Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Aðalnámskrá Menntamálaráðherra hefur staðfest nýja aðalnámskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla. Hún fel- ur í sér nýjungar sem hafa verið kynntar almenningi. Gunnar Hersveinn spurði Björn Bjarnason um atriði sem hafa verið í deiglunni í kjölfarið, t.d. stærðfræði, móðurmál, kristinfræði, tónmenntir og kennaranám. Viðamikil og nákvæm námskrá • Björn telur að uppeldis-og kennslufræði hafí nú of mikið vægi í KHÍ • „Því meiri fræðsla um önnur trúarbrögð, því hrifnari verða menn af kristinni trú“ _ Morgunblaðið/Jim Smart „Eg tel að aðhaldið komi m.a. frá foreldrunum. Námskráin gefur tækifæri til að fylgst sé betur með innra starfi skólanna,“ segir Björn Bjamason. Ný aðalnámskrá ► VINNAN við nýja aðal- námskrá stóð í 32 mánuði en námskrár fyrir grunn- og fram- haldsskóla voru endurskoðaðar saman í fyrsta sinn. Einnig var unnið að gerð íyrstu aðal- námskrár leikskóla og að nýrri námskrá um tónlistarskóla. í verkið fóru 400 mannmánuðir eða um 33 mannár (þ.e. ein manneslga á meðallaunum hefði verið næstum heila starfsævi að ljúka því). ► Heildarkostnaður við námskrána verður um 98 millj- ónir króna. ► Námskrár grunn- og fram- haldsskóla tóku gildi 1. júní sl. en koma til framkvæmda á næstu þremur til fimm árum. ► Mörkun nýrrar háskóla- stefnu verður með mikilvægustu verkefnum þessa kjörtímabils. ► Þetta er í fjórða sinn sem ný aðalnámskrá fyrir grunnskólann er gefin út á íslandi (1960,1976, 1989,1999), og í annað sinn sem aðalnámskrá framhaldsskóla verður sett (1991,1999). ► Nýjar aðalnámskrár eru mun viðameiri en þær gömlu. Þær innihalda mjög ítarleg og skýr markmið í öllum greinum. Námskrárnar eru gefnar út í heftum og eru einnig aðgengi- legar á heimasíðu menntamála- ráðuneytis á Netinu. ► Helstu breytingar með námskránni eru m.a. aukin tungumálakennsla, aukin áhersla á raungreinar, stærð- fræði og íslenska verða kjama- greinar í grunnskóla, upplýs- ingatækni, fleiri samræmd próf, meiri sérhæfing í framhalds- skólum, og að réttur til stöðu- prófa verður almennur. ► Markmiðið er einnig að gera foreldra og nemendur sér betur meðvitandi um markmið og kröfur til náms og skóla, gera skólakerfið opnara og aðgengi- legra fyrir alla, endumýja námsefnið, skapa gmndvöll íyrir endurmenntun kennara, auka námskröfur og ábyrgð nemenda í sveigjanlegra kerfi og setja gerð samræmdra prófa, námskrárgerð, mat og eftirlit í nýjan farveg. NÝJAR aðalnámskrár fyr- ir gmnn- og framhalds- skóla hafa verið sam- þykktar af menntamála- ráðherra og einnig fyrsta námskráin sem gerð hefur verið fyrir leikskóla á Islandi. Byrjað er að starfa eftir þessum námskrám en skólastofnan- h- hafa 3-5 ár til að laga sig að þeim. Nýjar aðalnámskrár vora viðamikið verk og hafa margslungnar afleið- ingar fyrir næstu kynslóð. En hvers vegna aðalnámskrá? 1„Námskráin er í mínum augum tæki til að setja almennar reglur um markmiðin í skólastarfinu. Námskráin er ígildi reglugerðar um innra starfið í skólanum," segir Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra og einnig að það beri lögum samkvæmt að setja skólunum aðal- námskrá, að vísu ekki í leikskólan- um en ákveðið var að gera það líka til að gæta samræmis milli hans og gmnnskólans. Bjöm segir að námskráin sé mik- ilsvert öryggisatriði fyrir nemendur, foreldra þeirra og kennara. Þannig megi greinilega sjá hvar nemendur standi samkvæmt ákveðnum al- mennum og skýmm reglum. „Þessi umfangsmikla endurskoðun er að líkindum bæði sú fyrsta og sú síð- asta. Of margt þarf að fara saman til að svo mikið verk takist aftur. Ég tel rétt að hér eftir verði unnið jafnt og þétt að endurskoðun námskráa," segir Bjöm, „en við emm að skapa samfellu og stígandi í öllum þremur skólastigunum. Við höfum verið að endurskoða bóknámið, og starfs- námið er í stöðugri skoðun í fjórtán starfsgreinaráðum en störf þeirra eiga eftir að setja mikinn svip sinn á þróun framhaldsskólastigsins." Er nákvæm námskrá nauðsynleg? 