Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ r VAKI hf. •Ll L Sex mánaða uppgjör 1999, móðurfélag Mmrnm- Rekstrarreikningur Miiijonir króna «1999 30/131998 Breyting Rekstrartekjur 85,6 91,4 -6,3 % Rekstrargjöld 79,0 81,2 -2,8% Fjármagnsliðir 4,4 4,6 -5,2% Hagnaður fyrir skatta 2,2 5,5 -59,3% Tekju- og eignarskattur 0,9 1,5 -43,0% Áhrif dótturféiags 0 0 Hagnaður tímabilsins 4,0 -64,9% Etnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '99 31/12 '98 Breyting Veltufjármunir 60,6 34,7 Fastafiármunir 145,2 108,5 Eignir samtals 205,8 143,2 Eigið fé 102,0 57,9 Skuldir 103,8 85,3 Skuldir og eigið fé samtals 205,8 143.2 Sjóðstreymi 1999 1998 Veltufé frá rekstri 13,5 17,6 -23,1% Hagnaður Vaka 1,4 milljónir MOÐURFELAG Vaka Fiskeldis- kerfa hf. hagnaðist um 1,4 milljónir fyrstu sex mánuði ársins 1999 í sam- anburði við tæplega 4 milljóna króna hagnað á árinu 1998. Sam- stæðan hagnaðist einnig um 1,4 milljónir sem er um 6 milljónum króna betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir og rekstrartekjur samstæðunnar voru tæpar 95 miHj- ónir sem er um 7 milljónir króna umfram áætlanir. Aukning var á út- flutningi á öllum vöruflokkum nema veiðarfæratæknibúnaði en salan á honum jókst hins vegar hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Forsvars- menn Vaka Fiskeldiskerfa sjá ekki ástæðu til að endurskoða rekstrará- ætlanir fyrir þetta ár, en áætlanir gera ráð fyrir 220 milljóna króna rekstrartekjum og að hagnaður verði 15 milljónir. Hermann Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Vaka Fiskeldiskerfa, segir að reksturinn hafi gengið ívið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Ekki síst gengur markaðssetning betur í Noregi en á seinasta ári. Við höfum talsverðar væntingar til sjáv- arútvegssýningarinnar sem hefst 1. september, en þar munum við kynna ýmsar nýjar vörur. Eins verður fiskeldissýning í Grikklandi í lok september," segir Hermann. Vaki Fiskeldiskerfi og DNG Sjó- vélar hf. sameinuðust nýlega og tók sameiningin gildi 1. júlí síðastliðinn. „Sameining fyrirtækjanna gengur vel og erum við nú að vinna að því að samstilla hópinn," segir Hermann. 6 mánaða uppgjör DNG Sjóvéla ligg- ur fyrir og er hagnaður 2 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins. Árs- áætlun DNG Sjóvéla gerir ráð fyrir 185 milljóna króna tekjum og að hagnaður verði af rekstri. VIÐSKIPTi Kögun hf. selur flugstjórnarhermi til NATO Söluverð á bilinu 30-40 milljónir KÖGUN hf. hefur gengið frá sölu á flugstjómarhermi til nota hjá bandaríska flughemum og nefnist búnaðurinn Graphical Simulation Scenario Generator (GSSG). Búnað- urinn er kostaður af Mannvirkja- sjóði Atlantshafsbandalagsins og mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki selur hátækni- búnað til NATO. Að sögn Gunnlaugs Sigmunds- sonar, framkvæmdastjóra Kögunar, hefur vinna við þróun búnaðarins staðið yfir í um tvö ár. Búnaðurinn líkir eftir raunverulegum aðstæðum í flugturnum og ratsjárstöðvum flugherja og er ætlað til nota við þjálfun og kennslu þeirra sem starfa í slíku umhverfi. Hermirinn samanstendur af flóknum hugbún- aði og einkatölvum og er seldur í einu lagi. Gengið var frá sölu á ein- um hermi til NATO í júní síðastliðn- um og var söluverðið á bilinu 30-40 milljónir. „Við kynntum hugmyndina fyrir forsvarsmönnum NATÓ í fyrra og í