Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skemmdar byggingar hrundu í eftirskjálftum í Tyrklandi Tvö ár frá andláti Díönu prinsessu Vantar húsnæði fyrir 600.000 manns Tyrkneski fáninn blaktir yfir Hellusundi. í gær var minnst loka stríðs- ins milli Tyrkja og Grikkja 1922 en Tyrkland varð sjálfstætt í kjölfar þess. Að þessu sinni var hátíðahöldum hins vegar aflýst vegna jarð- skjálftanua í landinu. Endurreisnin fjármögnuð með skulda- bréfaútgáfu Ankara. Reuters. NOKKRIR allsterkir eftirskjálftar urðu í Tyrklandi á sunnudag og hrundu þá víða saman hús, sem skemmdust í stóra skjálftanum fyr- ir hálfum mánuði. Opinber tala yfir fjölda látinna var um helgina tæp- lega 14.000 og slasaðir rúmlega 27.000. Um 30.000 manna er sakn- að. Tyrknesk stjórnvöld leita nú hjálpar utanlands sem innan við að koma þaki yfir þá, sem misstu heimili sitt í hamförunum, um 600.000 manns. Eftirskjálftamir voru allt upp í fjóra á Richters-kvarða og var nokkuð um, að illa farin hús hryndu. I bæjunum Duzce og Bolu flýði fólk heimili sín og hefst það nú við undir beru lofti eins og hundruð þúsunda annarra manna. Heitt hef- ur verið í veðri að undanförnu en búist er við, að brátt taki að kólna. Því ríður á að koma fólkinu í húsa- skjól. Tyrknesk stjómvöld reiða sig einna helst á aðstoð Bandaríkja- manna við endmuppbygginguna en auk þess munu Alþjóðabankinn, AI- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evr- ópusambandið leggja þeim lið. Þá hafa Grikkir, sem ekki hafa verið í neinum kærleikum við Tyrki, ákveðið að leggja sitt af mörkum. Bandaríkin ábyrgist skuldabréf Tyrkneska stjómin stefnir að því að fjármagna endurreisnina að hluta til með skuldabréfaútgáfu og verður farið fram á það við Banda- ríkjastjórn, að hún gangi í ábyrgð fyrir hana. Þar fyrir utan hafa mörg ríki boðist til að senda til Tyrklands húseiningar, sem settar em saman á staðnum. Frammistaða tyrkneskra stjóm- valda síðustu tvær vikumar hefur verið harðlega gagnrýnd en á sunnudag tóku þau sér vald til að stjórna með tilskipunum í málum, sem varða hamfarirnar. Þau eru hins vegar sökuð um að hafa nýtt sér ástandið til að koma í gegnum þingið ýmsum umdeildum lögum, þar á meðal einum um náðun þús- unda fanga. Meðal þeirra era lög- reglumenn, sem dæmdir hafa verið íyrir pyndingar, og embættismenn, sem sátu inni fyrir spillingu og valdníðslu. Hewitt boðar æviminningabók London. AFP, The Daily Telegraph. BRESKA konungsíjölskyldan minntist Díönu prinsessu í bæn- um sínum við messu á sunnudag en tvö ár eru í dag liðin frá því hún lést sviplega í bflslysi í París. Ekki er efnt til sérstakra minn- ingarathafna um prinsessuna en nafn hennar bar engu að síður mjög á góma í breskum dagblöð- um um helgina en þá var greint frá því að James Hewitt, fyrrver- andi elskhugi hennar, hygðist skrifa endurminningar sínar. Hewitt og Díana áttu í ástar- sambandi í um fimm ár og vakti það mikla hneykslun sumra dag- blaðanna í Bretlandi að Hewitt skuli nú hafa ákveðið að skrifa bók um sambandið. The Mirror velti vöngum yfir því hvernig Hewitt gæti fengið af sér að gera prinsunum Vilhjálmi og Harry, sonum Díönu og Karls Bretaprins, slíkan grikk en ótt- ast er að bókin muni ýfa upp gömul sár. Engu að síður var fúllyrt að tvö slúðurdagblöð hefðu slegist um að tryggja sér réttinn til að birta kafia úr væntanlegri bók og mun The Mail on Sunday hafa borið sigur úr býtum. Er því haldið fram að blaðið hafi borgað Hewitt fimm hundruð þúsund pund, fimmtiu milljónir ísl. króna, fyrir birtingarréttinn. Veltu margir því fyrir sér hvort Hewitt muni birta berorð ástarbréf sem Díana sendi hon- um en Hewitt mun á sínum tíma hafa lofað konungsfjölskyldunni að gera það aldrei. Þykir líkleg- ast að Hewitt láti sér nægja að vitna í þau. Yfirheyrslur EÞ yfír meðlimum nýrrar framkvæmdastjórnar ESB Heita afsögn