Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Þeir voru ekki háir í loftinu sumir knaparnir á fjölskylduhátíðinni. Morgunblaðið/Jim Smart Þessir hressu strákar tóku þátt í hjólabrettakeppninni. ' ■ J Á LAUGARDAGINN var haldin fjölskylduhátíð á íþróttasvæðinu að Varmá. Hátíðin var jafnframt upp- skeruhátíð sumarnámskeiða íþrótta- og tómstundaskól- ans. Þetta er í fyrsta skipti sem slík hátíð er haldin á þessum tíma sumars. Sigurð- ur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði að ákveðið hefði verið að færa fjölskylduhátíðina á þennan tíma, en slík hátíð hefur áður verið haldin fyrr á sumrin á afmælisdegi Mos- fellsbæjar. Að sögn Sigurðar var þetta gert til að ná sam- an fólki þegar það kæmi úr sumarfríum og bæjarbúar gætu þá lokið sumrinu sam- an áður en haustverkin tækju við. Hátíðin tókst vel, að sögn Sigurðar, þó svo að hann hefði kosið að sjá fleiri. Að- sóknin var dræm framan af, en um tvöleytið lögðu fjöl- margir leið sína að íþrótta- svæðinu. Leiktæki voru færð inn í hús um morguninn vegna ótta við rigningu, sem fólk slapp þó við. Á hátíðinni var haldin hjólabrettakeppni og keppt var í tveimur ald- in-sflokkum. Þá fóru börn og foreldrar í æskuleiki og hald- in var frjálsíþróttasýning. Fjöldi barna fylgdist með sýningu á brúðuleikriti úr brúðubílnum og öllum var síðan boðið upp á grillaðar pylsur og drykk með. Loka- punktur hátíðarinnar var sig- urleikur Aftureldingar gegn Hugin/Hetti í úrslitakeppni 3. deildar. Að auki var börnum boðið á hestbak og í bátsferð- ir á tjörninni við Álafosskvos. Viðurkenningar í um- hverfismálum Viðurkenningar Mosfells- bæjar í umhverfismálum fyr- ir árið 1999 voru veittar á fjölskylduhátíðinni. Guðrún Hafsteinsdóttir kennari, Bjarkarholti 1, hlaut viður- kenningu fyrir „fórnfúst og öflugt starf að skógræktar- og uppgræðslumálum í bæj- arfélaginu“. Þá hlutu íbúar á Hamarsteig 5, María Hákon- ardóttir og Erieh Köppel, ásamt íbúunum á Hamarrteig 7, Nínu Magnúsdóttur og Stefáni Magnússyni, og íbú- unum á Hamarsteig 9, þeim Esther B. Gunnarsdóttur og Herberg Kristjánssyni, við- urkenningu fyrii- fegrun um- hverfisins. íbúarnir hófu gróðursetningu upp úr 1970 í brekkunni neðan við Hamarsteig, ásamt upp- græðslu og gróðursetningu í Teigagili. AJlir hafa þeir búið á þessum stað í um þrjá ára- tugi og ræktað garðinn sinn ásamt því að fegra næsta ná- grenni. Brúðumar í brúðubflnum héldu athygli bamanna fanginni. Skógræktin er gefandi starf GUÐRÚN Hafsteinsdóttir kennari býr ásamt manni sinum, Páli Aðalsteinssyni kennara, í Bjarkarholti 1. Þar hafa þau búið frá árinu 1966. Húsið þeirra er nú umvafíð gróðri og trjám, en umhverfið hefur breyst mikið á þeim ámm sem hjónin hafa búið á þessum stað. „Þegar við fluttum hingað var hér enginn gróð- ur og bara melur í kringum húsið,“ segir Guðrún. Árið 1980 fór Guðrún ásamt öðmm að blása nýju lífi í Skógræktarfélagið. Félagið var upphaflega stofnað árið 1955 og vora fyrstu trén sett niður árið 1957 í reit í Hamrahlíðinni fyrir ofan Blikastaði. „Við héldum áfram í þessum reit, en í fyrstu var ekki miklu plantað á hverju ári. Það var fyrst þegar landsátakið hófst árið 1990 að kraftur var settur í skógræktarstarfíð," segir Guðrún. Þá fékk félagið land í Lágafelli, en hafði áður fengið stóran hluta af jörðinni í Þormóðsdal, þar sem byrjað var að planta tijám árið 1986. „Mér finnst starfíð hafa gengið nokkuð vel,“ segir Guðrún. Búið er að planta nálægt 750.000 plöntum á 9 stöðum í dag. Guðrún segir Skógræktarfélagið gera samninga við Iandeigendur og fái skika hér og þar. Hún segir að markmiðið sé að tengja reitina saman og koma upp samfelldum Morgunblaðið/Eiríkur P. Guðnin Hafsteinsdóttir, formaður Skógræktarfé- lags Mosfellsbæjar. skógi í hlíðunum umhverfis bæinn. Guðrún segir það gefa sér mikið að hafa tré í um- hverfinu. „Mér fínnst það bara mikið atriði að allir reyni að vinna að