Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 47** UMRÆÐAN Laugardals- vitleysan „ENN er þrengt að útivistarsvæðum Reykjavíkur" - segir fólk um þá áætlun að reisa hús við Suður- landsbraut. En þetta eru ekki útivistar- svæði, og hafa aldrei verið. Einfaldlega af því að enginn er svo vitlaus að hafa útivist á grasræmunum við þessa miklu umferðar- braut, hvað væri þar svo sem við að vera? Samanburðurinn er nærtækur við yndis- legan grasgarð og lystigarð innar í Laug- ardalnum, fjarri bflaumferð. „En grænu svæðin eru lungu borgar- innar“ heyrist stundum. Vilja menn nú ekki aðeins staldra við og Laugardalur Byggðina, segir Örn Ólafsson, þarf að þétta. hugsa þetta. Hversu mikið magn súrefnis skyldi koma frá þessum rykugu gi’asræmum við Suður- landsbraut í samanburði við það sem vindurinn ber af öræfavíðern- um íslands, eða af ómæli úthafs- ins? Niðurstaðan af hvorutveggja verður, að þessar óbyggðu spildur við Suðurlandsbraut séu óþarfar með öllu og megi þess vegna nýt- ast undir byggingar. „En af hverju mega þessi svæði ekki vera í friði, er nokkur ástæða til að byggja þarna?“ Já, það er svo sannarlega ástæða til þess. Reykjavík þarf nefnilega þéttari byggð, og, um- fram allt, blandaðri byggð. Mikilvægast er að ekki verði sérstök íbúðarhverfi aðskilin frá iðnaðar- og skrifstofuhverfum, heldur verði þessu öllu blandað sem mest saman. Þegar fólk and- mælir þessu og heimtar sérstök íbúðarhverfi, þá eru rökin gjarna þau að það vilji ekki hávaða og mengun inn í íbúðir sínar, oft fer það að vitna í skáldsögur Dickens sem gerast í London á miðri 19. öld, dregin er upp mynd af tærð- um öreigabörnum, sem veslast upp af að anda að sér þéttum kolareyk alla tíð. Svona eru áhrif bókmennt- anna mögnuð, fólk sér ekki um- hverfí sitt fyrir þeim. í rauninni mættu allir vita að nútíma iðn- rekstri fylgir lítill hávaði og enn minni mengun. Eg er ekki að boða álver í Vatnsmýrinni, heldur ein- faldlega þau litlu fyr- irtæki sem nú eru í Reykjavík, og auðvit- að þarf að meta hvert tilvik. En til hvers þá að blanda þessu öllu saman? Af því að slíkri blöndun fylgir stöðug umferð gang- andi fólks, og það er fremsta^ lífsskilyrði borga. í íbúðarhverf- um er umferðin svos- em einn klukkutíma á morgnana, þegar fólk er að fara í vinnu eða _ Örn skóla, og annan síð- Ólafsson degis þegar það kem- ur heim. Og svipað gildir að breyttu breytanda um hreinræktuð iðnaðarhverfi og skrifstofubyggingar. Þetta er skýringin á því hve lífvana út- hverfin eru. Beri menn saman við gróin borgarhverfi erlendis, svo sem í Kaupmannahöfn, þá sjá þeir þegar, að líflegustu göturnar eru þar sem öllu ægir saman, verk- stæðum, skrifstofum, íbúðum, verslunum o.fl. Því aðeins þar þrífst starfsemi svo sem kaffihús, krár, veitingahús og sérverslanir með takmarkaðan hóp viðskipta- vina. Fólk hugsi sig um, hvar gæti slíkt þrifist í úthverfum, þar sem eingöngu eru íbúðir, eða eingöngu iðnaður og verkstæði? Nú svarar e.t.v. einhver því til, að nóg sé um bjórkrár og kaffihús í Reykjavík, þótt flokkuð sé byggðin. Já, en væri nokkuð að því að hafa þetta dreifðara; er það ekki einmitt frægt vandamál, að þetta er allt samþjappað í gamla miðbænum? Þess vegna hefur þjappast þar drukkinn lýður um nætur, svo oft horfði til stórvandræða. Byggðina þarf að þétta, m.a. til að forðast óþarfa bflumferð. Stórar auðnir í borgarlandinu svo sem Laugardal- ur skapa meiri vegalengdir en flest fólk nennir að ganga til að sinna erindum sínum. Af sömu ástæðu verða helsti fáir farþegar á mörg- um leiðum almenningsvagna, og því verða ferðir þeirra strjálar, og reksturinn með halla. Afleiðingin verður sífellt fleiri einkabflar, og sífellt meiri umferð þeirra. Unn- endur grænna svæða verða því til að útrýma þeim umhverfis borg- ina, hún þenst æ meira út á kostn- að náttúrunnar umhverfis. Sömu rök eru til að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Þessi stóra auðn sundrar borginni og eykur bflaumferð í henni, fyrir nú utan hitt, að hvað eftir annað hefur leg- Mikið úrval af faNegum rúmfatnaii Úði* Skólavörðuslíg 21, Reykjavík, sínii 551 4050 55*, r Frábærir Namkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. Ath! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opið 9-16, lau. 10-12 ið við stórslysum af því að hafa flugvöll inni í miðri borg. Það hef- ur oft verið bent á, að óvíða sé flugvöllur jafnnálægt stórborg og Keflavíkurflugvöllur er Reykjavík. Sagt hefur verið að fólk sem bíði betra veðurs til að fijúga út á land megi ekki eiga langt út á flugvöll. Því komu framsóknarmenn með tillögu um hraðlestir frá Reykjavík þangað, einnig hefur verið talað um þyrlur fyrir flugfarþega til Keflavíkur. Þegar núverandi for- sætisráðherrra var borgarstjóri sagði hann að auðvitað dytti eng- um manni í hug að gera Reykja- víkurflugvöll á þessum stað núna. En þar reyndist hann ekki nógu sannspár, áætlaðar endurbætur jafngilda því að gera flugvöllinn að nýju - á versta hugsanlega stað. Ekki mæla efnahagsleg rök með því heldur, hugsið ykkur hvað borgarsjóður fengi fyrir lóðasölu þarna, hvflíkar framkvæmdir hægt yrði að kosta fyrir. Og er það ekki þessi flugvöllur sem heldur Reykjavík niðri í bókstaflegasta skilningi. Hún er lágreistasta borg sem ég hefi séð. Höfundur er bókmenntafræðingur. o o HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is ■j ^ L % \ fallegur V ORÐABÆKURNAR .. Snsk 5°nsk &■*» .. DSnsk islensk íslensk dðnsk ordnbók Biinslolstairi* IfhiHWcM w4b*« J Frönsk íslensk íslensk frönsl orðnbók elflimslrt lTtondai*-Mmf«< Þýsk íslensk / ?fnsk 'slensk orða* íslensk f /,inrii7 W*® smnsf orðabók MÉ ítölsk islensk •siensk itölsk orðahók í£!2*w*>4h, eSass Spænsk ■ íslensf íslensk spænsf orðabók Wiíiwiml*. .. tjf sflíl ■ Ot bob*k'>,t sVóW' e«4w Ödýrar og góðar orðabækur fyrír skólann, , | mm . m , m K ■ fM />. ó skrifstofuna og í ferðalagið $ ORÐABOKAUTGÁFAN *<L\ W Veldu besta stuðningsmannaliðið www.simi.is 0 V - ILANDSSÍMA DEILDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.