolaði burtu miklu efni suður í Kreppu- tungu og skilaði því niður í Herðu- breiðarlindir þar sem hægir á vatnsstraumnum vegna aukins lág- lendis,“ segir Kári. Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans Ástríður Thorarensen voru meðal sérstakra heiðurs- gesta á sýningunni um helgina, og klöppuðu Bjarna Hauki Iof í lófa fyrir frammistöðu hans. Hellisbúinn slær aðsóknarmet LEIKRITIÐ Hellisbúinn sem, sýnt er í íslensku óperunni, sló aðsóknarmet um síðustu helgi. Aldrei fyrr hafa fleiri leikhús- gestir séð sömu uppfærslu á leik- riti hérlendis. Gamla metið átti leikritið FIó á skinni sem sýnt var í gamla Iðnó þrjú leikár í röð, frá 1972 til 1975. Alls urðu sýningar 252 og uppfærsluna sáu 56.724 manns samkvæmt upplýsingum frá Leikfélagi Reykjavíkur. Þeg- ar 163. sýningu Hellisbúans lauk sl. laugardag höfðu 57.106 gestir séð uppfærsluna og aðsóknarmet FIó á skinni því slegið. Viðfangsefnið kemur við alla Af þessu tilefni var sýning Hellisbúans á laugardaginn með sérstökum hátíðarbrag þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans Ástríður Thorarensen, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og eigin- kona hans Rut Ingólfsdóttir, Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdasfjóri Sjálfstæðisflokks- ins og eiginkona hans Sigríður Snævarr voru heiðursgestir. Árni Þór Vigfússon er einn af þremur framlciðendum sýningar- innar og aðspurður um velgengni hennar sagði hann: „Boðskapur sýningarinnar er eitthvað sem allir þekkja og eiga við á hveij- um degi. Ég er ekki frá því að velgengni sýningarinnar stafi meðal annars af því hve vel allir þckkja viðfangsefni hennar. Samskipti okkar við hitt kynið er eitthvað sem við tökumst á við á hveijum degi og þannig tengir fólk viðfangsefnið við sjálft sig, sem er ekki verra. Auk þessa má að sjálfsögðu þakka frábærri leikstjóm Sigurðar Sigurjónsson- ar, leik Bjarna Hauks þórssonar og þýðingu og staðfæringu Hall- gríms Helgasonar," sagði Árni Þór. Að sögn Árna Þórs verður sýn- ingum á Hellisbúanum fram haldið eitthvað fram í vetrar- mánuðina en aðsókn er ennþá mjög góð. Hellisbúinn var frum- sýndur 9. júlí 1998 og hefur verið sýndur í Reykjavík og á Akur- eyri. Sýningar em að öllu jöfnu tvisvar sinnum í viku en vom sex sinnum í viku þegar mest lét. Börn innan 18 ára taki ekki þátt í hernaði HAUSTFUNDI utanríkisráðherra Norðuriandanna lauk á Egilsstöð- um í gær en hann sátu einnig starfsbræður þeirra frá Eystra- saltslöndunum, sem jafnan er boðið til fundarins, og utanríkisráðherra Kanada, Lloyd Axworthy. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir ráðherrar halda sameiginlegan fund. Helstu umræðuefni á fundi utan- ríkisráðherranna voru sameigin- legar áherslur á vettvangi alþjóða- og svæðisbundinna stofnana, en Norðurlöndin veita nú nokkrum slíkum stofnunum forystu sem kunnugt er. Rædd var svæðisbund- in samvinna á norðurslóðum, stjórnmálaþróunin í Rússlandi og uppbygging í Kosovo. Evrópusam- bandið, Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu og Evrópuráðið ásamt Sameinuðu þjóðunum hafa sameinað krafta sína í svokallaðri stöðugleika-áætlun fyrir Vestur- Balkanskagann. Halldór Ásgríms- son sagði í samtali við Morgunblað- ið að ekki væri ákveðin fjárveiting frá íslandi í þetta verkefni en minnti á að héðan hefðu farið lög- gæslumenn og starfsfólk frá heil- brigðisþjónustu og framhald yrði á slíkri aðstoð. Mikilvægt væri í þessu verkefni að eiga samstarf við viðeigandi stofnanir. Hann sagði uppbyggingu í Kosovo eiga eftir að standa lengi enn og ekki mætti gleyma því sem vinna þyrfti einnig að í Bosníu. Á fundinum undirrituðu ráðherr- ar Norðurlandanna yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að þátttaka barna og ungmenna undir 18 ára aldri í hermennsku verði bönnuð. Talið er að allt að 300 þúsund börn taki þátt í hernaðaraðgerðum, bæði innan eigin lands og í öðrum löndum. Á fundinum lýstu ráðheiTarnir nauðsyn þess að þessi lönd ættu með sér náið samstarf á alþjóða- vettvangi og sögðu mikilvægt að samræma stefnu og vinnu allra landanna þar. Lloyd Axworthy sagði í samtali við Morgunblaðið að nauðsynlegt væri að rödd þjóðanna við Norður- Atlantshaf og á Norðurskauts- svæðinu heyrðist. Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og Kanada hefðu sameiginlega hagsmuni og tryggja yrði að þau næðu með málflutning sinn í alþjóðlega samninga og fundi er vörðuðu umhverfismál. Hann sagði að fram hefði komið vitneskja um neikvæð áhrif mengunar í norðurhöfum á heilsufar manna. Það virtist ekki hafa náð athygli manna og við því yrði að bregðast með sameiginlegu átaki. fslandstorg í Tallin Á fundinum tilkynnti Toomas Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, að í tilefni af því að í dag eru liðin átta ár frá því landið hlaut sjálf- stæði og Island var fyrsta ríkið til að viðurkenna landið verði torg í Tallin hér eftir nefnt íslandstorg. Aðsetur utanríkisráðuneytisins er við torgið og verður það hér eftir við íslandstorg 1. Eftir fundina í gær héldu nokkr- ir ráðherranna frá Egilsstöðum og í dag hefst eins dags opinber heim- sókn Lloyds Axworthys á íslandi. Fyrir hádegi á hann viðræður við Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og síðar Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Ráðherrann heldur síðan til Hornafjarðar og snæðir hádegisverð á Jöklaseli á Vatna- jökli og heldur til Finnlands í kvöld. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ásamt utanríkisráðherra Kanada á fundi með fréttamönnum á Egilsstöðum í gær. Utanrfkisráðherrar Norðurlanda á haustfundi á Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.