Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK. SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hafrannsóknastofmm hefur aldrei fundið eins mikið af þorskseiðum Þrefalt stærri árgangur mældist en á síðasta ári SEIÐAVÍSITALA þorsks hér við land er sú langhæsta sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1970. Samkvæmt mælingum Haf- rannsóknastofnunar er 1999-árgangur þorsk- stofnsins meira en þrefalt stærri en árgangurinn frá í fyrra, sem þó var metárgangur. Utbreiðsla þorskseiða er ennfremur mjög mikil og ljóst að hér er á ferðinni efniviður í sterkan þorskár- gang. Þetta er þriðja góða seiðaárið í röð, en næstu ellefu ár þar á undan voru mjög léleg. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, segir að ef væntingar manna gangi eftir gæti 1999-árgangurinn farið að skila sér inn í veiðina fiskveiðiárið 2003/2004. Hann leggur hins vegar áherslu á að ekki sé hægt að segja til um með neinni vissu hvemig árgangurinn skilar sér inn í veiðistofn. „Næstu þrjú ár eru mjög af- drifarík í vexti og viðgangi árgangsins og afföllin gætu orðið veruleg. Mælingin í mars-rallinu svo- kallaða gefur fyrstu vísbendingar um það hvern- ig seiðunum reiðir af. Þá fáum við haldbetri upp- lýsingar um hvort aflaheimildir fara yfir 300 þúsund tonn á næstu öld,“ segir Jóhann. Arni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra seg- ir það góðar fréttir að seiðavísitalan skuli vera eins góð og raun ber vitni. Hann bendir þó á að þetta séu fyrstu fréttir af þessum árgangi, en órieitanlega veki þær vonir um góðar fréttir af þessum sama árgangi í framtíðinni. „Það er einnig mjög jákvætt að þetta skuli vera þriðji árgangurinn í röð sem seiðavísitalan er góð. Það er vísbending um að hrygningar- stofninn sé kominn yfir þau stærðarmörk sem menn hafa talið hann þurfa að vera til að fá góða hrygningu," sagði Arni. Höfðum rétt fyrir okkur Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, segir einstakt að fá svo góðar fréttir en leggur áherslu á að þessi árgangur sé sýnd veiði en ekki gefin, því seiðun- um geti reitt misjafnlega af. „En það að nú skuli hafa fundist fleiri þorskseiði við Island en nokkru sinni fyrr og það í góðu ástandi er stór- kostlega góð frétt. Við höfum mælt með því að fylgt skuli ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og haldið uppi stærð hrygningarstofnsins, meðal annars með því að takmarka sókn á hrygningar- tímanum, og þessi frétt er staðfesting á því að við höfðum rétt fyrir okkur. Við höfum gengið í gegnum erfiðleika en nú verða menn að fá að uppskera eins og til var sáð. Það er líka athyglis- vert að ýsuseiðin eru sömuleiðis mörg og loðnu- stofninn virðist ætla að verða nógu sterkur til að bera uppi vaxandi þorskstofn sem fæða,“ segir Kristján. Komnir fyrir vind með þorskinn Guðjón A. Kristjánssonj formaður Farmanna- og fiskimannasambands Islands, segir tíðindin ánægjuleg. Menn verði hins vegar að líta til þess að þrír sterkir uppvaxandi árgangar af ung- þorski þurfi talsvert að éta. Ennfremur verði menn að fara varlega í að spá um stóran veiði- stofn. „Þetta eru aðeins seiði á fyrsta ári og það getur margt komið fyrir þau. En þetta segir okkur einnig að hrygningarstofninn er alveg nægilega stór eins og hann er núna og kannski ekki ástæða til að stækka hann meira. Við höfum áður haft stóran hrygningarárgang sem gaf ekki mikið af sér í mörg ár. En vísbendingin er góð og ekkert nema gott um það að segja. Við ættum að vera komnir þokkalega fyrir vind með þorskinn miðað við þann efnivið sem við höfum. En við þurfum örugglega að fara að huga að fæðuþörfinni eftir tvö til þrjú ár,“ segir Guðjón. ■ Efniviður/26 Flutninga- vagn í höfnina Ólafsvík. Morgunblaðid. ÞAÐ óhapp varð um miðjan dag í g®r, þegar vind herti skyndilega í lafsvík, að flutningagámur á fjór- um hjólum, sem stóð við hafnar- bakkann, fauk á hliðina og rann yf- ir vegrið og niður í smábátahöfn- ina. Gámurinn lenti þar á þremur trillum sem lágu við festar við eina af flotbryggjum hafnarinnar. Ekki urðu slys á mönnum, en nokkrar skemmdir urðu á bátun- um og þarf að sögn eigenda að taka einhverja þeirra upp til við- gerða. Gat kom á gafl flutninga- vagnsins en þar sem ekki stóð hátt í sjó fór hann aðeins að hluta til á kaf. -------------- Kögun selur NATO flug- stjórnar- hermi Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar Menntamálaráð- herra um KHI Hlutur kennslu- fræðinnar of mikill UPPELDIS- og kennslufræði hefur of mikið vægi í kennaranámi á Is- landi og hefur jaftivægi milli hennar og valgreina, eins og íslensku og stærðfræði, ekki