Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þjóðaratkvæðisgreiðsla á Austur-Tímor friðsamleg eftir blóðug átök helgarinnar Mikil kosn- ingaþátttaka við stranga öryggisgæslu Dili, Austur-Tímor, Samcinuðu þjóðunum, Jakarta. Reuters, AFP, AP. Austur-Tímorbúar halda skráningarspjöldum SÞ yfír höfði sér, þar sem þeir bíða þess að verða kallaðir upp til atkvæðisgreiðslu í bænum Hatukesi. Carlos Belo, kaþólskur biskup Austur-Tímorbúa og handhafí friðar- verðlauna Nóbels, á kjörstað í Dili í gær. AUSTUR-TÍMORBÚAR kusu í gær í þjóðaratkvæðisgreiðslu um framtíð stjórnarskipulags landsins. Að sögn talsmanna eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna fóru kosning- amar friðsamlega fram og fór kosningaþátttaka fram úr björt- ustu vonum, en hún mældist um áttatíu af hundraði, rúmlega 450.000 manns, þegar kjörstöðum var lokað undir kvöld. Blóðug átök hafa geisað milli herskárra and- stæðinga sjálfstæðis, sem indónesíski herinn hefur stutt, og stuðningsmanna sjálfstæðishreyf- ingarinnar síðan B.J. Habibie, for- seti Indónesíu, tilkynnti í janúar að hann myndi veita landinu sjálf- stæði kysu íbúar landsins aðskilnað frá Indónesíu. Átökin ágerðust mjög í aðdraganda kosninganna og eru fórnarlömbin komin á annað hundrað. Á sunnudag féllust stríð- andi fylkingar, fyrir tilstilli SÞ, á að leggja niður vopn til að kosning- arnar gætu farið friðsamlega fram. í þjóðaratkvæðisgreiðslunni gafst Austur-Tímorbúum kostur á að velja á milli þess að hljóta fullt sjálfstæði eða verða sjálfsstjómar- hérað innan indónesískrar lögsögu. Fastlega er búist við því að mikill meirihluti kjósenda velji sjálfstæði landsins og bindi þar með enda á harðstjóm Indónesíu sem varað hefur síðan indónesíski herinn hemam austurhluta eyjunnar árið 1975 og kostað rúmlega 200.000 manns lífið, sem hafa fallið í átök- um, vegna pyntinga, farsótta og fá- tæktar. Hið alþjóðlega samfélag hefur ekki viðurkennt Austur-Tímor sem hluta af Indónesíu og hefur fram- kvæmdastjóm SÞ ítrekað farið fram á að kosið verði um framtíð stjómarskipulags á eyjunni. Hefur atkvæðisgreiðslunni verið frestað í tvígang vegna ófremdarástands í landinu en þrátt fyrir blóðug átök síðustu vikur neituðu SÞ að víkja HORFUR á því að samkomulag takist um skaðabótasjóð til handa fólki sem var þvingað til að vinna fyrir þýzk fyrirtæki í síðari heims- styrjöld versnuðu um helgina, þegar slitnaði upp úr þýzk-bandarískum samningaviðræðum þar að lútandi. Stuart Eizenstat, aðstoðarfjár- málaráðherra Bandaríkjanna og formaður bandarísku samninga- nefndarinnar, sagði að lokinni síð- ustu samningalotunni í Bonn á laugardag að mikið bæri enn í milli. Hvorki Eizenstat né Otto von Lambsdorff, sem fer fyrir þýzku samninganefndinni, voru reiðubún- ir að nefna nýjan frest til að ná samkomulagi. í upphafi þessa árs var þýzka ríkisstjómin nógu bjartsýn tU að ætla að samkomulag gæti tekizt fyrir 1. september, þegar þess er minnzt að 60 ár em liðin frá því síð- ari heimsstyrjöldin brauzt út með innrás Þjóðverja í Pólland. frá áformum sínum og héldu áfram undirbúningi. Haft í hótunum við índónesísk stjórnvöld Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fór þess á leit við andstæðinga og stuðningsmenn sjálfstæðis landsins á sunnudag að þeir virtu þróunarferli lýðræðisins og legðu sitt af mörkum til að afstýra of- beldi og óeirðum á sjálfan kosn- ingadaginn. Á laugardag féllust herskáir andstæðingar sjálfstæðis og forystumenn sjálfstæðishreyf- ingarinnar á að halda stuðnings- mönnum sínum frá götum Dili og að hvetja ekki til mótmæla eða óeirða til að koma í veg fyrir að átök brytust út að nýju. Fram- kvæmdastjóm SÞ hafði fyrir helgi krafist þess að indónesísk stjóm- völd, er sökuð vom um að standa aðgerðalaus á meðan andstæðingar beittu fylgjendur hörðu ofbeldi, kæmu á lögum og reglu í landinu svo halda mætti fijálsar kosningar. