Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 35 Björn segir að eins og stærðfræðin í framhalds- skóla eigi ekki að vera hindrun fyrir þá sem hafi ekki áhuga á henni, eigi sagnfræðin ekki að vera hindrun fyrir þá sem hafi áhuga á að einbeita sér að öðru. „Námsgagnastofnun starfar áfram en rík áhersla hefur verið lögð á að hún breyti um vinnu- brögð,“ segir Björn, „og það ætti að vera auðvelt fyrir hana með svona ná- kvæma námskrá í hönd- unum. u segir Björn, „eins og það ríkir tog- streita í viðmiðunarstundaskrá í grunnskólunum hvað eigi að verja mörgum tímum í hverja grein. Inn- an kennaranámsins er greinileg tog- streita á milli þess hvernig tímanum er varið milli greina. Auðvitað á ís- lenska að vera þar í hávegum höfð.“ Skiptar skoðanir um stærðfræðikennslu 8Áhersla er á meiri og betri nátt- úrufræðikennslu, sem eykst um allt að 60%, og hlutur stærðfræði eykst um 12%. En hvað með vand- ann með fjölda stærðfræðikennara? Núna eru 25% stærðfræðikennara í skólum með stærðfræðival að baki. Anna Kristjánsdóttir prófessor í KHÍ (Mbl. 7. apríl 1998) hefur reikn- að út að vegna þess að nokkrir ár- gangar munu fara á tungumála- og félagsfræðibrautir framhaldsskól- anna, þar sem stærðfræðieiningum er fækkað, án þess að hafa fengið viðbótina (12%) í grunnskólum, muni vandinn aukast. En flestir kennara- nemar eru stúdentar af þessum brautum. Hvaða leiðir eru að þínu mati færar til að bregðast við þessu? (Rögnvaldur G. Möller lektor í stærðfræði við HÍ hefur einnig skor- að á þig í Mbl. 19/3 99 að efla stærð- fræðikennslu í framhaldsskólum.) „Almennur áhugi á að læra stærð- fræði hefur minnkað á þessum tím- um tækni og vísinda. Þetta er hins vegar mikið vandamál,“ segir Bjöm og að í samtölum við starfsbræður sína í öðrum löndum hafi komið í ljós að menn standi alstaðar frammi fyrir þessari þróun. Ég geri mér aftur á móti vonir um að með því að leggja áherslu á mikla stærðfræðikunnáttu á yngri árum, takist að vekja al- mennari áhuga á faginu þegar ofar dregur. En ef það er mat manna að við séum í vítahring vegna þess að við höfum ekki nógu góða kennara, er það mikið umhugsunarefni hvern- ig hægt sé að brjótast út úr honum.“ Hann telur að fjölbreyttari kennsluhugbúnaður í stærðfræði eigi eftir að auðvelda kennslu og vekja áhuga á greininni. Svar hans við gagnrýni um að hægt verði að útskrifast úr framhaldsskóla án þess að læra mikið í stærðfræði er: „Nemendur læra meiri stærðfræði áður en þeir fara í framhaldsskóla og eru þ.a.l. með betri grunnmennt- un í stærðfræði vegna nýju aðal- námskrárinnar. Ég tel einnig að fólk megi ekki horfa framhjá því megin- markmiði að gefa nemendum frelsi. Við getum ekki þvingað nemanda, sem vill t.d. læra frönsku, ensku, þýsku og spönsku, í of marga stærð- fræðiáfanga. Hvers vegna ættum við að leggja slíka hindrun í veg fyrir þennan nemanda?" Hann segir lykilatriði að veita nemendum ákveðið val. Nemendur eiga að fá að njóta sín á þeim sviðum sem þeir vilja. Sé lögð áhersla á stærðfræði á þeim námsleiðum í há- skólum sem nemendur hafi hug á að fara, verði nemendur að fá skilaboð um það til að þeir geti lagt meiri rækt við stærðfræðina en krafist er á brautinni sem þeir eru á í fram- haldsskólanum. Þeir hafa með vali sínu í nýju námskránni meiri mögu- leika til þess en áður. „Góður