kjölfarið efndi Bandaríkjaher tO lokaðs útboðs vegna hönnunar á flugstjómarhermum. Fimm fyrir- tækjum gafst kostur á að sýna framleiðslu sína og kom í ljós að okkar lausn hentaði best og varð því fyrir valinu,“ segir Gunnlaugur. Hugmyndin kviknaði í tengslum við IADS Bjarni Birgisson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Kögun hf., segir að hugmyndin að baki flug- stjórnarherminum hafi upphaflega kviknað árið 1994 þegar Kögun vann að þróun og uppsetningu ís- lenska loftvamakerfisins (IADS). IADS er notað á Keflavíkurflug- velli. „Hingað til hefur það útheimt mikla handvirka útreikninga á til dæmis hraða, tíma og stefnu þegar flugferlar em skilgreindir við þjálf- un flugumferðarstjóra og þeirra sem vinna við loftvamakerfi eins og IADS. Þessir útreikningar hafa svo verið notaðir sem grannur úr- vinnslu í miðlægum stórtölvum þeg- ar eiginleg ratsjárgögn eru gerð. Uppsetningin og útreikningarnir hafa krafist mikillar þjálfunar og í raun má segja að hugmyndin að GSSG hafi kviknað þegar við stóð- um að slíkri þjálfun vegna IADS. Á síðustu áram hafa einkatölvur orðið mun ódýrari og öflugri en dæmi vora um áður og færar um að vinna útreikninga af því tagi sem hér um ræðir á rauntíma. Sú þróun hefur lagt granninn að hönnun GSSG,“ segir Bjami. Bjarni segir að tilkoma flug- stjórnarhcriTiisins geti skipt miklu máli við þjálfun starfsmanna í flug- turnum og ratsjárstöðvum á vegum Bandaríkjahers. „Hingað til hefur þjálfun tekið allt að 6 mánuði en með tilkomu GSSG styttist sá tími niður í nokkra daga. Fjöldi þeirra sem á hverju ári gangast undir þjálfun í flugumferðarstjórn hjá hemum er umtalsverður og ljóst að með flugstjórnarherminum minnk- ar kostnaður verulega," segir Bjami. Hjá fyrirtækinu er unnið af full- um krafti við áframhaldandi þróun búnaðarins og viðbætur við hann. Bjarni telur að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi varðandi notkun flugstjórnarhermisins og nú þegar sé hafin vinna við að aðlaga búnað- inn svo hægt verði að nota hann við þjálfun í almennri flugumferðar- stjórn. Tap Kaupfélags Eyfiröinga af reglulegri starfsemi eykst um 40 prósent frá fyrra ári Hagnaður tilkominn vegna sölu eigna ^f^^^Kaupfé SAMSTÆÐA lag E lliuppgj Jan.-júní yfirði Öri 199! Jan.-júní nga ) Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir 5.566,9 5.334,0 313,0 4.794,9 4.537,6 345,5 +16,1% +17,6% -9.4% (Tap) hagnaður fyrir f jármagnsliði Fjármagnsliðir (Tap) af reglulegri starfsemi (80,0) (165,3) (257.8) (88,2) (85,6) (162.3) -9,3% +93,1% +58.8% Aðrar tekjur og gjöld Afkoma án áhrifa dótturfélaga Hlutur minnihluta í afkomu dótturfélaga 305,6 47,8 0,5 7,9 (154,3) 12,4 +3768,4% Hagnaður (tap) tímabilsins 48,3 (141,9) -96.0% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '99 30/6 '98 I Eignir og skuldir: I Heildareignir 12.737,5 12.463,8 2,2% Heildarskuldir 10.137,6 10.016,2 1,2% Skuldbindingar 90,9 90,9 0,0% Eigið fé 2.143,7 2.082,9 2,9% Kennitölur Veltufé frá rekstri Millj, króna 17,8 32,3 -44,9% Eiginfjárhlutfall 19,68% 22,3% Veltufjárhlutfall 0,81 0,71 KAUPFÉLAG Eyfirðinga skilaði 48,3 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs, samanborið við 142 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tap af reglulegri starfsemi nam tæpum 258 milljónum króna nú en var rúmar 162 milljónir fyrstu sex mánuði