Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 48
-*i8 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN SÓLBJÖRT i HALLDÓRSDÓTTIR + Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1980. Hún varð bráðkvödd á Spáni 19. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Guðrún Hanna Óskarsdótt- ir og Halldór Mikkaelsson, sem búa í Neðri-Breiða- dal í Önundarfírði. Foreldrar Guðrún- ar eru Jóhanna Björnsdóttir og Óskar Hanni- balsson, en foreldrar Halldórs Átján ár þykir okkur eldra fólkinu ekki langur tími, a.m.k. finnst mér ekki langt síðan ég flýtti mér, full til- hlökkunar, upp á fæðingardeild til að sjá nýfædda barnabarnið, það fyrsta. Vel leist mér á það, en ekki datt mér þá í hug, að ég myndi verða að sjá á bak þessari litlu stúlku átján árum seinna, en hún lést skyndilega 19. þ.m. þegar hún var í skólaferðalagi á _J5páni. Kvöldið áður en lagt var af stað, kom hún að kveðja mig, og skömmu seinna fékk ég kort þar sem því var lýst hvað það væri gaman í ferðinni. Tveimur dögum seinna kom svo helfregnin, unga stúlkan, sem var að byrja lífið, hafði þegar kvatt það. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum og þremur yngri systkinum í Neðri-Breiðadal í Onundarfírði. Hún átti til Onfirðinga að telja því móður- faðir hennar var fæddur þar og upp- alinn og föðurforeldrarnir bjuggu þar allan sinn búskap og fleira var -4>ar af forfeðrum hennar. Þar sem hún bjó þetta langt í burtu frá mér voru samskiptin ekki eins mikil og ég hefði viljað, en mörg bréf fékk ég frá henni, öll fallega skrifuð og gjama skreytt teikning- um. Hún sendi mér samviskusam- lega árangurinn af prófunum og þurfti hún ekki að skammast sín fyr- ir hann. Á næsta vori hefði hún lokið prófum við skólann á ísafirði og lífs- starfið hafði hún þegar ákveðið. Hún stundaði mikið íþróttir, sér- staklega skíðagöngu, tók oft þátt í keppnum og náði þar góðum árangri og var kosin íþróttamaður Héraðs- sambands V-Isafjarðarsýslu árið 1998. Síðastliðinn vetur þjálfaði hún vngstu krakkana í göngu og hafði *"%aman af. Foreldrar og systkini, ásamt mörgum nánum ættingjum hafa mik- ils misst og þá ekki síst yngri systir- in, en þær systurnar voru mjög sam- rýndar. Mín eina huggun er allar þær góðu minningar sem ég á um hana. Gleggstu myndirnar sem geymast í huga mér, eru þegar hún kraup við leiði afa síns og fór þar með faðir vorið og svo þegar hún kvaddi mig, full tilhlökkunar, kvöldið áður en lagt var af stað í Spánarferðina. Ég bið góðan Guð að styrkja for- eldra hennar og systkini í sorg þeirra og Sigrúnu minni bið ég bless- unar í nýjum heimi og vona að hún taki á móti mér þegar þar að kemur. * Amma. Elsku besta systir mín. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá mér fyrir fullt og allt. Mér finnst eins og þú sért ennþá í sumarfríi á Benidorm og bíð eftir að þú hringir, og segir mér frá liðnum degi, en það á aldrei eftir að gerast aftur. Við ætl- uðum að gera svo margt saman, elsku Sigrún, og ég átti eftir að segja þér frá svo mörgu. Það er skrítið á svona erfiðri stundu að þú skulir samt ekki vera héma hjá mér til að '"’íaðma mig og hugga. En eins og séra Flóki sagði þá er Guð bara að lána okkur lífið á jörðinni og hann þurfti nauðsynlega að fá þitt líf aftur. Það er sorglegt að þú fékkst ekki að skila þínu aftur með þökkum. Ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín mikið, allar minningarnar sem ég Á um þig fylla ekki upp í tómarúmið, en þær hjálpa. Við upplifðum svo margt saman, við vorum svo sam- Ingibjörg Andrea Jónsdóttir og Mikkael Ingiberg Krisíjánsson, sem bjuggu allan sinn búskap í Fremri- Breiðadal. Sigrún var elst fjögurra systkina. Hin eru Jóhanna Ósk, f. 15. júní 1982, Óskar, f. 20. júlí 1987, og Ómar, f. 7. apríl 1989. Útför Sigrúnar fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. rýndar þegar við vorum litlar, við gátum ekki sofnað án þess að halda í höndina hvor á annarri, öll prakk- arastrikin sem við gerðum og allt það sorglega sem við gengum í gegn- um á ég minningar um. Þú varst það yndislegasta sem gat komið íyrir mig, þú varst þessi stóra systir sem allir vildu eiga. Ég gat alltaf leitað til þín þegar ég átti erfitt, þá varstu alltaf tilbúin að hlusta, meira að segja á næturnar varstu aldrei reið þegar ég vakti þig og hélt fyrir þér vöku tímunum saman. Ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið verður án þín, allt í einu verður herbergið okkar sem við deildum öll okkar ár svo tómt og enginn til að keyra með mér í skólann á morgn- ana. Það verður aldrei neitt samt án þín, það er bara ein Sigrún Sólbjört og þú mátt vita, elsku systir, að það kemur enginn í þinn stað. Ég veit að þú verður hjá mér í anda og heldur áfram að passa mig. Takk fyrir allt, elsku Sigrún, fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, þykja vænt um mig og fyrir að vera til. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið og mér þykir svo vænt um þig. Við eigum eftir að hittast aftur og eiga fleiri stundir saman. Þín systir, Jóhanna Ósk. Elsku Sigrún. Aldrei átti ég von á að fyrsta minningargreinin sem ég skrifaði væri um þig, mína kæru vin- konu og frænku. Svo ung, svo falleg, svo efnileg og einlæg. Hvers vegna þú? Hver er til- gangurinn? Þín hljóta að bíða mikil- væg verkefni annars staðar. Síðast þegar ég sá þig aðeins fyrir nokkrum vikum sat ég í bílnum mín- um og þú varst að ganga yfir Hring- brautina með Söllu frænku þinni. Þú sást mig ekki og ég náði ekki að kasta á ykkur kveðju. Ég man þó hvað ég hugsaði. Mikið væri skrítið að sjá hana litlu frænku mína sem ég passaði. Hún var nú orðin falleg, ung og myndar- leg stúlka. Nú fannst mér þroska- og aldursmunurinn á milli okkar ekki lengur svo mikill og ég var farin að hlakka til framtíðarinnar þegar við gætum farið út á lifið saman og átt skemmtilegar samverustundir. í dag sitja minningar mínar einar eftir. Eg rifja upp öll símtölin okkar á aðfangadagskvöldum, þar sem þakklæti og gleði skein frá ykkur systkinunum, enda hef ég alltaf haft gaman af að færa ykkur smá gjafir. Þegar ég bjó hjá ykkur varstu ávallt hjálpleg og hörkudugleg. Að- gerðaleysi var eitthvað sem þú þekktir ekki. Þú harkaðir af þér og gerðir miklar kröfur til þín en það kom best í ljós þegar þú kepptir í hlaupi, skíðagöngu eða öðrum íþróttagreinum. Mamma þín, hún Gunna frænka, hringir reglulega til mín og er það stolt móðir sem segir frá sigrum og frábærri frammistöðu barna sinna í leik og starfi. í dag er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér bæði sem vin- konu og frænku. Ég þakka fyrir þær samverustundir sem við áttum sam- an hér í Reykjavík sem og fyrir vest- an. I minningu minni mun ég ávallt geyma fallega brosið þitt með spékoppunum þínum. Ég veit að Ása vinkona þín tekur vel á móti þér þar MINNINGAR sem leiðir ykkar hafa mæst á nýjan leik. Guð blessi foreldra þína og systk- ini og veiti þeim styrk í mikilli sorg og söknuði. Þín vinkona og frænka, Valgerður. Elsku Sigrún. Miðvikudagskvöld. Við Arnheiður borðum kvöldmatinn og kíkjum á dagatalið. Það er farið að styttast í heimkomu þína. Þú hafðir merkt við daginn sem þú kæmir heim. „Sigrún kemur heim“ og teiknaðir svo bros- andi sól. Táknið fyrir seinna nafnið þitt. Táknrænt fyi'ir þig. Við hlökk- uðum til að sjá þig og heyra af ævin- týrunum sem þú skrifaðir um á póst- kortunum. Fá að heyra betur af þessum stóra rússibana sem var svo miklu stærri en sá í Efteling. Fimmtudagur. „Sigrún er dáin.