mála- nemandi á tungumálabraut hefur meiri möguleika en áður samkvæmt nýju námskránni til að mennta sig í stærðfræði hafi hann áhuga á því,“ segir Björn. Björn segist ekki draga forsendur Önnu Kristjánsdóttur í efa til að reikna hversu margir væntanlegir kennaranemar sem útskrifist af fé- lags- eða náttúrufræðibrautum í framhaldsskólum hafi ekki fengið 12% viðbótar stærðfræðikennslu í grunnskólum. „Vandamálið sem Anna bendir á er í versta falli tíma- bundið og alls ekki óleysanlegt. Þessa áhættu hlýtur að verða að taka. Ég er hlynntur því að menn taki á þessu sem raunhæfu verkefni og reyni að láta það ganga eins snurðulaust og kostur er. Eg vona að það verði engin stórslys út af þessu.“ Hver verður hlutur tónlistar? 9Nokkrir tónlistarkennarar hafa lýst ótta sínum um að tón- menntir verði aðeins ein stund á viku í bekkjum en ekki tvær eins og þeir telja lágmark (Mbl. 24. mars 98, bls. 32). Er hægt að ná markmiðum tónlistarkennslu með svo fáum stundum? Björn vísar í viðmiðunarstunda- skrá grunnskólanna samkvæmt skólastefnunni og að það hafi verið haft að leiðarljósi að stundirnar yrðu tvær. Jónmundur Guðmarsson aðstoðarmaður Bjöms svarar einnig þessari spumingu. Hann segir að skólarnir geti ráðstafað jafnmörgum stundum í viku í tónlistarkennslu og áður. „En við það bætist einnig svig- rúm í 9. og 10. bekk til að gera bet- ur,“ segir hann, „um fækkun tíma er því ekki að ræða, heldur hreina við- bót í efstu bekkjum vilji skólarnir leggja rækt við tónlistarkennslu.“ Hann segir Námskrána miða við tveggja tíma kennslu og það mis- skilning í umræðunni að um niður- skurð til tónlistarkennslu sé að ræða, ef tónlistin fari halloka verði það vegna ráðstöfunar tíma innan skólanna sjálfra. Björn segir ennfremur að í skóla- stefnunni komi fram að samvinna milli tónlistarskólanna og gmnnskól- anna um kennslu yngstu bamanna sé æskileg. Málið er, að hans mati, að vikulegur hlutur hverrar kennslu- greinar í viðmiðunarstundaskrá grannskólans verði ævinlega umdeil- anlegur. Niðurstöðu varð hins vegar að fá. „Ég skil aftur á móti vel að áhugamenn um einstakar greinar telji að þær hefðu átt að fá meira rými í stundaskrá," segir hann, „en við getum rökstutt allar ákvarðanir sem við höfum tekið í þessum eíhum. Við erum ekkd að ganga á hlut tón- listarinnar í skólum.“ Björn bendir á að skóladögum bama fjölgi einnig yfir nokkurra ára bil og þar skapist líka svigrúm. Hinsvegar telur hann að ekki hafi verið hægt að raða fleiri kennslu- stundum niður á vinnuviku bam- anna en gert var. „Ef menn vilja binda niður fleiri stundir á böm era menn jafnframt að gera kröfur um að skólaárið verði lengt. Einhvers staðar verður að setja punktinn." Hvað með önnur trúarbrögð? Kristinfræði. Önnur trúar- brögð eru aukasetning í þessari námsgrein. (Kennslubæk- urnar era þegar skrifaðar.) Það er á skakk og skjön við fjölhyggjuna í samfélaginu. Kom aldrei til greina að hætta að kenna kristinfræði og hafa jafnræði milli helstu trúar- bragða heims í kennslubókum í sam- ræmi við markmiðin um víðsýni og fordómaleysi? Eða kenna í staðinn heimspeki og siðfræði? „Það vora ýmsir sömu skoðunar og kemur fram í þessari spurningu," segir Bjöm, „og spurðu: Á kristin- fræði að vera sérstök námsgrein?" Hann segist hafa stutt þá skoðun að kristinfræði yrði kennd áfram, og að í