síðasta árs. Rekstrartekj- ur samstæðunnar á fyrri hluta þessa árs námu rúmum 5,5 millj- örðum króna en voru tæplega 4,8 milljarðar á fyrri hluta síðasta árs. Rekstrargjöld vaxa um 764 millj- ónir milli ára, voru rúmlega 5,6 milljarðar nú en tæpir 4,9 milljarð- ar í fyrra. Án afkomu dótturfélaga og hlutdeildar minnihluta varð 12,8 milljóna króna tap af rekstrin- um en til samanburðar var 55,6 milljóna króna tap af rekstri móð- urfélagsins á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Óreglulegar. tekjur aukast um tæplega 300 milljónir milli ára. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfé- lagsstjóri segir að skýringin á því að óreglulegar tekjur aukast milli ára sé sala á eignum KEA. Seld hafa verið hlutabréf móðurfélags í sjávarútvegsfyrirtækinu Snæfelli hf. fyrir um 140 milljónir og auk þess hefur uppsjávarhluti Snæfells verið seldur út úr samstæðunni fyrir um 165 milljónir. „Uppgjörið ber merki þess að hér fer nú fram víðtæk endurskipulagning á rekstrinum. Við höfum sameinað rekstur byggingavörudeildar og raflagnadeildar Húsasmiðjunni hf. og apótekin hafa sameinast Ha- græði hf. Þetta þýðir að tekjur af þessari starfsemi hverfa en á sama tíma er mikill kostnaður samfara breytingunum. Af þessum sökum er afkoma af reglulegri starfsemi ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eiríkur. Áframhaldandi sala eigna Eiríkur segir að þrátt fyrir að KEA eigi um 20% hlut í Húsa- smiðjunni hafi hlutdeildaraðferð ekki verið beitt í milliuppgjörinu nú og verði ekki beitt fyrr en í árs- uppgjöri. „Ástæðan er sú að vinnu vegna sameiningar raflagna- og byggingavöradeildar við Húsa- smiðjuna og apótekanna við Ha- græði er ekki lokið. Hins vegar er ljóst að ef hlutdeildaraðferð hefði verið beitt nú væru tekjur sam- stæðunnar meiri og afkoman betri sem því nemur.“ Hann segir að framundan sé áframhaldandi sala á eignum fé- lagsins til að minnka skuldir. Hlutafé Snæfells verði m.a. aukið í þessu skyni. Hann segir einnig að áfram verði haldið við að færa rekstur félagsins inn í hlutafélög. „Meðan sú vinna fer fram má búast við að tímabundið tap verði af reglulegri starfsemi," segir Eirík- ur. Mikið verk fyrir höndum Jón Óttar Birgisson, verðbréfa- miðlari hjá Kaupþingi Norður- lands, segir afkomuna lakari en bú- ast hefði mátt við. „Það var mönn- um ljóst þegar endurskipulagning félagsins hófst að hún myndi kosta peninga og taka tíma. En þrátt fyr- ir þetta er ekki hægt að segja ann- að en að afkoma félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins sé léleg. Tapið af reglulegri starfsemi eykst um rúmlega 40% milli ára. Bæði rekstrartekjur og rekstrargjöld aukast um 16% á tímabilinu og það vekur athygli að fjármagnsgjöld nær tvöfaldast. Þetta segir manni að enn er langt í land og mikið verk fyrir höndum. Það era þó nokkrir ljósir punkt- ar í uppgjörinu. I fyrsta lagi era dóttur- og hlutdeildarfélögin farin að skila hagnaði. Ber þar hæst mikil umskipti hjá Snæfelli sem loksins er farið að sýna jákvæða af- komu. Þar liggja mikil tækifæri. I öðru lagi eru stjórnendur félagsins greinilega að taka til í rekstrinum, sem sést best á þeim fréttum sem borist hafa af félaginu á síðustu mánuðum. Framtíð félagsins ræðst af þeirri endurskipulagningu sem nú er í gangi,“ segir Jón Óttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.