2En hvers vegna svona ná- kvæma námskrá með áfanga- lýsingum, áfangamarkmiðum, efnis- atriðum og námsmati? Af hverju nægir ekki skólastefna með lista yfir helstu gildin? „Ég tel ástæðu til að hafa námskrána skýra, og greinilegri en þá sem hún leysir af hólmi. Ég tel að það sé til dæmis gott fyrir sveitarfé- lögin. Nákvæm námskrá er einnig mikilvæg fyrir okkur sem eigum að meta skólastarfið. Það er ekki hægt að meta starfið nema fyrst séu ákveðnar kröfur gerðar á tilteknum forsendum.“ Bjöm segir að það væri ábyrgðarlaust af ráðuneytinu að vera með eftirlit og mat ef ekki væri ljóst hvernig starfið ætti að vera, hver markmiðin em og hvemig eigi að ná þeim. „Við töldum ekki nægi- legt að setja skólastefnuna. Hún er forsendan fyrir námskránni en næg- ir ekki ein og sér,“ segir Björn. Námskráin er búin að vera lengi í undirbúningi og ferlið verið flókið að sögn Björns. Álitaefni hafa farið fyr- ir nefnd með fulltrúum stjórnmála- flokkanna, samráð haft við hags- munaaðila, fagfélög kennara og fleiri og niðurstaðan var að hafa hana svona nákvæma. „Þetta er einn af kostunum við námskrána," segir hann, „og ekki síst mikilvægt fyrir foreldrana og nemendur. Skólarnir era til fyrir nemendur, en ekki vegna kennaranna. Skólarnir em til í þjóðfélaginu til að mennta ungt fólk, og nemendur og foreldrar eiga kröfu á því að vita hvernig að þess- ari menntun er staðið. Menntun á ekki að vera eitthvert loðið leyndar- mál á bak við luktar dyr skólans. Hún á að liggja opin og skýr fyrir til að menn geti fylgst með innra starfi skólans eins og í öðmm stofnunum þjóðfélagsins. Skólinn er ekki neitt leyndarhólf." Hverjir skrifuðu námskrána og undir eftirliti hverra? 3Bjöm segir að milli tvö og þrjú hundmð kennarar hafi komið að vinnu við nýjar aðalnámskrár. „Kennarar komu mjög að því að semja námskrána eftir að skýrar meginlínur vom settar," segir hann og að vinnan hafi tekið 32 mánuði. Verkefnisstjóri námskrárvinnunnar var Jónmundur Guðmarsson, sem síðan er orðinn aðstoðarmaður ráð- herra. Hvert verður frelsi og vald höfunda? 4Tækifæri til að skrifa nýjar kennslubækur í kjölfar nýrrar námskrár felur í sér grósku. En hversu mikið frelsi og vald hafa höf- undar bókanna fyrst námskráin er svona nákvæm? Og hversu mikið frelsi og vald hafa skólar og kennar- ar til að velja á milli námsbóka? (Verður fylgst með því að þeir velji bækur í samræmi við námskrána?) Bjöm segir að síðasta námskrá hafi í sjálfu sér ekki kallað á margar kennslubækur. Hann segir að hún hafi ekki skapað sérstaka fjölbreytni í bókakosti í gmnnskólanum. Bjöm telur að skýrar viðmiðunarreglur séu líklegri til að gefa af sér fleiri námsbækur. Óskýrar reglur leiði hinsvegar til óvissu hjá höfundum. Hann tekur sem dæmi að þótt rit- stjóri á dagblaði setji skýrar rit- og viðmiðunarreglur sé hann ekki að segja öllum blaðamönnum að skrifa eins. „Höfundar geta nálgast efnið frá mismunandi sjónarhornum þótt kröfur séu gerðar um að ákveðnar upplýsingar komi fram,“ segir hann, „skýrar leikreglur auðvelda mönn- um störfin frekar en hitt.“ Bjöm segir að Námsgagnastofn- un komi fram fyrir hönd ráðuneytis- ins vegna námsefnis í grannskólum en ráðuneytið fylgist ekki beint með því að skólar/kennarar velji bækur í samræmi við námskrána. „Ég tel að aðhaldið komi m.a. frá foreldmnum. Námskráin gefur tækifæri til að fylgst sé betur með innra starfi skól- anna. Ráðuneytið skiptir sér ekki sjálft af námsgögnunum, og mark- miðið með námskránni er ekki að kennsluefnið verði einsleitt. Verður Námsgagnastofnun lögð niður? SVerður áffam gagn í Náms- gagnastofnun? Eða gefur ítar- leg námskrá tækifæri til að láta markaðinn sjá um kennslugögnin líkt og gert er á framhaldsskóla- stigi? „Námsgagnastofnun starfar áfram en rík áhersla hefur verið lögð á að hún breyti um vinnubrögð," segir Björn, „og það ætti að vera auðvelt