Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 51 in einn. En á engan er hallað þótt ég nefni Sonju, systur mína. Kærleikur hennar í þinn garð og í rauninni öll ábyrgð á þér síðustu árin gleymist aldrei. Tilbúin nánast á nóttu sem degi að þjóna þörfum þínum svo hennar hagsmunir og fjölskyldu urðu stundum að víkja. Fyrir það er þakkað nú. Barnabömum þínum var ákaflega hlýtt til þín og ég veit að mörg þeirra eru hreinlega í sárum nú um stundir. Líkt á við um barnabarna- börnin. Að lokum langar mig að nefna við þig starfsfólkið á Sólvangi í Hafnar- íirði, sér í lagi starfsfólkið á Deild 3, þar sem þú lást síðustu vikur lífs þíns. Það reyndist þér einstaklega vel og auðsýndi þér vináttu og um- hyggju svo af bar þann tíma sem þú lást þar. Fyrir það er ljúft að þakka nú. Þér, pabbi minn, vil ég þakka af alhug fyrir mig og mína. Samband okkar trosnaði um tíma en enginn efaðist um væntumþykju okkar hvors í annars garð. Það er svo margt sem fer öðmvísi en ætlað er og alkunna er að ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Dætram mínum unnir þú í raun hugástum en eins og svo oft áttir þú erfitt með að koma því áleiðis sem inni fyrir bjó. Alma Lilja, eins og afkomendur þín- ir allir, var alla tíð eins og Ijós í lífi þínu og þótt langt væri ykkar í milli var samband ykkar mjög náið á til- finningasviðinu. En nú er kveðjustund. Ég vil af hjarta þakka þér fyrir allt. Ég vil þakka þér fyrir sigra þína á lífsleið- inni sem vora margir og mikilvægir fyrir okkur öll. Ég vil biðja þig að fyrirgefa að á vissan hátt brást ég vonum þínum og mömmu. Eins og stundum vill verða skrikar mörgum fótur í hjólforam lífsins og lendir um stund úti í kanti. Það átti við um mig. Sjálfsagt blæddi ykkur ytri og innri und vegna mín. En aldrei var það ætlunin að valda ykkur harmi og trega. Til þess unni ég ykkur of heitt. Guð geymi þig, pabbi minn. Guð launi þér góðvild þína. Vertu sæU. Takk fyrir allt. Þinn einlægur sonur, Ævar Harðarson. Mín fyrstu kynni af Herði Vigfús- syni verða mér alltaf ógleymanleg. Ég var að keyra kærastuna mína heim að kvöldi til suður í Hafnar- fjörð, yfir mig ástfanginn og kyssti hana bless þegar hurðinni á bílnum var hrandið upp og maður hlammaði sér inn í bflinn og sagði: „Mig lang- aði að sjá hvernig hann liti út, þessi sem er að eltast við hana Sonnu mína.“ Ég stamaði einhverju út úr mér, eldrauður í framan, en minn til- vonandi tengdapabbi stransaði út úr bflnum með dóttur sína og bauð mér góða nótt. Ég hafði náttúrlega mikl- ar áhyggjur af því á heimleiðinni hvort ég hefði fallið honum í geð eða ekki. Áhyggjurnar voru ástæðulaus- ar því hann fylgdi henni með brosi á vör upp að altarinu þegar við svo giftum okkur og er ég honum eilíf- lega þakklátur fyrir að hafa gefið mér dóttur sína. Hörður var alla ævi mikill tónlist- arunnandi og gat spilað á þau hljóð- færi sem að honum vora rétt. Hann var ekki nema 14 ára gamall þegar hann gekk í Karlakórinn Þresti í Hafnarfirði og söng með sínum skæra og fallega tenór. Ekld spillti útlitið fyrir honum því hann var stór og fallegur maður. Slíkur maður í dag yrði öragglega sendur til Italíu til að verða heimsfrægur óperu- söngvari. Þegar árin liðu missti hann veralega heyrn, sem háði honum mjög í samskiptum við annað fólk og eins það að geta ekki sungið og notið þess til fullnustu að hlusta á tónlist. Hörðm- var blikksmiður að mennt og vann hjá vini sínum Gústa í Blikksmiðju Hafnarfjarðar og síðar í Blikktækni. Hann vai- mjög eftir- sóttur verkmaður í sinni grein. Þeir sem versluðu við blikksmiðjuna sögðust ekki kaupa verkið nema Hörður teiknaði það og sæi um að koma því upp. Það var unun að fylgjast með hon- um vinna. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, það lék allt í höndunum á honum. Ef maður bað hann um að hjálpa sér þegar við Sonja voram byrjuð að búa, þá var það alltaf sjálfsagt. Það er mér mjög minnsstætt að þegar hann var að vinna flautaði hann alltaf í hálfum hljóðum, sem hafði þau áhrif á mann, að maður vissi að hann hefði gaman af því sem hann var að gera. Hörður var mjög heppinn að hitta og síðar giftast eiginkonu sinni, Sig- mundínu Pétursdóttur, frá Laugum í Súgandafirði, en hún var alveg ein- stök kona. Þau eignuðust saman sjö börn, en misstu dreng fljótlega eftir fæðingu. Upp komust sex og þótti þessi fjölskylda með eindæmum svo fallegt fólk, að mynd af þeim var stillt út í glugga ljósmyndastofu á Strandgötunni í Hafnarfirði. Sigmundína var þvílíkur demant- ur fyrir Hörð í gegnum lífið, að þeg- ar hún féll frá eftir mjög erfið veik- indi 15. nóvember 1989, fannst hon- um sjálfum lífið lítils virði og sá mað- ur það á honum að söknuðurinn var óbærilegur. Hörður og Munda bjuggu lengst af á Mosabarði 11, á Holtinu eins og við köllum það í Hafnarfirði. Heimil- ið var oft erfitt og þungt í rekstri. Ég man að þegar mest var af börn- um, bamabörnum, unnustum og kærastum sem verið var að hjálpa til að komast út í lífið, var hópurinn um 15 manns. Þessi tími er manni ógleymanlegur og þá sérstaklega fyrir það að allir vora velkomnir á þetta heimili, þó að rflddæmið í krónum væri ekki mikið, en kærleik- urinn þeim mun meiri. Það væri hægt að skrifa heila bók minninga af Holtinu frá þessum ógleymanlega tíma, en hér læt ég staðar numið og þakka þér, Hörður minn, fyrir að að hafa gefið mér kost á að eignast hlut af þínu lífí og þann kærleika sem þú sýndir mér og mín- um börnum og þá sérstaklega seinni árin þeim yngstu, Sonju Maggý og Hjalta Frey sem höfðu unun af því að heimsækja þig á Sólvangsveginn þar sem þú bjóst í eins manns íbúð ævikvöldið. Maður sá þá, Hörður minn, hversu stórt kærleikshjarta sló inni í þér. Ég hefði ekki viljað missa af því að kynnast þér og þakka fyrir allt og allt. Ég votta öllum aðstandendum Harðar Vigfússonar innilega samúð mína. Guð blessi ykkur öll. Þinn tengdasonur Magnús Ólafsson. Látinn er tengdafaðir minn, Hörður Vigfússon, eftir erfið veik- indi. Ekki er ég þess megnug að skrifa æviferil hans. En okkar kynna er mér ljúft að minnast. Er við hittumst fyrst varð mér strax ljóst að tengdapabbi var afar sér- stæður maður. Hans persóna sem í fyrstu virtist svo hrjúf var í senn svo blíð við þá sem honum þótti vænt um. Ég var látin vita að ég ætti heima í þessari fjölskyldu. Hann var búinn að ákveða það. Mér fannst ég ekki geta bragðist trausti hans því ég vissi að hann tók ekki hverjum sem var. Það var þó ekki eins erfitt og ég hélt því ég naut aðdáunar hans alla tíð. Ékki var það að við töluðum svo mikið saman. Tengdapabbi heyrði mjög illa og mín rödd náði ekki sér- staklega til hans. En við áttum eins- konar táknmál sem ég sé núna að er ólýsanlegt. Það byggðist að mestu upp á svipbrigðum sem við sendum hvort öðra. Að verða svona mikið heyrnar- skertur ungur að áram, hlýtur að hafa verið erfitt og einmanalegt. Það hefur og öragglega haft áhrif á margt í hans lífi. Ég veit að hann hafði mikla tónhstarhæfileika sem ungur maður, bæði spilaði hann á mörg hljóðfæri og á gömlum upp- tökum sem era til má heyra hans björtu tenórrödd. Hann hafði líka sérstaklega fallega rithönd sem hélst fram á síðasta dag. En gæfa hans var kona hans og fjölskylda. Tengdapabbi var ákaflega ást- fanginn af tengdamömmu og mátti ekki af henni sjá. Það var oft kátt á „Holtinu" í Hafnarfirði þegar öll fjölskyldan hittist þar. Barnabörnin sóttu til afa og ömmu. Ömmu sem bakaði svo góðar kökur, sagði sögur og kvæði og prjónaði svo marga hlýja flík og afa sem sat í horninu sínu og lagði kapal og laumaði nammi eða auram í litlar hendur. En svo dó amma og afi varð ósköp einn og saknaði Mundu sinnar. „Hún Munda mín“ sagði hann svo oft. En börnin hans og barnabörn vora áfram hans gleði og styrkur. Þau sýndu honum líka fádæma ræktarsemi. Síðast þegar ég hitti tengdaföður minn gerði ég mér grein fyrir að stutt væri eftir. Hann vissi það best sjálfur og beið þess með ró að verða sóttur og færður til þess staðar þar sem ekki era til kvöl og pína. Þó hélt ég að það yrði ekki fyrr en eftir nokkum tíma. Þegar við kvöddumst leit ég í augu hans og við sendum hvort öðru hinstu kveðju á okkar hátt. Sú hlýja minning yljai- nú þeg- ar söknuðurinn sest að. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn fyrst sorgarþraut er gengin hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að sldlja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Drottinn blessi tengdaföður minn og varðveiti um alla eilífð. Sigurvina K. Falsddttir. Jæja, elsku hjartans afi minn, nú er komið að kveðjustundinni sem við höfum kviðið svo fyrir. Elsku afi minn, mér þótti svo rosalega vænt um þig og ég veit að þér þótti líka vænt um mig. Þú varst orðinn svo veikur að það var bara fyrir bestu að þú fengir að fara til guðs og ömmu Mundu, þótt við hefð- um viljað hafa þig miklu lengur hjá okkur. Þú varst alltaf svo yndislega hlýr, góður og sérstaklega gjafmild- ur maður og vildir allt fyrir mann gera. Alltaf þegar maður kom í heimsókn á Sólvangsveginn bauðstu mér og Hjalta, bróður mínum, alltaf appelsín og Twistnammi sem þér þótti svo gott og ef við spurðum hvort maður mætti fá meira appel- sín þá sagðir þú: „Já, endilega látið bara eins og þið séuð heima hjá ykk- ur.“ Svo varstu alltaf að rétta manni pening, þótt þú ættir ekki mikið sjálfur og hvíslaðir að manni: „Kauptu þér nammi“, og brostir þessu fallega brosi. Nei, þú varst sko engum líkur, afi minn. En það var eitt sem þú lifðir fyrir eftir að þú fluttir á Sólvangsveginn, það voru bfltúrarnir sem þú fórst í með mömmu minni, henni Sonju, sem þú elskaðir og dáðir, þú kallaðir hana alltaf „Sonna mín“. Henni þótti líka alveg rosalega vænt um þig og elskaði þig mildð. Þegar þú fórst í þessa bfltúra fóram við með þér í búð og svo í lottóið, þú varst svo mikill lottóspilari þótt þú hefðir aldrei unnið neitt mikið. Stundum ef þú vannst eitthvert smáræði gafstu manni það. Þegar við voram búin í bíltúmum hjálpuðum við þér upp með vöramar og svo þegar við vor- um að fara stóðstu alltaf við glugg- ann og vinkaðir okkur alveg þangað til við voram komin úr augsýn þinni. En þegar þú fórst að veikjast gastu ekki farið í bfltúrinn ,það fannst mér rosalega leiðinlegt. Ég man líka þegar þú komst og horfðir á mig spila á píanótónfundi. Þótt þú heyrðir ekki mikið komstu samt, það þótti mér mjög vænt um. Svo varstu líka svo mikill tónlistarmaður, söngst í Karlakórnum Þröstum á yngri árum og gast spilað á öll hljóð- færi bara eftir eyranu. Nú verð ég að fara að kveðja þig, afi minn, í síðasta sinn og ég veit að ég á eftir að sakna þín svo innilega mikið og þíns fallega bro.ss,_ en það er ekkert við því að gera. Ég vona að þú og amma vakið yfir mér og okkur öllum og ég bið að heilsa ömmu Mundu, loksins ertu kominn til hennar. Jæja afi minn, bless bless, við sjá- umst síðar. Elska þig alltaf. Þitt barnabsam, Sonja Maggý. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fóstra og afa, ÓLAFS SIGURÐSSONAR fyrrverandi yfiriæknis, Ásabyggð 12, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyf- lækningardeildar á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Anna Björnsdóttir, Haildóra Ólafsdóttir, Kjartan Mogensen, Sigurður Ólafsson, Klara S. Sigurðardóttir, Ragnheiður Óiafsdóttir, Paul M. Smith, Anna Ingeborg Pétursdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU EGGERTSDÓTTUR, Ánahlíð 16, Borgarnesi. Helga Hansdóttir, Sigmar Sigurbjörnsson, Sigurður Bergsson, Guðríður Árnadóttir, Þuríður Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐNA ÓLAFSSONAR útgerðarmanns og skipstjóra, Brimhólabraut 30, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Gerður G. Sigurðardóttir og fjölskylda. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, sonar, fósturföður, afa og bróður, JÖRUNDAR FINNBOGA GUÐJÓNSSONAR frá Kjörvogi. Rannúa Leonsdóttir, Guðmunda Þ. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður og tengdamóður, MARÍU G. JÚLÍUSDÓTTUR frá ísafirði, Njálsgötu 86, Reykjavík. Katrín Pálsdóttir, Sveinn Sigursteinsson. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýnt hafa okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför KRISTINS REYR rithöfundar. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Kristinsdóttir, Pétur Kristinsson. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.