Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 13 FRÉTTIR Kurr í hestamönnum í Tungunum Gamla brúin á Andalæk rifín FYRIRHUGAÐ er að fjarlægja gömlu brúna á Andalæk í Biskups- tungum sem skilur að jarðirnar Út- hlíð og Dalsmynni en nýr vegur var lagður frá Úthlíð að Múla við Bisk- upstungnabraut og var byggð ný brú yfir Andalæk rétt neðan við gömlu brúna. Hafa þessi áform valdið nokkrum kurr meðal manna í Tung- unum, sér í lagi hestamanna, en sam- komulag varð um að gamli vegurinn á þessum kafla verði notaður sem reið- vegur og þykir það mikil samgöngu- bót meðal hestamanna. Ástæður þess að brúin verður fjarlægð er sjón- mengun, að sögn Steingríms Ingvars- sonar, umdæmisstjóra Vegagerðar- innar á Selfossi. Telja hestamenn í Tungunum það skapa aukna hættu ef brúin verður fjarlægð en um þessar slóðir fer mikil umferð ríðandi manna og oftar en ekki með rekstur lausra hrossa og því sé áríðandi að aðskilja þessa umferð sem mest. Kristján Kristjánsson, formaður hestamannafélagsins Loga í Bisk- upstungum, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeim hestamönn- um þætti undrum sæta ef fjarlægja ætti brúna á Andalæk. Þótt hann virtist oftast saklaus tilsýndar væri hann stöðugt að breyta sér og nefndi hann sem dæmi að kona hans, Guð- rún Hárlaugsdóttir, sem er frá Hlíð- artúni sem er skammt frá læknum, hefði lent í því að sundríða við gömlu brúna þegar hún hefur átt leið þar um á hesti. Kristján benti á að ekki væri margra kosta völ ef hyljir myndast á þeim stað sem gamla brú- in er og verður væntanlega sá staður sem ætlað er að menn ríði yfir. Girð- ing væri rétt ofan við gömlu brúna og neðan við nýju brúna væri bakk- inn að vestanverðu frekar hár auk þess sem það væri klúður ef hesta- menn með rekstur þyrftu að krossa þvert yfir veginn þétt við nýju brúna. Kvaðst Kristján undrandi á því ef taka ætti útlitsatriði fram yfir öryggisatriði því ljóst væri að með því að fjarlægja gömlu brúna væri verið að bjóða hættunni heim. Ef þetta væri einungis spurning um út- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Gamla brúin stendur eilítið hærra en sú nýja og telja vegagerðarmenn hana slíka sjónmengun að fjarhegja beri hana af þeim sökum. lit eða sjónmengun taldi hann ekkert vandamál fyrir félagsmenn í Loga að bæta útlit brúarinnar með því til dæmis að mála hana í þeim lit sem þætti viðeigandi. Snorri B. Ingason í Dalsmynni, sem liggur að Andalæk, sagði að þeg- ar fyrirhuguð breyting á veginum var kynnt hafi menn frá Vegagerð- inni heimsótt landeigendur og þeir sagt aðspurðir að ekkert væri því til fyrirstöðu að brúin fengi að standa, væri áhugi fyrir því. Snorri benti þó á að á þessum tíma hafi verið fyrirhug- að að nýi vegurinn yrði fjær gamla veginum en síðar varð raunin. En eftir þessa heimsókn hafi hann og ýmsir aðrir gengið út frá því sem vís- um hlut að gamla brúin fengi að standa. Snorri sagði að sér fyndist það tómt klúður ef brúnni yrði fargað og með því væri verið að skapa hættuástand algjörlega að óþörfu. Mikil sjónmengun að mati V egagerðarinnar Steingrímur Ingvarsson hjá Vega- gerðinni kvaðst ekki kannast við að ákvörðun hefði verið tekin um að brúin skyldi standa og væri þar ein- hver misskilningur á ferðinni. Alltaf hafi staðið til að fjarlægja gömlu brúna. Enginn starfsmanna Vega- gerðarinnar kannist við að hafa gefið fyrirheit um að brúin fengi að standa. Steingrímur sagði að gamla