fyrir hana með svona ná- kvæma námskrá í höndunum, því nú getur hún boðið út verk í samræmi við hana. Ég sé Námsgagnastofnun- ina þróast eins og skólakerfið allt. Það er nauðsynlegt að svona fagaðili geti lagt mat á hvort námsgögn séu í samræmi við námskrána." Bjöm bætir við að þróun námskrár er við- varandi verkefni og vegna þess að við lifum á tímum stöðugra breyt- inga er sá tími liðinn að hún sé til dæmis endurskoðuð á tíu ára fresti. Hún er núna gefin út í 12 heftum sem gerir breytingar auðveldari og ef til vill verður hún fyrst og fremst á Netinu þegar fram líða stundir. Þarf að breyta kennaranáminu? 6Ný aðalnámskrá sýnir mikinn metnað. Þarf að þínu mati að stokka upp skipulag og áherslur í kennaranámi á íslandi í kjölfarið? (Kennarar á upplýsinga- og tækni- sviði em t.d. ekki á hverju strái og oft er gagnrýnt hversu fáar einingar kennaranemar taka í þessum eða öðmm greinum.) Björn telur augljóst að kennara- námið taki breytingum og að námskráin ætti að auðvelda stjórn- endum þess að breyta skipulagi þess. „Það er alveg klárt að menn em ekki á eitt sáttir um inntakið í kennaranáminu,“ segir hann, „og gagnrýnt hefur verið að áherslan er ekki nægileg á einstök fög, heldur meira á uppeldis- og kennslufræð- ina. Þetta er atriði sem þarf að ræða m.t.t. námskrár. Kennaranám er starfsmenntanám og því hlýtur ný námskrá að hafa áhrif á það.“ Björn telur að uppeldis- og kennslufræðin hafi nú of mikið vægi. Það hafi hinsvegar verið eðlilegt að hún fengi mikið rúm þegar hún var að ryðja sér braut í kennaramennt- un hér á landi. Jafnvægi milli val/faggreina og kennslufræðinnar hefur, að hans mati, ekki náðst enn- þá. „Ef til vill þurfti að reka ákveðið „trúboð" meðal manna um uppeldis- og kennlsufræði upp úr 1970,“ segir hann, „ég efast hinsvegar um að slakað hafi verið nógu mikið á fyrir önnur fög eftir að hún hafði unnið sér sess. Hann segir að áhersla ráðuneytis- ins hafi verið á endurmenntun kenn- ara með sérstöku fé sem hafi m.a. farið í að mennta kennara á upplýs- inga- og tæknisviði. Það hafi verið brýnt m.a. vegna þess að kennarar geti átt von á því að vera ekki bestir í bekknum í tölvunotkun. Einstaka kennarar þurfa t.d. að glíma við fælni sína gagnvart tölvum. „Kennaraháskólinn er sjálfstæð- ari en áður, þótt hann sé háður stjórnvöldum um fjárveitingar, ég hef hinsvegar ekki gerst talsmaður fjögurra ára kennaranáms, heldur að nemendur fái almenn réttindi eft- ir þrjú ár og geti svo bætt við sig í framhaldsdeild ef þeir vilji (M.Ed).“ Björn vill fremur leggja áherslu á endurmenntun- og símenntun en lengra kennaranám. Geta allir kennarar kennt móðurmálið? 7,jUlir kennarar era íslensku- kennarar“ (Aðalnámskrá gmnn- skóla, almennur hluti, bls. 18.) „Hvernig í ósköpunum eiga kennar- ar að vera færir um að kenna náms- greinina móðurmál með 5-7 eininga nám í íslensku í 90 eininga kennara- námi?“ spurði Heimir Pálsson lektor í KHÍ í Mbl, 1. apríl sl. Hvert er svarið? „Skipulag náms í KHÍ er ekki ákvörðun menntamálaráðuneytis- ins,“ segir Bjöm, „það er ákvörðun skólans sjáífs. Við setjum ekki námskrá fyrir háskóla, heldur að- eins þrjú fyrstu skólastigin. Það er meira fijálsræði í háskólunum og þar taka menn ákvarðanir um hvort einingar séu með þessum hætti eins og lýst er í spurningunni.“ Hann segist sjálfur telja að fagþekkingin ætti að vega þungt í kennaranám- inu. Spurningin er hvort menn leggi meiri áherslu á að læra tæknina til að koma þekkingu frá sér, eða á að auka þekkingu sína? „Við göngum samt að því sem vísu að það útskrif- ist enginn úr Kennaraháskólanum án þess að hafa lágmarkskunnáttu í íslensku. Að kennarar geti tjáð sig og komið efninu frá sér, bæði í rit- máli og talmáli og gefið nemendum gagnlegar ábendingar. Islensku- kunnátta er meginforsenda til að geta sinnt kennslu í íslenskum skól- um,“ segir hann. „Hér ríkir ákveðin togstreita,"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.