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hótaði á sunnudag að hætta fjár- hagslegri aðstoð við Indónesíu stæðu stjómvöld ekki við gefin lof- orð þess efnis að vopnaðir lög- gæslumenn landsins myndu tiyggja öryggi kjósenda við kjör- staði í gær. Xanana Gusamo, hinn útlægi leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar, og Carlos Belo, handhafi friðarverð- launa Nóbels, biskup og andlegur leiðtogi Austur-Tímorbúa, hafa margsinnis farið þess á leit við al- þjóðasamfélagið að sent verði vopnuð friðargæslusveit í umboði SÞ á eyjuna. Stjórnvöld í Jakarta hafa hins vegar ávallt neitað beiðni SÞ um að hermenn þeirra verndi almenna borgara gegn stríðandi öflum í landinu. Vargöldin sem geisað hefur und- anfama mánuði hefur sýnt að hernaðaryfirvöld Indónesíu era í ljósi vaxandi skaðabótakrafna, yfir 50 áram eftir stríðslok, lagði Gerhard Schröder kanzlari það til í janúar sl. að stofnaðir yrðu skaða- og miskabótasjóðir sem fjármagn- aðir yrðu af helztu fyrirtækjunum sem sökuð eru um að hafa nýtt sér nauðungarvinnuafl í stríðinu, en þar á meðal era nokkur af stærstu fyrirtækjunum í Þýzkalandi nútím- ans, svo sem Siemens, Volkswagen, Hoechst, BMW og fleiri. í febrúar sameinuðust 12 stór þýzk fyrirtæki (fjögur hafa bætzt við síðan) um að leggja sitt af mörkum til slíks sjóðs, en gegn því að koma honum á fót vilja fyrirtækin firra sig frekari málaferlum af hálfu umbjóðenda fyrrverandi nauðungarverka- manna. Mikið ber í milli Bandarísku samningamennirnir, sem hafa sitt samningsumboð fyrst og fremst frá lögmönnum fyrrver- ekki samþykk forseta landsins um að veita Austur-Tímorbúum sjálf- stæði endurspegli niðurstaða at- kvæðisgreiðslunnar þá ósk þjóðar- innar. Enda hefur herinn verið sakaður um að styðja við bak upp- reisnarmanna, gegn sjálfstæði, og sjá þeim fyrir vopnum. Symeon Ántoulas, háttsettur starfsmaður Rauða krossins í Dili, segir það vilja indónesískra stjómvalda að Austur-Tímor sé „lagalaus" staður óeirða. „Hefði herinn viljað frið í síðustu viku hefði hann getað tryggt hann á innan við klukku- andi nauðungarverkafólks og ann- arra meintra fómarlamba nazism- ans, hafa ekki viljað ganga að þess- ari kröfu þýzku fyrirtækjanna. í sex samningalotum frá því í maí hefur lítið miðað í samkomu- lagsátt. Stærsti ásteytingarsteinn- inn hefur verið hve há upphæðin eigi að vera sem þýzku fyrirtækin skuli greiða í sjóðinn. Engin upp- hæð hefur að svo komnu máli verið nefnd opinberlega, en Berliner Zeitung sagði bandarísku lög- mennina krefjast á bilinu 30 til 35 milljarða Bandaríkjadala. Tals- maður samningamanna fyrirtækj- anna hefur sagt að þau hafi lýst sig reiðubúin að borga minna en þær 1.700 milljónir dala, sem nefndar hafa verið í þessu samhengi í þýzk- um fjölmiðlum. Ennfremur mun mikið bera í milli varðandi mat á fjölda eftirlifandi nauðungarverka- fólks, sem ætti rétt á bótum úr sjóðnum. stund.