sannist misferli EVRÓPUÞINGIÐ hóf í gær yfir- heyrslur yfir þeim sem útvaldir hafa verið til setu í nýrri fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), en þingið þarf að staðfesta hana í embætti og hefur þar með vald til að hafna henni, telji þingið eitthvað koma fram um einhvern hinna yfirheyrðu sem gerði viðkom- andi vanhæfan til að taka sæti í framkvæmdastjórninni. Fyrst til að mæta spurningahríð Evrópuþingmanna var Loyola de Palacio, sem áður var landbúnaðar- ráðherra Spánar en Romano Prodi, forseti hinnar væntanlegu nýju framkvæmdastjórnar, hefur valið til að fara með orku- og samgöngu- mál auk þess að vera varaforseti framkvæmdastjórnarinnar. Við hina þriggja klukkustunda löngu yfirheyrslu í húsnæði Evrópuþings- ins (EÞ) í Brassel lýsti Palacio því yfir að hún myndi hiklaust segja af sér ef til þess kæmi að hún yrði sökuð um að bera ábyrgð á misferli, en hún vísaði því á bug að hafa í sínu fyrra embætti borið nokkra ábyrgð á svindli með styrki frá Evrópusambandsins til spænsks landbúnaðar. Að sögn Reuters sagði Palacio að hver einasti hinna 20 sem skipa munu hina nýju framkvæmdastjórn hefðu heitið því að segja af sér, yrði nokkur þeirra fundinn sekur um misferli eða vafasama frændgæzku. En hún sagðist hafa verið hreins- uð af öllum áburði um að bera ábyrgð á meintu svindli með styrki til spænskra hörræktenda á þeim tíma sem hún var landbúnaðarráð- herra. Fyrr í þessum mánuði hreinsaði spænsk þingnefnd Palacio af ásökunum í þessa vera. Austurríkismanninum Franz Fischler, sem fór með landbúnaðar- mál í framkvæmdastjóm Jacques Santers sem sagði af sér í marz sl. vegna spillingarhneykslismála, er ætlað að fara með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í hinni nýju fram- kvæmdastjórn Romanos Prodis. Áður en yfirheyrslur yfir honum hófust síðdegis í gær tjáði Ursula Stenzel, sem fer fyrir fulltrúum austurríska hægriflokksins ÖVP á Evrópuþinginu, fulltrúum fjölmiðla að enginn vafi léki á því að Fischler væri fær um að svara hvaða spum- ingu Evrópuþingmanna sem er á viðunandi hátt. Að sögn netútgáfu austurríska dagblaðsins Der Standard harmaði hún afstöðu Evrópuþingmanna brezka Ihaldsflokksins, sem hafa lýst því yfir að þeir muni greiða at- kvæði gegn skipun hvers þess i embætti, sem var í framkvæmda- stjórn Santers. Sú afstaða væri ekki til neins annars fallin en að veikja Evrópska þjóðarflokkinn, en hann skipa fulltrúar hófsamra hægri- flokka frá öllum ESB-löndunum 15 og varð stærsti þingflokkurinn á EÞ eftir kosningamar í júní sl. Forseti þingsins varar við „nornaveiðum“ Nicole Fontaine, forseti Evrópu- þingsins úr röðum franskra hægri- manna, varaði fyrir nokkram dög- um þingmenn við því að gera yfir- heyrslurnar, sem munu standa yfir í rúma viku, að „nomaveiðum“. Hvatti hún þingmenn td þess að teygja ekki enn meira úr þeirri stjómsýslukreppu sem sambandið hefur verið í frá því framkvæmda- stjóm Santers sagði af sér fyrir tæpu hálfu ári. Skyldu ekki allir hinir tilnefndu framkvæmdastjórn- armeðlimir hljóta blessun þingsins kann Prodi að verða knúinn til að leita nýs manns í staðinn, sem myndi útheimta nýjar samningavið- ræður við ríkisstjórn þess lands sem sá fulltrúi kemur frá sem kann að verða gert að víkja. Þótt ólíklegt þyki eins og sakir standa að til slíkrar tafar á stað- festingu þingsins komi - áformað er að greiða atkvæði um staðfest- inguna 16. september - er sá sem helzt þykir líklegt að Evrópuþing- menn hafi mest við að athuga Frakkinn Pascal Lamy, sem ætlað er að taka við samkeppnismálum ESB. Hann var náinn samstarfs- maður Jacques Delors í tíð hans sem forseta framkvæmdastjórnar- innar, 1985-1994, en á því tímabili átti margt af því misjafna sér stað, sem á endanum varð til þess að framkvæmdastjóm Jacques Santers sagði af sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.