Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 45 UMRÆÐAN Virkjunarleyfi eða umhverfismat? TILEFNIN til greinaskrifa vegna fyrirhugaðra stór- virkjana á svæðinu norðan Vatnajökuls hafa verið ærin síðustu vikurnar og margir látið undan þörfínni og skrifað af ástríðu gegn þeim. Það gæti nú ver- ið gaman að vita hversu margar grein- ar og viðtöl hafa birst í dagblöðunum frá því átökin um stórvirkjan- ir og málmbræðslur á Austurlandi hófust. Verður sá sjóður trú- lega gullkista fyrir ari grafskrift þeirra Halldórs, Finns og Sivjar, en sú sem þau hlytu ef þau troða áformum sínum ofan í kokið á þjóðinni, eins og þau virðast ætla að gera. Nú hefur Halldór Ásgrímsson tjáð sig um málið, eftir að þau Finnur og Siv hafa bæði verið tíðir gestir í fjölmiðlum eftir há- lendisferðir sumar- sins. Siv kíkti yfir Eyjabakkana og Kolbrún fannst þeir ekki Halldórsdóttir smart. Finni virtist renna til rifja kaldlyndi flokkssyst- ur sinnar og lét hafa eftir sér að sagnfræðinga framtiðarinnar og vonandi geta þeir, og þjóðin öll, þá prísað lanndsfeðuma fyrir það að hafa látið skrif og fortölur náttúru- verndarsinna leiða sig frá villu síns vegar. Þannig yrði sannarlega sæt- hann hefði nú taugar til Hafra- hvammagljúfursins og nú hefur Halldór talað. Hann finnur nýjan flöt á málinu, því hann snýr talinu frá umhverfismatinu og að ábyrgð Alþingis. Hann er sjálfsagt orðinn þreyttur á því að árásir fjölmiðla- manna og náttúruvemdarsinna skuli einungis lenda á vesalings framsóknarráðherrunum. Nú ætlar hann að leggja það á herðar alþing- ismanna að fjalla um frumma- tsskýrslu Landsvirkjunar og útfrá þeirri umfjöllun ákveða hvort Landsvirkjun skuli halda virkjun- arleyfi sínu vegna Fljótsdalsvir- kjunar eða ekki. Hann er tilbúinn að fóma dýrmætum tíma í þref um málið á Alþingi, en það er ekki tími til að láta fara fram lögformlegt umhverfismat. Hver var að tala um virkj unarleyfið? Það vill svo til að í landinu gilda lög, sem kveða á um það að Skipu- lagsstofnun ríkisins skuli leggja mat á framkvæmdir af því tagi sem hér um ræðir. Síðan er gert ráð fyr- ir því að ýmsar aðrar stofnanir og almenningur hafi umsagnarrétt um niðurstöður. Þetta ferli kallast um- hverfismat og er framkvæmt í flest- um ríkjum hins vestræna heims, þegar um stórframkvæmdir er að ræða. Umræðumar hér á landi hafa snúist um það hvort rétt sé að und- anskilja Fljótsdalsvirkjun um- hverfismati eður ei. Nú virðist Hall- dór Ásgrímsson ætla að sveigja umræðuna frá þessum kjama máls- ins og inn á einhveija undarlega braut þar sem heimildarlög um virkjanir og virkjunarleyfi Landsv- irkjunar (sem gefið var út af Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra 1991) eru í brennidepli. Er eitthvað verið að drepa málinu á dreif, eða hvað gengur formanni Framsóknar- flokksins til? Það er engu líkara en framsóknarráðherramir séu orðnir þess fullvissir að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun standist ekki um- hverfismat. Og ef svo er, hvert era þeir þá að leiða þjóðina? Stöndum við gefín fyrirheit Ábyrgð ríkisstjómarinnar er mikil í þessu máli og þegar sáttmál- ar hennar em lesnir virðist hún gera sér grein fyrir því. Hún á t.d. í fómm sínum framkvæmdaáætlun Umverfismat * Abyrgð ríkisstjórnar- innar er mikil í þessu máli, segir Kolbrún