enn náðst, að mati Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra. Hann telur augljóst að kennaranámið taki breytingum í kjölfar nýrrar aðalnámskrár. Val- greinar eru aðalkennslufög kennara og spanna þær núna 12 einingar af 90 sem nemar í grunnskólaskor ljúka í Kennaraháskóla íslands. „Það er alveg kiárt að menn eru ekki á eitt sáttir um inntakið í kenn- aranáminu," segir Björn, „og gagn- rýnt hefur verið að áherslan er ekki nægileg á einstök fög, heldur meira á uppeldis- og kennslufræðina." Hann segir greinilegt að innan kennaranámsins sé togstreita um hvemig verja eigi tímanum milli greina. Skipulag náms í Kennarahá- skólanum er hins vegar ekki ákvörðun menntamálaráðuneytis- ins, heldur skólans sjálfs. „Kenn- araháskólinn er sjálfstæðari stofn- un en áður (eftir að ný lög vora sett um hann), þótt skólinn sé háður stjómvöldum um fjárveitingar. Ég hef hins vegar ekki gerst talsmaður fjögurra ára kennaranáms, heldur að nemendur fái almenn réttindi eftir þrjú ár og geti svo bætt við sig í framhaldsdeild ef þeir vilja,“ segir hann og mælir einnig með endur- og símenntun kennara fremur en að lengja grunnnámið um ár. Hann segist telja að fagþekkingin eigi a.m.k. að vega þungt í kennaranám- inu. Allir framhaldsskólanemar eignist fartölvu Menntamálaráðherra gat í ræðu á Degi símenntunar um mikinn áhuga og útbreiðslu á tölvum hér- lendis og ekki síst í skólakerfinu, sem væri „í fararbroddi að þessu leyti“. Hann kvaðst þeirrar skoðun- ar að tímabært væri að stíga nýtt skref á þessu sviði með almennri tölvueign framhaldsskólanema, „með opinberum stuðningi, ef nauð- syn krefur“. Ekki er þó endilega um útgjaldaauka að ræða að mati menntamálaráðherra, „heldur nýja og árangursríkari nýtingu á opin- beru fé“. ■ Viðamikil námskrá/34 ■ Dagskráin/12 Mikil umskipti í rekstrarafkomu fslenskra sjávarafurða hf. Hagnaðurinn nemur 38,6 milljónum KÖGUN hf. hefur gengið frá sölu á flugstjómarhermi til nota hjá bandaríska flughernum og nefnist búnaðurinn Graphical Simulation Scenario Generator (GSSG). Sölu- verð hermisins er á bilinu 30-40 milljónir króna. Búnaðurinn er kost- aður af Mannvirkjasjóði Atlants- hafsbandalagsins og mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki selur hátæknibúnað til NATO. Að sögn Gunnlaugs Sigmundsson- ar, framkvæmdastjóra Kögunar, hefur vinna við þróun búnaðarins staðið í um tvö ár. Búnaðurinn líkir eftir raunverulegum aðstæðum í flugtumum og ratsjárstöðvum flug- herja og er ætlaður til nota við þjálf- un og kennslu þeirra sem starfa í slíku umhverfi. Hermirinn sam- anstendur af flóknum hugbúnaði og einkatölvum og er seldur í einu lagi. ■ SöIuverð/24 HAGNAÐUR íslenskra sjávaraf- urða hf. og dótturfélaga nam 38,6 milljónum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins miðað við 209 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í árshlutauppgjöri sem félagið sendi frá sér í gær. Finnbogi Jónsson, forstjóri ÍS, segir bætta afkomu að mestu leyti góðum rekstri dótturfélagsins Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjun- um að þakka. Mikil umskipti hafa orðið í rekstrinum í Bandaríkjunum en tap félagsins þar af reglulegri starfsemi fór úr um 300 milljónum í fyrra í 20 milljóna tap nú. Finnbogi vill þakka það góðri stjóm, en nýr forstjóri var ráðinn, sem og nýr verksmiðjustjóri. „Um 95% af tapi IS-samstæðunnar f fyrra voru vegna taps í Bandaríkjunum. Þessi breyting sem þar hefur orðið er því stærsta skýringin á því að af- koman batnar í heild,“ segir Finn- bogi. Afkoma verksmiðju IS í Frakk- landi, Gelmer-Iceland Seafood, batnaði einnig á tímabilinu og sölu- skrifstofa ÍS í Japan var rekin með hagnaði en þar varð umtalsvert tap á síðasta ári. „Við gerum ráð fyrir ívið meiri hagnaði af reglulegri starfsemi á síðari hluta ársins en þeim fyrri og væntum þess að dótt- urfélögin í Frakklandi og Banda- ríkjunum skili hagnaði á síðari hluta ársins. Aðrar rekstrareiningar sam- stæðunnar, fyrir utan dótturfélagið í Þýskalandi, voru reknar með hagn- aði á fyrstu sex mánuðum ársins," segir forstjóri IS. IS hafa selt umtalsverðar eignir á árinu. I júní var gengið frá sölu vöruhúss og Þróunarseturs fyrir samtals 305 milljónir króna. Hagn- aður af sölu á húsnæði ÍS við Sigtún kemur inn í rekstrartölur fyrir síð- ari hluta ársins og sama má segja um söluhagnað af gamalli verk- smiðju ISC í Pennsylvaníu. Einnig hefur verið gengið frá sölu á um- búðalager og rekstrarvörulager fé- lagsins. Alls nemur söluhagnaður þessara eigna einum milljarði króna. ■ Góður/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.