“ Þú kæmir ekki aftur úr ferðalaginu? Ferðalaginu sem þú hafðir hlakkað svo mikið til að fara í. Langþráða frí- inu á sólarströnd. Að baki öll vinnan í sumar og nú átti að hvíla sig vel fyrir skólann í vetur, lokaárið í menntaskólanum. Þú hlakkaðir svo til að klára skólann, en þar var ekk- ert verið að slaka á kröfunum frekar en annars staðar. Metnaðurinn og atorkan var mikil. Stórasystirin. Alltaf að hugsa um aðra. Vera að baka fram á nótt fyrir afmælið hans Óskars í sumar og ganga vel frá öllu svo það væri ekki allt á rúi og stúi þegar mamma kæmi á fætur. Vinkona Jóhönnu. Stoð og stytta mömmu og pabba. Langaðir að fara að spjalla meira við ömmu. Ætlaðir að passa Arnheiði. Vildir alltaf hjálpa og tókst mjög nærri þér ef þú þurftir að synja bón. Með stórt hjarta og viðkvæma lund. Smágerð hið ytra en stórbrotin hið innra. Fríin ykkar Jóhönnu í gamla daga. Þá var nú líf í tuskunum á Fálkagöt- unni. Það var svo margt sem þið vilduð skoða og prófa í bænum. Svellkaldar, flakkandi um allt í strætó. Og safna í kringum ykkur bæjarvinunum. Aldrei ánægðari en þegar vinirnir fengu að gista. Orðnar málkunnugar kaupmanninum á horninu. Orðnar hálfgerðir vestur- bæingar. Þessar dýrmætu stundir lifa í minningunni. Og sumarfríið okkar fyrir fjórum árum. Hálfur mánuður á flakki. Jótland, Þýska- land og Holland. Borgir og sveitir. Sveitin átti best við þig. Alsæl, hjólandi í úrhellisrigningu í skógin- um að leita að gistiheimilinu. Hálf- villtar að spyrja til vegar. Það var lít- ið mál í hollenskri sveitinni. Af- greiðslustúlkan lokaði bara kjörbúð- inni og gekk með okkur niður á stíg- inn svo við fyndum hann örugglega. Minningar sem ég rifja nú upp ein. Minningarnar sem við ætluðum að eiga saman og rifja upp síðar. Þær eru margar minningarnar sem þú skilur okkur eftir með, elsku Sigrún. Um glæsilega unga stúlku sem mikill töggur var í. Hugsjónin var að ástundunin skilaði sínu. Námið, íþróttirnar, vinnan, tengslin við sam- ferðafólkið. Þér gekk vel í skólanum, þolgóður hlaupari, íslandsmeistar- inn í skíðagöngu, heimsækja sem flesta í bæjarferðunum. Allt komst þú yfir eins og þér einni var lagið. Þú komst meiru í verk en margir koma á lengri ævi. Elsku Jóhanna, Gunna og Dóri og Óskar og Ómar. Missirinn er sár. En minningin er björt. Minningin sem lifir með okkur alla tíð. Minningin um hana Sigrúnu okkar. Salbjörg (Salia bedstetante). Það var þungbúinn dagur í Ön- undarfirði þann 19. ágúst sl. Þegar þær sorgarfregnir bárust að vinkona okkar, Sigrún Sólbjört Halldórsdótt- ir í Neðri-Breiðadal, væri látin. Hún hafði verið í skólaferðalagi með fé- lögum sínum á Spáni. Ferð sem hafði átt hug hennar allan í langan tíma með tilhlökkun og gleði. En sú ferð varð lengri en við áttum von á. Við kynntumst Sigrúnu Sólbjörtu og fjölskyldu hennar haustið 1994, þegar við fluttum að Holti í Önund- arfirði. Yngri systkini hennar þrjú voru öll í skólanum í Holti. Það leið ekki langur tími áður en Sigurrós, dóttir okkar, varð fastagestur á heimilinu í Neðri-Breiðadal og voru Sigrún Sólbjört og Jóhanna, systir hennar, þær fyrirmyndir sem hún leit upp til. Þrátt fyrir að Sigrún væri ekki lengur nemandi í Holti, tók hún fullan þátt í þeim uppákomum sem tengdust félagslífi nemenda skólans. Hún studdi bræður sína, þá Óskar og Ómar, og Jóhönnu, systur sína, í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Sigrún var með í að byggja upp