brúin stæði aðeins hærra en sú nýja og milli þeirra væru örfáir metrar og mikil sjónmengun að þessu gamla mannvirki. Hann kvað ekki liggja fyrir hvað kostaði að fjarlægja brúna. Hitavatnslögn sem liggur með gömlu brúnni verður einnig færð en eigendur hennar munu sjá um þann hluta, að sögn Steingríms. Ráðuneytið styrkir nám í sjávarútvegi SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt tveimur einstakling- um styrki til framhaldsnáms f greinum í sjávarútvegi. Styrkina hlutu Guðmundur Ólafsson og Margrét Bragadóttir. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra afhenti þeim styrkina í síðustu viku. Við mat á styrkumsóknum var einkum litið til námsárang- urs og námsferils umsækjenda, hve langt þeir væru komnir í námi og mikilvægis rannsóknar- sviða þeirra fyrir íslenskan sjávarútveg. Guðmundur Ólafsson er að hefja doktorsnám í fiskifræði við Dalhousie háskólann í Nova Scotia, í Kanada. Rannsóknir Guðmundar munu beinast að hrygningu fslensku sumargots- sfldarinnar í samanburði við hrygningu sfldarstofna í norð- vestanverðu Atlantshafi. Hann mun vinna að rannsóknum sínum l___ • ji. \ .• wl 1; j I 3 : \\p w ; * Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra afhenti Margréti og Guðmundi styrkina. við Dalhousie háskólann og í samvinnu við sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunarinnar. Margrét Bragadóttir er í meistaranámi við matvælaskor Háskóla íslands. Hún er starfs- maður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins en í náminu mun hún m.a. sækja námskeið við Kaupmannahafnarháskóla. Rannsóknarverkefni Margrétar hefur bæði hagnýtt og vísinda- legt gildi, en það fjallar um náttúrulega þráhindrun í loðnu- afurðum. Sjávarútvegsráðuneytið telur styrkveitingu þessa mikilvæga hvatningu til þess að laða hæfí- leikafólk til starfa í íslenskum sjávarútvegi. Alls bárust fimm umsóknir um styrkina. Þrír umsækjenda eru í meistaranámi eða sambærilegu námi og tveir í doktorsnámi. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1985-2.fl.B 10.09.99 - 10.03.00 kr. 30.306,70 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. * Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 31. ágúst 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 46.355 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetrar- áætlun sína með spennandi ferðatilboð- um í vetur þar sem þú getur valið um ævintýraferðir til Kanaríeyja í beinu vikulegu flugi flesta mánudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 757- vélum án millilend- ingar og við bjóðum valda gististaði í hjarta Ensku strandarinnar og verðið hefur aldrei verið iægra en nú í vetur. 20.000 kr. a/sláttur fyrlr 4 manna fíölskyldu 10.000 kr. afsláttur tvrlrhjón etþú bókar fyrir i. sept. ✓ Otrúlegt verð Verð kr. 46.355 Vikuferð til Kanarí 26. mars, hjón með 2 böm, Tanife með 5.000 kr. afslætti á mann. Einn vinsælasti gististaðurinn - Paraiso Maspalomas Brottfarardagar Verð kr. 48.655 Ferð í 3 vikur, 21. nóv. m.v. hjón með 2 böm, Tanife. 20. okt. 21. nóv. 12. des. 19. des. 26. des. 2. jan. 9. jan. 30. jan. 6. feb. 20. feb. 27. feb. 12. mars 19. mars 26. mars 2. apríl 9. apríl 16. apríl Verð kr. 69.990 M.v. 2 í íbúð, Tanife, 12. mars, 2 vikur ef bókað fyrir 1. sept. Innifalið í verði, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, skattar. HEIMSFERÐIR mms £• Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.