Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 41 HESTAR Lokasprettur Harðar ‘99 Léttir sprettir á V armárbökkum SIGURBJORN Bárð- arson var atkvæða- mikill á Varmárbökk- um og barðist um gullin í öllum grein- um. Tók hann þátt í fjórum greinum og sigraði í tveimur greinum og annar í tveimur. Varð hann meðal annars að lúta í gras í tölti í opnum flokki fyrir eiginkonu sinni Fríðu H. Stein- ai-sdóttur sem keppti á fímmgangshesti Sigurbjörns, Byl frá Skáney en sjálfur var hann á Garpi frá Krossi. Þá laut hann einnig í lægra haldi í tölti meistara fyrir Sævari Haraldssyni á Glóð frá Hömluholti en í báðum tilvikum var keppnin hnífjöfn. Glóð í feiknagóðu formi og líklega með sínar bestu einkunnir. En í skeiðinu stóð Sigur- björn þéttur fyrir og sigraði á Ósk frá Litla- dal í 250 metrunum nokkuð örugglega og á Snarfara gamla frá Kjalarlandi í 150 metrun- um eftir æsispennandi keppni við Loga Lax- dal og nýbakaðan skeiðmeistara Magnús Benediktsson. Logi var með Hraða frá Sauð- árkróki en Magnús með Leó frá Hvítanesi. Endingin í Snarfara virðist með ólíkindum, hann er nú 23 vetra gamall og ennþá er hann í fremstu röð skeiðhesta í 150 metrunum. Að vísu er hann löngu kominn með spatt í báða afturfætur en það er allt gróið saman og virð- ist ekki há honum. Sigurbjörn segir að hita þurfi hestinn upp eftir kúnstarinnar reglum, hann sé stirður af stað en hann fær langa upphitun og gjarnan teygt aðeins á honum fyrir spretti. Bylur frá Skáney vakti athygli á Varm- árbökkunum fyrir sér- lega gott tölt því þama er á ferðinni al- hliða hestur sem skil- að hefur Sigurbfrni góðu í fimmgangi og einnig á hann góðan tíma í 250 metra skeið, rétt yfir 23 sekúndur. Fríða sýndi klárinn með miklum sóma, flaug langt yfir meist- araflokksmörkin sem eru 6,50 en þau fengu 7,13. Það gerðu reynd- ar fleiri í opna flokkn- um og væri fróðlegt að vita hversu mörg keppnispör hafa náð þessum mörkum eftir keppnistímabilið. Úrslit Lokaspretts urðu annars sem hér segir: Fróðlegt verður að fylgjast með Sigurbirni það sem eftir lifir keppnistímabili því nú eftir frábæra frammistöðu hans á heimsmeistara- mótinu má ætla að möguleikar hans í kjöri íþróttamanns ársins séu verulegir. Og ekki minnkuðu þeir eftir ófaiir Jóns Arnars Magn- ússonar á HM í Sevilla í frjálsum íþróttum. Ætla má að Sigurbjörn leggi nú allt kapp á að ná sem bestum árangri á metamóti Andvara og veðreiðunum sem fara í gang á nýjan leik eftir mánaðamótin. Lokaspretti lauk með keppni í því sem kall- að hefur verið Öltölt þar sem keppendur í opnum flokki og meistaraflokki riðu með full- ar ölkönnur á hægu tölti og milliferð og sá sem missti minnst úr varð sigurvegarinn. í opnum flokki sigraði Fríða á Byl en í meist- araflokki sigi-aði Berglind Árnadóttir á Garra frá Ríp. Lokasprettur Harðar er næstsíðasta hestamót ársins þar sem keppt er í gangtegundagreinum. Eins og oftast áður var keppt í tölti í öllum ald- ursflokkum og 150 og 250 metra skeiði. Valdimar Kristinsson fylgdist með mótinu sem var mjög á léttari nótunum eins og lokasprettirnir hafa gjarnan verið. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fríða Steinarsdóttir sigraði í opnum flokki á Byl frá Skáney og eru þau með árangri sínum búin að tryggja sér sæti í meistaraflokki. Ótvíræður sigurvegari í öltöltinu, Fríða og Bylur, og krúsin nánast full. Sylvía aftur komin á Djákna frá Litla- Dunhaga og sigruðu þau í unglingaflokki. Tölt-meistaraflokkur 1. Sævar Haraldsson Herði, á Glóð frá Hömlu holti, 7,70/8,09 2. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 7,67/8,08 3. Sigurður Sigurðarson Herði, á Núma frá Miðsitju, 6,63/7,38 4. Halldór P. Sigurðsson Þyti, á Reynd frá Efri- Þverá, 6,70/7,12 5. Berglind Árnadóttir Herði, á Garra frá Ríp, 6,58 Tölt-opinn flokkur 1. Fríða H. Steinarsdóttir Geysi, á Byl frá Skáney, 7,13/7,52 2. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Garpi frá Krossi, 6,97/7,49 3. Sigurður Sigurðarson Herði, á Fróða frá Miðsitju, 7,07/7,18 4. Axel Ómarsson Herði, á Lykli frá Engimýri, 6,57/7,03 5. Berit Edvaldsson Geysi, á Hirti frá Hjarðar- haga, 6,87/6,57 Tölt-ungmenni 1. Guðni Sigurðsson, á Glampa 2. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, á Sörla 3. Iben Andersen á Toppi Tölt-unglingar 1. Sylvía Sigurbjömsdóttir Fáki, á Djákna frá Dunhaga, 6,53 2. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á Sjöstjörnu frá Svignaskarði, 6,17/6,83 3. Kristján Magnússon Herði, á Hrafnari frá Hindisvík, 6,47/6,41 4. Rakel Róbertsdóttir Geysi, á Hasar frá Búð, 6,13/6,05 5. Sigurður S. Pálsson Herði, á Túndru frá Reykjavík, 5,97/6,00 Tölt-börn 1. Linda R. Pétursdóttir Herði, á Fasa frá Nýjabæ, 6,20/6,35 2. Hreiðar Hauksson Herði, á Kulda, 5,93/6,26 3. Sara Sigurbjörnsson Fáki, á Húna frá Torfu- nesi, 5,90/5,84 4. Camilla Sigurðardóttir Mána, á Hauki frá Hjarðarhaga, 5,87/5,74 5. Jóhanna Jónsdóttir Herði, á Grand frá Skeggjastöðum, 4,77/4,32 Skeið-150 metrar 1. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Snarfara frá Kjalarlandi, 15,7 sek. 2. Logi Laxdal Sörla, á Hraða frá Sauðárkróki, 15,7 sek. 3. Magnús Benediktsson Geysi, Leó frá Hvíta- nesi, 15,7 sek. 4. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Neista frá Mið- ey, 15,8 sek. 5. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Ölver frá Stokkseyri, 16.0 Skeið-250 metrar 1. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Ósk frá Litla- dal, 23,0 sek. 2. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Glað frá Sig ríðarstöðum, 24,0 sek. 3. • Sveinn Ragnarsson Fáki, á Framtíð frá Runnum, 24,1 sek. 4. Erling Sigurðsson Fáki, á Funa frá Sauðár- króki, 24,7 sek. 5. Friðdóra Friðriksdóttir Andvara, á Línu frá Gillastöðum, 24,8 sek. ISLENSKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN 1999 SMÁRASVÆÐINU - KÓPAVOGI Lykill aðframtíð og framförum Opnunartími sýningarinnar: Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 1. september 2. september 3. september 4. september kl. 10.00 -18.00 kl. 10.00 -18.00 kl. 10.00 -18.00 kl. 10.00 -18.00 Aðalinngangur á svœðið: Tennishöllin og íþróttahúsið Smárinn Upplýsingar um sýninguna er á www.icefish.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.