öflugt íþrótta- og félagsstarf í Ungmennafélaginu Önundi og sat hún í stjórn félagsins. Sjálf æfði hún skíðagöngu og frjálsíþróttir og náði frábærum árangri í báðum greinum. Hún varð Islandsmeistari kvenna í skíðagöngu árið 1998. Þessi ár sem Sigrún stundaði skíðaíþróttina ferð- aðist hún mikið og var ávallt til fyrir- myndar og lagði sig alltaf fram um að gera sitt besta, hvort heldur var í íþróttinni eða utan hennar. Um ára- mótin ‘97 fór tuttugu manna hópur til Noregs í æfingaferð. I þeirri ferð kynntumst við Sigrúnu Sólbjörtu ná- ið. Gleði hennar og kraftur og um- hyggja fyrir öðrum kom vel í ljós í þeirri ferð. Eftir erfiðar æfingar þegar flestir hvíldu sig, fór Sigrún í eldhúsið því hana lángaði til að búa til eitthvað gott fyrir okkur hin. Svona var Sigrún. Hún bar nafn sitt með réttu, sannkölluð Sólbjört fyrir alla þá sem henni kynntust. Sigrún okkar átti sínar erfiðu stundir eins og aðrir, en harm sinn bar hún í hljóði. Það var þung stund fyrir hana þegar hún missti Ásu, bestu vinkonu sína, í snjóflóðinu á Flateyri haustið ‘95. Þá var Sigrún Sólbjört stödd í Holti ásamt fjöl- skyldu sinni og það var sorgarstund. Við kveiktum á kerti og grétum sam- an. En Sigrún trúði á það að Ása væri hjá Guði og það veitti henni huggun þótt söknuðurinn og sorgin væru mikil. Elsku Sigrún Sólbjört, við sem heima sitjum söknum þín. Það er sárt til þess að hugsa að geta ekki hlegið með þér, faðmað þig og tekið þátt í lífi þínu hér. Öllu því skemmtilega og góða sem þú varst svo dugleg við að framkvæma og hlúa að. En minning- in um þig mun ávallt ylja okkur. Kæru vinir, Gunna, Halldór, Jó- hanna, Óskar og Ómar, engin orð fá lýst samúð okkar og hluttekningu í ykkar miklu sorg. Megi Guð almátt- ugur styrkja ykkur og blessa. Þið voruð Sigrúnu Sólbjörtu allt. Þið gáf- uð henni þann kærleika og kraft sem hún skilaði af einlægni til sinna sam- ferðamanna. Ykkar hamingja var hennar og svo mun áfram verða. Sagt er að Guð elski þá sem deyja ungir. Sigrúnu ykkar hefur verið ætl- að annað hlutverk þar sem hún er nú. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Rósa, Kjell, Sigurrós og Þorsteinn. Elsku Sigrún Sólbjört. Ég sakna þín svo ógurlega mikið og ég er svo ánægð með það að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst alltaf svo góð og falleg, hugsaðir alltaf svo vel um alla og gleymdir aldrei nein- um. Það var sama hvað það var, alltaf varst þú búin að hugsa út í hlutina eins og með sjoppuna í skól- anum sem þurfti að þrífa. Þú tókst þig bara til án þess að segja neinum frá og þreifst hana bara si svona svo enginn annar þyrfti þess. Þú varst líka svo dugleg að skrifa bréf, sama hvert þú fórst skrifaðir þú öllum bréf eins og í fyrrasumar þegar þú fórst á interrail. Þá leið ekki sá dagur sem ég fékk ekki bréf eða póstkort frá þér og svo hringdir þú líka. Mér þyk- ir svo vænt um þig, þú varst alltaf svo góð við mig, eins og á afmælis- daginn þinn í fyrra varstu ekki rónni fyrr en þú varst búin að fá mig til að samþykkja að koma til þín í mat um kvöldið og þú sóttir mig meira að segja til að vera viss um að ég kæmi alveg örugglega. Við fengum svo góðan mat og ís á eftir og ég átti skemmtilega stund með þér og fjöl- skyldunni þinni. Svo þegar ég átti af- mæli fórum við og fengum okkur pizzu og þú bakaðir fyrir mig svo góða köku og gafst mér fullt af nammi í afmælisgjöf að ég ætlaði aldrei að geta klárað það. Fyrsta sumarið eftir að við kynntumst var svo skemmtilegt, við vorum alltaf úti að skemmta okkur og hafa gaman og þegar okkur leiddist þá rifjuðum við alltaf upp þetta sumar. Þegar ég veiktist fyrir jólin varstu svo góð, þú komst að heimsækja mig á sjúkra- húsið og þegar ég kom heim komstu með uppáhaldskökuna mína sem þú bakaðir oft fyrir mig og fullt af bakk- elsi úr bakaríinu. Þú varst alltaf að hugsa um aðra og áttir oft til að gleyma sjálfri þér. Það var líka svo gaman að heimsækja þig í bakaríið og stundum var ég með þér eftir lok- un þegar þú varst að þrífa á kvöldin. Þú varst alltaf svo dugleg að vinna og dugleg og samviskusöm í skólan- um. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú gerðir það allt vel. Það var búið að vera svo gaman hjá okkur í ferðinni og okkar samband var upp á það besta, þú gistir hjá mér í íbúðinni minni og stundum þegar ég kom heim á morgnana kíkti ég upp til þín að athuga hvort þú værir komin heim eða vakandi og við fórum niður í búð að kaupa snakk og eitthvað að drekka. Eitt kvöldið leiddist mér og ákvað að kíkja í heimsókn. Þá eldaðir þú handa mér pasta og hitaðir brauð í ofninum og svo spjölluðum við lengi saman um allt milli himins og jarðar. Svo var það kvöldið áður en þú skildir við okkur, það var svo gaman og um nóttina gistir þú hjá mér og við spjölluðum fram á morgun og ætluð- um aldrei að geta sofnað og þú bauðst mér í afmælið þitt og við töl- uðum lengi um hvernig það ætti að vera og við töluðum um allt þetta skemmtilega sem við ætluðum að gera í vetur og í framtíðinni og um fjölskyldurnar okkar, þú hafðir orð á væntumþykju þinni til foreldra og systkina og hvað þú saknaðir þeirra mikið og hlakkaðir til að hitta þau. Þú varst svo ánægð og það var svo gaman. Það er svo ósanngjarnt að þú hafir verið tekin frá okkur, en ég veit að þér var ætlað eitthvað annað hlut- verk og að þér líður vel núna. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þennan síðasta tíma sem þú varst hér og ég veit að þér leið vel og varst glöð. Ég á svo marg- ar fallegar minningar um þig og þó svo að stundum hafi slest upp á vin- skapinn eins og oft vill gerast hjá fólki þá stóð samband okkar á traustum fótum og við náðum alltaf saman aftur. Eitt er víst að ég á aldrei eftir að gleyma þér, elsku Sig- rún Sólbjört mín, og ég sakna þín svo sárt. Ég veit að við hittumst ein- hvern tímann aftur, einhvers staðar annars staðar og þá verður svo gam- an hjá okkur. Ég bið Guð að styrkja fjölskyld- una þína og aðstandendur. Guð geymi þig. Þín vinkona, Kristrún Helga Ólafsdóttir. Með örfáum orðum ætlum við að minnast Sigrúnar Sólbjartar. Við minnumst hennar með söknuði en samt erum við þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Við kynntumst Sigrúnu fyrst þeg- ar hún byrjaði í 1. bekk framhalds- kólans, og ekki leið á löngu þangað til hún var orðin ein af okkur, enda var ekki annað hægt en að líka vel við hana. Hún var alltaf hress og kát og allt sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún af dugnaði og krafti. Eins og t.d. daginn áður en við fórum í út- skriftarferðina tók hún sig til og þreif alla 3. bekkjar sjoppuna með bróður sínum. Og er þetta lýsandi dæmi um hana. Oft kom hún líka með kökur í skólann fyrir okkur sem voru vel þegnar. Bæði við og skólinn erum tóm án hennar. Elsku Sigrún, við eigum eftir að sakna þín og þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og hefðu átt að vera svo miklu fleiri. Guð leiði þig, þitt líf og sál, og létti þína harmaskál: Þú ferð nú út í fjarlæg lönd frá föðurauga, móóurhönd,- Guð leiði þig. (Matth. Joch.) Elsku Dóri, Gunna, Jóhanna, Ósk- ar og Ómar. Við sendum ykkur okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Minning Sigrúnar mun ávallt lifa. Skólafélagar F.V.Í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.