“ Hermenn indónesíska hersins stóðu í gær vopnaðir við hlið liðsmanna eftirlitssveita SÞ fyrir framan kjörstaði í þeim til- gangi að vemda borgara og koma í veg fyrir óeirðir. Fréttir þess efnis að fjölmargir íbúar landsins þori ekki að mæta á kjörstað af ótta við hefndarverk einstakra hermanna eða kjósi jafnvel í trássi við vilja sinn hljóma því ekki ótrúlega. Leynilegar kosningar Til að tryggja að hver kjósandi kysi aðeins einu sinni vora tekin fingraför af viðkomandi. Af örygg- isástæðum var notað ósýnilegt blek til að koma í veg fyrir að aðrir sæju að kjósandi hefði mætt á kjörstað. Kosning hófst klukkan sex um morguninn og að sögn sjónarvotta streymdi fólk spariklætt að kjör- stöðum. Fjöldi fólks hafði tjaldað við kjörstaðina af ótta við að öfga- hópar hliðhollir Indónesíu myndu ella hindra þá í að komast á kjör- stað. Langar biðraðir mynduðust og hátíðarstemmning var hvar- vetna þar sem fólk safnaðist saman enda merkisdagur í sögu eyjunnar. „Fólk söng og bað til Guðs um betri tíma,“ var haft eftir sjónar- votti. Liðsmenn andspymuhreyf- ingarinnar sem í tvo áratugi hafa háð blóðuga bardaga við indónesískar hersveitir í framskóg- um og fjallahéruðum landsins komu til borgarinnar og héldu táknrænt skilríkjum sínum á lofti í stað vopna. „Ég er ákaflega ham- ingjusamur, en hræddur," sagði einn kjósendanna. „Þetta er okkar dagur, öll þjóðin hefur beðið hans í langan tíma.“ Jeff Fischer, framkvæmdastjóri sendisveitar SÞ í landinu, sagði að margir kjörstaðir hefðu haft opið lengur en ætlað var vegna mikillar aðsóknar. Taldi hann ekki þörf á að halda kosningu áfram í dag eins og staðið hafði til, ef loka hefði þurft kjörstöðum sökum óeirða eða tæknilegra vandkvæða. Um hádeg- isbilið var þremur kjörstöðum lok- að tímabundið en að öðrum kosti gekk allt að óskum, að sögn Fischers. Sagðist hann búast við að úrslit kosninganna yrðu gerð kunn 7. september, eða eftir um viku, þegar búið verður að telja atkvæði frá öllum afskekktum bæjum og byggðum. Xanana Gusmao hylltur Xanana Gusmao, leiðtoga sjálf- stæðisbaráttunnar, var vel fagnað þegar hann mætti á kjörstað í Jakarta í gærmorgun. í ávarpi hvatti hann fólk til að fjölmenna á kjörstaði og sagði framtíð Austur- Tímor ráðast af hugrekki og sam- stöðu þjóðarinnar. „Dagurinn í dag markar endalok langrar biðar og þjáningar okkar allra. I dag, andspænis alþjóðasamfélaginu, munum við ákvarða örlög okkar, um framtíð og sjálfstæði þjóðar okkar.“ Gusmao var dæmdur fyrir land- ráð í ævilangt fangelsi árið 1992, en eftir að réttað var í máli hans var dómnum breytt í tuttugu ára fang- elsisvist og í febrúar síðastliðnum var hann fluttur í stofufangelsi. Er hann talinn líklegastur til að verða leiðtogi Austur-Tímor hljóti landið sjálfstæði. Mulaadi, dómsmálaráð- herra Indónesíu, tilkynnti í síðustu viku að Gusmao hlyti sakarappgjöf og yrði sleppt úr haldi um miðjan september, eða þegar ástandið á Austur-Tímor yrði orðið stöðugt að nýju. B.J. Habibie, forseti Indónesíu, hvatti Austur-Tímorbúa í sjón- varpsávarpi á sunnudag til að kjósa áframhaldandi vera landsins innan indónesískrar lögsögu. „Ég beini orðum mínum til allra bræðra okk- ar. „Ég hvet ykkur til sameiningar og til að tryggja bjartari framtíð ásamt öðram innan indónesísku fjölskyldunnar.“ Fréttaskýrendur segja stjómvöld í Jakarta óttast að aðskilnaður Austur-Tímor frá Indónesíu gæti gefið aðskilnaðar- hreyfingum annars staðar í landinu byr undir báða vængi. Eins er talið að Habibie hafi látið undan alþjóð- legum þrýstingi að heimila þjóðar- atkvæðisgreiðslu á Austur-Tímor til að binda enda á vargöld ofbeldis er varað hefur sleitulaust í tuttugu og þijú ár, ella verða af hjálparfé og lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins er veitt era til uppbyggingar og styrktar lýðræðisþróunar í land- inu. Skaðabætur fyrir nauðungarvinnu í Þýzkalandi nazismans Slitnað upp úr viðræðum Berlin, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.