því að bæta sitt umhverfi til að gera það lífvænlegra, og skógurinn gefur okkur svo mikið,“ segir Guðrún. „Eg tel það vera skyldu okkar að græða upp landið." Guðrún telur að viðhorf fólks til uppgræðslu hafi breyst mikið á undanförn- um ámm og greinileg vakning sé í gangi. Sem dæmi nefnir hún að nú í vor hafi Skógræktarfélaginu verið boðið land að fyrra bragði, en það hafi ekki gerst áður. „Við höfðum þurft að leita að og biðja fólk um einhvern skika, og bjóða því gull og græna skóga,“ segir Guðrún. Skógræktarfélagið hag- ar starfinu þannig að á sumrin er samið við Mos- fellsbæ um þátttöku Vinnu- skólans í uppgræðslunni og síðan eru 2 verkstjórar á launum hjá félaginu og sljórna starfinu á sumrin. Á haustin er farið að hugsa fyrir vetrarstarfinu og merlqa jólatré sem tekin era úr reitnum í Hamra- hlíðinni. Vikuna fyrir jól stendur félagið fyrir jóla- tréssölu, sem er aðaltekju- lind félagsins. Fólk getur þá gengið um og valið sér tré, jafnvel sagað það niður sjálfit. Guðrún segir þennan þátt í starfínu ákaflega skemmtilegan, leikskólarn- ir komi þarna með börnin og jólasveinar séu á vappi á staðnum. Mosfellsbær Mosfellsbær Fjölskylduhátíð og umhverfísviðurkenningar Bæjarstjóri um gagnrýni á byggingu á Fjarðargötu 19 Eðlileg málsmeðferð Hafnarfjörður MAGNÚS Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, segh’ að gert hafi verið ráð fyrir húsbyggingu á lóðinni Fjarð- argötu 19 síðan í skipulagi frá 1982. Aldrei hafi staðið til að hafa þar útivistarsvæði. Þá segir hann málið hafa fengið eðlilega meðferð í bæjarkerf- inu en íbúar sem gagnrýnt hafa byggingarframkvæmd- imar hafa bent á að verulegir hagsmunaárekstrar hafi ver- ið á ferðinni vegna tengsla fulltrúa sjálfstæðismanna í nefndum bæjarins við bygg- inguna. „Eg get ekki annað en vís- að til skipulagsstjóra og skipulagsnefndar, sem gekk í gegnum þennan skipulags- feril. Samkvæmt upplýsing- um skipulagsstjóra fékk þetta mál alla þá kynningu og meðhöndlun sem slíkt þarf að fá,“ sagði Magnús Gunnars- son. „Það er ekki eins og ekki hafi átt að reisa hús á þessu svæði. Samkvæmt gömlu skipulagi frá 1982 var gert ráð fyrir að þarna risi hús. Þetta hús er ekki nákvæm- lega samkvæmt því skipulagi en það breytir afskaplega litlu varðandi útsýni. Þama átti aldrei að vera grænt svæði, þama átti að rísa hús.“ Til mikillar prýði „Við höfum verið í skipu- lagsvinnu með miðbæjar- kjarnann og þetta er hluti af þeirri vinnu og þeim áhersl- um að þétta miðbæinn og reyna að ná hér góðu skjóli og góðum reitum þar sem mannfólkinu líður vel,“ sagði Magnús. „I raun og veru eig- um við hér ágæta reiti alls staðar í kring, sem em úti- vistarsvæði. Þessi lóð er í jaðri miðbæjarins, sem slíks, og er á homi Strandgötu og Lækjargötu. Ég tel að þetta hús verði til mikillar prýði fyrir þetta svæði og auki og styrki verslun og þjónustu í miðbænum. Það er mín skoð- un.“ Magnús kvaðst ekki geta tekið undir óeðlilega hags- munaárekstra í bæjarkerfinu varðandi þessa byggingu. „Ég held að menn hafi lagt sig fram um að taka tillit til byggðarinnar eins og hægt var og að málið hafi fengið rétta meðferð hér í bæjar- kerfinu," sagði hann. I gagnrýni íbúanna var nefnt að seljandi lóðarinnar, byggingaraðili og arkitekt nýja hússins væru allir ná- tengdir bæjarstjórnarmeh'i- hlutanum. „Það má náttúr- lega leggja það upp með þessum hætti. Þá er verið að vísa til þess að fulltrúi í bygginganefnd keypti bygg- ingarréttinn á þessum stað; í annan stað er verið að tala um fyrirtækið Batteríið, þar sem formaður skipulags- nefndar, Sigurður Éinars- son, er einn meðeigenda. Batteríið er stórt og umsvifa- mikið arkitektafyrirtæki í Reykjavík. Síðan er verið að tala um Þorgils Óttar Mathiesen, sem situr í bæj- arstjórninni og átti lóðina. En öll meðferð málsins hefur að mínu viti verið eðlileg í bæjarapparatinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.