framhaldi af því og í samvinnu við biskupsembættið látið gera námskrá fyrir kristinfræði, trúar- brögð og siðfræði. „Ég er líka þeii-ra skoðunar að það eigi að fræða nem- endur um önnur trúarbrögð og ég er sannfærður um það að því meiri fræðslu sem menn fái um önnur trú- skólar/námskeið nudd ■ www.nudd.is ____________tónlist______________ ■ Píanókennsla Kenni á píanó, bömum og fulloiðnum. Tónfræðikennsla innifalin. Einnig sértímar í tónfræði. Guðrún Bima Hannesdóttir, Bólstaðarhlíð 50, sími 588 3277. ________tungumál_________ ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC Kvöldnámskeið hefjast 20. sept. í ensku, spænsku, frönsku, sænsku, þýsku. Morgun- og kvöldnámsk. f íslensku fyrir útlendinga. Sími 557 1155. arbrögð, því hrifnari verði þeir af kristinni trú. Fræðsla um trúar- brögð leiðir . til sömu niðurstöðu hvort sem hún er undir heitinu kristinfræði eða ekki.“ Hann segir að ekki dugi að nálgast þetta við- fangsefni með því að halda kristn- inni einni fram, heldur verði einnig að kenna meira. Hann segir að gagnrýnin hingað til hafi fremur snúist um að kristinfræðinni væri ekki gert nógu hátt undir höfði og að á fundum þar sem kynning fór fram á skólastefnunni/námskránni hafi hann verið gagnrýndur fyrir að kristinfræðin væri aukasetning í námskránni í heild. Sagnfræði handa áhugasömum Iafl Hvernig bregst þú við gagn- I rýni um að ótækt sé að í sumum tilvikum geti stúdentar út- skrifast með aðeins 6 einingar í sagnfræði? (Sölvi Sveinsson, Mbl. 10/3 98.) „Rannsóknir sýna að kennslutími er ekki einn og sér áhrifavaldur um frammistöðu nemenda, heldur hvernig þeim tíma er varið,“ segir Bjöm, „Ég tel að nýtingin sé veiga- meiri spurning en tímamagnið. Kjarnaatriðið er að nemendur tál- einki sér það sem að er stefnt. Geri þeir það ekki, dugar eilífðin ekki til að ná árangri.“ Björn bendir á að hér sé um samskonar gagnrýni að ræða og varðandi stærðfræðina, því stúdent- ar af tilteknum brautum geti út- skrifast með sex einingar í sagn- fræði og af öðrum brautum með sex einingar í stærðfræði. „Mér finnst að fólk verði að athuga að nemendur fá góða sýn yfir Islandssöguna í grunnskóla,“ segir hann og nefnir einnig að áherslur sagnfræðinnar séu breytilegar eftir kynslóðum. Þegar hann var í skóla var hamrað á sjálfstæðisbaráttunni. Síðar var sagnfræðin rituð út frá marxísku sjónarhorni og þjóðfélagið skoðað í ljósi lögmála sem ekki hafa gengið upp. „Þetta kom námskránni ekki við en ákveðin hugmyndafræðileg öfl réðu því að menn skrifuðu á þennan skammsýna hátt. Núna er lögð áhersla á að Islandssagan er ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af umheiminum. Það á að líta á söguna í stóra samhengi og nemend- ur eiga að fá heildarmynd af henni í grunnskóla." Björn segir að eins og stærðfræð- in í framhaldsskóla eigi ekki að vera hindran fyrir þá sem hafi ekki áhuga á henni, eigi sagnfræðin ekki að vera hindran íyrir þá sem hafi áhuga á að einbeita sér að öðra. Hann nefnir einnig að eitt af markmiðunum með nýju námskrán- um hafi verið að finna leiðir til að draga úr brottfalli nemenda úr skól- um. Unnið er núna að því að sam- ræmdu prófin í grannskóla verði réttur en ekki skylda. Vilji nemandi ekki nýta sér þennan rétt geti hins- vegar lokast fyrir honum ákveðnar námsleiðir í framhaldsskólum. Vilji hann aftur