Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANPIÐ Sendiherra Þýskalands og eiginkona hans á sumarleyfísferð um Vestfírði Lærði fyrstu orðin og setningarnar á fornís- lensku á ungum aldri ísafirði - Þýsku sendiherrahjón- in á íslandi, Marianne og Rein- - hart Ehni, efndu fyrir helgi til samsætis með dálitlum hópi boðs- gesta í Tjöruhúsinu á fsafirði. Þá voru þau í þann veginn að ljúka vikulöngu sumarleyfisferðalagi sínu á Vestfjörðum. Að móttök- unni lokinni ræddi blaðið við sendiherrann um ferð þeirra hjóna hér vestra og kynni þeirra af landi og þjóð. Að sögn sendiherrans var þetta annað skiptið sem hann kemur til ísafjarðar. Fyrir þrem- ur árum kom hann í embættiser- indum ásamt eiginkonu sinni til þess að hitta ræðismann Þýska- lands á Isafírði, Þorstein Jóhann- esson yfirlækni, og sefja hann inn í nýtt og breytt hlutverk heiðursræðismanns samkvæmt útnefningu forseta Sambandslýð- veldisins Þýskalands. „Að því sinni átti ég ekki annars kost en koma flugleiðis og standa stutt við hjá Þorsteini og eiginkonu hans. Þá ákvað ég hins vegar að koma aftur vestur, ferðast í ró og næði á eigin bíl um Vestfirði og kynnast svæðinu og fólkinu sem hér býr. Nú var ég að koma þeirri ákvörðun í verk.“ Sendiherrann lét afar vel af ferð þeirra hjóna hér vestra. „Við tókum ferjuna yfir Breiða- fjörð og áttum fyrst viðkomu í Flókalundi. Síðan þræddum við firði og víkur, komum á Látra- bjarg, heimsóttum safnið á Hnjóti og skoðuðum Patreksfjörð og Tálknafjörð. Við komum á Hrafnseyri og skoðuðum þar hið mikla safn til minningar um Jón Sigurðsson, sjálfstæðishefju fs- lendinga, og áðum á Þingeyri og Flateyri á leið okkar til Isafjarð- ar. Núna erum við búin að eiga mjög notalega stund í Tjöruhús- inu með vinum okkar hér á Isa- firði.“ Snortinn af náttúru Vestfjarða Það vekur sérstaka athygli, hversu fróður og nákvæmur sendiherrann er þegar hann ræð- ir um staðhætti og örnefni á Vestfjörðum. Þegar hann talar um kynni sín af Vestfjörðum virðist ljóst, að orð hans eru ekki neitt yfirborðshjal heldur koma frá hjartanu. „Náttúrufar hér vestra er afar stórbrotið og hef- ur haft mikil áhrif á okkur hjón- in. Við höfum víða farið í göngu- ferðir og varið miklum tíma til að skoða okkur um. Það er ákaf- lega athyglisvert að kynnast hér bæjum og þorpum og skoða hafn- irnar og fiskiðnaðinn. Að ógleymdum jarðgöngunum. Fyr- ir þremur árum ókum við með Þorsteini vini okkar yfir Breiða- dalsheiði en nú fórum við um göngin undir hana. Það er at- hyglisvert, hversu nú er orðið miklu fljótlegra og greiðara að komast milli fjarða. Svæðið líkt og skreppur saman við tilkomu ganganna, bæirnir og þorpin tengjast betur og þar með styrk- ist atvinnulífíð." Reinhart Ehni tók við stöðu sendiherra á íslandi í júnímánuði 1996. „Ég leyfí mér að geta þess,“ segir hann, „að ég mun hafa verið síðasti erlendi sendi- herrann sem afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi for- seta íslands, trúnaðarbréf sitt. Nú er dvölin orðin meira en þijú ár og nýlega var ég spurður hversu lengi ég myndi verða á Is- landi. Ég svaraði: Eins lengi og kostur er! Eiginkona mín, Mari- anne, sagði við mig fyrir skömmu: Við förum ekki héðan aftur! En auðvitað er það undir þýskum stjórnvöldum komið. Við hjónin vonum að þau vilji hafa okkur hér sem allra lengst." Hefur þú áhuga? Komdu viðí dag! Áhættudreifing á einum stað Sjóðurinn fjárfestir í helstu fyrirtækjum landsins en einnig I skuldabréfum og erlendum hlutabréfum. Sjóðurinn er á meðal þeirra fyrirtækja á fslandi sem greitt hafa hluthöfum sínum hæst hlutfall tekna í arð og hefur skilað hæstu ávöxtun hlutabréfasjóða sl. 5 ár. Fjöldi hluthafa er yfir 8.000. Hlutabréfasjóðurinn hf. er fyrir þá sem vilja fjárfesta til langs tíma I innlendum og erlendum hlutabréfum til að fá góða ávöxtun og njóta skattafsláttar. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun I framtíð. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900. Myndsendir: 560-8910.Veffang: www.vib.is Einar Bjarni Sigurðsson sjóðstjóri Nafnávöxtun sl. 5 ár! Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Sendiherrahjónin Marianne og Reinhart Ehni ásamt hjónunum Friðnýju Jóhannesdóttur og Þorsteini Jóhannessyni, ræðismanni Þýskalands á ísafirði. Þegar sendiherrann er spurð- ur hvort hann hafi haft einhver tengsl við ísland eða sérstök kynni af landinu áður en hann tók við sendiherrastarfinu segir hann: „f skóla á ungum aldri komst ég í náin kynni við norræn fræði, las eddukvæði og íslenskar fornsögur og Iærði þá fyrstu orð- in og setningarnar á fornís- lensku. Þegar ég síðan fékk þau boð frá þýskum stjórnvöldum að gerast sendiherra á Islandi, en þá var ég við störf í Lundúnum, gladdist ég mjög, enda vakti það góðar mmningar frá námsárum mínum. Ég var þess vegna fljótur að svara: Mér er það mikil ánægja að fara til Islands." Sendiherrann er upprunninn í Schwaben-héraði í Suður-Þýska- landi - „eins og heyra má á mál- lýskublæ mínum“, segir hann. Það má því ætla, að samræður sendiherrans við Þorstein ræðis- mann og Friðnýju konu hans hljómi nokkuð á annan veg en getur að heyra t.d. í þáttunum um Derrick, en þau lijónin bjuggu um langt árabil við nám og læknisstörf í Sváfalandi, eins og það var nefnt á íslensku á fyrri tíð. Sendiherrann var lengi búsettur í höfuðborginni Bonn við Rínarfljót, rétt suður af Köln, en um þessar mundir stendur einmitt yfir flutningur á stjórn- arstofnunum þýska ríkisins frá Bonn austur til Berlínar. Um jólaleytið má ætla að flutningi allra ráðuneyta verði lokið og þegar árið 2000 gengur í garð verður Berlín í reynd orðin höf- uðborg Þýskalands á ný. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá undirritun stofnskrár Fræðslunets Suðurlands í hátfðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fræðslunet Suður- lands stofnað á Degi símenntunar Selfossi - Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra hefur kynnt það sem markmið í náinni framtíð að hver einasti nemandi í framhaldsnámi eignist fartölvu til að nota við nám sitt. Um er að ræða nýja leið í upp- byggingu á tölvutækni innan skól- anna sem skapar að sögn ráðherra nýja möguleika á því að ungt fólk nýti sér upplýsingatæknina og möguleika fjarnáms. Þetta kom með- al annars fram í máli ráðherra á stofnfundi Fræðslunets Suðurlands á laugardag, 28. ágúst. Á fundinum undirrituðu 25 aðilar stofnskrá Fræðslunetsins á stofn- fundinum í Fjölbrautaskóla Suður- lands, að viðstöddum menntamála- ráðherra. Um er að ræða sjálfseigna- stofnun á sviði háskólamenntunar, fullorðinsfræðslu og símenntunar á Suðurlandi með sérstaka stjórn. I stofnskrá segir að stofnunin muni bjóða upp á nám á háskólastigi á Suðurlandi í samstarfi við háskóla- stofnanir, stuðla að auknu framboði á símenntun og fullorðinsfræðslu á öllum stigum menntunar og leggja áherslu á samstarf atvinnulífs og skóla og tengsl grunn- og endur- menntunar. Þá mun stofnunin nýta sér bestu fáanlega fjarkennslutækni hverju sinni, styðja við rannsóknir og vísindaiðkun á Suðurlandi og hafa samstarf við aðra er sinna símennt- un og endurmenntun. Á stofnfundinum kom meðal ann- ars fram að Fræðslunet Suðurlands verður alhliða stofnun um fullorðins- fræðslu sem mun bjóða alhliða fram- haldsnám á Suðurlandi íyrir alla, óháð bakgrunni. Nú í haust verður boðið upp á nám á háskólastigi í ferðamálafræðum og íslensku. Auk þess munu bjóðast fjöldi námskeiða svo sem íslenska fyrir útlendinga, skrautsrkift, fríhendisteiknun, starfs- nám fyrir starfsfólk réttargeðdeildar á Sogni, námskeið fyrir dagmæður, nám í svæðisleiðsögn, sölutækni, símavörslu og meðhöndlun matvæla. Sigurður Sigursveinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands, sagði stofnunina hafa fengið þetta nafn til að undirstrika hið víða svið sem henni væri ætlað að starfa á. Hann sagði daginn tímamótadag í skólasögu Suðurlands og sagði það sína von að Sunnlendingar stæðu saman að eflingu þessarar skóla- stofnunar eins og þeir hefðu staðið saman að framfaramálum í héraðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.