Halldórsdóttir, og þegar sáttmálar hennar eru lesnir virðist hún gera sér grein fyrir því. um sjálfbæra þróun, sem lýsir þeirri ábyrgð nokkuð vel. Þar em nokkrar reglur settar fram, sem fara skal eftir og stendur ein þeirra öðmm ofar. Það er varúðarreglan, sem kveður á um það að ekki skuli að öðra jöfnu ráðist í framkvæmdir sem kunna að hafa alvarleg eða óbætanleg umhverfisáhrif í för með sér, fyrr en sýnt sé að þær hafi ekki slík áhrif. Á þetta ber að minna rík- isstjómina nú og ekki síst fram- sóknarráðherrana þrjá, þegar virð- ist eiga að snúa umræðunni upp í eitthvað annað en það sem máli skiptir. Höfundur er alþingismaður. Veggjddið lækkar ó morgun Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar ó morgun, 1. september, um allt að 33% Seld eru ný 10 ferða afsláttarkort fyrir venjulega fjölskyldubíla (bíla í I. gjaldflokki) í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng. Hver ferð kostar 700 krónur og handhafar afsláttarkortanna afhenda þau í hvert sinn við gjaldskýlið. Allir 40 ferða áskrifendur eru skráðir áfram fyrir 40 ferðum. Áskrifendum 40 ferða í I. gjaldflokki býðst hins vegar að skrá sig fyrir 100 ferðum og njóta um leið hámarksafsláttar af veggjaldi. Þeir þurfa að hafa samband við sölustaði áskriftar til að breyta samningi sínum við félagið: þjónustu stöðvar Olíufélagsins ESSO á Ártúnshöfða, Skeljungs við Vesturlandsveg og Olíuverslunar Islands við Sæbraut/Kleppsveg í Reykjavík, einnig þjónustu- stöðvar olíufélaganna á Akranesi og í Borgarnesi og skrifstofu Spalar á Akranesi. Ekki eru lengur seldar 20 ferðir í áskrift en núverandi áskrifendur að 20 ferðum eru skráðir fyrir 40 ferðum þegar inneign ferða þrýtur á reikningi þeirra hjá Speli. Oski þessir áskrifendur ekki eftir slíkri breytingu geta þeir að sjálfsögðu haft samband við skrifstofu Spalar, sagt upp áskriftarsamningi sínum og íengið endurgreidda þá fjármuni sem þeir eiga inni. Þá þurfa þeir að skila veglyklinum og fá um leið endurgreitt skilagjald. Veggjald fyrir staka ferð verður áfram 1.000 krónur. Áskrifendur, sem eiga inni ferðir á reikningi sínum hjá Speli eða hafa keypt ferðir í áskrift núna fyrir mánaðamótin, fá fjölgun ferða í samræmi við inneign sína. Góða ferð undir fjörðinn! Gjaldskrá I. gjaldflokkur Ökutæki styttri en 6 metrar Veggjald fyrir staka ferð 10 ferðir - afsláttarkort 40 ferðir - áskrift 100 ferðir- áskrift Hver ferð kostar: 1.000 krónur 700 krónur 500 krónur 400 krónur 10 miða afsláttarkort eru seld í gjaldskýli Hvalfjarðar- ganga. Ath.: Sama gjald er fyrir bíla í I. flokki dragi þeir tengitæki (t.d. hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn) eða eftirvagna sem ekki eru skráningarskyldir (heildarþyngd undir 750 kg). Bílar, sem draga skráningarskylda eftirvagna (heildarþyngd yfir 750 kg), færast upp í II. gjaldflokk. II. gjaldflokkur Ökutæki 6 til 12 metrar Veggjald fyrir staka ferð 40 ferðir - áskrift III. gjaldflokkur Ökutæki lengri en 12 metrar Veggjald fyrir staka ferð 40 ferðir - áskrift IV. gjaldflokkur Vélhjól Hver ferð kostar: 3.000 krónur 1.950 krónur Hver ferð kostar: 3.800 krónur 2.470 krónur Hver ferð kostar: 400 krónur SfQ||ir 14% viröisaukaskattur innifalinn í veggjaldi Mánabraut 20 300 Akranes Sími: 431 5900 Fax: 431 5901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.