á móti opna sér leiðir geti hann tekið þau öll; íslenska, stærðfræði, enska, danska, samfé- lagsgreinar og náttúrafræði. Gildi námskrár fyrir leikskóla Hvaða þýðingu hefur aðal- námskrá fyrir leikskólann? Kom til greina að kenna meira í leik- skólum, eins og til dæmis tungumál, tónlist og reikning, en rannsóknir hafa sýnt að ung börn eru fremur næm fyrir þessum fögum? Hún kemur í staðinn fyrir uppeld- isáætlun og undirstrikar að mati menntamálaráðherra að leikskólinn er fyrsta skólastigið og hefur mikla þýðingu fyrir leikskólann sem viður- kenning á því. „Nám í leikskóla er á hinn bóginn ekki skylda," segir Bjöm, „vafalaust telja ýmsir að meira mætti binda af störfum leik- skólans en við höldum þessa leið.“ Hann segir að ekki hafi verið rætt að hefja skólaskylduna við fimm ára aldur. Hugsunin hafi fremur verið að fylla út í þann ramma sem væri til staðar og skapa klára og skýra samfellu í náminu. Árangurinn birtist fljótlega Verður eitthvað sérstakt gert til að styðja við stofn- anir, kennara og höfunda kennslu- bóka vegna nýrrar aðalnámskár? „Nálægt hundrað milljónir hafa verið veittar sérstaklega vegna þessa, til að endurmennta kennara, efla Námsgagnastofnun í kennslu- bóka- og hugbúnaðargerð, og svo hafa aukastyrkir fengst til að búa til námsefni á framhaldsskólastigi," segir Björn og að tvennt verði að fylgja aðalnámskránni til að verk- efnið verði trúverðugt, átak í náms- efnisgerð og átak til að endur- mennta kennara. „Hvortveggja hef- ur gengið eftir. Fjármunir hafa íylgt þessu og við höfum endurskipulagt endurmenntunnina og námsefnis- gerðina og við sjáum vonandi fljót- lega árangur af því,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra. um f ramtíðarsýn □ g stefnumótun í íslensku fiskeldi IfilMHIilt i [ i plHSBBBW VAKI I STOFNFISKUR I LFH Dagana 29. og 30. október munu Vaki fiskeldiskerfi, Stofnfiskur og LFH standa fyrir ráðstefnu um framtíðarsýn og stefnumótun í íslensku fiskeldi. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að koma af stað umræðum um þá framtíð sem íslensku fiskeldi er búin og marka þau skref sem þarf að taka til að tryggja megi greininni wöxt og þroska. Á ráðstefnunni verða haldin erindi um þau lykilatriði sem mestu skipta og þeim skipt í eftirfarandi hópa. 1. Stafla fiskeldis á íslandi og framtíðarmöguleikar (fiskoldi á fslandi í alþjóðlegu umhwerfi, eldi á laxi, bleikju, lúðu, sandhwerfu, sæeyra, þorski og barra). 2. Samkenpnisstaða íslensks fiskeldis á alþjófllegum vettvangi (nskeldi í Evrópu, iðnvæðing fiskeldís, sölu- og markaðsmál, fjárfestingar f fiskeldi, gæðamál) 3. Rannsóknir og þróun í íslensku fiskeldi (rannsóknir og þróunarmal, menntamál, endurnýting vatns, sjúkdómar og sjúkdómavarnir, kynbætur og líftækni) Meðal fyrirleura werða Courtney Hogh framkwæmdaitjóri Ewrópusamtaka fiskeldisstöðwa og Frode Blakstad fró KPMB Coosulting f Noregi. Fullt ráðstefnugjald er 8.500 kr (0.000 kr ef greitt er fyrir 15. september) og innifalið f því oru ráðstefnugögn, hádegismatur, kaffi og hátfðarkvöldverður. Ráðstefnan verður haldin í fundarsölunum að Borgartúni 6 í Reykjavík (Rúgbrauðsgerðinni). Þátttaka tilkynnist skriflega á faxnúmer 5E8 6930 þar sem fram kemur nafn þátttakanda ng fyrirtækis. Ráðstefnan er öllum opin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.